Meðallaun BA/BS háskólagenginna blaðamanna eru 386.000 krónur. Meðallaun stúdenta í blaðamennsku eru 405.000 krónur. Meðallaun ómenntaðra eru 421.000 krónur í blaðamennsku. Hærri en laun magistera, sem eru 418.000 krónur. Ómenntað fólk fær hæst kaup. Segir allt, sem segja þarf. Menntun skaðar gengi fólks í blaðamennsku. Kemur heim og saman við mína reynslu, sjómenn voru beztir og bændur næstbeztir. Umpóla þurfti langskólagengnum, svo að þeir skrifuðu skiljanlega. Langskólagengið fólk kann ekki að skrifa. Þess vegna fær það lægri laun en ómenntaðir, sem kunna óspillta íslenzku.