Undarlegt er, að Björn Ingi Hrafnsson getur látið fjölmiðlunga éta úr lófa sér. Þeir láta hann komast upp með að svara með skætingi. Með að svara ekki efni málsins. Allan daginn í gær fékk Björn Ingi að hreyta út nautaskít á borð við: “Svona árás á karakter eins mans eigi sér varla fordæmi í íslenskum stjórnmálum og dæmi sig sjálf.” Ekki orð um fötin, sem hann neyddi flokkinn til að gefa sér. Hann er einmitt persónugervingur spillingar Framsóknar í hverju málinu á fætur öðru. Þið munið svokölluð athafnastjórnmál hans, samkrull við ágjarna verktaka og fjárglæframenn.