Borgarrölt

18. Austurborgin – Magere Brug

Borgarrölt
Magere Brug, Amsterdam

Magere Brug

Við förum yfir Blauwbrug, Bláubrú, og göngum eftir bakka Amstel í átt til Magere Brug, Mögrubrúar, frægustu og fegurstu brúar borgarinnar. Hún er orðin nærri 300 ára gömul og þykir sérstaklega falleg að næturlagi, þegar hún er prýdd ótal ljósum. Þessi mjóa trébrú er mikill umferðarhnútur og sýnir því verndun hennar, hve mikla virðingu borgarar Amsterdam bera fyrir hinu gamla.

Museum Willet-Holthuysen

Frá Magere Brug göngum við til baka meðfram Amstel að Herengracht og göngum þar inn hægri bakka síkisins. Þar komum við fljótt að Museum Willet-Holthuysen á Herengracht 605. Það var reist 1687 sem auðmannsheimili og er nú minjasafn um lífið á slíkum heimilum í þá daga. Allt er þetta svo eðlilegt, að það er eins og fjölskyldan hafi skroppið út fyrir klukkustund, en ekki fyrir tæpum 300 árum.

Að húsabaki er skemmtilegt dæmi um húsagarð eins og þeir tíðkuðust hjá auðugum 17. og 18. aldar borgurum, sem höfðu lítið rými, en reyndu þó að stæla garða franskra aðalsmanna.

Næstu skref

 

 

 

17. Austurborgin – Blauwbrug

Borgarrölt
Blauwbrug, Amsterdam

Blauwbrug

Frá torginu göngum við Nieuwe Amstelstraat að ánni Amstel, þar sem er brúin Blauwbrug. Hún er eftirlíking af brú Alexanders lll Rússakeisara yfir Signu í París, byggð 1880, skreytt miklum ljósakúplum. Þaðan er eitt bezta útsýni í borginni, til suðurs að hinni hvítu Magere Brug.

Við Blauwbrug sjáum við sérkennilega gróinn húsbát í eigu listamannsins Bulgar. Þetta er einn af rúmlega 2000 húsbátum á síkjum borgarinnar. Um helmingur þeirra er þar í óleyfi, en borgaryfirvöld hafa ekki mátt til aðgerða, af því að húsbátamenn í Amsterdam eru jafn harðir af sér og hundaeigendur í Reykjavík. Sumir þessara báta eru verstu hreysi, en aðrir eru lúxusíbúðir með öllum þægindum, þar á meðal rafmagni úr landi. Öllum er þeim sameiginlegt að nota síkin fyrir úrgang, en ekki ræsi borgarinnar.

Næstu skref

 

16. Austurborgin – Portugese Synagoge

Borgarrölt
Portugese Synagoge, Amsterdam

Portugese Synagoge

Þegar við komum aftur inn á Mr Visserplein, höfum við kassalagað stórhýsi á vinstri hönd. Það er höfuð-sýnagóga gyðinga, reist 1675. Þá hafði mikill fjöldi gyðinga streymt frá ofsóknum rannsóknaréttarins á Spáni og í Portúgal til trúfrelsisins og uppgangsins í Amsterdam.

Synagógan er í eins konar jónískum stíl og á að vera stæling á meintu útliti musteris Salómons í Jerúsalem. lnni standa tólf voldugar súlur undir kvennasvölum. Mest áberandi eru kertaljósakrónurnar miklu, er bera þúsund kerti, sem öll eru látin loga við guðsþjónustur á laugardögum.

Portugese Synagoge er opin til skoðunar 10-15, sunnudaga 10-13, lokuð laugardaga.

Næstu skref

 

15. Austurborgin – Mozes en Aaronkerk

Borgarrölt
Mozes en Aaronkerk, Amsterdam

Mozes en Aaronkerk

Við förum áfram Jodenbreestraat út að torginu Mr Visserplein. Við enda götunnar er á hægri hönd afturendi kirkju, sem ber hið gyðinglega nafn Mozes en Aaronkerk. Hún var samt upphaflega kaþólsk, en hefur verið breytt í félagsmálamiðstöð.

Hér er nú griðastaður fyrir erlenda verkamenn og ungt ferðafólk. Selt er gos og snarl og boðið upp á sýningar á handíð og list eða á vandamálum íbúa þriðja heimsins. Einnig eru þar á sunnudögum sérhæfðar poppmessur fyrir ungt fólk. Þannig er þetta fjörugasta kirkjan í borginni.

Valkenburgerstraat

Vinstra megin við torgið förum við á flóamarkaðinn í Valkenburgerstraat.

Næstu skref

 

14. Austurborgin – Montelbaanstoren

Borgarrölt
Montelbaanstoren, Amsterdam

Montelbaanstoren

Montelbaanstoren

Við höldum áfram Zandstraat og út á brúna yfir Oudeschans. Af henni er ágætt útsýni til vinstri til turnsins Montelbaanstoren. Hann er einn af 15. aldar virkisturnum borgarinnar. Árið 1606 bætti Hendrick de Keyser ofan á hann tæplega 50 metra hárri spíru. Margir telja þetta fallegasta turn borgarinnar, enda sést hann oft á málverkum og ljósmyndum.

Rembrandthuis

Áfram höldum við yfir brúna og sjáum strax á hægri hönd hús með rauðum gluggahlerum. Það er Rembrandthuis, þar sem sjálfur meistarinn bjó mestu velgengnisárin, frá 1639 til 1658, þegar hann varð gjaldþrota. Hér málaði hann mörg þekktustu verk sín.

Nú er húsið minningasafn um Rembrandt, opið 10-17, sunnudaga 13-17. Sjá má prentvél hans og rúmlega 250 stungur, en húsbúnaður er ekki hans, heldur annarra samtíðarmanna. Heimilisfangið er Jodenbreestraat 4-6 og minnir á, að þetta var miðja gyðingahverfisins fram að síðari heimsstyrjöld.

Næstu skref

13. Austurborgin – Zuiderkerk

Borgarrölt
Groenburgwal & Zuiderkerk, Amsterdam

Groenburgwal & Zuiderkerk,

Við beygjum til vinstri inn Zandstraat og komum að Zuiderkerk. Hún var reist 1611 af hinum þekkta byggingameistara Hendrick de Keyser og er fyrsta kirkja borgarinnar í kalvínskum sið. Mesta skart hennar er turninn, sem er sagður hafa haft mikil áhrif á kirkjuturna Christophers Wren í London.

Næstu skref

 

12. Austurborgin – Kloveniersburgwal

Borgarrölt
Hús vagnstjórans, Amsterdam

Hús vagnstjórans Tripp fyrir miðju

Af torginu förum við suður með síkinu Kloveniersburgwal, fyrst á hægri bakka, en færum okkur svo á fyrstu brú yfir á vinstri bakka. Við sjáum hægra megin, á nr. 26, eitt af grennstu húsum borgarinnar, hús vagnstjóra Tripps. Að baki þess er sú saga, að vagnstjórinn óskaði sér eigin húss, jafnvel þótt það væri ekki breiðara en dyrnar á húsi húsbóndans. Sá heyrði óskina og uppfyllti hana, nákvæmlega.

Næstu skref

 

 

11. Austurborgin – Waag

Borgarrölt

Nieuwmarkt

Waag, Amsterdam

Waag á Nieuwmarkt

Hér komum við út á Nieuwmarkt, sem einu sinni var fiskmarkaður borgarinnar. Enn eru hér ýmsar góðar verzlanir, þar sem höndlað er með fisk, kjöt, osta, vín og annað góðgæti. Á torginu er dálítill blómamarkaður og svo fjörlegur fornminjamarkaður á sunnudögum.

Waag

Á miðju torginu er gamall turn, sem eitt sinn var hlið á virkisvegg borgarinnar. Hann hét áður St Anthoniespoort, enhefur lengi verið kallaður Waag, því að þar voru hinar opinberu vigtir, þar sem tryggt var, að vörur væru rétt mældar.

Waag hefur sjö turna og margar dyr, byggður 1488. Lengst af var hann aðsetur ýmissa gilda iðnaðarmanna og hafði hvert gildi sínar útidyr. Meðal þeirra var gildi skurðlækna, sem leyfði Rembrandt að mála hér hinar tvær frægu myndir: Kennsla í anatómíu. Myndin af dr. Tulp er í Mauritzhuis í Haag og myndin af dr. Deijman í Rijksmuseum hér í Amsterdam.

Nú er Waag Sögusafn gyðinga, opið 9:30-17, sunnudaga 13-17. Þar eru til sýnis ýmsir heilagir gripir gyðinga og minjar um hernámið í seinni heimsstyrjöldinni.

Næstu skref

 

10. Austurborgin – Binnenbantammer

Borgarrölt

Okkur finnst of langt þangað að sinni og beygjum heldur til hægri eftir austurbakka Geldserkade. Þriðja þvergatan til vinstri er Binnenbantammerstraat, miðpunktur Kínahverfisins í borginni. Þar eru kínversku veitingahúsin í röðum, þar á meðal Azïe. Á þessum slóðum er einna ódýrastan veitingahúsamat af almennilegu tagi að fá í miðborginni.

Zedijk

Zeedijk-leikvöllur, Amsterdam

Leikvöllurinn í Zedijk, rauða hverfinu

Úr Binnenbantammerstraat göngum við til baka yfir Geldserkade og beygjum til hqri eftir hinum síkisbakkanum. Síðan förum við næstu þvergötu til vinstri, Waterpoortsteeg, og erum strax komin inn á Zeedijk enn á ný, en á öðrum stað en í fyrra skiptið.
Þetta er hin hefðbundna sjómanna-skemmtigata borgarinnar. Barirnir og búlurnar eru hlið við hlið og mikill mannfjöldi er úti á götu að kvöldlagi. Á morgnana er gatan hins vegar steindauð og hasslyktin horfin.

Við getum gengið götuna til hægri og komizt fljótlega á fyrri slóðir þessarar gönguferðar. En við kjósum heldur að fara til vinstri. Nálægt endanum ber fyrir okkur sjón, sem kemur á óvart í þessari gleðskapargötu. Það er leikvöllur með skrítnum leiktækjum, bleikum fíl og skærum veggmálverkum.

Næstu skref

9. Austurborgin – Schreierstoren

Borgarrölt

Við tökum beygjuna á Prins Hendrikkade og sjáum strax turninn Schreierstoren á hægri hönd. Þessi turn frá 1482 var upphaflega hluti

Schreierstoren, Amsterdam

Schreierstoren til vinstri, Centraalstation í baksýn

borgarmúrsins og þá náði höfnin hingað. Sagan segir, að nafnið stafi af, að hingað komu konurnar og börnin til að veifa og gráta, þegar karlarnír lögðu á hafið.

Scheepvaart Museum

Frá turninum sjáum við handan vatnsins miklar byggingar, reistar 1656 sem birgðaskemmur flotans á 18.OOO tréstaurum í höfninni. Þar er nú Scheepvaart Museum eða hollenzka siglingasafnið með ótal líkönum skipa, korta, hnatta og annars, sem minnir á siglingar.

Siglingasafnið er um leið hollenzkt sögusafn, því að saga landsins er saga siglinga. Á stórveldistíma Amsterdam náðu Hollendingar í sínar hendur mestöllum siglingum um Evrópu vestanverða og norðanverða. Þeir endurbættu gamlar skipagerðir og fundu upp á nýjum. Hvarvetna hleyptu þeir nýju blóði í handverk og kaupsýslu. Hvarvetna voru þeir aufúsugestir, nema hjá hirðum einvaldshneigðra konunga, sem stefndu að verzlunareinokun, til dæmis Kristjáns IV yfir Danmörku og Íslandi.

Næstu skref

 

F. Holland

Amsterdam, Borgarrölt

 

Zaanse Schans

Zaanse Schans

Við erum nú orðin svo kunnug Amsterdam, að við höfum einn eða tvo daga aflögu til að kynnast nálægum plássum. Auðvitað getum við tekið þátt í hópferðum frá borginni og séð flest það, sem hér verður lýst. En bílaleigubíll getur líka verið þægilegur, því að þá erum við ekki bundin sérstakri tímaáætlun og getum hagað ferðum okkar að eigin vild.

Hér verður lýst tveimur slíkum dagsferðum. Önnur ferðin er til norðurs með viðkomu í Alkmaar, Zaanse Schans, Marken og Volendam. Hin er til suðurs með viðkomu í Aalsmeer, Keukenhof, Delft, Haag og Madurodam.

Þeir, sem vilja hafa hæga yfirferð, geta skipt þessum ferðum. Ekkert mál er að skreppa í náttstað til Amsterdam, því að staðirnir eru aðeins í eins til þriggja stundarfjórðunga fjarlægð.

Fyrsta ferðin

8. Austurborgin – St Nicolaaskerk

Borgarrölt
St. Nicolaas & Oudezidjs Voorburgwal, Amsterdam

St. Nicolaas & Oudezidjs Voorburgwal

Við göngum eftir Prins Hendrikkade framhjá St Nicolaaskerk, höfuðkirkju kaþólikka, um það bil 100 ára gamalli. Nicolaas þessi er verndardýrlingur sjómanna og barna. Samkvæmt siðvenju í Amsterdam kemur hvítskeggjaður náungi í rauðri biskupsskikkju til borgarinnar í lok nóvember á hverju ári. Hann heitir S
interklaas og heimsækir borgarstjórann til að kynna sér, hvort borgarbörnin hafi hegðað sér nógu vel til að fá gjafir.

Þannig varð St Nicolaas að Sinterklas og síðan að Sankti-Kláusi eða þeim jólasveini, sem breiðzt hefur út um allan heim, einmitt frá Amsterdam. Og þetta er kirkjan hans.

Næstu skref

 

7. Austurborgin – Centraalstation

Borgarrölt

Í hinni áttinni, til hægri, sjáum við aðaljárnbrautarstöðina í 19. aldar nýgotneskum stíl, teiknuð af Petrus Cuypers þeim, sem líka teiknaði Rijksmuseum. Stöðin er reist á þremur tilbúnum eyjum og hvílir á 8687 trCentraal Station, Amsterdam 3éstaurum. Hún er þarna nánast úti í sjó, af því að hvergi var annars staðar rúm fyrir hana.

Fyrir framan er fjörlegt, hvítt timburhús, Noord-Zuid Hollands Koffiehuis, þar sem er veitingastofa og upplýsingastofa ferðamálaráðs borgarinnar.

Næstu skref

 

6. Austurborgin – Beurs

Borgarrölt

Hér sjáum við til vinstri, handan bátalægisins við Damrak, kauphöllina í Amsterdam, Beurs. Það er skrítin höll, reist um aldamótin í eins konar Jugend-stíl. Hún þótti mikið hneyksli á þeim tíma og þykir jafnvel enn.

Beurs, Damrak, Amsterdam

Beurs, til hægri, Damrak síki næst

Þetta er þunglamalegt tígulsteinshús, sem tekur sig einna bezt út frá þessu sjónarhorni.

Jugendstíll, ungstíll, eða Art Nouveau, nýstíll, kom til skjalanna rétt fyrir síðustu aldamót, þegar byggingarmeistarar voru orðnir þreyttir á stælingum gamalla stíla, á nýgrísku, nýrómversku og nýgotnesku. Mælirænni formfestu var kastað fyrir róða og frelsið fekk að ríkja. Stíllinn stóð ekki lengi, því að milli heimsstyrjaldanna leysti nytjastíll nútímans hann af hólmi.

Sá, sem hér horfir á tilviljanakennt útlit Beurs, á erfitt með að trúa, að eins konar nytjastíll ríkir að innanverðu, þar sem gríðarlegir stálbogar spanna yfir margra hæða kauphallarsal undir risavöxnum þakgluggum. Þannig blandaði byggingameistarinn Berlage saman innra svifi og ytri þunga.

Gamla kauphöllin, sem brann, var reist hér á sama stað árið 1611. Hún var þannig gerð, að skipin gátu siglt eftir henni miðri, undir þaki. Til beggja hliða voru svo sölubúðir á tveimur hæðum. Eftir lýsingum og myndum hlýjur það að hafa verið miklu skemmtilegri kauphöll en þessi.

Næstu skref

 

5. Austurborgin – Zeedijk

Borgarrölt
Zeedijk-brú & St. Nicolaas, Amsterdam

Zeedijk-brú & St. Nicolaas

Við förum áfram norður meðfram síkinu og sjáum framundan kirkjuna, sem tók við, þegar kaþólikkar máttu aftur þjóna guði opinberlega. Það er St Nicolaaskerk.

Við enda síkisins hægra megin brúar sjáum við hrörlegt hús hanga yfir síkinu. Það er frá því um 1500, eitt elzta hús borgarinnar. Þar var til skamms tíma hið fræga veitingahús Le Chat qui pelote, sem orðið hefur mörgum harm
dauði.

Áfram höldum við síðan ferð okkar eftir Sint Olofssteeg upp á hina frægu götu Zeedijk. Á horninu verða fyrir okkur smáhópar iðjuleysingja frá fyrrverandi nýlendum Hollands. Þeir eru sumir í vímu og taldir meinlitlir, en lögreglan er þó oftast hér á vakki.

Út á brúna förum við og virðum fyrir okkur útsýnið til baka eftir Oudezijds Voorburgwal og enn fremur í gagnstæða átt eftir þröngu síkinu Oudezijdskolk, þar sem er bakhlið St. Nicolaaskerk innan um gömul vöruhús. Síðan snúum við til baka af brúnni og höldum til vesturs Zeedijk stuttan spöl að Prins Hendrikkade.

Næstu skref