Barðarstrandarsýslur

Gyrðisbrekka

Frá Stóra-Laugardal í Tálknafirði um Gyrðisbrekku til Kirkjubóls í Fífustaðadal í Arnarfirði.

Efsti kaflinn í skarðinu er brattur og þar er stundum skafl fram á sumar. Hestar hafa orðið að renna sér þar á rassinum.

Landið er stórbrotið og mikið útsýni af skarðinu.

Förum frá Stóra-Laugardal inn og norður Fagradal, fyrst austan ár og síðan vestan og inn í Hosuhvilft. Norðvestur og upp Vatnabrekku. Síðan norðvestur í Gyrðisbrekkuskarð í 570 metra hæð og síðan norður og niður Gyrðisbrekku. Við höldum áfram norður um Tungur og norðnorðaustur um Fífustaðadal að þjóðvegi 619 við Kirkjuból.

13,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gufudalsháls

Frá Gufudal í Gufufirði um Gufudalsháls að Galtará í Kollafirði.

Var fyrrum hluti þjóðleiðarinnar um Barðastrandarsýslu, en nú liggur þjóðvegurinn út fyrir Skálanes. Á heiðarbrúninni Kollafjarðarmegin er stór grænleitur steinn, Gullsteinn. Undir honum eiga að vera gull og gersemar. Aðeins neðar í hlíðinni er varða hlaðin ofan á kletti. Hún heitir Gvendaraltari eftir Guðmundi biskup góða.

Förum frá Gufudal vestur frá kirkjunni að vörðu í hlíðinni. Síðan um sneiðinga í Götugili upp á Gufudalsháls í 380 metra hæð. Síðan vel varðaða leið vestur af hálsinum um Gvöndaraltari og um marga og bratta sneiðinga við Gullstein og meðfram Galtará vestur og niður í Kollafjörð norðan Galtarár.

4,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gróunes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Gróunes

Frá Djúpafirði um Grónes að Brekku í Gufufirði.

Hér eru hlíðar vel grónar og víða birkikjarr. Hér eru víðlendar fjörur, fitjar og sjávartjarnir sem einkennast af fjölbreyttu fuglalífi.

Byrjum við þjóðveg 60 neðan heiðar í Djúpafirði. Förum suðvestur með strönd Djúpafjarðar út í Grónes og síðan norður Gufufjörð að Brekku í Brekkudal í Gufufirði.

6,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gufudalsháls, Hallsteinsnes, Brekkufjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Geirþjófsfjörður

Frá Ósi í Mosdal í Arnarfirði um Geirþjófsfjörð í botn Trostansfjarðar.

Geirþjófsfjörður er sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Um það segir í Wikipedia: “Meðal annars má sjá rústir nálægt bæjaránni sem sagðar eru vera af bæ Auðar, konu Gísla. Einnig hafa fundist tóftir sunnan við ánna sem taldar eru hafi verið fylgsni Gísla. Samkvæmt sögunni var Gísli veiginn á klettinum Einhamri þar sem hann varist liðsmönnum Eyjólfs gráa. Í samband við Alþingishátíðina 1930 var höggvin í Einhamar minning um Gísla Súrsson og Auði Vésteinsdóttur.”

Förum frá Ósi vestur með ströndinni um Lauganes og Brimnes. Síðan vestur á Langanes og suðaustur og inn Geirþjófsfjörð. Vestur og út með firðinum að sunnanverðu, fyrir Norðfjall og suðsuðaustur í Norðdal í Trostansfirði. Þaðan að þjóðvegi 63 í Sunndal í Trostansfirði.

37,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kirkjubólsheiði, Hokinsdalur, Dynjandisheiði Tóbakslaut, Lækjarheiði, Breiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Garpsdalur

Frá Garpsdal hringleið um Garpsdal.

Byrjum á þjóðvegi 602 á Garpsdalsmelum í Gilsfirði. Förum hringleið um Garpsdal austan og vestan Múlaár og förum upp fyrir Garpsdalsvatn.

5,8 km
Vestfirðir

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Fossheiði

Frá Tungumúla í Hagavaðli um Fossheiði upp á Miðvörðuheiði við Vegamót.

Hér varð slys á nítjándu öld, þegar menn voru að flytja bát yfir heiðina frá Fossi til Barðastrandar. Þeir villtust og fóru fram af björgum.

Förum frá Tungumúla til vestnorðvesturs um klettahjallann Leikvöll sunnan í Tungumúlafjalli. Síðan yfir Geitaá ofan Sjónarhóls og um Geitamúla og Aronslautir norðnorðvestur á Fossheiði vestan í Tungumúlafjalli og inn á Miðvörðuheiði við Vegamót suðaustan við Mjósund. Þar komum við inn á leið frá Krossi í Hagavaðli um Mjósund til Fossfjarðar í Arnarfirði.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Mjósund, Miðvörðuheiði, Lækjarskarð, Hagavaðall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Dynjandisheiði

Frá Dynjandisvogi í Arnarfirði til Geirþjófsfjarðar í Suðurfjörðum.

Af þessari leið má fara um Hornatær og á Glámuheiði. Einnig út fjallið og að Kirkjubóli í Mosdal. Að norðanverðu er heiðin svo brött, að tæpast verður komizt með klyfjaðan hest.

Förum Dynjandisvogi sunnanverðum upp á Dynjandisheiði, að vegi 60. Þar er lélegur fjallaskáli. Beygjum þar suðsuðvestur að Trölladal inn af botni Geirþjófsfjarðar. Förum suðvestur í fjarðarbotn.

7,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt
Skálar:
Dynjandisheiði: N65 42.546 W23 12.323.

Nálægar leiðir: Afréttardalur, Kirkjubólsheiði, Geirþjófsfjörður, Tóbakslaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Dufansdalur

Frá Norðurbotni í Tálknafirði um Gýgjarskarð að Dufansdal í Fossfirði.

Byrjum við þjóðveg 63 hjá Norðurbotni í Tálknafirði. Förum austur og upp Norðurfjall norðan dalsins og síðan áfram austur í Gýgjarskarð. Þar skiptast leiðir. Önnur liggur austur í Þernudal, en hin vestri liggur norður í Dalbrekkur og síðan austur og niður með Dufansdalsá í Dufansdal að þjóðvegi 63 í Fossfirði.

10,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Miðvörðuheiði, Botnaheiði, Gýgjarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jóhann Svavarsson

Dalverpisvegur

Frá Keflavík um Dalverpi til Sauðlauksdals í Patreksfirði.

Sauðlauksdalur var höfuðból um aldir. Björn Halldórsson prestur ræktaði þar fyrstur manna kartöflur á 18. öld. Þar eru líka elzu minjar um heftun á sandfoki. Varnargarður heitir þar Ranglátur, enda voru bændur skikkaðir til að hlaða hann á bezta heyskapartíma.

Förum frá Keflavík upp dalinn til suðausturs norðan við Kerlingarháls, að Skötutjörn. Síðan austur um Dalverpi og Arnarvörður, niður í botn Sauðlauksdals að Sauðlauksdal við Sauðlauksdalsvatn.

12,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hyrnur, Látraheiði, Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Svarthamragil, Hnjótsheiði, Vatnsás, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Bæjarnes

Frá botni Kollafjarðar kringum Bæjarnes og inn í botn Kvígindisfjarðar.

Undirlendi er lítið á löngu Bæjarnesi, nema helzt yzt á nesinu, þar sem eru hólmar og eyjar. Birkikjarr er víða í hlíðunum.

Byrjum á Kollafjarðarströnd að austanverðu undir Múlatöflu. Förum norðvestan yfir Kollafjörð að Kletti vestan fjarðar. Síðan suður Bæjarnes með ströndinni, vestur fyrir nesið og norður strönd Kvígindisfjarðar vestan Bæjarness. Að Kvígindisfirði í fjarðarbotni.

27,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svínanes, Kollafjarðarheiði, Skálmardalsheiði, Kálfadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Bæjardalsheiði

Frá Bæ í Króksfirði að Tröllatungu i Steingrímsfirði.

Bílvegur hefur verður lagður þessa leið og er hún því orðin torfær hestum.

Byrjum hjá þjóðvegi 60 vestan Bæjar í Króksfirði. Förum norður Bæjardal og síðan norðaustur ásinn fyrir norðan Kambsfjall og vestan Álfgil í Bæjardal. Förum áfram norðaustur um Lambavötn. Litlu norðar beygjum við í 480 metra hæð til austurs niður í Arnkötludal. Síðan um Tröllatunguháls til Tröllatungu og áfram norðaustur að þjóðvegi 61 við Húsavík í Steingrímsfirði.

23,0 km
Vestfirðir

Bílvegur

Nálægar leiðir: Tröllatunguheiði, Laxárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Brúðgumaskarð

Frá Breiðuvík um Brúðgumaskarð til Keflavíkur.

Ræningjahóll er, þegar komið er í Hafnarlautir Keflavíkurmegin við vatnaskil. Þar áðu Englendingar með Eggert Hannesson hirðstjóra, þegar honum var rænt á Saurbæ 1579.

Förum frá bæjarhúsum í Breiðuvík austur um Víkurbotn og síðan suðaustur um Brúðgumaskarð í 320 metra hæð milli Kjalar að norðan og Stæðna að sunnan. Austan skarðsins beygjum við suður um brekkur til Keflavíkur.

7,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafnarfjall, Breiðavíkurháls, Stæðavegur, Kóngshæð, Svarthamragil, Dalverpisvegur, Hyrnur, Látraheiði, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Brekkufjall

Frá þjóðvegi 60 á Ódrjúgshálsi um Brekkufjall að slóð norður Þorskafjarðarheiði sunnan við Gedduvatn.

Byrjum ofan við sneiðinga þjóðvegar 60 af Ódrjúgshálsi niður og vestur í Djúpafjörð. Förum jeppaslóð norður milli Hálsár og Sauðadalsár og áfram um króka norður Brekkufjall. Áfram norður fyrir nyrstu drög Þverdals og síðan norður fyrir Djúpadalsá. Þaðan norðnorðaustur milli tveggja ónafngreindra vatna og áfram norðnorðaustur að reiðslóð um Þorskafjarðarheiði fyrir sunnan Gedduvatn. Þaðan liggur heiðarslóðin norður Langadal að Ísafjarðardjúpi.

20,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Gróunes, Hallsteinsnes, Þorskafjarðarheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Breiðavíkurháls

Frá Breiðuvík um Breiðavíkurháls til Láganúps í Kollsvík.

Breiðavík er þekktust fyrir misheppnað uppeldisheimili drengja, sem þar var. Í Kollsvík var ágætt útræði og voru þar 25 bátar um aldamótin 1900.

Förum frá Breiðuvík austnorðaustur að fjallinu Breið og norður upp í það og síðan norðnorðvestur á fjallið og um Breiðavíkurháls í 220 metra hæð. Þaðan norður og niður fjallið að austurhlið Litlavatns. Að lokum norðnorðaustur um Hnífa að Láganúpi í Kollsvík.

7,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Hafnarfjall, Kóngsskarð, Látraháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Breiðaskarð

Frá Vatnsfirði um Breiðaskarð til Trostansfjarðar.

Einnig er hægt að fara aðeins austar, um Mjóaskarð og komast á akveg í Hvanntóbrekkum.

Ólafur Jónsson, föðurbróðir Jóns forseta, drukknaði í Pennu í ágúst árið 1800 á leið til vígslu í Reykjavík.

Byrjum við mót þjóðvega 60 og 62 í Vatnsfirði. Förum til norðurs með þjóðvegi 60 yfir efri brúna á Pennu upp undir Tröllháls. Förum þar norðvestur um Smjördal austan árgilsins og síðan til vesturs dalinn um Smjördalsengi að Breiðaskarði í 420 metra hæð milli Klakks að norðanverðu og Ármannsfells að sunnanverðu. Síðan förum við vestnorðvestur og niður í botn Trostansfjarðar.

11,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þingmannaheiði, Lækjarheiði, Geirþjófsfjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jóhann Svavarsson