Voltaire sagði: “Ég er reiðubúinn að deyja fyrir tjáningarfrelsi þitt, þótt ég sé þér alveg ósammála.” Pétur Tyrfingsson lýsti í nótt í bloggi þremur reglum um tjáningarfrelsi: Menn mega tjá sig hvernig sem er og komna því á framfæri hvar sem er; engar skoðanir eða lífsstíll eru yfir gagnrýni hafin; trúarbrögð hafa ekki friðhelgi fram yfir annað. Pétur bendir á, að það hafi frá nítjándu öld verið forsenda okkar samfélags. Pétur: “Það er veikleiki margra þeirra sem kalla sig vinstrimenn … að þeir hafa aldrei lært að gera greinarmun á því að vera á móti einhverri skoðun og vilja banna hana.”