Borgarrölt

11. Suðvesturborgin – Rijksmuseum Vincent van Gogh

Borgarrölt
Van Goch, síðasta málverkið til hægri

Van Goch, síðasta málverkið til hægri

Komin úr Stedelijk Museum förum við til hægri og síðan aftur til hægri inn Paulus Potterstraat, framhjá eldri álmu safnsins og að van Gogh safninu, sem er sömu megin götunnar. Það er í nútímabyggingu frá 1973, sem þykir merkilegur aldur í miðborginni!

Rijksmuseum Vincent van Gogh er opið 10-17, sunnudaga 13-17. Það er eitt skemmtilegasta listasafn í heimi. Hvergi er til jafn heildstætt safn málverka eins, heimsfrægs málara. Hér eru til sýnis um 200 málverk hans í réttri tímaröð. Hægt er að fylgjast mánuð fyrir mánuð með listþróun hans og vaxandi brjálsemi undir ævilokin, er hann framdi sjálfsmorð 37 ára gamall árið 1800. Hér eru einnig 5
00 rissmyndir hans.

Svo merkilega vill til, að mestur hluti afgangsins af málverkum Vincent er líka í Hollandi, ekki langt frá Amsterdam, í safni Kröller-Müller í Hoge Veluwe skógi. Þannig einokar Holland van Gogh gersamlega, öfundað af listvinum í öðrum löndum. En skýringin er, að enginn vildi kaupa myndir Vincents, meðan hann lifði. Síðar sáu ættingjar hans um, að „ruslið“, sem hann skildi eftir í Frakklandi, yrði flutt til heimalandsins.

Næstu skref

 

10. Suðvesturborgin – Stedelijk Museum

Borgarrölt

Við höfum nú lokið göngu okkar um verzlunargöturnar Kalverstraat, Heiligeweg, Koningsplein, Leidsestraat og P.C.Hooflstraat og getum hætt að líta í búðarglugga. Hér tekur við menningarsagan.

Við förum til baka götuna, yfir hana og inn í hina nýju álmu Stedelijk Museum, Kjarvalsstaði Amsturdammara. Það er opið 9:30-17, sunnudaga 13-17. Hér skoðum við svokallaða nútímalist, þaðer að segja 20. aldar list frægra nafna.

Stedelijk Museum, Amsterdam

Stedelijk Museum

Á veggjum hanga verk eftir Cézanne, Picasso, Renoir, Monet og Manet, einnig Chagall, Malevich, Kandinsky og Mondrian, svo og málverk eftir Cobra-hópinn. Þar eru líka yngri stefnurnar, popplist og conceptual list og hvað þær nú annars allar heita.
Þetta safn nýtur mikils álits, enda er það stöðugt að kaupa ný listaverk og heldur næstum þrjátíu sérsýningar á ári hverju.

Næstu skref

 

9. Suðvesturborgin – P.C.Hooftstraat

Borgarrölt

Handan við Singelgracht eru hótelin Marriott og Centraal. Milli þeirra er gatan Vondelstraat og inn af henni Roemer Visscherstraat með nokkrum ódýrum hótelum, þar á meðal Owl, Vondel, Parkzicht, Sipermann og Engeland.

P.C. Hooftstraat, Amsterdam

P.C. Hooftstraat

Við förum brúna yfir Singelgracht og beygjum síðan til vinstri. Þar verður á vegi okkar enn eitt einkennistákn borgarinnar, einn af mörgum síldarvögnum hennar. Þar er hægt að stýfa úr hnefa ýmsar tegundir af síld, ólíkt mata
rlegri en pylsurnar hjá okkur.

Við göngum suður garðinn og Stadhouderskade, unz við komum að Hobbemastraat til hægri. Þar á hægra horninu er veitingahúsið Mirafiori. Síðan beygjum við til hægri inn í P.C.Hooftstraat, þar sem sitt á hvoru horninu eru veitingahúsin Sama Sebo og Rembrandt.

P.C.Hooftstraat er fínasti hluti verzunarássins, sem við höfum fylgt á göngu okkar. Hér eru tízkubúðirnar og ýmsar sérverzlanir með dýrar vörur. Og hér er veitingahúsið Fong Lie.

A mótum P.C.Hooftstraat og Constantijn Huygenstraat getum við beygt til hægri og farið í Vondelpark, notalegan útilífsgarð, sem er mikíð stundaður af trimmurum, hjólreiðafólki og hassreykingamönnum.

Ef við tökum ekki krókinn í garðinn, beygjum við á horninu tíl vinstri og förum von Baerlestraat alla leið að Concertgebouw, sem er hægra megin götunnar. Concertgebouw hýsir samnefnda sinfóníusveit, sem er í frægara lagi.

Concertgebouw snýr út að gras- og blómatorginu Museumsplein. Handan þess sjáum við hið volduga Rijksmuseum, ríkislistasafnið, og á vinstri hönd Stedelijk Museum, borgarlistasafnið, og Rijksmuseum Vincent van Gogh.

Næstu skref

 

8. Suðvesturborgin – Leidseplein

Borgarrölt
Leidseplein, Amsterdam

Leidseplein

Og þá erum við komin á Leidseplein, miðstöð hins ljúfa lífs. Hér eru í röðum veitingahúsin góðu, krárnar fínu og allar útgáfur skemmtanalífsins. Margir eru þeir, sem búa á American hóteli við torgið og sjá enga ástæðu til að fara út fyrir torgið.

Við Leidseplein eru veitingahúsin Oesterbar, Djawa, Borderij og Swarte Schaep. Hér eru krárnar Wiinlokaal, Continental Bodega, Reynders og Eylders. Hér er næturklúbburinn Blue Note og rétt hjá ungmennastaðirnir Melkweg og Paradiso.

Og á miðju torgi trónir Stadsschouwburg í öllu sínu veldi, borgarleikhúsið, ríkisóperan og ríkisballettinn. Við setjumst handan þess á stól fyrir framan Café Americain og hvílum lúin bein, virðum fyrir okkur mannlífið og sötrum sérgrein hússins, Irish Koffie.

Næstu skref

 

7. Suðvesturborgin – Leidsestraat

Borgarrölt

Spui

Við förum úr þessum enda Begijnhof um flísalagt portið út á torgið Spui. Þar getum við litið inn í 300 ára gamla bjórkrá, Hoppe.

Síðan förum við aftur í Kalverstraat, sem liggur um austurenda torgsins. Þar komum við brátt á hægri hönd að vaxmyndasafninu Madame Tussaud, sem er eitt útibúið frá móðursafninu í London, opið 10-18

Leldsestraat

Leidsestraat, Amsterdam

Leidsestraat

Við beygjum næst til hægri inn Heiligeweg og í beinu framhaldi af honum Koningsplein og Leidsestraat. Við fylgjum þannig áfram verzlunarás borgarinnar, sem hófst í hinum enda Kalverstraat við konungshöllina og mun halda áfram handan Leidseplein í P.C.Hooftstraat og von Baerlestraat.

Leidsestraat er göngugata eins og Kalverstraat, full af fólki á öllum tímum dags og jafnvel nætur, því nú erum við farin að nálgast Leidseplein. Við förum á brúm yfir Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht og erum óheppin, ef eitt einkennistákna borgarinnar, handknúið og ríkulega litskreytt götuorgel eða lírukassi, verður ekki á vegi okkar.

Við skulum staðnæmast á brúnni yfir Herengracht og virða fyrir okkur Gullbogann á síkinu vinstra megin. Þar eru fínustu heimilisföngin í borginni, áður heimili auðugustu borgarherranna og nú virðulegustu bankanna.

Komin á Keizersgracht getum við tekið smákrók til hægri til að líta á hús nr. 446, vinstra megin síkis. Þar átti Casanova um tíma í platónsku ástarsambandi við Esther, dóttur Hope bankastjóra.

Næstu skref

 

5. Suðvesturborgin – Begijnhof

Borgarrölt
Elzta íbúðarhúsið, Begijnhof, Amsterdam

Elzta íbúðarhús borgarinnar, Begijnhof

Ferðamenn koma lítt við hér, enda eru dyrnar að Begijnhof ekki áberandi. En þetta er einmitt ánægjulegur hvíldarstaður frá hávaða, þrengslum og mannhafi umhverfisins. Sérstaklega er notalegt að koma hingað á sunnudagsmorgnum, þegar orgeltónarnir hljóma úr kirkjunum. Ef Shangri La er einhvers staðar, þá er það hér.

Kirkjan á flötinni er mótmælenda, kölluð Enska kirkja. Andspænis henni er kaþólska kirkjan felld inn í húsaröðina, á nr. 31. Hún er hin raunverulega kirkja Begijnen, kristilegu kvennanna.

Rétt vinstra megin við kaþólsku kirkjuna er elzta íbúðarhús borgarinnar, timburhús frá 1478, meira en 500 ára gamalt. Það er eins gamalt og hálf Íslandssagan. Í skotinu að baki hússins eru nokkrir húsmerkingarsteinar eins og þeir, sem áður hefur verið lýst.

 

Næstu skref

5. Inngangur – Rijsttafel

Borgarrölt

 

Sama Sebo, restaurant, Amsterdam

Rijstaffel á Sama Sebo

Hollendingar voru nýlenduherrar þess ríkis, sem nú heitir lndónesía. Mikill fjöldi lndónesa hefur því fest rætur í Hollandi. Þeir hafa gert indónesísk veitingahús að hornsteini matargerðarlistar Hollands, einkum í Amsterdam.

Hin hollenska sérútgáfa af indónesískri matargerðarlist er svonefnt Rijsttafel eða hrísgrjónaborð, þar sem boðið er upp á hrísgrjón með 14-18-21-25 hliðarréttum af margvíslegu tagi. Hversdagslega eru Hollendingar í einfaldari útgáfum, þegar þeir snæða á slíkum stöðum. En þetta er veisluborðið, sem hentar útlendingum, er koma til Amsterdam til skamms tíma í senn. Hvergi í heiminum er Rijsttafel betra en einmitt hér í borg.

Þungamiðja veislunnar er Nasi. Það eru gufusoðin hrísgrjón, sem gestir láta í smáum skömmtum á miðjan súpudisk, er þeir fá. Hliðarréttina láta menn á diskinn, venjulega einn og einn í einu, og borða hvern fyrir sig, svo að bragð hvers og eins fái að njóta sín.

Fyrsta ferðin er bátsferð um síkin og hún hefst hér

 

4. Suðvesturborgin – Begijnensteeg

Borgarrölt

Begijnensteeg

Við yfirgefum fortíðina í Historisch Museum og höldum áfram suður Kalverstraat. Næsta hliðargata til hægri er Begijnensteeg, þar sem við beygjum til hægri. Þar er skemmtileg bjórkrá, Pilsener Club (sjá bls. 49). Einnig er þar rómantískt veitingahús, Bistrogijn, með steindum gluggum, gamalhollenzkum húsbúnaði og kertaljósum. Gatan stefnir beint að hliðinu á Begijnhof.

Begijnhof, Amsterdam

Begijnhof

Við hefðum líka getað komizt hingað beint úr safninu bakdyramegin. Þá hefðum við farið um Varðmannasalinn, sem er tveggja hæða glerskáli með stórum málverkum af hetjum Amsterdam, er söfnuðust saman 1580 til að verja borgina fyrir hertoganum af Alba.

Begijnhof

Begijnhof er kyrrlátur unaðsreitur mitt í ys og þys stórborgar-innar. Þar kúra saman smáhýsi í kringum stóra garðflöt og kirkju. Þetta var öldum saman heimili kristilegra kvenna, sem þó voru ekki vígðar sem nunnur. Slík kristileg kvennaþorp hafa hvergi varðveitzt nema hér og í Breda.

Næstu skref

3. Suðvesturborgin – Historisch Museum

Borgarrölt

Við förum Sint Luciensteeg til baka og höldum áfram suður Kalverstraat nokkra metra, unz við komum að nr. 92 hægra megin. Þar er inngangurinn í borgarminjasafnið Historisch Museum, sem áður var munaðarleysingjahæli borgarinnar.

Þetta er safn fyrir þá, sem ekki hafa áhuga á söfnum. Það er svo vel gert, að óhjákvæmilegt er, að við öðlumst dálítinn áhuga á merkri sögu Amsterdam. Við förum sal úr sal og fylgjumst með þróun og vexti borgarinnar öld fyrir öld.

Historisch Museum, Amsterdam

Historisch Museum

Amsterdam var upprunalega fiskipláss, sem fékk eins konar kaupstaðarréttindi 1275. Íbúarnir voru aðallega Frísar. Fátt segir af borginni, fyrr en eftir brunann mikla 1452, er timburhús voru bönnuð og fyrirskipað var að byggja úr tígulsteini. Í ríkjamyndunum miðalda komst Amsterdam fyrst undir veldi Búrgundarhertoga og síðan Habsborgara.

Sextánda öldin einkenndist af tilraunum Hollendinga til að losna undan oki hinnar spönsku deildar Habsborgara. Vilhjálmur þögli barðist við hertogann af Alba og varð forfaðir konungsættarinnar af Oranje. Á þessum tíma voru Hollendingar knúnir áfram af kalvínismanum, sem var í ofsafenginni
andstöðu við ofsafengna kaþólsku Filipusar II af Kastilíu.

Árið 1602 var Austur-Indíafelagið stofnað, 1609 Amsterdambanki og 1611 kauphöllin. Borgin var virkur aðili að þessum fyrirtækjum og varð heimsveldi á þessum áratug. Um þetta leyti voru gerðir Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht. Miðborgin fékk þann svip, sem hún ber að mestu enn. Holland eignaðist nýlendur út og suður og fræga flotaforingja, sem eru grafnir í Nieuwe Kerk.

Á stórveldistíma sínum mynduðu Hollendingar mikilvægan hlekk í þróunarkeðju Norðvestur-Evrópu, sem fól í sér tæknilegt stökk frá miðöldum inn í vísindatíma nútímans. Siglingar örvuðu handverk, sem örvaði svo aftur siglingar. Þetta hlóð upp á sig og Amsterdam varð Evrópumiðstöð fjármála, kaupsýslu, iðnaðar, tækni, vísinda, lista og menningar.

Amsterdam og Hollendingar urðu á öldinni átjándu að víkja fyrir afli London og Englendinga. Hollendingar voru samt búnir að koma sér vel fyrir, svo sem sýna dæmin af Unilever, Royal Dutch Shell og Philips, stórveldisfyrirtækjum nútímans. Á síðustu áratugum felast þó mestu afrek Hollendinga í gífurlegri tækni við gerð flóðgarða.

Næstu skref

2. Suðvesturborgin – Sint Luciensteeg

Borgarrölt
Historisch Museum, Amsterdam 2

Húsmerkingarsteinar við Historisch Museum

Frá höllinni skellum við okkur í mannhafið og látum okkur berast suður eftir Kalverstraat. Við förum svo til hægri í Sint Luciensteeg, þar sem fyrir okkur verða á vegg vinstra megin húsmerkingarsteinar. Þetta eru eins konar skjaldarmerki, höggvin í stein, sem í gamla daga komu í staðinn fyrir götunúmer í Amsterdam. Hvert hús í fínni hverfunum hafði slíkan húsmerkingarstein. Á göngum okkar um borgina sjáum við marga slíka, en hér hefur verið safnað á einn stað nokkrum steinum af húsum, sem hafa verið brotin.

Við getum litið inn á Nieuwezijds Voorburgwal. Á þessum parti þeirrar götu er frímerkjamarkaðurinn haldinn.

Næstu skref

C. Írland

Borgarrölt, Dublin
Monasterboice, Írland

Monasterboice

Kurteisi, alúð og hjálpsemi Íra verður því meiri, sem fjær dregur höfuðborginni. Á vesturströndinni heilsa menn bílstjórum með handarsveiflu, alveg eins og væru þeir gamlir kunningjar. Hvarvetna leggja menn sig í líma við að greiða götu ókunnugra og draga þá inn í samræður heimamanna.

Bezta leiðin til að kynnast Írlandi á stuttum tíma er að fá sér bílaleigubíl. Þá erum við frjáls, getum valið hvaða sveitavegi, sem við viljum;
og látið staðar nema, hvar sem okkur lízt á góða bændagistingu. B&B er hvarvetna á boðstólum og felur venjulega í sér fullnægjandi aðstöðu samkvæmt íslenzkum kröfum.

Írland ber mildan og grænan svip. Flestir vegir eru varðaðir trjám og beitilöndum, þar sem una sér kýr og kindur, hestar og geitur. Sveitabæir og þorp kúra í landslaginu eins og eðlilegur þáttur þess. úti við ströndina, einkum að vestan, rís náttúran í svipmeiri dráttum.

Forn mannvirki segja gamla sögu, einkum frá fyrstu öldum kristni, þegar Írland var miðstöð kristinnar kirkju á myrkum miðöldum. Við kynnumst klaustrum, þaðan sem munkar fóru norður og vestur um höf; og skráðu eins og Íslendingar frægar sögur á vandlega lýst bókfell. Við kynnumst líka kastölum og hústurnum, sem voru miðpunktar í erjum milli smákónga og í styrjöldum milli Íra og Englendinga.

Allt þetta þræðum við upp á eina langa perlufesti, sem nær hringinn um landið. Það getur tekið nokkrar vikur að aka þennan hring, en það er líka unnt á skemmri tíma, af því að fjarlægðir eru stuttar í landinu.

Lýsingin nær einkum til fornra mannvirkja og sérstæðs landslags, svo og halla og herragarða, sem yfirleitt leika nú hlutverk hótela og veitingahúsa. Gaman er að skoða þessar hallir og herragarða, þótt menn kjósi svefnstað í bændagistingu.

Hér er ekki bent á einstaka ferðabændur, enda skipta þeir þúsundum og eru oft ekki auðfundnir í leit. Bezt er að velja bændagistingu, B&B, eftir hendinni. Ef „en suite“ stendur á skiltinu, þýðir það, að herbergið sé með einkabaðherbergi, sem algengt er orðið nú á tímum.

Við förum norður úr Dublin, höldum fyrst til Norður-Írlands, síðan vestur með ströndinni og aftur inn í írska lýðveldið, förum einkum um slóðir keltneskrar tungu á vesturströndinni, síðan suður um og norður austurströndina til Dublin. Öllum er auðvitað frjálst að taka króka og útúrdúra af þeirri perlufesti, sem hér er lýst. Bezt er að taka lífinu með ró og setja sér ekki skýrt markaða áfanga.

Við skulum leggja af stað

 

22. Austurborgin – Pijlsteeg

Borgarrölt
Wynand Focking barinn

Wynand Focking barinn

Við göngum síðan aftur til baka að Oudezijds Voorburgwal og röltum nokkurn veg eftir vinstri bakka síkisins. Við förum yfir Damstraat og beygjum síðan inn næsta húsasund til vinstri, Pijlsteeg. Þar er miðja vega jenever-búlan Wijnand Fockink, þar sem við fáum okkur glas í tilefni af, að nú er fyrstu gönguferðinni lokið.

Héðan eru aðeins nokkur skref út að Dam og Krasnapolsky, þaðan sem við hófum ferðina.

Nú er röðin komin að næstu gönguferð og hún hefst hér

21. Austurborgin – Pannekoekenhuis

Borgarrölt

Grimburgwal

Upstairs pönnukökur, Amsterdam

Pannekoekenhuis

Þegar við erum komin út úr Oudemanhuispoort, förum við yfir brúna framundan. Þar á horninu fyrir framan er Þriggjasíkjahús, sem heitir svo, af því að það liggur að síkjum á þrjá vegu. Framhlið hússins, fallegri hliðin, er hinum megin.

Við göngum áfram með Grimburgwal, sem við höfum á vinstri hönd. Það er lítið og ljúft síki með háskólabyggingum á vinstri bakka.

Við vorum búin að fara yfir brúna á Oudezijds Achterburgwal og förum nú yfir brúna á Oudezijds Voorburgwal. Af brúnni lítum við til baka að Þriggjasíkjahúsi. Síðan höldum við áfram meðfram Grimburgwal, unz við komum að nokkrum gömlum húsum á síkisbakkanum vinstra megin götunnar.

Pannekoekenhuis

Þar leynist lítil hurð og að baki hennar þröngur og brattur stigi upp að örsmárri kökustofu, Carla lngeborg‘s Pannekoekenhuis, þar sem er kjörið tækifæri til að fá sér eina stóra, hollenzka pönnuköku með hunangi.

Næstu skref

 

20. Austurborgin – Oudemanhuispoort

Borgarrölt

Síðan förum við sömu leið til baka, göngum yfir áðurnefnda járnvindubrú og beygjum svo til hægri eftir vinstri bakka Kloveniersburgwal.

Oudemanhuispoort, Amsterdam

Oudemanhuispoort

Brátt komum við að mjóu húsasundi til vinstri og förum þar inn. Það er Oudemanhuispoort eða Gamalmennahússund, sem heitir svo, af því að þetta var einu sinni inngangurinn í fátækrahæli borgarinnar. Nú er þetta inngangurinn í háskólann. Aðalbyggingu hans sjáum við brátt hægramegin, handan húsagarðs. Á vinstri hönd er hins vegar bókamarkaðurinn.

Næstu skref

 

19. Austurborgin – Rembrandtsplein

Borgarrölt

Thorbeckeplein

Við göngum Herengracht út að Thorbeckeplein og förum þar út á brúna yfir Herengracht. Þaðan er skemmtilegt útsýni til margra brúa á Herengracht og Reguliersgracht. Síðan förum við norður Thorbeckeplein inn á Rembrandtsplein.

Rembrandtsplein

Rembrandtsplein, Amsterdam

Stytta af Rembrandt á Rembrandtsplein

Skemmtanalífsins á Thorbeckeplein og Rembrandtsplein var getið framar í bókinni. Í þetta sinn göngum við inn í garðinn á miðju torgi og skoðum styttuna af Rembrandt. Kannski er líka kominn tími til að fá sér fikrétt í hádegisverð á Seepaerd.

Í norðausturhorni torgsins er pínulítil lögreglustöð milli Reguliersbreestraat og Halvemansteeg, sögð sú minnsta í heimi. Þar kveðjum við þetta torg, sem einu sinni var smjör- og ostamarkaður borgarinnar, og göngum norður Halvemansteeg og yfir ána Amstel á brú.

Groenburgwal

Komin yfir Amstel göngum við skamman veg meðfram Kloveniersburgwal, unz við komum að fremstu brúnni yfir það síki. Það er ein af hinum skemmtilegu járnvindubrúm frá gömlum tíma, þegar slíkar brýr tóku við af trévindubrúm á borð við Magere Brug.

Að þessu sinni förum við ekki strax yfir brúna, heldur göngum spölkorn í gagnstæða átt eftir Staalstraat að litlu og laglegu síki, sem nefnist Groenburgwal. Af brúnni þar er skemmtilegt útsýni til Zuiderkerk.

Næstu skref