Borgarrölt

4. Austurborgin – Museum Amstelkring

Borgarrölt

Oudezijds Voorburgwal

Kirkjan er við Oudezijds Voorburgwal, sem er þungamiðja gleðikvennahverfisins, ásamt með hinu samhliða Oudezijds Actherburgwal. Í flestum húsunum umhverfis síkin tvö sitja þær í stórum gluggum og bíða viðskiptavina um bjartan dag sem á kvöldin.

Amstelkring Kerk, Amsterdam

Amstelkring Kerk

Við höldum til vinstri norður eftir bakkanum og tökum fljótlega eftir mjóstu götu borgarinnar, milli nr. 54 og 62. Það er nafnlaust og liggur inn að rauðum ljósum.

Museum Amstelkring

Örlitlu norðar komum við að Museum Amstelkring á nr. 40.
Þar uppi á lofti er leynikirkja kaþólskra frá 1663. Hún var notuð í tvær aldir, meðan Kalvínismi Hollendinga var sem strangastur. Talið er, að 0 slíkar leynikirkjur hafi verið í borginni, en þessi er hin eina í upprunalegu ástandi.

Kirkjan er innréttuð á efstu hæðum og í risi þriggja íbúðarhúsa. Hún er sjálf á þremur hæðum. Kirkjugestir skutust úr hliðargötu inn um litlar dyr upp þrönga og flókna stiga. Við tökum eftir, hversu slitin þrepin eru.

Klrkjan er til sýnis og sömuleiðis neðri hæðir hússins, þar sem innréttað hefur verið minjasafn, sem sýnir híbýli og húsbúnað hins vel stæða fólks, er lét gera kirkju uppi á lofti.

Næstu skref

 

3. Austurborgin – Oudekerk

Borgarrölt

Oudekerk

Oudekerk, Amsterdam
Oudekerk

Við göngum kringum Oudekerk, Gömlukirkju, og furðum okkur á tvennu. Annars vegar litlu húsunum, sem skotið er inn í króka kirkjuveggjanna til að nýta plássið. Og hins vegar, að hálfklæddu og digru dömurnar í rauðlýstu gluggunum skuli stunda iðju sína beint undir kirkjuveggjunum.
Oudekerk er elzta kirkja borgarinnar, frá því um 1300, næstum því eins gömul og Sturlungaöld. Hún er byggð úr tígulsteini og er í rómönskum stíl, en þó með miklum gluggum, fallega steindum, eins og tíðkaðist á síðari gotneskum tíma. Turninn er yngri, frá miðri sextándu öld, í blandstíl gotnesku og endurreisnar.

Turninn er raunar furðuleg smíði. Neðsti stallurinn er voldugur og ferstrendur með klukkuskífum til allra átta. Þar á ofan kemur port hárra og mjórra súlna. Síðan kemur næpa. Málið er ekki enn búið, því að þar á ofan kemur annað súlnaport og loks önnur, gullin næpa efst uppi.

Næstu skref

 

2. Austurborgin – Warmoesstraat

Borgarrölt

 

Warmoesstraat, Amsterdam
Warmoesstraat

Warmoesstraat

Frá hótelinu göngum við til hægri eftir Warmoesstraat, elztu götu borgarinnar. Þar bjuggu á 15. öld fínustu borgararnir. Þegar þeir fluttu á 17. öld til Herengracht, varð þessi gata að helztu verzlunargötunni og hótelgötunni. Hertoginn af Alba bjó hér, þegar hann vildi sauma að Hollendingum.

Tvær kaffiverzlanir endurspegla enn hina gömlu tíma. Thee en koffiehandel á nr. 102 og Geels & Co á nr. 67. Og farfuglaheimilið á nr. 87, sem bauð gistingu á Fl 17 og Fl 12 í sal, síðast þegar við gengum hjá, endurspeglar líka gamla tímann.

Við tökum fljótt eftir, ef við höfum ekki gert það á siglingunni um síkin, að mjóu gaflhúsin slúta í rauninni fram. Þau eru byggð svona af ásettu ráði. Efst í gaflinum er bálkur fyrir blokk. Þannig má á reipi draga stóra muni upp á hæðirnar, án þess að reka þá utan í. Engin leið er að koma þeim upp þrönga stigana. Þessa iðju verða menn að stunda enn þann dag í dag um alla borg.

Við förum götuna út að Oudebrugsteeg, sem liggur til vinstri og lítum aðeins inn í hana, því að þar er þétt setinn bekkurinn af smáhótelum, börum og búðum. Síðan förum við spölkorn til baka eftir Warmoesstraat, unz við sjáum Oudekerk til vinstri.

Næstu skref

4. Síkin – Graachten

Borgarrölt
Vindubrú úr timbri, Amsterdam

Vindubrú úr timbri

Herengracht

Næsta skeifusíki utan við Singel er Herengracht, „herramannasíki“, sem varð í upphafi 17. aldar að fína heimilisfanginu í Amsterdam. Þar reistu ríkustu kaupmennirnir hús sín og kepptu hver um annan þveran í glæsibrag.

Þessi hús standa nærri öll enn og hýsa skrifstofur og banka. Glæsilegust eru þau við aðra beygju síkisins, „gullbeygjuna“, við um það bil nr. 390, þar sem Nieuwe Spiegelstraat mætir síkinu. Rétt ofan við þriðju beygju, á nr. 502, er svo borgarstjórabústaðurinn.

Keizersgracht

Þriðja skeifusíkið heitir Keizersgracht eftir Habsborgaranum Maximilian I, sem meðal annarra landa réði Hollandi í upphafi 16. aldar. Við sjáum á húsunum, að þau eru ekki alveg eins ríkmannleg og við Herengracht. Hér bjuggu miðlungskaupmenn og vel stæðir iðnrekendur. Einnig hér standa 17. aldar húsin enn.

Prinsengracht

Yzta skeifusíkið innan við nýrri borgarmúrana á 17. öld er Prinsengracht. Þar eru íbúðarhúsin enn minni um sig og mikið er um vöruhús í bland. Mörgum þessara vöruhúsa hefur nú verið breytt í lúxusíbúðir, þótt ytra útlit sé óbreytt, enda eru þau yfirleitt friðuð.

Singelgracht

Utan um þessi hverfi 17. aldar var svo reistur nýr virkisgarður, innan við hann skeifusíkið Lijnbaansgracht og utan við hann síðasta skeifusíkið, Singelgracht. Það var raunverulegt virkissíki og engin borgarbyggð við það. Seint á 19. öld voru borgarvirkin rifin og fékkst þá dýrmætt rými fyrir samgönguæðar, garða, torg, opinberar byggingar og söfn.

Þá er komið að fyrstu göngunni og hún hefst hér

3. Síkin – Singel

Borgarrölt
Singel & Ronde Luterse Kerk, Amsterdam

Singel & Ronde Luterse Kerk

Innsta skeifusíkið umhverfis gamla miðbæinn er Singel, og framhald þess til norðausturs, handan Amstel, í Oudeschans. Singel var upprunalega síkið framan við borgarmúrana og var svo fram að gullöld Hollands og Amsterdam, sem hófst um 1600.

Við tökum eftir grennsta húsi borgarinnar, við Singel 7. Það er jafnmjótt og útidyrnar. Nokkru ofar, þar sem við komum að fyrstu beygjunni á síkinu, sjáum við sérkennilegt fangelsi í brúnni, sem við förum undir. Að fangelsinu verður einungis komizt á báti.

Við Singel eins og við Herengracht, Keizersgracht og Prinsengracht eru hús númeruð frá norðurendanum til suðurs og síðan til austurs að ánni Amstel.

Næstu skref

2. Síkin – Gaflhúsin

Borgarrölt

Úr bátnum kynnumst við gaflhúsagerðinni og ýmsum tilbrigðum hennar. Húsin voru reist svona há og mjó, af því að borgarskattur manna fór eftir því lengdarmáli, sem þeir tóku af síkisplássi. Persónuleiki byggingarmeistara fékk svo útrás í nánari útfærslu gaflanna.

Gaflhús við síki

Gaflhús við síki

Tígulsteinn gaflanna er misjafn á litinn. Sum húsin eru ljósgrá, önnur brúnleit, gul, ljósrauð eða jafnvel blárauð. Þá er toppstykkið útfært á misjafna
n hátt, sumpart vegna tízkustrauma á 17. og 18. öld, og höfðu tilhneigingu til að verða voldugri, eftir því sem auður kaupmanna jókst með tímanum.

Þessi saga byggingalistar, samþjappaðrar í mjóum göflum, rennur saman við fegurð ótal bogabrúa yfir síkin og voldugra trjáa á síkisbökkunum. Úr þessu verður heildarmynd, sem bezt er að njóta úr báti á miðju síki.

Mörg fyrirtæki reka bátsferðir og hafa brottfararstaði víðs vegar um miðborgina. Sama er, hvar við byrjum hringferðina, sem tekur eina stund. Bátarnir eru svipaðir, verðið svipað og leiðin í stórum dráttum hin sama.

Næstu skref