Árnessýsla vestur

Brekknafjöll

Frá Mosaskarði um Brekknafjöll og Farið að fjallaskálanum Hagavatni

Einum kílómetra sunnan vaðsins er göngubrú yfir Farið.

Byrjum í Mosaskarði sunnan Fagradalsfjalls, þar sem Eyfirðingavegur liggur frá Þingvöllum. Höldum kringum Fagradalsfjall og Brekknafjöll, fyrst vestan megin og norður fyrir þau og síðan austan megin. Andsæpnis Einifelli og vestan þess förum við yfir Farið á vaði og síðan norður fyrir Einifell að fjallaskálanum Hagavatni.

10,1 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Skjaldborg

Frá Hofmannaflöt við Þingvelli um Eyfirðingaveg að Hlöðuvöllum.

Þetta er jeppaslóðin, sem yfirleitt er farin. Gamli Eyfirðingavegurinn lá að hluta norðar í landinu, sjá leiðina Eyfirðingaveg.

Förum frá Hofmannaföt til norðausturs fyrir vestan Mjóafell fremra. Síðan austur milli Mjóafells fremra að sunnanverðu og Mjóafells innra að norðanverðu. Gamli Eyfirðingavegurinn lá norðaustur með fremra fellinu, en við förum jeppaslóð austur að Söðulhólum og áfram að Tindaskaga. Þar beygir vegurinn norður með Tindaskaga að fjallaskálanum Skjaldborg við norðurenda skagans. Þaðan förum við austur að Skriðu og meðfram fjallinu norðaustur og austur að Hlöðuvöllum.

28,6 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Ölkelduháls

Frá Kolviðarhóli um Ölkelduháls til Villingavatns í Grafningi.

Förum frá Kolviðarhóli upp Hellisskarð/Yxnaskarð og höldum okkur síðan milli hrauns og hlíða. Eftir því kallast leiðin stundum “Milli hrauns og hlíða”. Við förum austnorðaustur í Skarðsmýri, norðan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Þaðan förum við austur yfir Hengladalaá og áfram austur á Ölkelduháls í 400 metra hæð. Vestur yfir Folaldaháls og sunnan við Kyllisfell, þar sem við beygjum til norðausturs í Laxárdal. Þaðan austnorðaustur um Selháls og síðan norðaustur að þjóðvegi 360 norðan við Gnípur við Úlfljótsvatn í Grafningi. Einnig er hægt að koma niður að Króki og fara síðan um Villingavatn og Dráttarhlíð yfir Sogið.

13,9 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þrengsli, Lágaskarð, Hellisheiði, Hengladalaá, Ölfusvatnsá, Hagavík, Dráttarhlíð, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ölfusvatnsá

Frá Kolviðarhóli til Ölfusvatnsár við þjóðveg 360 í Grafningi.

Hér er lýst meginleiðinni. Af brún Hellisskarðs er útsýni til Reykjavíkur. Þegar komið er austur í Þverárdal má fara norður að Nesjavöllum eða til Hagavíkur.

Förum frá Kolviðarhóli upp Hellisskarð/Yxnaskarð og höldum okkur síðan milli hrauns og hlíða. Eftir því kallast leiðin stundum “Milli hrauns og hlíða”. Við förum austnorðaustur í Skarðsmýri, norðan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Við förum norðaustur yfir Ölkelduháls austan Hengils og norðaustur og niður í Þverárdal. Förum norðvestur með Ölfusvatnsá norðan við Hrómundartind og Stapafell og sunnan við Mælifell og Sandfell. Síðan meðfram Ölfusvatnsárgljúfri að sunnanverðu, og loks austan við Selhól norðnorðaustur að þjóðvegi 360 í Grafningi við Ölfusvatnsá.

11,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þrengsli, Lágaskarð, Hellisheiði, Hengladalaá, Ölkelduháls, Hagavík, Dráttarhlíð, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ærhólar

Frá Stóra-Meitilsleið að Vindheimum í Ölfusi.

Förum af Stóra-Meitilsleið undir Lönguhlíð, förum að þjóðvegi 39, skamman veg með honum og síðan suður að Vindheimum í Ölfusi.

4,3 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Stóri-Meitill

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þrengsli

Frá Kolviðarhóli að Litlalandi í Ölfusi.

Hin gamla Þrengslaleið hestaaldar liggur austar en núverandi bílvegur um Þrengslin. Fylgir gróðurræmu milli hrauns og hlíða frá Kolviðarhóli suður fyrir Litla-Meitil. Þetta er ein af mörgum leiðum Hellisheiðar austur í Ölfus.

Förum frá Kolviðarhóli, þar sem áður var gististaður ferðafólks. Förum suður með fjallshlíðinni við hraunjaðarinn. Fyrst meðfram Stóra-Reykjafelli og klöngrumst yfir þjóðveg 1. Áfram meðfram Litla-Reykjafelli, Stakahnúki, þar sem við erum í 250 metra hæð, Stóra-Meitli og Litla-Meitli, þar sem fjallgarðinum lýkur við Votaberg. Öll þessi leið var milli hrauns og hlíða. Nú stefnum við út á hraunið og förum austan við Sandfell, yfir Þrengslaveg bílanna og síðan vestan við Krossfjöll. Þar sveigjum við til suðausturs og förum niður Fagradal að eyðibýlinu Litlalandi.

17,1 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur, Ólafsskarð, Lágaskarð, Skóghlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þorlákshöfn

Frá þjóðvegi 427 um Þorlákshöfn að brúnni á Ölfusárósum.

Byrjum á þjóðvegi 427 milli Litlalands og Hlíðarena. Förum þráðbeint suðsuðaustur um Hafnarsand til Þorlákshafnar og síðan austur með fjörunni. Þegar við komum austur fyrir Hraunskeið förum við norður yfir þjóðveg 34 að Ölfusá og síðan með ánni að brúnni á Ölfusárósum.

14,7 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Trölladalur

Frá Hellisheiði niður að Þurá í Ölfusi.

Lítið farin nú á tímum.

Leiðin var stundum kölluð Skógarvegur, því að um hann var sóttur skógarviður í Grafning. Hún er vörðuð.

Byrjum á við þjóðveg 1 á Hellisheiði rétt austan við afleggjarann að Ölkelduhálsi. Þangað má komast gamla Hellisheiðarveginn eða slóðina milli hrauns og hlíða. Frá þjóðveginum liggja götur, sem við förum til suðurs. Leiðin liggur nánast beint í suður alla leið, fyrst austan við Tröllahlíð og vestan við Núpafjall og síðan í Trölladal, þar sem við komum í Háaleiti, þar sem er skarð í heiðina. Förum suður yfir Þurá og síðan austur og niður hlíðina sunnan árinnar að Þurá.

6,7 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Hengladalaá, Hellisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Torfastaðaheiði

Frá þjóðvegi 37 hjá Brúará um Torfastaðaheiði til þjóðvegar 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

Förum frá þjóðvegi 37 í Laugardal austan Brúarár og suður með ánni austanverðri að Syðri-Reykjum. Síðan suðaustur að Hveralæk og suður meðfram þjóðvegi 356 yfir Torfastaðaheiði að þjóðvegi 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

8,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Tindaskagi

Frá Skjaldborgarskála við Skjaldbreið suður með Tindaskaga að Kálfstindaleið.

Förum frá Skjaldborgarskála við Kerlingu sunnan í Skjaldbreið. Höldum suður með Tindaskaga austanverðum alveg að suðurenda skagans, þar sem við förum yfir Þjófahraun að Kálfstindaleið, sem liggur meðfram Kálfstindum.

11,5 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skálar:
Skjaldborg: N64 22.153 W20 45.369.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Stóri-Meitill

Frá Kolviðarhóli við Skarðsmýrarfjall að Vindheimum í Ölfusi.

Leiðin liggur samsíða Þrengslum um þremur kílómetrum austar í landinu. Sérstakrar varúðar þarf að gæta við þjóðveg 1 vegna hraðrar bílaumferðar. Þetta er grösug leið, sem hentar hestum. Hér var þjóðleiðin yfir Hellisheiði fyrr á öldum, þangað til bílvegir tóku við, fyrst um Kamba og síðan einnig um Þrengsli.

Förum frá Kolviðarhóli suður með Litla-Reykjafelli, bögglumst yfir þjóðveg 1 um Hellisheiði. Síðan beint suður að austanverðu við Stóra-Meitil, um Lágaskarð milli Stóra- Meitils að suðvestan og Lákahnjúks að norðaustan. Síðan að vestanverðu við Stóra-Sandfell, þar sem leiðin nær 300 metra hæð. Þá vestan við Nyrðri-Eldborg og síðan að vestanverðu við Syðri-Eldborg. Þar förum við fyrst þvert austur og síðan suður og niður í Sanddali og milli Innbruna og Eldborgarhraun að vestanverðu og Lönguhlíðar að austanverðu, austan við Krossfjöll að Raufarhól og Raufarhólshelli. Förum síðan suðsuðvetur ofan af heiðinni niður að Þrengslavegi við Fjallsenda í Ölfusi. Einnig er unnt að fara áfram suðaustur undir Lönguhlíð og loks um Skóghlíð niður í Ölfus.

16,3 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Þrengsli, Hellisheiði, Skóghlíð, Hellisheiði, Hengladalaá, Ölkelduháls, Ölfusvatnsá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Skyggnisheiði

Frá Geysi í Haukadal að línuvegi á Haukadalsheiði sunnan Sandvatns.

Leiðin liggur um svæði, sem fyrr á öldum var gróið, með skógi og mýrum. Síðan fauk þetta allt niður í urð og grjót, en einstaka hríslur og mýrabotnar standa eftir, sum börðin þriggja metra há. Á síðustu áratugum hefur verið sáð í landið melgresi og lúpínu. Fífa og grávíðir eru aftur komin til skjalanna. Bendir flest til, að gróður skjóti aftur rótum á þessu svæði hægt og bítandi.

Förum frá Geysi austur að vegi inn að Haukadal og síðan eftir jeppaslóð austan Sandfells um Beinhóla, Skyggnisheiði og Hafliðahóla, að línuvegi á Haukadalsheiði sunnan Sandvatns.

11,5 km
Árnessýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Helludalur, Skjaldbreiður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skóghlíð

Frá Ölfusi á Lágaskarðsleið til Kolviðarhóls og Reykjavíkur.

Byrjum við þjóðveg 38 við vesturjaðar Hjallafjalls. Förum þaðan norður og upp Skóghlíð og síðan vestur á brattann undir Kömbum. Þaðan norður með Lönguhlíð á Lágaskarðsleið milli Kolviðarhóls og Hlíðardals í Ölfusi.

4,2 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Lágaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skógarkot

Frá Skógarhólum undir Ármannsfelli um Krika undir Ármannsfelli, síðan um Hrauntún, Skógarkot, Stekkjargjá og Langastíg að Selkotsleið til Skógarhóla.

Þetta er merkt reiðleið, falleg skógarleið.

Leiðin frá Ármannsfelli að Skógarkoti hét Nýja Hrauntúnsgata og er elzta bílaslóð landsins frá suðvesturhorninu um Kaldadal vestur í Borgarfjörð. Nyrsti hluti hennar næst Ármannsfelli heitir Réttargata. Þetta er reiðstígur, en göngustígurinn liggur um túnið á Hrauntúni. Þar má ekki æja hrossum, því að þau geta skemmt hraungarða. Búið var í Hrauntúni til ársins 1934. Skógarkot er einmana túnkollur umlukinn hrauni. Þar bjó Kristján Magnússon hreppstjóri, frægur athafnamaður og átti fimmtán börn með tveimur konum á bænum. Vegna þessa dæmdur til hýðingar árið 1831. Af því fólki segir í Hraunfólkinu, skáldsögu Björns Th. Björnssonar. Búið var í Skógarkoti til 1936. Við Langastíg eru klettamyndirnar Gálgaklettar tveir og Steinkerlingar. Í Gálgaklettum voru sakamenn hengdir fyrr á öldum.

Förum frá Skógarhólum austur með Kaldadalsvegi 52 að Krika undir Ármannsfelli, skammt austan Sleðaáss, þaðan suður um hlið merkt Sandaleið og um skógargötu suður Þingvallahraun um Hrauntún og Skógarkot. Síðan vestur að Þingvöllum, yfir vellina og upp Langastíg yfir gjána og loks norður yfir þjóðveg 36 að Selkotsleið milli Reykjavíkur og Skógarhóla.

12,3 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Hrafnabjörg, Lyngdalsheiði, Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjaldbreiðarvegur

Frá Þórólfsfelli norðan Hlöðufells eftir línuvegi að Kjalvegi.

Þetta er sá hluti línuvegarins, sem liggur austur frá Þórólfsfelli. Vesturhlutinn heitir hér Skjaldbreiður.

Tungufljót heitir sex nöfnum á leið sinni til sjávar. Efst er Læmið, sem rennur í Hagavatn, síðan Farið, sem rennur í Sandvatn, þá Ásbrandsá úr vatninu, síðan Tungufljót, sem rennur í Hvítá, sem rennur í Ölfusá.

Löng og leiðinleg hraunslóð og oft gróf eins og háttar til með línuvegi, sem eru auðvitað hugsaðir fyrir bíla. Ekki fara sögur af erfiðleikum með hesta á vaðinu yfir Tungufljót.

Förum frá fjallaskálanum Þórólfsfelli norðan við samnefnt fell og förum línuveginn til austurs norðan við Lambahraun í Mosaskarð milli Fagradalsfjalls og Mosaskarðsfjalls, þar sem gamli Eyfirðingavegurinn lá frá Hlöðuvöllum yfir Farið til Bláfells. Hér slær línuvegurinn sér til suðausturs fyrir Sandvatn, yfir Tungufljót í Krosshólum og þaðan upp á Kjalveg.

24,1 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skálar:
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH