Fréttablaðið hefur þetta eftir umhverfisfræðingi: “Fimm sveitarfélög eiga land að Skerjafirðinum. Og segir hún eitt þeirra losa reglulega úr skólprásarkerfi sínu í fjörðinn.” Blaðið spyr ekki spurningar, sem hefði gert þetta að frétt: Hvaða sveitarfélag? Er það Kópavogur? Í staðinn varpar blaðið grun á fjögur saklaus sveitarfélög, þar á meðal Reykjavík. Þetta er enn eitt dæmið um, að þrenging kemur í stað frétta í fjölmiðlum landsins. Í stað þess að upplýsa fólk, segja fréttina, þrengir fjölmiðill möguleikana niður í fimm. Þetta er afkáralega léleg fréttamennska OVD í Fréttablaðinu.