Barðarstrandarsýslur

Mjósund

Frá Krossi í Hagavaðli á Barðaströnd um Mjósund að Fossi í Fossfirði í Arnarfirði.

Nafnið Sjömannabani stafar af slysi, þegar sjö menn villtust með bát frá Arnarfirði og og hröpuðu.

Förum frá Krossi norðnorðvestur Mörudal vestan undir Krossfjalli og austan við klettinn Sjömannabana. Síðan norðnorðvestur um Geldingadal að Vegamótum í 480 metra hæð og þaðan um Útnorðurlautir í Mjósund. Á Vegamótum mætum við leið sunnan af Fossheiði. Frá Mjósundi förum við vestur og niður brattar Hróaldsbrekkur og um efri og neðri Víðilæki norður í Fossdal, niður að Fossi í Fossfirði í Arnarfirði. Frá Hamrahjallaá er bezt að halda niður með Fossá, því að gamla gatan er horfin í skóg.

12,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Fossheiði, Lækjarskarð, Miðvörðuheiði, Hagavaðall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Mjólká

Frá Rauðstöðum í Borgarfirði í Arnarfirði um Mjólkárvirkjun suður á Þingmannaheiði í Barðastrandarsýslu.

Farið er eftir seinfarinni jeppaslóð.

Mjólká á upptök sín á Glámuhálendinu og rennur til Borgarfjarðar í botni Arnarfjarðar. Mjólkárfossar voru virkjaðir á árunum 1955-58 og virkjunin framleiðir 24 MW.

Förum frá Rauðstöðum austur dalinn með Hofsá og síðan suður um Norðurhvilft upp á Borgarboga og suðvestur að Mjólká. Þaðan suður fjallið ofan við Afreksdal að vestanverðu, austan við Eyjarvatn og vestan við Stóra-Eyjarvatn. Þaðan til suðurs fyrir austan Öskjuvatn og til suðausturs fyrir sunnan Hólmavatn. Síðan suður á leiðina um Þingmannaheiði rétt vestan sæluhússins á heiðinni.

28,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Þingmannaheiði: N65 38.240 W22 58.020.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Glámuheiði, Afréttardalur, Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Miklidalur

Frá Keflavík um Mikladal til Örlygshafnar.

Förum frá Keflavík norður fyrir vestan Svarthamragil að slóð um Hafnarlautir í Mikladal. Þar erum við í 340 metra hæð. Við förum áfram norðaustur og niður í Mikladal og þaðan áfram norðaustur í Örlygshöfn.

6,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hyrnur, Dalverpisvegur, Brúðgumaskarð, Stæðavegur, Bjargtangar, Látraháls, Hafnarfjall, Hnjótsheiði, Mosdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Miðvörðuheiði

Frá Haga í Hagavaðli á Barðaströnd um Miðvörðuheiði til Norðurbotns í Tálknafirði.

Leiðin er stórgrýtt og erfið hestum á háheiðinni og villugjörn, ef eitthvað er að veðri.

Sagt er, að hin harðdræga sýslumannsfrú á 18. öld, Halldóra Teitsdóttir í Haga, hafi glatað silfursjóði sínum sínu ofan í Botnsgljúfur, þegar klyfjahestur fældist. Hagi er eitt af helztu höfðingjasetrum landsins. Þar bjó á söguöld hinn djúpvitri Gestur Oddleifsson. Þar sátu sýslumenn og þar sat Guðmundur Scheving, sem var amtmaður Jörundar hundadagakonungs. Jón Thoroddsen sýslumaður skrifaði þar Pilt og stúlku. Synir hans voru Þorvaldur Thoroddsen, Skúli Thoroddsen og Sigurður Thoroddsen, faðir Gunnars Thoroddsen. Hákon Kristófersson alþingismaður bjó í Haga um miðja síðustu öld, bróðir Eiríks Kristóferssonar skipherra.

Förum frá Hagavaðli norðvestur og upp með Hagaá norðanverðri, upp Eflisholt, framhjá Hákonarstekk og neðan við Skjólhamra, sunnan og vestan í Hagamúla. Upp Seljabrekkur og norðvestur hjá Miðvörðu. Upp með og yfir Goluskarð, fyrir Fellisfót. Síðan norðvestur yfir Hagavatnadal, um Miðvörðuheiði í 560 metra hæð. Norðvestur hjá Sjónarhól, fyrir norðaustan Botnsgljúfur og gljúfur Þverár og Reykjagil á Dufansdalsheiði. Þaðan beint norðvestur og niður í Norðurbotn í Tálknafirði. Höldum áfram ofan gilja norðanvert við gljúfrið og komum að Hjallatúni við norðanverðan botn Tálknafjarðar.

18,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Fossaheiði, Mjósund, Botnaheiði, Tálknafjörður, Hagavaðall, Dufansdalur, Gýgjarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lækjarskarð

Frá Brjánslæk í Vatnsfirði um Lækjarskarð í Hagavaðal á Barðaströnd.

Gömul þjóðleið.

Hrafna-Flóki Vilgerðarson byggði skála sinn á Flókagrund við Brjánslæk og má enn sjá ummerki þess mannvirkis. Hann missti búfénað sinn um veturinn vegna heyleysis í kjölfar óhóflegs veiðiáhuga og fluttist aftur af landi brott.

Förum frá Brjánslæk vestur og síðan vestnorðvestur og upp reiðgötu um sunnanverðan Hestmúla, í norðurenda Kikafells í 400 metra hæð og vestur um Draugagil. Síðan suðvestur Vaðalsdal niður í Vaðal í Hagavaðli.

9,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Lækjarheiði, Mjósund, Hagavaðall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lækjarheiði

Frá Brjánslæk í Vatnsfirði um Krókavötn og Lækjarheiði til Trostansfjarðar í Arnarfirði.

Hrafna-Flóki Vilgerðarson byggði skála sinn á Flókagrund við Brjánslæk og má enn sjá ummerki þess mannvirkis. Hann missti búfénað sinn um veturinn vegna heyleysis í kjölfar óhóflegs veiðiáhuga og fluttist aftur af landi brott. Bratt er í Lækjarskarð og víða hrunið í götuslóðann. Gott útsýni er til Hornatáa og yfir Breiðafjörð af leiðinni upp í skarðið. Þegar komið er í Lækjarskarð sér vel yfir Arnarfjörð.

Förum frá Brjánslæk til norðvesturs um Jónsengi upp fyrir norðan Hestmúla og síðan vestur að Þverfelli. Þaðan til norðvesturs fyrir norðaustan Þverfell, austan við Búrfell og á Lækjarheiði austan við Krókavötn. Síðan norðnorðaustur um Lækjarskarð í 560 metra hæð. Síðan vestan við Hádegishnjúk norður um Gyrðisbrekkur niður Sunndal austan við Sunndalsá, í Trostansfjörð.

15,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Lækjarskarð, Geirþjófsfjörður, Breiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Látraheiði

Frá Keflavík um Látraheiði til Hvallátra í Látravík.

Grýtt og ógreiðfær leið.

Örnefnið Fuglagötur, sem liggja niður í Keflavík, stafar af, að þar var fuglinn fluttur niður af bjarginu. Í Brunnhæð er Gvendarbrunnur, vatnsuppspretta með grjóthleðslu, nefndur eftir Guðmundi biskupi góða. Utan í hæðinni eru líka óteljandi litlar vörður. Um Látravík segir í Árbók FÍ 1959: “Lending er þar [við Brunna] fyrir opnu norðurhafi. Aðstaða í landi er mjög örðug, því að þar er allt þakið fíngerðum skeljasandi. Margir steinbítsgarðar eru á brekkuhallanum … Verbúðir voru mjög lélegar, enda ekkert nothæft byggingaefni fyrir hendi. Varð því að notast við brimbarða hnullunga, lélegan hnaus og sandinn.” Skreiðin var mest flutt brott á bátum, en einnig voru heiðarnar farnar, Sandsheiði, Kerlingarháls og Látraheiði.

Förum frá Keflavík í sneiðingum um Fuglagötur suðvestur á Keflavíkurbjarg og síðan vestnorðvestur á Látraheiði, sunnan við Brunnahæð og norðan við Urðarhjalla í 380 metra hæð. Förum norðvestur ofan í Látradal við Klofavörðu, sem er á brún Látradals við Urðarhjalla, og loks niður að Hvallátrum.

11,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hyrnur, Dalverpisvegur, Brúðgumaskarð, Stæðavegur, Bjargtangar, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Látraháls

Frá Hvallátrum í Látravík um Látraháls til Breiðuvíkur.

Breiðavík er þekktust fyrir misheppnað uppeldisheimili drengja, sem þar var.

Förum frá Hvallátrum vestan þjóðvegar 612 að gamla reiðveginum sem gengur upp Látraháls í sneiðingum um það bil hálfum kílómetra vestar en þjóðvegurinn fer upp á Hálsinn. Hann er 210 metra hár. Fylgjum reiðgötunni sem er vel vörðuð. Þar sem Hálsinn er hæstur, er stærri varða en aðrar á leiðinni og getur hún veitt skjól. Nefnist hún Húsvarða.

6,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bjargtangar, Látraheiði, Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Breiðuvíkurheiði, Breiðuvíkurskarð, Hænuvíkurskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Laxárdalsheiði

Frá Munaðartungu í Króksfirði að Skeljavík í Steingrímsfirði.

Byrjum á þjóðvegi 60 rétt austan við Munaðartungu. Förum til austurs fyrir norðan Gillastaðafjall og þaðan norðaustur á Langahraun austan við Laxárdal. Þar komum við á jeppaslóð frá Gillastöðum og fylgjum henni um skeið. Áfram norður yfir Þriðjungaá að Miðheiðarborg í 590 metra hæð. Síðan norðaustur um bratta Sprengibrekku, Heiðaskarð og bratta sniðgötu um Kerlingarskarð norður og niður að Þiðriksvallavatni. Förum vestan við vatnið og norður fyrir það undir Stórhöfða og áfram vestur að þjóðvegi 61 sunnan við Skeljavík.

26,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjardalsheiði, Kálfanes, Vaðalfjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lambeyrarháls

Frá Patreksfirði um Lambeyrarháls til Lambeyrar í Tálknafirði.

Enn markar fyrir slóðinni utan við túnið á Lambeyri.

Förum frá Patreksfirði austnorðaustur Litladal og fyrir norðan Kríuvötn upp á Lambeyrarháls í 430 metra hæð. Þaðan norðaustur og niður heiðina. Síðan fyrir austan brún Smjörskálar og Smælingjadals að Lambeyri í Tálknafirði. Einnig er hægt að fara niður Lambadal vestan Smælingjadals.

6,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Smælingjadalur, Molduxi, Tálknafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Krókalaut

Frá Sellátrum í Tálknafirði um Krókalaut á Gyrðisbrekkuleið til Fífustaðadals í Arnarfirði.

Förum frá Sellátrum norðnorðaustur Sellátradal, norður og upp í Krókalaut í 560 metra hæð. Síðan niður í Gyrðisbrekku á Gyrðisbrekkuleið. Sú leið er milli Stóra-Laugardals í Tálknafirði og Kirkjubóls í Arnarfirði.

6,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Gyrðisbrekka, Selárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kóngshæð

Frá Kollsvík vestan við Kóngshæð suður í Brúðgumaskarð.

Leiðin kallast líka Kollsvíkurfjall. Í Kollsvík var ágætt útræði og voru þar 25 bátar um aldamótin 1900.

Förum frá Kollsvík suðsuðaustur á Stórafell, um Dalbrekkur vestan Kóngshæðar. Síðan suðsuðaustur á Breiðavíkurheiði, vestan við Kjöl í Brúðgumaskarð. Sú leið er milli Breiðuvíkur og Keflavíkur og einnig austur í Sauðlauksdal.

9,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hænuvíkurháls, Breiðavíkurháls, Tunguheiði, Hafnarfjall, Brúðgumaskarð, Svarthamragil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kollafjarðarheiði

Frá Fjarðarhorni í Kollafirði til Laugabóls í Ísafirði.

Gamla þjóðleiðin með þéttum vörðum liggur víða rétt við bílveginn. Stikaða leiðin á kortinu er jeppaslóðin.

Á nítjándu öld fluttu Breiðfirðingar vertíðarskip sín á trjábolum yfir heiðina, 25 kílómetra. Væntanlega hafa þeir dregið þau á hestum. Í Sturlungu segir, að menn Hrafns Oddssonar á Eyri hafi flutt stórskip yfir heiðina.

Byrjum við þjóðveg 60 um Barðastrandarsýslu hjá Fjarðarhorni í Kollafirði. Förum norður Fjarðarhornsdal undir Múlafjalli að austan og Seljalandsmúla að vestan og síðan norður meðfram Fjarðarhornsá upp Fjalldal. Svo vestan Borgavatna norður á Kollafjarðarheiði, þar sem við náum 500 metra hæð. Síðan í bröttum sneiðingum niður Kamb milli Geitadals að vestan og Húsadals að austan, og loks norður allan kjarri vaxinn Laugabólsdal að Laugabóli.

23,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjarnes, Kálfadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kollabúðaheiði

Frá Kollabúðum í Þorskafirði að Stað í Steingrímsfirði.

Á Kollabúðum voru haldnir Kollabúðafundir á 19. öld og þar hafa Þorskafjarðarþing líklega verið háð að fornu. Þjóðverjar höfðu hér verzlun í lok 16. aldar.

Förum frá Kollabúðum upp þjóðveg 608 um Þorskafjarðarheiði um Suðurbrún og vestan Spónalægða. Síðan norðaustur af þjóðveginum, austan Miðheiðarvatns, áfram norðnorðaustur heiðina. Niður Kirkjubólsfjall að vegi 61 milli Kirkjubóls og Staðar í Steingrímsfirði. Þaðan er leið um Steingrímsfjarðarheiði til Ísafjarðardjúps.

19,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Steingrímsfjarðarheiði, Svelgur, Þorskafjarðarheiði, Staðarfjall, Vaðalfjallaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kleifaheiði

Frá Ósafirði í Patreksfjarðarbotni upp á Kleifaheiði.

Gamla reiðleiðin lá víða vestan núverandi þjóðvegar, um Hjallendalág.

Gamli reiðvegurinn á heiðina var erfiður yfirferðar, lá upp með Bárðargili tæpa og grýtta götu og um Kleifar vestan í háheiðinni og síðan ofan við núverandi veg um Hjallaendalág. Þar varð landpósturinn Þorsteinn Kristján Þorsteinsson úti í desember 1954. Reiðleiðin er samhliða veginum, vel merkt. Frá heiðinni er stórkostlegt útsýni. Við veginn er hlaðin varða í mannslíki með gat í nefi og sveðju í hendi. Reist af vegagerðarmönnum árið 1947 og segir sagan að fyrirmyndin hafi verið Hákon Kristófersson í Haga. Sveðjan vísar jafnframt að götunni eins og oft er með vörður á Vestfjörðum. Úr þeim standa armar, sem visa á veginn.

Förum frá Ósafirði austur á Kleifaheiði fyrir norðan þjóðveginn og sunnan og vestan Bárðargils. Beygjum þvert í suður, yfir horn á þjóðveginum og upp á heiðina vestan við Kleifar, að þjóðvegi 62 á Kleifaheiði. Hún liggur að Haukabergsvaðli á Barðaströnd.

3,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Botnaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort