Nú fer senn að verða áhugavert að sjá skoðanakannanir. Við erum að byrja að sjá, hvernig framboð skipast og getum farið að taka afstöðu. Við þurfum að sjá, hvaða ný framboð valda fjórflokknum mestum usla. Við þurfum á slíkum usla að halda, því að bófar fjórflokksins ganga fram af fólki. Ég vænti, að þeim fjölgi ört, sem sjá sorglegar pólitískar staðreyndir. Þegar ég tala um kannanir, á ég ekki við atkvæðagreiðslur á vefnum, sem hafa ekkert gildi. Við þurfum gamaldags kannanir, sem forðast kúnstir á borð við að þráspyrja um stuðning við einn flokk. Góðar kannanir auðvelda fólki að taka afstöðu.