Punktar

Ævintýraland í myrkri

Punktar

Lá um helgina í TripAdvisor til að kynnast skoðunum ferðafólks á Íslandi. Samkvæmt því er Wow Air næsti bær við helvíti. Engin þjónusta og engin viðbrögð. Icelandair er hins vegar sómasamlegt flugfélag. Gestum líður almennt vel í landinu, vetur jafnt sem sumar. Fólk elskar myrkur og norðurljós, íshella og lyftu í eldfjalli. Fólk elskar rok og helzt að sjá ekki út úr augum. Ísland er einfaldlega öðruvísi. Fólk fer í dagsferðir um tökustaði Game of Thrones framhaldsþátta ævintýraheims. Fólk elskar að klæðast víkingafötum, þótt hér hafi aldrei verið víkingar. Bezt af öllu eru þó veitingahúsin og eldamennskan. Ætla mætti að hér séu bara listakokkar. Straumur ferðafólks er því ekki að láta undan síga.

Sósíalistar og Píratar

Punktar

Píratar og Sósíalistar gera hvorir tveggja tilkall að atlögu fátæka fólksins að sendipiltum auðgreifa í stéttarfélögum. Sósíalistar eru með atganghörku sinni líklegri til byltingar í samskiptum við auðgreifa. Þeir eru alvöru sósíalistar. Píratar eru hins vegar miðjuflokkur, sem heldur ráðstefnur og þing til að finna og knýja fram gegnsærri opinberri þjónustu og fjármálastofnunum, svo og nýja stjórnarskrá. Þegar Hörður Torfason ákveður að komin sé tími á búsáhaldabyltingu kemst loksins olía á eld uppgjörsins í stéttarfélögunum. Til þess þarf ný andlit í verkföllum og á samningafundum og einlægan stuðning af hálfu Sósíalista og Pírata.

Galin einkavæðing

Punktar

Pósturinn var einkavæddur 2007 til að reisa nýjan Landspítala, sem aldrei var svo reistur. Síðan þá hefur póstþjónustu hrakað mjög og verð hennar hækkað langt umfram verðbólgu. Nú er aðeins borinn út póstur annan hvern dag og verðlagið orðið tvöfalt hærra en verðbólga tímabilsins. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lýst áhyggjum vegna þessa og segir að stöðva verði þetta ferli. Íslandspóstur geti ekki áfram hækkað verð á lakari þjónustu villt og galið. En þetta er bara nákvæmlega sama sagan og hjá annarri einkavæðingu grunnkerfisins. Skólar, sjúkrastofnanir og flugvellir hafa orðið fórnardýr einkavæðingar með stórauknum kostnaði almennings.

Andlega veikir táningar

Punktar

Rúmlega 750 unglingar heltust úr námi í framhaldsskóla í haust, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Þetta endurspeglar, að erfitt er að lifa á Íslandi. Baráttan fyrir lífinu er hörð. Sumir fara ótímabært að vinna láglaunastörf til að auka lágar heimilistekjur Aðrir verða beinlínis andlega lasnir af tilverunni. Velferðin í landinu er stórlega löskuð eftir harðvítugar auðgreifastjórnir, nú síðast með stuðningi Vinstri grænna. Unglingar geta ekki meira, sál þeirra gefst upp. Þetta er auðvitað þeim fjórðungi að kenna, er enn kýs bófaflokkinn, sem stelur öllu steini léttara. Sú heimska er að verða okkur dýrari en fólk gerir sér grein fyrir.

Landsréttur bófaflokksins

Punktar

Í vestrænum löndum tíðkast ekki, að dómsmálaráðherra hafi afskipti af ráðningu dómara. Í Austur-Evrópu hins vegar reyna fasistastjórnir að sveigja dómstóla undir sinn gráðuga vilja. Hér á landi hafa ráðherrar sett þumalputta sína í ágreining þennan. Svo sem þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson voru skipaðir hæstaréttardómarar og Þorsteinn Davíðsson var skipaður héraðsdómari. Af þeim gefnu tilefnum var lögum breytt 2010 til að hindra pólitíska íhlutun af því tagi. Þau lög braut Sigríður Andersen, þegar hún skipaði jólasveina bófaflokksins í nýjan Landsrétt. Einnig telja 72% kjósenda, að fasistanum beri að segja af sér.

Bófar leika lausum hala

Punktar

Viðbjóðurinn vellur daglega um sali alþingis. Steingrímur J. Sigfússon og forsætisnefnd hafa ákveðið að grafa þjófnað Ásmundar Friðrikssonar og Vilhjálms Árnasonar í svartholinu mikla. Nýjar reglur um endurgreiðslu bílakostnaðar taka ekki gildi fyrr en um áramótin síðustu. þær ná því ekki til milljóna reikninga þeirra félaga úr hinu fræga Suðurkjördæmi Árna Johnsen. Í dag kom líka fram, að Bjarni Benediktsson hrópar bravó fyrir sukki ríkisstjórnarinnar með Kaupþings-söluna. „Allt er það eins, liðið hans Sveins“, segir máltækið. Ríkið er undir stjórn gamals bófaflokks, er lítur á trogin sem sjálftöku sín og annarra bófa.

Í skjóli Guðlaugs Þórs

Punktar

Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni bófaflokksins í skjóli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis, sem hefur öflugt tengslanet í borginni og lítur á sig sem réttmætan arftaka Bjarna Benediktssonar. Framboðslistinn er laus við fólk, sem ég þekki af verkum þess. Ekki heldur minnist ég neinna afreka Eyþórs á Selfossi, þegar hann var þar oddviti bæjarstjórnar, nema ágreinings við símastaur og mikinn kúk, sem flaut úr holræsum bæjarins og var daglegt sjónvarpsefni á þeim tíma. En hæfileikar skipta litlu hjá bófaflokknum, svo sem sést af andlitum listans í Reykjavík, þetta eru nóboddís af tagi flokks, sem hefur fjórðung þjóðarfylgis út á heimsku kjósenda.

Sátt um bílastokkinn

Punktar

Meirihluti borgarstjórnar er kominn á þá skoðun, að setja þurfi Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlumýrarbraut. Er þannig kominn á þá skoðun, að greiða þurfi fyrir umferð bíla eins og annarrar umferðar. Þar með er komin sátt í skipulagsmálum um að leggja niður öfga gegn einkabílum. Nú þarf bara að endurskoða fækkun bílastæða til að umferðarmálin komist í eðlilegan farveg. Ég á þá auðvitað ekki við skipulagsmál almennt. Hverfa þarf einnig frá undirlægjuhætti í samskiptum við ofurfreka verktaka og arkitekta án fegurðarskyns. Hafnartorgið svonefnda verði endastöð í smekkleysu. Þarf ekki að sekta arkitekta fyrir að teikna slík skrímsli?

Trúarofsóknir á börnum

Punktar

Ríkisvaldið hefur tekið að sér að vernda börn fyrir umhverfi sínu, þar á meðal foreldrum með ofstæki í trúarbrögðum. Hvers konar árásir á líkama barna þarf að hindra, sömuleiðis árásir á sál og huga. Þessi verndun þarf að ná til 18 ára aldurs, þegar ungir borgarar eiga að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, til dæmis um fermingu eða um götun fyrir skartgripi. Nú þegar er bannaður umskurður kynfæra stúlkna. Sama ætti að gilda um umskurð á kynfærum drengja, hann þarf að banna. Réttur barna er æðri trúarofsa foreldra. Aðeins læknar megi skera börn og þá af heilsuástæðum, en ekki trúarlegum. Mannréttindi eru æðri en eldforn trúarbrögð.

Flestir eru þeir siðblindir

Punktar

Flestir þingmenn bófaflokksins eru siðblindir. Verði marglygin Sigríður Andersen svæld út úr spillingarembætti sínu, verður Ási þjófur kannski gerður að dómsmála. Verði hann dæmdur, koma næst til greina Vilhjálmur Árnason með silfurverðlaun fyrir akstur dag og nótt. Eða Páll Magnússon, sem boðað hefur gríðarakstur sinn á þessu kjörtímabili. Þeir eru allir siðblindir eins og fjármálaráðherra, sem fékk afskrifaðar 130 milljarða af Engeyingum eftir hrunið. Venjulegt fólk var þá gert gjaldþrota, en félagar bófaflokksins fengu afskriftir. Meðan 25% kjósenda velja sér slíka rummunga sem þingmenn bófaflokksins, verður þjóðin áfram kúguð í drep.

Gegnrotið greifagengi

Punktar

Sjáið ráðherrasveit Sjálfstæðisflokksins og þefið, hún stinkar. Aðalráðherrann var afskrifaður í hruninu af 130 milljarða sukki Engeyinga. Meðan skríllinn fær fangelsisdóm fyrir að stela 1200 króna nærum, einu stykki. Utanríkisráðherrann er í London til að peppa upp brezka íhaldið í Brexit. Má ekki vera að því að sinna íslenzkri konu, sem fær legusár af að vera á röngu sjúkrahúsi á Spáni vikum saman. Tveir ráðherrar eru sendisveinar kvótagreifa Samherja og Kaupfélags Skagfirðinga. Litli ráðherrann raðar síðustu atvinnulausu íhalds-lögfræðingum á ríkisjötuna. Þar fyrir utan er þingmaður Suðurlands daga og nætur í akstri að hala sér inn aura.

Græðgi Ásmundar

Punktar

Að mati Félags íslenzkra bifreiðaeigenda kostar tvær milljónir að eiga og reka Kia Sportage jeppa á þeim vegalengdum, sem Ásmundur Friðriksson rukkaði alþingi fyrir. Græðgi hans var svo mikil, að hann smurði 2,6 milljónum ofan á kostnað sinn. Allur útlagður kostnaður þingmanna er greiddur af alþingi án þess að spyrja neins. Hinn gráðugi þingmaður hefði getað lagt fram kröfu um tíu stykki af gleraugum. Engir þingmenn kvörtuðu nema Píratar, sem vilja leggja niður þessa sjálftöku siðblindra. Ekkert eftirlit er með þessu, ekkert aðhald. Þingmenn taka bara það fé, sem þá langar í. Þetta er gamla fullveldið, lýðræði Katrínar Jakobs og Bjarna Benedikts.

Hringlað með klukkuna

Punktar

Rök fyrir færslu klukkunnar um einn tíma, kl.8 á morgnana verði kl.7, snúast um, að það sé réttari klukka og þægilegri fyrir skólafólk. Síðara atriðið má leysa með því að láta skólana byrja kl.9 eða kl.10, í stað kl.8. Fyrra atriðið veldur vanda í samskiptum við Vestur-Evrópu, betra er að vera sem næst henni í tíma. Ég tel, að þetta geti komið í stað þess að hringla með klukkuna. Nái umræða um styttingu vinnutíma árangri, má hefja vinnu klukkutíma síðar en nú. Án þess að hringla með klukkuna hjálpar það til að lina þjáningar sums fólks, sem er nánast lamað að morgni dags. Klukkumálið hefur oft verið á dagskrá og jafnan verið ýtt til hliðar.

Biedermann og brennuvargar

Punktar

Lykillinn að komandi ríkidæmi Íslendinga felst í að losna við pólitíska bófaflokkinn, sem áratugum saman hefur stolið öllu steini léttara í landinu. Framsókn, Vinstri græn, Samfylkingin, Viðreisn og Björt framtíð hafa sýnt vilja til að viðhalda dragúldnu stjórnarkerfi drullusokkanna, nú síðast VG. Píratar eru eini flokkurinn, sem vill opna kerfið, svo að kjósendur finni ýldulyktina og hægt sé að stofna nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá. Svo tröllheimskir eru kjósendur, að bara 10% þeirra gefa Pírötum atkvæði sitt. Meðan svo er, verður staðan áfram eins vonlaus og hún er. Brennuvargar eru og verða við stjórnvölinn og Biedermann klórar sér í skallanum.

Bláeygir, hörundljósir, rauðhærðir

Punktar

Þegar ísöldin hopaði fyrir 11.500 árum, flutti bláeygt fólk frá Spáni og Portúgal norður með vesturströnd Evrópu til Norðurlanda. Þúsund árum síðar kom hörundljóst fólk frá Úkraínu um sléttur Rússlands og Finnland til Norðurlanda. Þessir tveir hópar frumbyggja blönduðust. Síðan komu fleiri hópar frá Mið-Evrópu. Loks fyrir þúsund árum fór hluti blöndunnar frá Noregi, blandaðist rauðhærðu fólki frá Bretlandi og Írlandi, og hafnaði á Íslandi. 34 kynslóðir þessa hrærigrautar hafa búið hér síðan. Meðal þess, sem kom frá Úkraínu var hinn hvíti guð Óðinn og Ásatrúarguðir. Bláeygir Vanir voru áður komnir, líklega frá Spáni og Portúgal. Rauðhærð Kristni kom frá Írlandi.