Kaldbakur í Hrunamannahreppi er á leiðarenda vegakerfisins, en á krossgötum hestaferða. Á sumrin hafa Íshestar hér vikulega næturhaga. Samskipti við þá eru fín. Svipaða sögu er að segja um vel skipulagða ferðahópa. Þeir fara eftir hefðbundnum reglum. Annað er að segja um suma hópa drykkjurúta. Einn slíkur hópur reif tvær girðingar til að koma hestunum í skógræktina. Annar gerði þarfir sínar í hlöðunni. Einn hópurinn hélt hestum sínum til beitar í plastrúllum í hlöðunni. Þeir lífsreyndu biðja um að fá að nota hestagerðið, drukknir undirmálsmenn hafa alls engin orð um það. Eiga bara heiminn.