Skrítnasta gisting í heimi er á Propeller Island City Lodge í Charlottenburg í Berlín. Þar er hægt að gista í spéspeglasal, í virkisturni, í herbergi með skýjaþykkni, í silfurmusteri, í herbergi með bröttu gólfi. Eða í fangaklefa, í líkkistu í grafhvelfingu, í grænbólstruðu herbergi fyrir geðsjúklinga. Eða í loftbelg, sem er áfastur hótelinu. Jafnvel í herbergi, þar sem húsgögnin eru límd við loftið, sem veldur svima. Gistingin kostar 75-115 evrur á nóttina. Sjáið myndir af herbergjum á www.propeller-island.com. Alls staðar er hægt að gera sér pening úr frjóu hugmyndaflugi.