Borgarrölt

3. Egyptaland – Cairo – Þjóðminjasafnið

Borgarrölt

Þjóðminjasafnið Cairo

Miðja borgarinnar er Þjóðminjasafnið í hótelhverfinu við bakka Nílar. Þar er á einum stað mikill fjöldi af heimsfrægum þjóðminjum. Þar er öll þessi glæsta saga á einum stað í 120.000 gripum. Safnið hefur frá 1902 verið í núverandi höll við Tahir-torg.

Nofret Cairo

Embættismannahjón, stytta í Þjóðminjaafninu

Zoser faró Cairo

Djoser faraó, stytta í Þjóðminjasafninu

Næstu skref

2. Egyptaland – Cairo

Borgarrölt
Níl Cairo

Níl og miðborg Cairo

Höfuðborgin Cairo er stærsta borg miðausturlanda með sextán milljónir íbúa. Eins og títt er um heimsborgir þriðja heimsins er Cairo að springa af fólki, bílum og hávaða. Þar eru þó þrjár vinjar, sem ferðamenn sækjast eftir, Þjóðminjasafnið, bazarinn og moskurnar. Svo eru risastóru píramídarnir við Giza beinlínis í úthverfi borgarinnar.

Næstu skref

A. Egyptaland

Borgarrölt, Egyptaland
Tutankahmon Cairo 2

Andlitsgríma Tutankhamen faraó í fornminjasafninu í Cairo

Nefertiti Cairo

Stytta af Nefertiti drottningu í þjóðminjasafninu í Cairo

Egyptaland er eitt ein af örfáum vöggum heimsmenningar og hefur að mestu verið eitt og sama þjóðríkið í nærri tólf þúsund ár. Þarna skapaðist á sjálfstæðan hátt ræktun lands, ritun tungumáls, fjölmennar borgir, skipulögð trúarbrögð og miðlæg stjórnsýsla.

Gríðarlegar minjar eru til um sögu Egyptalands, höggnar í stein og ritaðar á papýrus. Þessar minjar má finna um allan Nílardal frá Asswan í suðri til Miðjarðarhafs í norðri. Skurðpunktur þessarar sögu er Þjóðminjasafnið í Kairó.

Egyptaland er eitt af fjölmennustu ríkjum heims með 90 milljónir íbúa. Allur þorri þeirra býr á mjóu belti umhverfis ána Níl, sem er móðir lands, þjóðar og menningar.

Hér hafa Grikkir verið, Rómverjar, Arabar, Tyrkir og Bretar, og hafa allir markað spor í sandinn. Samt er Egyptaland enn til sem Egyptaland eins og það var fyrir tólf þúsund árum.

Næstu skref

20. Persía – Isfahan – Armenska kirkjan

Borgarrölt
Hvolf Armenska kirkjan 1, Esfahan

Hvolf Armensku kirkjunnar

Armenska kirkjan

Armenska kirkjan, Esfahan

Armenska kirkjan

Armenar flúðu hundruðum þúsunda saman frá Tyrkjaveldi undan ofsóknum soldáns í upphafi 17. aldar og settust hér að í skjóli Persakeisara. Þetta er þeirra höfuðkirkja. Að utan er kirkjan hversdagsleg, en að innan er hún þakin glæsilegu mósaík í persneskum stíl. Öfugt við moskurnar er hér mikið af litskrúðugum biblíumyndum af fólki. Við kirkjuna er safn fágætra bóka frá fyrri öldum. Nú á tímum búa 200-300 þúsund kristnir Armenar í landinu.

Hér endar þessi ferð um minjar fortíðar í Persíu nútímans.

Sjá nokkra ferðafélaga

19. Persía – Isfahan – Pol-e Khaju

Borgarrölt
IMG_0514

Pol-e Khaju brúin yfir þurran farveg yfir Zāyande fljótsins

Pol-e Khaju brúin

Ein fegursta brúin yfir Zāyande fljótið er Pol-e Khaju, reist um 1650 sem brú og stífla í senn, svo og útivistarsvæði fyrir borgarbúa. Brúin er 133 metra löng og hefur 24 steinboga. Áður fyrr voru tehús og verzlanir á brúnni.

Kalkh-e-Shehel Sotoun

Fjörutíu súlna höllin í stórum garði með bunulæk, sumarhöll keisaranna á tíma Safavída. Að því leyti ólík öðrum skreytingum múslima eru hér stór málverk af fólki og fólkorrustum. Garðurinn er svo frægur að fegurð, að hann er kallaður Persneski garðurinn.

Næstu skref
Kakh-e Chehel Sotun garður 2, Esfahan

Kakh-e Chehel Sotun garðurinn

18. Persía – Isfahan – Ali Qapu

Borgarrölt

Ali Qapu (Kalkh-e-Ali) höllin

Kakh-e Ali Quapu 1, Imam square, Esfahan

Kalkh-e-Ali Qapu höllin

Ali Qapu er sex hæða afleggjari konungshallarinnar, sem er vestanvert að baki Ali Qapu, eins konar útsýnispallur, móttökuhús sendiherra og veizlusalur og hljómlistarsalur með yfirsýn yfir risavaxið torgið.

Stóri bazarinn

Að grunni er Stóri bazarinn meira en þúsund ára gamall og var lengi einn stærsti bazar miðausturlanda. Verzlanir eru ekki lengur þar eingöngu, heldur hafa dreift sér allt umhverfis Naghsh-e-Jahan torgið. Þarna eru tehús og veitingahús, vinsæl af ferðamönnum. Þar á meðal er Azadegan tehúsið og Bastani veitingahúsið.

Næstu skref
Azadegan tehús, Esfahan

Azadegan tehúsið

Bastani restaurant, Esfahan

Bastani veitingahúsið

17. Persía – Isfahan – Imam moskan

Borgarrölt

Masjed-e-Shah (Imam) moskan

Masjed-e Imam Mosque 5, Imam square, Esfahan

Masjed-e-Shah (Imam) moskan

Masjed-e-Shah er eitt helzta meistaraverk persneskrar byggingalistar, fagurlega þakin að utan og innan með sjö lita mósaíki og skrautskrifuðum ritningargreinum. Þegar komið er inn um hliðið að torginu blasa við fjögur innhvolf og að baki þess stærsta er hvolf sjálfrar moskunnar með fágætum hljómburði.

 

Masjed-e Shah, Imam square, Esfahan

Sheikh Lotf Allah moskan

 

 

 

 

Sheikh Lotf Allah moskan

Þetta er einkamoska konungsins og kvennabúrs hans með enn fegurra sjö lita mósaíki heldur en er í stóru moskunni við torgið.

Næstu skref

16. Persía – Isfahan – Naghsh-e-Jahan

Borgarrölt
Imam square 1, Esfahan

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Isfahan

Isfahan hefur öldum saman verið ein stærsta borg Persíu, tvisvar höfuðborg landsins og stundum verið ein af stærstu borgum heims. Margir kaupmenn gistu í Isfahan á silkiveginum til Kína.

Þökk sé áveitum er þessi borg í eyðimörkinni eins og skógur, með röðum trjáa við gangstéttar beggja vegna gatna. Zāyande fljótið gaf borginni áður líf, en nú er farvegurinn oftast þurr. Einnig eru þarna margir garðar, þar á meðal eitt af stærstu torgum heims, Naghsh-e-Jahan.

IMG_0507

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Þetta torg var lagt um 1600, á valdaskeiði Safavída, rúmlega hálfur kílómetri að lengd og 160 metra breitt. Helztu mannvirki við torgið eru frá sama tíma, Masjed-e-Shah moskan að sunnanverðu, Ali Qapu höllin að vestanverðu, Sheikh Lotf Allah moskan að austanverðu og Qeisarieh hliðið að Stóra bazarnun að norðanverðu. Torgið er á heimsminjaskrá Unesco.

Næstu skref

15. Persía – Yazd – Meybod

Borgarrölt
Caravanserai 1, Meybod, Yazd

Caravanserai í Meybod

Meybod

Narin castle, Meybod, Yazd

Narejn kastali í Meybod

Meybod er borg 50 kílómetrum norðan við Yazd, frægt fyrir eitt stærsta Caravanserai landsins, hótel fyrir ferðamenn að fornu. Það er rétthyrningur herbergja kringum garð með brunni í garðmiðju. Nú sýna bæjarbúar þar hefðbundinn, persneskan vefnað.

Andspænis fornhótelinu handan götunnar er 300 ára gamalt pósthús með ísgeymsluturni.

Narejn kastali í Meybod er rétt hjá, einn elzti kastali Persíu, frá því fyrir komu íslams.

Næstu skref

14. Persía – Yazd – Abarkuh

Borgarrölt

Elsta Cyprus tréð, Abarkuh, Yazd

Sarv-e Abarkuh

Sedrusviðurinn í þorpinu Abarkuh 140 kílómetrum austan við Yazd er á heimsminjaskrá, talinn vera næstelzta lífvera Asíu, rúmlega 4000 ára gamall, 25 metra hár og 18 metra víður.

Í Abarkuh er líka ein af þessum vel einangruðu íshúskeilum til að varðveita ís og mat í eyðimörkinni.

Íshús
Næstu skref

13. Persía – Yazd – Ateshkadeh

Borgarrölt
Ateshkadeh Zoroastrian fire temple, Yazd

Ateshkadeh eldmusteri Zoroaster trúarinnar

Ateshkadeh

Eldmusteri Zoroaster trúarinnar, þar sem trúareldurinn hefur logað samfellt síðan árið 470. Þetta er heimsmiðstöð eldsdýrkenda.

Ein elzta núlifandi trú, oft kölluð Mazda eftir guðinum Ahúra Mazda og andstæðingi hans, Ahriman, og byggist á baráttu góðs og ills í formi tveggja guða, drottins og djöfulsins. Spámaður trúarinnar var Zoroaster, öðru nafni Zaraþústra, sem var uppi einhvern tíma á bilinu 1700-1300 f.Kr.

Zoroaster líkturn Yazd

Þagnarturn Zoroaster eldsdýrkenda

Hún var ríkistrú í stórveldum Persa frá því um 600 f.Kr. fram að innreið íslams. Afbrigði af þessari trú, þar sem guðinn hét Míþra, keppti við kristni meðal rómverskra hermanna á fyrstu öldum e.Kr. Flestir núlifandi fylgismenn eru í Indlandi og í Persíu. Alls eru um 2,6 milljónir þeirra í heiminum nú á tímum.

Þagnarturninn

Líkturn Zaraþústra eldsdýrkenda er rétt sunnan við Yazd, ekki í notkun síðan á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þar voru lík áhangenda Zoroaster sett á stall, þar sem hræfuglar hreinsuðu beinin fyrir jarðsetningu. Neðan við turninn eru rústir húsa, þar sem lík voru meðhöndluð.

Næstu skref

12. Persía – Yazd – Amir Chakhmaq

Borgarrölt

Amir Chakhmagh, Yazd

Amir Chakhmaq

Ein stærsta bygging í Íran með þremur hæðum af innhvolfum, fagurlega upplýst rauðgulri birtu að kvöldi. Ofan á innganginum eru afar grannar kallturnaspírur. Mannvirkin eru frá upphafi 15. aldar.

Andspænis Amir Chakhmaq er neðanjarðar safn um vatnið, þar sem sýnt er, hvernig vatns var aflað í gamla daga og hvernig það var varðveitt.

Saheb a Zaman Zurkhaneh

Sögufræg líkamsræktarstöð við Amir Chakhmaq í gömlum neðanjarðar vatnsgeymi frá 1580, sem er að innanverðu eins og 29 metra hátt egg. Í Saheb a Zaman Zurkhaneh eru ferðamönnum sýndar gamlar leikfimihefðir.

Næstu skref

Saheb A Zaman Club Zurkhaneh, Yazd

11. Persía – Yazd – Masjed-e Jameh

Borgarrölt
Jame mosque Yazd

Masjed-e Jameh moska

Masjed-e Jameh

Þungamiðja borgarinnar er Masjed-e Jameh moskan með einu af hæstu inngangsportum landsins. Við hlið portsins eru 48 metra háir kallturnar með 15. aldar leturskreytingum. Skreytingar á hvolfi moskunnar eru einstæðar að fegurð.

Næstu skref

Jame mosque 2 Yazd

10. Persía – Yazd – Medina

Borgarrölt
Yazd medina

Torg í Medina í Yazd

Yazd

Eyðimerkurborgin Yazd er þurrasta og heitasta borg Persíu og miðstöð Zaraþústra (Zoroaster) trúar. Marco Polo heimsótti borgina á Kínaferð sinni um silkiveginn og fjallar um fínan silkivefnað heimamanna. 5% íbúanna eru enn Zaraþústra eldsdýrkendur.

Vegna þurrkanna þróaðist sérstæð byggingalist í Yazd, svo sem vindrennuturnar til að fanga vind og vel einangraðar íshúskeilur til að varðveita ís og mat. Moskur í Yazd eru þekktar fyrir mósaík og steinda glugga.

Medina

Karlahandfang til vinstri, kvennahandfang til hægri, Yazd medina

Bankari fyrir karla vinstra megin, fyrir konur hægra megin

Gamli bærinn í Yazd er medina frá fyrri öldum, óregluleg beðja af götusundum með háum veggjum og litlum torgum milli gluggalausra húsa. Dyr eru víða tvöfaldar með tveimur bönkurum, öðrum fyrir heimsókn karla og hinum fyrir heimsókn kvenna. Sums staðar er hægt að komast í stiga og klifra upp á húsþak til að fá yfirsýn yfir hverfið og stöku vindrennuturna.

Næstu skref