Rússneska lögreglan drap bloggarann Magomed Jevlojev í lögreglubíl í gær og henti líkinu út í skurð. Hann var að koma til Nazran frá Moskvu í flugi. Í sömu vél var Murat Syasikov, forseti Ingusetia-héraðs. Syasikov hringdi í lögregluna frá flugvellinum í höfuðborginni Nazran. Jelojev hafði bloggað um spillingu og lögregluofbeldi í Ingusetia. Yfirvöld höfðu áður reynt að loka vefsvæði hans, ingushetiya.ru. Ritstjóri þess, Roza Malsagova, flúði land í júlí. Við þekkjum ógnaröldina í Rússlandi. En þessi frétt er merkust fyrir þá sök, að bloggarar eru nú taldir eins hættulegir og blaðamenn.