Sumir pólitíkusar ofmeta blogg og fésbók. Blogg er fyrst og fremst Hyde Park Corner. Það er smjörlíkiskassi, þar sem fólk segir skoðun sína á öllu milli himins og jarðar. Bloggið er engin fréttastofa. Vefútgáfur hefðbundinna fjölmiðla ráða enn ferð í fréttum af veruleikanum. Þær hafa fólk, sem hefur atvinnu af fréttaöflun. Bloggarar hafa það ekki. Fésbók er samtal fólks, sem þekkist meira eða minna. Pólitíkusar á borð við Lilju Mósesdóttur loka fyrir þá, sem ekki eru sammála þeim í öllu. Baða sig svo í aðdáun hinna, sem eftir sitja. Það er pólitísk sjálfsfróun, en alls engin mynd af veruleikanum.