Hundruð manna hafa tekið sig saman um að bjarga Mogganum. Ég held það verði erfitt. Mogginn hefur ekki hljómgrunn hjá þeim, sem eru minna en 40 ára. Unga fólkið kaupir ekki fréttir, hefur vanizt internetinu. Áskrifendatekjur blaðsins munu áfram minnka og þá einnig auglýsingatekjur. Greinaskrif í prentuðum dagblöðum eru ekki lengur helzti hornsteinn lýðræðisins. Umræða um þjóðfélagsmál hefur flutzt á vefinn. Þar er ýtarlegri og áhugaverðari umræða en á síðum Moggans. Eignarhald Moggans er barátta gegn þróun fjölmiðlunar. Mogginn er svarthol, þar sem peningar hluthafa og skattgreiðenda týnast.