Hef nokkrum sinnum riðið Fjallabak meira eða minna eftir bílveginum. Gaman er að fylgjast með rútuferðamönnum. Þeir stoppa lítið, varla við Ljótapoll eða Kirkjufell til að meðtaka einstæða náttúru. Öðru máli gegnir, þegar þeir mæta hestaferðahópi. Þá er bílstjórinn látinn stoppa og farþegar flykkjast út Þeir ljósmynda hestaferðahópinn í bak og fyrir og eru yfir sig hrifnir. Hestar eru nefnilega stóra málið í íslenzkri náttúru. Nefndir, sem fjalla um þjóðgarða, ættu ekki að amast við hestaferðahópum eða banna þeim för. Nær væri að borga þeim fyrir að vera til sýnis með náttúruna sem bakgrunn.