Barðarstrandarsýslur

Stæðavegur

Frá Breiðavík um Stæðaveg til Keflavíkur.

Förum frá Breiðuvík vestan við Hall og upp með Fiská til suðausturs að Stæðavötnum. Förum milli vatnanna og síðan sunnan við Stæður og austan við Brunnahæð suðaustur að Keflavík.

7,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafnarfjall, Breiðavíkurháls, Brúðgumaskarð, Dalverpisvegur, Hyrnur, Látraheiði, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Strandaheiði

Frá Holti í Holtsdal um Vatnskleifar að Skógi á Rauðasandi.

Heitið Sandsheiði er oftar notað um þessa heiði. Jóhann Svavarsson: “…frá gamalli rétt ofan brúar á Holtsá. Gatan liggur upp hallandi hjalla um Akurgötu. Þegar Akurgötu sleppir liggur leið til vesturs yfir Þverá. … Frá Þverá taka við melhjallar að Vatnakleifum, Vatnakleifarhorn er til vesturs, endi Skarðabrúna. Átjánmannabani er nafn á vatni sem liggur undir Hvarfhól sem er hæsti hluti heiðarinnar. … Leið liggur til suðvesturs og eru þar sérstæðar jarðmyndanir sem heita Moldhaugar. Hrólfsvirki er til norðurs. Leið til Skógardals á Rauðasandi liggur um svæði sem ber nafnið Gljá. … Leiðin frá Gljá að Skógardal liggur um melhjalla, farið er yfir Þverá, þaðan liggur leið norðan ár til Skógardals. Sandsheiði var fjölfarinn fjallvegur, flutningaleið frá verstöðvum í Útvíkum.”

Byrjum norðan við Holtsá og förum vestur og upp Akurgötu sunnan í Hagamúla. Vestnorðvestur um Þverárlautir upp á Vatnskleifar í 460 metra hæð. Síðan vestsuðvestur Sandsheiði sunnan Hrólfsvirkis og norðan Molduxa. Niður Skógardal sunnan við Mábergsfjall að vegi 614 við Skóga og Móberg.

14,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Rauðisandur, Hreggstaðadalur, Sigluneshlíðar, Bjarnagata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steingrímsfjarðarheiði

Frá Nauteyri við Ísafjörð að Víðivöllum í Steingrímsfirði.

Farin er gamla reiðslóðin, sem að töluverðu leyti er utan bílvegarins, beggja vegna hans.

Förum frá Nauteyri um Rauðamýri og síðan suður um Lágadal austan Lágadalsár og síðan vestan árinnar um Miðdal. Þaðan til suðurs upp Hestabeinahæð á Steingrímsfjarðarheiði. Til suðausturs um heiðina á Sótavörðuhæð í 460 metra hæð. Þaðan um Digravörðuhrygg að sæluhúsinu á Gluggavörðuhrygg. Síðan í krók suður fyrir Ögmundarvatn og um Björnsvörðuholt og Biskupsvörðu. Þar næst austur Tungur, norðan Norðdals og bratta sneiðinga sunnan Flókatungugils og um Flókatungu niður í Staðardal, austur dalinn að Víðivöllum.

35,0 km
Vestfirðír

Skálar:
Steingrímsfjarðarheiði: N65 45.036 W22 07.790.
Steingrímsfjarðarheiði eldri: N65 45.191 W22 08.122.

Nálægar leiðir: Kollabúðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Langidalur, Staðarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steinadalsheiði

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Steinadalsheiði að Undralandi í Kollafirði.

Gamall bílvegur, áður fjölfarinn, en nú lítið notaður. Andrés Guðmundsson, sonur Guðmundar ríka, fór yfir Steinadalsheiði frá Felli í Kollafirði, þegar hann hertók Reykhóla frá þeim bræðrum Birni ríka Þorleifssyni og Einari Þorleifssyni.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku. Stutt er að Kleifum, þangað sem leið liggur um Snartartunguheiði og önnur um Krossadal. Fylgjum þjóðvegi 69 alla leiðina um heiðina. Förum norður Brekkudal milli Brekkufjalls að vestan og Þverbrúnar að austan. Síðan norðaustur á Steinadalsheiði framhjá Heiðarvatni og svo norður Þórarinsdal og norðaustur Steinadal undir Nónfjalli að vestan. Dalurinn sveigir til austurs og endar við Undraland í Kollafirði milli bæjanna Stóra- og Litla-Fjarðarhorns.

15,1 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Bitruháls, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Vatnadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Spákonufell

Frá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði að Heydalsá í Steingrímsfirði.

Förum frá Litla-Fjarðarhorni norður í sneiðingi upp fjallshlíðina í Deildarskarð. Þaðan norður heiðina fog yfir drög Hvalsárdals fyrir austan Spákonufell í 280 metra hæð. Norður af heiðinni vestan í Geitafelli og niður að þjóðvegi 61 við Heydalsá.

8,8 km
Vestfirðir

Nálægir ferlar: Bitruháls.
Nálægar leiðir: Hamarssneiðin, Steinadalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Smælingjadalur

Frá Smælingjadal í Tálknafirði upp á Lambeyrarhálsleið til Patreksfjarðar.

Hæg leið og vörðuð, en grýtt. Bratt er niður í Lambadal.

Förum frá Tálknafirði á vegi í Smælingjadal vestan Lambeyrar. Förum suðvestur og upp Lambadal á Lambadalsheiði í 470 metra hæð. Þaðan suður á Lambeyrarhálsleið vestan Kríuvatna í botni Litladals. Sú leið liggur til Patreksfjarðar.

3,6 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lambeyrarháls, Molduxi, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálmarnes

Hringleið um Skálmarnes frá Axlarseli í Skálmarfirði til Kerlingarfjarðar.

Undirlendi er töluvert suðvestan til á nesinu og er ströndin þar ákaflega vogskorin. Yzt á nesinu er Haugsnes. Þar var Þórður Ingunnarson, annar maður Guðrúnar Ósvífursdóttur, heygður eftir að hann drukknaði á Breiðafirði.

Förum frá Axlarseli suður með Skálmarfirði um Urðir og allt suður á Skálmarnes. Þaðan vestur í Skálmarnesmúla og norðvestur með Skálmarnesmúlafjalli í Fjörð. Síðan norðnorðaustur strönd Kerlingarfjarðar á veg 60 vestan Axlarsels.

26,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sigluneshlíðar

Frá Hreggstöðum í Haukabergsvaðli með ströndinni til Móbergs á Rauðasandi.

Leiðin er víða erfið, ófær hestum. Gæta verður sjávarfalla til að vera um háfjöru við Stálhlein. Erfið og brött leið er fyrir ofan hleinina. Þessa leið má aðeins fara með kunnugum.

Mikil útgerð var fyrrum á Siglunesi. Bjarni Þórðarson útvegsbóndi var forgöngumaður þilskipaútgerðar. Á Sjöundá voru framin morð vorið 1802. Bjarni Bjarnason og Guðrún Egilsdóttir bjuggu þá á hálfri jörðinni og á móti þeim Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir og höfðu þau flutzt þangað vorið 1801. Fljótlega eftir komu Jóns og Steinunnar byrjaði samdráttur hennar og Bjarna og mun samkomulag á heimilinu hafa verið afar slæmt um veturinn. 1. apríl hvarf Jón og var talið að hann hefði hrapað fyrir björg, en morðin komust upp, þegar lík Jóns rak á land á Bjarnanesi við Bæjarvaðal um sumarið.

Byrjum á vegi um Haukabergsvaðal á Barðaströnd við Hreggstaði. Förum eftir jeppaslóða suðsuðvestur ströndina að Siglunesi. Förum áfram vestur með ströndinni um Ytranes og yfir Siglá í Hellisvík. Þaðan vestur um Sigluneshlíðar undir Mávaskor. Þar er Fossárdalur með undirlendi á bökkunum, heitir þar Húsatún. Síðan förum við til vesturs undir Stálfjalli, framan við klettabríkurnar Kögur og Galtarbrík og síðan um Stálhlein. Þaðan vestur í Skor og síðan norðvestur og upp brattar skriður um Skorarhlíðar upp fyrir Söðul og um Hvammshlíð til Sjöundár. Þaðan norður að Melanesi á Rauðasandi og loks norður að Móbergi.

18,0 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hreggstaðadalur, Rauðisandur, Strandaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jóhann Svavarsson

Selárdalsheiði

Frá Krossadal í Tálknafirði um Selárdalsheiði til Kirkjubóls í Arnarfirði.

Leiðin yfir háheiðina er vörðuð.

Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra. Förum frá Krossárdal austur Krossárdal og til norðurs upp á Selárdalsheiði í 470 metra hæð. Þar á háheiðinni er Biskupsvarða. Þaðan norður að Skarðsfossá og norðnorðaustur með ánni að austanverðu að Uppsölum í Selárdal. Síðan að Kirkjubóli.

10,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandvík

Frá Selárdal í Arnarfirði vestur í Miðdal í Verdölum.

Jón Sigurðsson, síðar forseti Alþingis, reri út frá Verdölum á sínum yngri árum. Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra.

Byrjum við þjóðveg 619 í Selárdal í Arnarfirði. Förum vestnorðvestur fyrir Selárdalsfjall og Sandvíkurhyrnu yfir í Miðdal í Verdölum.

2,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Selárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Reykjanesfjall

Frá Stað á Reykjanesi hringleið um Reykjanesfjall til Staðar á Reykjanesi.

Förum frá Stað norður á Reykjanesfjall um norðurhlíðar Staðardals og síðan austur fjallið nálægt norðurbrún þess, fyrir norðan Mávavatn. Síðan austur um Nónborg og Rjúpnafell og fyrir norðurenda Ísavatns og suður með vatninu að austanverðu. Næst suðsuðvestur með vesturströnd Hamarsvatns og Grundarvatns. Beygjum til vesturs við suðurenda Grundarvatns og förum vestur um Selflóa og Heyárdal og hjá norðurhlið Leynisvatns. Síðan vestnorðvestur fjallið og loks vestur um Staðardal að Stað.

22,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Reykjanes, Barmahlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Reykjanes

Frá Reykhólum vestur fyrir Reykjanesfjall að Kinnarstöðum í Þorskafirði.

Reykhólar eru fornt frægðarsetur. Þar nam land Úlfur skjálgi og höfðu niðjar hans Reyknesingagoðorð. Þekktastir fornmanna á Reykhólum voru Þorgils Arason og Ingimundur prestur Einarsson. Kolbeinn ungi lét hér vega Tuma Sighvatsson. Á 15. öld bjó hér Guðmundur ríki Arason. Sonur hans, Andrés Guðmundsson, hertók staðinn af þeim bræðrum Birni ríka Þorleifssyni og Einari Þorleifssyni. Síðar gerði Einar árás á staðinn. Andrés var þar fyrir með fallbyssu og lét skjóta á lið Einars. Þetta var fyrsta notkun fallbyssu á Íslandi. Frá þessu segir í skáldsögunni Virkisvetri eftir Björn Th. Björnsson. Kinnarstaðir eru kenndir við Þuríði drykkinn, vinkonu Gull-Þóris. Þar er Hesthólmi í firðinum. Þar kom á land hestur Þóris Kinnskær, sem hafði synt yfir Þorskafjörð, og var drepinn í hólmanum.

Förum frá Reykhólum vestnorðvestur að Brandsstöðum. Fylgjum fyrir bílvegi norðvestur að Stað. Síðan norður um Biskupskleif á strönd Þorskafjarðar og austur með ströndinni um eyðibýlið Hlíð að þjóðvegi 60 við Kinnarstaði.

23,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafrafell, Laxárdalsheiði, Reykjanesfjall, Vaðalfjöll, Barmahlíð, Vaðalfjallaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rauðisandur

Frá Naustabrekku á Rauðasandi austur að Melanesi á Rauðasandi.

Rauðisandur heitir eftir rauðgulum hörpudisks-mulningi með ströndinni. Guðmundur ríki Arason bjó á Saurbæ á Rauðasandi á 15. öld. Talinn hafa átt flestar jarðir á Íslandi fyrr og síðar. Englendingar rændu Eggerti Hannessyni hirðstjóra í Saurbæ árið 1579 og höfðu með sér á brott.

Förum frá Naustabrekku austur sveitina undir Sandsfjöllum að Skógi undir Mábergsfjalli. Þaðan er leið um Vatnskleifar að Haukabergsvaðli á Barðaströnd. En við förum suður að Melanesi.

14,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hyrnur, Hnjótsheiði, Strandaheiði, Hreggstaðadalur, Sigluneshlíðar, Bjarnagata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Mosdalur

Frá Tungu í Örlygshöfn að Mosdal í Patreksfirði.

Förum frá Tungu þvert austsuðaustur dalinn og suður Kálfadal og síðan norðaustur að baki Hafnarmúla og niður í Mosdal.

4,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tunguheiði, Hafnarfjall, Hnjótsheiði, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Molduxi

Frá Patreksfirði út fyrir Molduxa að Suðureyri við Tálknafjörð.

Ófært hestum.
Víða þarf að klöngrast í grjóti og sæta sjávarföllum í fjöru.

Á Suðureyri sjást ummerki um gamla hvalveiðistöð.

Förum frá Patreksfirði norðvestur eftir ströndinni. Fyrst um Háuhlíð og síðan um Vatneyrarhlíðar, þar sem þarf að fara um brattar skriður og stórgrýttar fjörur. Síðan undir Tálkna út á Tálknatá við Molduxa. Leiðin sveigir til austurs. Við förum í miklum bratta og sætum sjávarföllum á fjöru frá Tálknatá í Hvannadal. Síðan þægilega leið áfram austur í Fáskrúðardal. Að lokum austur á Suðureyri, þar sem við komum á bílveg.

13,2 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Smælingjadalur, Lambeyrarháls, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort