Árnessýsla vestur

Hrafnabjörg

Frá Skógarhólum í Þingvallasveit um eyðibýlið Hrafnabjörg að Gjábakka í Þingvallasveit.

Fjölfarin að fornu, en sjaldan nú á tímum. Leiðin, sem sýnd er á kortinu, er ekki nákvæm. Bezt er að fara austanvert með girðingu frá Víðivöllum að Hrafnabjörgum vestanverðum og síðan áfram með girðingunni að sunnanverðu unz komið er að túni norðan við Gjábakka. Á þann hátt sleppa menn við girðingar.

Við getum ekki rakið þessa leið nákvæmlega, nema við vitum um helztu örnefni á leiðinni. Gott væri, ef hestamenn prófuðu að fara þessa leið eins og hér er lýst. Mikilvægt er að endurvekja leiðina um Prestastíg, því að hún er sögufræg. Hún var farin milli Skálholts og Þingvalla og einnig áfram frá Þingvöllum um Kjósarskarð til Maríuhafnar við Laxá í Kjós. Leiðin, sem sýnd er á meðfylgjandi korti, er samkvæmt árbók FÍ. Betra er að fara austanvert með girðingu frá Víðivöllum að Hrafnabjörgum vestanverðum og fara þaðan beint suður að Dímon vestanverðum.

Förum frá Skógarhólum fjóra kílómetra austur með suðurhlið Ármannsfells að Víðivöllum. Þar beygjum við suðaustur um hraunið og um Prestastíg yfir Hlíðargjá, að eyðibýlinu Hrafnabjörgum, sem eru í 2560 metra hæð norðvestan við samnefnt fjall. Þaðan milli Gildruholtsgjár og Heiðargjár suðvestur um Gjábakkahraun að Gjábakka við norðausturhorn Þingvallavatns.

8,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Biskupavegur, Skógarkot, Lyngdalsheiði, Búrfellsgötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hlöðufell

Hringleið um Hlöðufell og Þórólfsfell.

Austari hlutinn er greiðfærari en vestari hlutinn.

Hlöðufell er brattur og formfastur móbergsstapi með Herðubreiðarlagi, 1190 metra hár. Fjallið er helzt kleift hjá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum suðvestan undir fjallinu. Hamrabelti er umhverfis háfjallið og hærri tappi þar fyrir ofan.

Byrjum á línuvegi norðan Skjaldbreiðar við fjallaskálann norðaustan Þórólfsfells. Förum réttsælis umhverfis Þórólfsfell og Hlöðufell. Fyrst austan með fjöllunum og suður fyrir þau á Hlöðuvelli. Síðan förum við með vestanverðum fjöllunum á línuveginn norðvestan Þórólfsfells.

18,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Skessubásavegur, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Helludalur, Hellisskarð, Farið, Skjaldbreiður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hestvatn

Frá þjóðvegi 354 í Grímsnesi um Hestfjall og Hestvatn að Kiðjabergsvegi í Grímsnesi.

Förum frá þjóðvegi 354 eftir Ormsstaðavegi suður að Hestfjalli. Síðan suðsuðvestur milli fjalls og Hestvatns og til vesturs upp á Vatnsheiði. Vestur og niður að heiðinni til sumarhúsahverfis hjá Kiðjabergi.

9,0 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Hestfjall

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Hestfjall

Frá Kiðjabergi í Grímsnesi til Vatnsness í Grímsnesi.

Stutt og skemmtileg leið um víðáttumikið nes í Hvítá, sem fáir þekkja. Hvítá umlykur nesið á þrjá vegu og af Hestvatni á fjórða veginn. Hestfjall þekkja flestir, sem fara um Suðurland, það er áberandi í landinu. Af tindi þess er sagt vera útsýni til 20 kirkna á Suðurlandi. Við fjallið voru upptök Suðurlandsskjálftanna árið 2000.

Förum frá Kiðjabergi norðaustur upp Hestfjall og síðan austur yfir það að eyðibýlinu Gíslastöðum við Hvítá. Síðan norður með Hvítá, austan við Snoppuna og loks í Vatnsnes.

14,2 km
Árnessýslur

Nálægar leiðir: Bakkagötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hengladalaá

Frá Litlu kaffistofunni til Hveragerðis.

Um Kambana sagði Björn Pálsson, forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Selfossi, að þar sé vegaminjasafn þjóðarinnar, sýnishorn af vegum og troðningum frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar. Á Kolviðarhóli var byggt sæluhús árið 1844 og síðan gistihús fyrir ferðamenn. Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur svo Kolviðarhól af Valgerði Þórðardóttur. Eftir það var þarna skíðaskáli fram yfir seinna stríð. Förum frá Litlu kaffistofunni eftir gamla þjóðveginum norður fyrir hraunið að Kolviðarhóli, þar sem áður var gistihús ferðamanna, en núna jarðvarmavirkjun.

Frá Kolviðarhóli förum við upp Hellisskarð/Yxnaskarð og síðan með Skarðsheiðarfjalli, þar sem heitir “Vegur milli hrauns og hlíða”. Við förum norður fyrir Litla-Skarðsmýrarfjall inn í Fremstadal og síðan suður með Hengladalaá og síðan áfram suður yfir þjóðveg 1 á gamlan bílveg að Kömbum. Förum niður Kamba og síðan aftur yfir þjóðveg 1 niður í Hveragerði að Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

24,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Þrymur: N64 02.780 W21 19.010.
Kútur: N64 02.712 W21 19.301.

Nálægar leiðir: Hellisheiði, Þrengsli, Lágaskarð, Ölkelduháls, Ölfusvatnsá, Hagavík, Trölladalur, Áftavatnsvað, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Helludalur

Frá Hlöðuvöllum að Geysi.

Hlöðuvellir eru mikill og fagur fjallasalur í skjóli undir voldugu Hlöðufelli. Það er 1188 metra hár móbergsstapi með grágrýtiskolli, hömrum girtur. Uppgöngugil er við skálann. Á völlunum skiptast á sléttir balar og smáþýfi. Vestan Hlöðuvalla er víðáttumikla hraundyngjan Skjaldbreiður. Að sunnanverðu er Skriðan og Skriðutindar. Austan við Hlöðufell er hraundyngjan Lambahraun, sem líkist Skjaldbreið. Þaðan er komið Lambahraun austan og sunnan við Hlöðuvelli. Næst völlunum er hraunið sandorpið og heitir Rótarsandur. Austan við hraunið rísa tvö brött fjöll, Kálfstindur að austan og Högnhöfði að vestan. Milli þeirra er Hellisskarð, aldagömul þjóðleið hestamanna. Um það skarð liggur sú leið, sem hér er lýst.

Förum frá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum í 460 metra hæð suðvestur yfir Lambahraun og Rótarsand í Hellisskarð milli Högnhöfða að vestan og Kálfstinds að austan. Við förum sunnan við hólinn í miðju skarðinu og síðan niður með Högnhöfða. Þegar við komum niður úr skarðinu, höldum við beint áfram austur undir Rjúpnafell og síðan austur í skarðið norðan við Bjarnarfell. Við förum upp skarðið norðanvert við lækinn, sem rennur úr skarðinu. Efst í skarðinu förum við norðan við lágan Selhnjúk og síðan greinilega slóð fram á bratta brún, sem heitir Gustuk. Þaðan förum við niður bratta hlíð, fyrst til austurs með grunnu Markargili og þverbeygjum síðan til suðurs langan sneiðing niður að bænum Helludal, í 130 metra hæð. Þaðan förum við með heimreið og þjóðvegi 35 að Geysi.

18,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Skessubásavegur, Hlöðufell, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Hellisskarð, Farið, Skyggnisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hellisskarð

Frá Hlöðuvöllum um Hellisskarð að Miðhúsum í Bláskógabyggð.

Hlöðuvellir eru mikill og fagur fjallasalur í skjóli undir voldugu Hlöðufelli. Það er 1188 metra hár móbergsstapi með grágrýtiskolli, hömrum girtur. Uppgöngugil er við skálann. Á völlunum skiptast á sléttir balar og smáþýfi. Vestan Hlöðuvalla er víðáttumikla hraundyngjan Skjaldbreiður. Að sunnanverðu er Skriðan og Skriðutindar. Austan við Hlöðufell er hraundyngjan Lambahraun, sem líkist Skjaldbreið. Þaðan er komið Lambahraun austan og sunnan við Hlöðuvelli. Næst völlunum er hraunið sandorpið og heitir Rótarsandur. Austan við hraunið rísa tvö brött fjöll, Kálfstindur að austan og Högnhöfði að vestan. Milli þeirra er Hellisskarð, aldagömul þjóðleið hestamanna. Um það skarð liggur sú leið, sem hér er lýst, einn fegursti fjallvegur landsins.

Förum frá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum í 460 metra hæð suðvestur yfir Lambahraun og Rótarsand í Hellisskarð milli Högnhöfða að vestan og Kálfstinds að austan. Við förum sunnan við hólinn í miðju skarðinu og síðan niður með Högnhöfða. Þegar við komum niður úr skarðinu, höldum við áfram milli hrauns og hlíða undir Högnhöfða. Hraunið heitir fyrst Svínahraun og síðan Úthlíðarhraun. Við förum undir Brúarárskörð, framhjá uppsprettulækjum Kálfár, að Kolgrímshóli. Þar nálægt er eyðibýlið Hrútártunga. Þar förum við meira til suðurs niður að þjóðvegi 37 í 140 metra hæð við Miðhús og Úthlíð.

18,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Nálægar leiðir: Miðfell, Brúarárskörð, Helludalur, Farið, Miðdalsfjall, Hlöðufell, Skessubásavegur, Eyfirðingavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hellisheiði

Frá Kolviðarhóli um gamla Kambaveginn til Hveragerðis.

Þetta er gamla leiðin beint yfir Hellisheiði, með klappaðri slóð í hrauninu undan skeifunum. Um Kambana sagði Björn Pálsson, forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Selfossi, að þar sé vegaminjasafn þjóðarinnar, sýnishorn af vegum og troðningum frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar.

Á Kolviðarhóli var byggt sæluhús árið 1844 og síðan gistihús fyrir ferðamenn. Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur svo Kolviðarhól af Valgerði Þórðardóttur. Eftir það var þarna skíðaskáli fram yfir seinna stríð.

Förum frá Kolviðarhóli suðaustur Hellisskarð/Yxnaskarð og síðan beina línu austsuðaustur á gömlu Kambabrún. Síðan niður gömlu Kambaleiðina að Hveragerði.

7,0 km
Árnessýsla

Skálar:
Hellukofi: N64 01.780 W21 20.678.

Nálægar leiðir: Hengladalaá, Ölkelduháls, Ölfusvatnsá, Þrengsli, Lágaskarð, Álftavatnsvað, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hagavík

Frá veginum “Milli hrauns og hlíða” til Hagavikur við Þingvallavatn.

Tilbrigði við Ölfusvatnsárleið.

Byrjum við mynni Hengladala í Fremstadal við Hengladalsá norðaustan Litla-Skarðsmýrarfjalls. Þangað liggur “vegur milli hrauns og hlíða” yfir Hellisheiði. Við förum norðaustur í Þverárdal. Þar beygjum við til norðnorðausturs úr dalnum um skarð vestan við Krossfjöll og síðan niður hálsana vestan við Mælifell og Sandfell. Síðan förum við austur yfir Lómatjarnarháls norðan við Lómatjörn og síðan niður með Bæjarfjalli að vestanverðu. Komum á Grafningsveg 360 rétt norðvestan eyðibýlisins Hagavíkur.

11,8 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur, Dráttarhlíð, Ölfusvatnsá, Ölkelduháls, Hengladalaá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hagavatn

Frá Kjalvegi að Hagavatni.

Stórbrotin náttúra, þegar komið er að Einifelli og Jarlhettum. Jeppaslóð norðan Sandár.

Byrjum á Kjalvegi norðan við Sandá, þar sem er gamall fjallaskáli, Sandbúðahótel, í 260 metra hæð. Förum greiða jeppaslóð norðvestur sanda og mela og síðan upp í Sandvatnshlíðar í 350 metra hæð. Þar erum við skamma stund á hinum gamla Eyfirðingavegi frá Þingvöllum að Kjalvegi. Við förum vestur hlíðarnar og um skarðið milli Einifells að sunnanverðu og Jarlhetta að norðanverðu að skálanum Hagavatni í 350 metra hæð.

14,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Sandbúðahótel: N64 24.160 W20 03.070.
Hagavatn: N64 27.753 W20 14.648.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fremstaver.
Nálægar leiðir: Farið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Geldingatjörn

Frá Bringum í Mosfellssveit upp á Kóngsveginn til Þingvalla.

Var áður þjóðleið milli Mosfellssveitar og Þingvalla.

Byrjum við þjóðveg 36 neðan við Seljabrekku. Förum eftir jeppaslóð suðaustur að eyðibýlinu Bringum. Þaðan austnorðaustur fyrir norðan Geldingatjörn og síðan fyrir sunnan Leirvogsvatn. Austur um Illaklif og áfram austur að Þrívörðu. Þar mætum við Kóngsveginum, sem liggur áfram til Þingvalla.

10,3 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægar leiðir: Kóngsvegur, Illaklif, Mosfellsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Gagnheiði

Frá Skógarhólum í Þingvallasveit að Gilstreymi í Lundareykjadal.

Leiðin er svo fáfarin í seinni tíð, að reiðgötur eru víða ekki sýnilegar lengur. En auðvelt er að rekja sig eftir landslaginu, ef skyggni er sæmilegt. Minni truflun er á þessari leið en á Uxahryggjum. Gott væri, að hestamenn með rekstur sinntu henni betur. Gamla leiðin liggur norður frá Svartagili, en léttara kann að vera að fara fyrst frá Svartagili um kílómetra vestur eftir jeppaslóð áður en beygt er til norðurs. Þannig dreifist brattinn betur.

Þetta er gömul þjóðleið milli Suðurlands og Vesturlands. Í Sturlungu er sagt frá för Órækju Snorrasonar og Sturlu Sighvatssonar um Gagnheiði á Þingvöll með fimmhundruð manna liði 1236 til að hefna Snorra Sturlusonar. Gagnheiðarvegur er styttri leið milli byggða en Uxahryggir og Sandkluftir. Öldum saman riðu Vestlendingar þessa leið til Alþingis á Þingvöllum.

Förum frá Skógarhólum í Þingvallasveit í 140 metra hæð eftir afleggjara vestur fyrir Biskupsbrekkur og síðan norður að bænum Svartagili. Vörður á vesturbrún Svartagils vísa veginn. Við förum þar upp á kambinn og síðan eftir honum inn á Gagnheiði austan Súlnabergs. Höldum okkur nálægt berginu. Þar heitir Gagnheiðarvegur. Förum beint norður fyrir endann á Súlnabergi í 580 metra hæð og síðan niður brekkurnar og vestur fyrir Krókatjarnir þrjár, sem eru austan og ofan við Hvalvatn. Áfram þvert yfir veginn að Hvalvatni og frá honum til norðurs vestan við Hrosshæðir. Þar er hlið á girðingu, sem liggur niður í Hvalvatn. Síðan vestan við Kvígindisfell, yfir Kvígindisfellshala og niður Selhæðir að austurenda Eiríksvatns. Norður fyrir vatnið, meðfram Eiríksfelli, yfir jeppaveginn niður í Skorradal og síðan yfir Lágafell að þjóðvegi 52 við Gilstreymi í Lundareykjadal í Borgarfirði.

22,1 km
Árnessýsla, Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Hrafnabjörg, Biskupavegur, Skógarkot, Lyngdalsheiði, Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Teigfell, Skorradalur, Kúpa, Grillirahryggur, Helguvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Flosaskarð

Frá Hrafnabjörgum í Þingvallasveit um Flosaskarð til Beitivalla.

Sjaldfarin leið.

Nafn skarðsins er sagt stafa af heimferð Flosa frá Alþingi, þar sem dæmt var í málum Njáls-Brennu, þótt ekki sé það skráð í sögunni. Hann er sagður hafa farið þessa leið af ótta við fyrirsát á aðalleiðinni við Stóra-Dímon.

Förum frá eyðibýlinu Hrafnabjörgum suður með Hrafnabjörgum og suður um Eldborgir. Þar liggja Hrútadalir norðnorðaustur milli Kálfstinda í Flosaskarð. Síðan suðaustur úr skarðinu niður á Laugarvatnsvelli og áfram suður yfir þjóðveg 365 að Beitivöllum.

13,1 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Munnmæli

Farið

Frá Hlöðuvöllum yfir Farið að Fremstaveri.

Slóðin á kortinu sýnir göngubrúna yfir Farið við suðvesturhorn Einifells. Hestamenn fara á vaði um kílómetra norðar, við norðvesturhorn Einifells.

Seinni helmingur Eyfirðingavegar, sem lá frá Þingvöllum inn á Kjalveg sunnan Bláfells. Þetta er hlutinn frá Hlöðuvöllum til Bláfells. Að fornu og fram eftir öllum öldum var þetta að nokkru leyti gróið land, en varð á 20. öld að mestu sandblásin eyðimörk. Minjar um leiðina eru því að mestu foknar burt, nema undir Fagradalsfjalli. Væntanlega hefur Farið verið minna vatnsfall að fornu, en núna þarf að fara varlega yfir það. Þessi leið hafði þann kost umfram leiðir um byggðir Bláskógasveitar, að vatnsföll voru færri og vatnsminni á fjöllum. Þessa leið fór Árni Oddsson lögmaður vorið 1618 mikla þeysireið austan úr Vopnafirði til stuðnings föður sínum, Oddi Einarssyni biskupi, í deilum hans við Herluf Daa höfuðsmann.

Förum frá Hlöðuvöllum í 460 metra hæð suðvestur yfir Lambahraun og Rótarsand í Hellisskarð milli Högnhöfða að vestan og Kálfstinds að austan. Við förum sunnan við hólinn í miðju skarðinu og síðan niður með Högnhöfða. Þegar við komum niður úr skarðinu, sveigjum við til suðausturs og förum suður fyrir Svínafell. Þaðan förum við norðaustur að norðurhlið Sandfells, þar sem er horfin Norðlingatjörn, og síðan beint norður að Fagradalsfjalli. Þar má enn sjá miklar götur. Undir Einifelli förum við yfir Farið og síðan áfram til austurs undir Sandvatnshlíð að núverandi vegi yfir Kjöl suðvestan Bláfells. Við förum þvert yfir veginn að fjallaskálanum í Fremstaveri.

39,3 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.
Kiddakot: N64 25.783 W20 19.131.
Þriðja ríkið: N64 26.410 W20 18.140.
Fremstaver : N64 27.023 W19 56.417.

Nálægir ferlar: Fremstaver, Hvítárvatn.
Nálægar leiðir: Hlöðufell, Skessubásavegur, Eyfirðingavegur, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Hellisskarð, Helludalur, Skjaldbreiður, Hagavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Eyfirðingavegur

Frá Skógarhólum með suðurjaðri Skjaldbreiðar að skála á Hlöðuvöllum.

Þetta er gamli Eyfirðingavegurinn. Nú á tímum taka hestamenn krók eftir jeppaslóð frá Gatfelli suður fyrir Söðulhóla og síðan norðaustur með Tindaskaga að Kerlingu. Fjölfarin reiðleið að fornu og nýju. Ein fegursta reiðleið landsins, umlukt bröttum fjöllum. Úr Goðaskarði er fögur fjallasýn til Skjaldbreiðar og Tindaskaga. Útsýnið verður enn tröllslegra, þegar við nálgumst bratta Skriðuna. Á þeim slóðum orti Jónas Hallgrímsson um Skjaldbreið, “fjallið allra hæða val”.

Hlöðuvellir eru gróðurlendi, góður áningarstaður. Þar skorti fyrrum vatn á sumrin, en Ferðafélag Íslands hefur borað eftir vatni við skálann. Hrikaleg fjöll gnæfa að völlunum úr öllum áttum. Tignarlegast er Hlöðufell, 1190 metra hár móbergsstapi með grágrýtiskolli, hömrum girtur. Uppgöngugil er við skálann og er gengið upp með því að vestanverðu. Vegurinn lá áður áfram austur um Hellisskarð og síðan suður fyrir Svínafell og þaðan norðaustur að Fagradalsfjalli. Yfir Farið sunnan Einifells og þaðan undir Sandvatnshlíð austur á núverandi Kjalveg við Bláfell.

Förum frá Skógarhólum með þjóðvegi 52 sunnan og austan undir Ármannsfelli, unz við komum á Hofmannaflöt. Þaðan förum við norðaustur Eyfirðingaveg vestan við Fremra-Mjóafell, um Biskupsflöt og austur Goðaskarð og áfram austan við Innra-Mjóafell norðaustur að Gatfelli. Þar beygjum við meira til austurs yfir Skjaldbreiðarhraun um Söðulhólagjá í átt að Kerlingu sunnan Skjaldbreiðar. Förum milli Kerlingar og norðurenda Tindaskaga, síðan yfir Þjófahraun austur að Skriðu og norðaustur með Skriðu og Skriðuhnjúk vestanverðum í 520 metra hæð og þaðan austur á Hlöðuvelli suðvestan við Hlöðufell. Þar er fjallaskáli í 460 metra hæð.

11,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.779 W21 04.807.
Skjaldborg: N64 22.153 W20 45.369.
Dalbúð: N64 22.100 W20 45.290.
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði, Kálfstindar.
Nálægar leiðir: Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði, Skógarkot, Lyngdalsheiði, Hrafnabjörg, Biskupavegur, Klukkuskarð, Skessubásavegur, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Helludalur, Hellisskarð, Farið, Hlöðufell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson