Aðstoðarmaður forsætisráðherra getur ekki verið prívat á Fésbók með 1733 (!) vinum. Reynslan sýnir, að Fésbók er opinbert eldhús. Hrannar Björn Arnarson er valdamaður með raðhneyksli á bakinu. Gerði í ágúst grín að Evu Joly og nú að Ólafi Ragnari. Þetta gengur ekki. Ríkisstjórnin hefur næg vandamál, þótt hún burðist ekki með Hrannar á bakinu, erkitýpu blaður-fulltrúans. Venjulegt fólk má gera grín að hverjum sem er, en almannatengill forsætisráðherrans má það ekki. Þetta er alvarlegra vegna þess, að Jóhanna forsætis er mannafæla. Hún forðast að koma fram fyrir hönd Íslands og styðst við aðstoðarmennina.