Félag tamningamanna hesta er haldið hinni séríslenzku afneitunaráráttu. Sér ekkert athugavert við myndband af illri meðferð ógnandi tamningakonu á körgu hrossi. Virðist telja gagnrýni jaðra við einelti. Eina frambærilega leiðin við að temja hross er að vinna það á sitt band. Það gerir ekki stúlkan á myndbandinu. Þótt tamningafélagið segi hana hafa fengið háa einkunn á Hólum. Sú einkunn getur bara verið skólanum til háðungar. Ekki má ná kergju úr hrossi með því að binda það niður og þvinga til að hlaupa áfram. Hrossið ver sig auðvitað. Félag tamningamanna réttlætir þarna forkastanlegt dýraníð.