Borgarfjörður-Mýrar

Sópandaskarð 3

Frá Torfhvalastöðum við Langavatn að Stóra-Vatnshorni í Haukadal.

Jeppaslóðin gerir leiðina fljótfarna hestamönnum, en dregur um leið úr fortíðartilfinningu svæðisins. Hér er farin reiðslóðín austan Langavatns.

Til skamms tíma ráku Borghreppingar fé sitt þessa leið heim úr Seljalandsrétt í Hörðudal. Leið þessi er fær jeppum vestan Langavatns og norður á Skógarströnd. Áður fyrr var Langidalur og Sópandaskarð fjölfarin leið milli byggða. Hennar er getið í Laxdælu og Sturlungu. Hér riðu Þorgils Hölluson, Bolli og Þorleikur Bollasynir í aðför að Helga Harðbeinssyni að Vatnshorni í Skorradal. Á Sturlungaöld bjó Lauga-Snorri Þórðarson í Laugardal og var hann hliðhollur Sturlungum. Lauga-Snorri féll í Örlygsstaðabardaga 1238 þegar hann reyndi að verja Sturlu Sighvatsson.

Förum frá fjallaskálanum Torfhvalastöðum norður með vatninu austanverðu og síðan yfir í vesturhlið Langadals, þar sem við komum að jeppavegi. Honum fylgjum við norður að Víðamúla og förum áfram vestan múlans, en austan Fossamúla og Þrúðufells. Þar erum við komin í Sópandaskarð í 380 metra hæð. Höldum svo áfram þröngt skarðið og þröngan Laugardal og fylgjum síðan Hörðudalsá norður að þjóðvegi 54 um Skógarströnd. Við förum norðaustur með þeim vegi yfir þjóðveg 60 um Miðdali, yfir gömlu brúna á Haukadalsá og síðan með þjóðvegi 586 norðan Haukadalsvatns að Stóra-Vatnshorni.

44,5 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Hraundalur, Jafnaskarð, Svínbjúgur, Rauðamelsheiði, Skógarströnd, Lækjarskógarfjörur, Sanddalur, Miðdalir, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Hrosshyrna, Skarðheiðarvegur, Klif, Lambahnúkar, Eyðisdalur, Hallaragata, Miðá, Prestagötur.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Steingrímur Kristinsson

Sópandaskarð 2

Frá Torfhvalastöðum við Langavatn að Hamraendum í Miðdölum.

Jeppaslóðin gerir leiðina fljótfarna hestamönnum, en dregur um leið úr fortíðartilfinningu svæðisins. Hér er farin reiðleiðin austan Langavatns.

Til skamms tíma ráku Borghreppingar fé sitt þessa leið heim úr Seljalandsrétt í Hörðudal. Leið þessi er fær jeppum vestan Langavatns og norður á Skógarströnd. Áður fyrr var Langidalur og Sópandaskarð fjölfarin leið milli byggða. Hennar er getið í Laxdælu og Sturlungu. Hér riðu Þorgils Hölluson, Bolli og Þorleikur Bollasynir í aðför að Helga Harðbeinssyni að Vatnshorni í Skorradal. Snorri Sturluson fór hér um 1225 til að fara á svig við frænda sinn Sturlu Sighvatsson á Sauðafelli. Á Sturlungaöld bjó Lauga-Snorri Þórðarson í Laugardal og var hann hliðhollur Sturlungum. Lauga-Snorri féll í Örlygsstaðabardaga 1238 þegar hann reyndi að verja Sturlu Sighvatsson.

Förum frá fjallaskálanum Torfhvalastöðum norður með vatninu að austanverðu og síðan upp á jeppaslóð norður Langavatnsdal um Rauðhól. Áður en komið er inn í Víðidal beygjum við til norðvesturs fyrir Fossamúla og síðan milli Víðimúla að austan og Þrúðufells að vestan upp í Sópandaskarð í 380 metra hæð. Næst förum við brekkurnar úr skarðinu norður í Þrúðudal, undir Hálfdánarmúla austanverðum og síðan undir Þrúðufelli. Þar heitir dalurinn Laugardalur. Þegar við komum að Tungu og Seljadal förum við áfram norður dalinn austan við Hörðudalsá. Við Hörðuból komum við niður á þjóðveg 54 um Skógaströnd. Fylgjum þeim vegi til austurs að Hamraendum.

34,8 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Hraundalur, Jafnaskarð, Svínbjúgur, Rauðamelsheiði, Skógarströnd, Lækjarskógarfjörur, Sanddalur, Miðdalir, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Hrosshyrna, Skarðheiðarvegur, Klif, Lambahnúkar, Eyðisdalur, Hallaragata, Miðá, Prestagötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Sópandaskarð 1

Frá Grenjum á Mýrum til Hörðubóls í Hörðudal.

Jeppaslóðin flýtir fyrir ferð hestamanna, en dregur um leið úr fortíðartilfinningu svæðisins.

Til skamms tíma ráku Borghreppingar fé sitt þessa leið heim úr Seljalandsrétt í Hörðudal. Af Langavatnsmúla er afar víðsýnt og leiðin sunnan hans er um gróið hraunaland og melhæðir. Öll þessi leið er fær jeppum. Áður fyrr var Langidalur og Sópandaskarð fjölfarin leið milli byggða. Hennar er getið í Laxdælu og Sturlungu. Hér riðu Þorgils Hölluson, Bolli og Þorleikur Bollasynir í aðför að Helga Harðbeinssyni að Vatnshorni í Skorradal. Á Sturlungaöld bjó Lauga-Snorri Þórðarson í Laugardal og var hann hliðhollur Sturlungum. Lauga-Snorri féll í Örlygsstaðabardaga 1238 þegar hann reyndi að verja Sturlu Sighvatsson.

Förum frá eyðibýlinu Grenjum norður slóð um Grenjadal meðfram Langá, undir Grenjamúla. Síðan til vesturs að Rauðukúlu og norðvestur að Lambafelli og með austurhlið þess norður að Fjallakofanum við Sandvatn. Síðan áfram norðvestur með fjöllunum, yfir Kvígindisdal og upp Langavatnsmúla vestan Langavatns. Niður af fjallinu austanverðu innan við Langadal og áfram norður Langavatnsdal um Rauðhól. Áður en við komum inn í Víðidal beygjum við til norðvesturs fyrir Fossamúla. Síðan milli Víðimúla að austan og Þrúðufells að vestan upp í Sópandaskarð í 380 metra hæð. Næst förum við brekkurnar úr skarðinu norður í Þrúðudal, undir Hálfdánarmúla austanverðum og síðan undir Þrúðufelli. Þar heitir dalurinn Laugardalur. Þegar við komum að Tungu og Seljadal förum við austur yfir dalinn að Hlíð og síðan áfram norðvestur dalinn austan við Hörðudalsá. Við Hörðuból komum við niður á þjóðveg 54 um Skógarströnd.

42,8 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mýravegur, Hraundalur, Jafnaskarð, Svínbjúgur, Rauðamelsheiði, Skógarströnd, Lækjarskógarfjörur, Sanddalur, Miðdalir, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Hrosshyrna, Skarðheiðarvegur, Klif, Lambahnúkar, Eyðisdalur, Hallaragata, Miðá, Prestagötur.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Útivistarkort

Sólheimatunga

Frá þjóðvegi 1 við Gljúfurá í Borgarfirði um Norðurá að Stafholti í Stafholtstungum.

Förum frá brúnni yfir Gljúfurá eftir veiðivegi austan árinnar að vaði á Norðurá andspænis Stafholtsfjalli. Að lokum austur yfir ána að Stafholti.

3,0 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skúlavatn

Frá Fíflholti á Mýrum um Skúlavatn til Laxárholts á Mýrum.

Förum frá Fíflholti suðvestur um Einholtasel og Kósás og Húnás, suðvestur um eyðibýlið Skíðsholt og norðan og vestan við Skúlavatn, austan við Álftavatn og Baugavötn, suðvestur að vegi 540 við Laxárholt.

15,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Akrar.
Nálægar leiðir: Brattur, Saurar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skorradalur

Frá Fitjum í Skorradal að þjóðvegi 52 vestan Uxahryggja.

Ljúft landslag með fögrum fossum og lágvöxnu kjarri. Fyrrum voru 22 býli í dalnum, en nú eru þar einkum sumarbústaðir.

Förum frá Fitjum austur með Fitjaá að Eiríksfossi og síðan beint austur heiðina að Lómatjörn. Förum vestan og sunnan við tjörnina og áfram suðaustur um suðurenda Vörðufells. Að lokum yfir Tunguá og þaðan norður á þjóðveg 52 vestan Uxahryggja.

11,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Mávahlíðarheiði, Grafardalur, Sjónarhóll, Síldarmannagötur, Grillirahryggur, Gagnheiði, Kúpa.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skáneyjarbunga

Frá Reykholti í Borgarfirði kringum Skáneyjarbungu að Hurðarbaki í Borgarfirði.

Í Skáneyjarbungu er sagður heygður Tungu-Oddur, sem var mestur höfðingi í Borgarfirði á 10. öld.

Förum frá Reykholti norðaustur um hlað á Breiðabólstað og áfram norðaustur um Breiðavatn og eyðibýlið Hólakot, í Signýjarstaði í Hálsasveit. Þar þverbeygjum við vestur með Hvítá, um Arnheiðarstaði og Síðumúlanes. Andspænis Fróðastöðum er Fróðastaðavað norður yfir Hvítá. En við förum suðvestur að Hurðarbaki í Borgarfirði. Þaðan er leið á brú á Hvítá yfir í Hvítársíðu.

18,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Hálsaleið, Húsafell, Fróðastaðavað, Bugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skálavatn

Frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð um Skálavatn til Svartagils í Norðurárdal.

Förum frá Arnbjargarlæk af veginum norðnorðvestur á fjallið og upp að Skálavatni, sunnan við það í 200 metra hæð. Síðan vestnorðvestur af heiðinni niður að þjóðvegi 527 við Svartagil.

3,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Svartagil, Fiskivatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skarðsheiði

Frá þjóðvegi 47 við Lambhaga í Leirársveit um Skarðsheiði að Skeljabrekku í Andakíl.

Þorleifur Þórðarson í Görðum og Snorri Sturluson fóru um Skarðsheiði 1237 með nærri 400 manna lið á leið Þorleifs til Bæjarbardaga í Borgarfirði við Sturlu Sighvatsson. Tvær skessur bjuggu í hömrum fyrir vestan Miðfitjar. Þeim þótti notalegt að sitja á Miðfitjahól á kletti sem heitir Skessusæti. Lengi var ekki hægt að fara Skarðsheiðarveg fyrir þeim. Þær gerðu mönnum og skepnum ýmsar skráveifur. Eitt sinn átti bóndinn á Grund í Skorradal erindi suður fyrir Skarðsheiði. Heiðina sjálfa fór hann til baka. Á leiðinni hitti hann skessuna, en ekki segir af viðureign þeirra, nema hvað um kvöldið kom bóndi heim og dró á eftir sér dauða hryssu sem hann hafði riðið að heiman. Mjög var af honum dregið og lagðist hann í rúmið. Viku seinna var hann dáinn.

Förum frá Lambhaga norður yfir Laxá og á þjóðveg 502. Austur eftir þjóðveginum hálfan annan kílómetra og síðan norður um Neðra-Skarð að Breiðubrekku. Þaðan upp í Heiðarskarð milli Skarðsheiðar og Snóksfjalls. Handan Snóksfjalls er önnur leið eftir línuvegi upp í skarðið. Þessar leiðir sameinast suðvestan við Rauðahnjúk í 500 metra hæð, þar sem heita Skessubrunnar. Við höldum áfram leiðina norður Miðfitjar á Miðfitjahól, þar sem er Skessusæti. Förum milli Skessuhorns í Skarðsheiði að austan og Svörtutinda að vestan. Síðan áfram norðaustur og niður um Langahrygg að þjóðvegi 507 um Andakíl. Þaðan er stutt leið með vegi að Skeljabrekku.

22,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Leirárdalur, Katlavegur, Grunnafjörður, Hestháls.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skarðheiðarvegur

Frá Gljúfurá við Grísatungu á Mýrum til Langár við Rauðukúlu.

Skarðheiðarvegur vestari er gömul skreiðarkaupaleið, sem var farin úr uppsveitum Borgarfjarðar er bændur sóttu skreið út undir Jökul í skiptum fyrir búvörur. Í Heiðarvígasögu er sagt frá Þórhalla bónda á Jörfa og för hans um Skarðheiðarveg með allt sitt hyski og hafurtask á níu klyfjahestum. Hann var að flýja undan yfirgangi Víga-Styrs. Sá sat hins vegar fyrir Þórhalla í heiðarbrekkunum og felldi hann.

Förum frá eyðibýlinu Grísatungu við Gljúfurá. Síðan upp með ánni sunnan við Staðartungu. Þegar við komum að Langá, förum við vestur yfir hana að Rauðukúlu.

8,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Nálægir ferlar: Hábrekknavað, Jafnaskarð, Sópandaskarð, Hraundalur.
Nálægar leiðir: Hrosshyrna, Klif, Langavatn.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Síldarmannagötur

Frá botni Hvalfjarðar að Sjónarhóli eða áfram að Vatnshorni í Skorradal.

Leiðin er öll vörðuð og stikuð. Áður fyrr var síld veidd í Hvalfirði. Þegar í fornöld hétu göturnar þessu nafni. Hólmverjar fóru Síldarmannagötur að Hvammi í Skorradal og stálu þar yxn Þorgrímu smiðkonu og ráku suður á hálsinn. Uxarnir snéru hins vegar á Hólmverja vegna fjölkyngi Þorgrímu og komust aftur heim í Hvamm. Frá þessu er sagt í Harðar sögu og Hólmverja. Gamlar vörður hafa verið endurreistar, svo að leiðin er greið og auðrötuð. Örnefnin Löngugötugil og Vegagil innan við Vatnshorn í Skorradal minna á þessar áður fjölförnu götur. Mikið útsýni er af fjallinu til allra átta.

Förum frá botni Hvalfjarðar rétt norðan við ós Botnsár um sneiðinga norður á fjallið Þyril, öðru nafni Selfjall. Förum vestan við Brunnárgil með Paradísarfossi og upp í Reiðskarð í 200 metra hæð. Síðan um fornar og greiðar reiðgötur til norðvesturs upp á fjallið í 390 metra hæð. Þaðan förum við til norðnorðausturs eftir fjallinu um Grjóthlíð, Árnahlíðar og Nyrðra-Þvergil. Þaðan norður fyrir botn Grafardals á Sjónarhól og síðan milli Bæjargils að austan og Stöðugils að vestan niður að Vatnshorni í Skorradal.

9,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Sjónarhóll, Mávahlíðarheiði, Teigfell, Skorradalur, Kúpa.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Saurar

Frá Bretavatni á Mýrum til Hundastapa og Hamraendakletts á Mýrum.

Förum frá Bretavatni norðaustur um Saura, Miklholt og Ánastaði, að Hundastapa og Hamraendakletti.

14,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hjörsey, Akrar.
Nálægar leiðir: Skúlavatn, Brattur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandhólar

Frá þjóðvegi 47 suðvestan Miðfells í Hvalfirði um Sandhóla að Katlavegi í Leirársveit.

Förum af þjóðveginum norður með Miðfelli að vestanverðu, norður yfir Laxá í Leirársveit og yfir þjóðveg 502 að Skarðsheiði. Beygjum þar til vesturs undir heiðinni, förum framhjá Sandhólum að Lambagili og þaðan suðvestur á Katlaveg milli Hafnar í Melasveit og Leirárgarða í Leirársveit.

12,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Sanddalur

Frá Hamraendum í Miðdölum að Háreksstöðum í Norðurárdal.

Sanddalur var fyrr á öldum mikilvæg samgönguleið milli Norðurárdals og Dalasýslu, þótt Brattabrekka hafi alltaf verið helzta leiðin og sé það enn. Upp í Sanddal liggja fleiri leiðir úr Dölum en hér er lýst. Sunnan þessarar leiðar er leið vestan úr botni Reykjadals um Sprengibrekku og Mjóadal. Norðan þessarar leiðar er leið úr botni Haukadals um Sátudal. Sanddalur er gróinn dalur, fremur þröngur og var í byggð fyrr á öldum. Síðasti bærinn, Sanddalstunga, fór ekki í eyði fyrr en 1974.

Förum frá Hamraendum með þjóðvegi 582 upp með Miðá að suðvestanverðu með þjóðvegi 582 og síðan beggja vegna árinnar til suðausturs. Yfir þjóðveg 60 og til austurs inn í Reykjadal um Fellsendaskóg og eyðibýlið Fellsendakot og til austurs upp úr dalbotninum hjá Tröllakirkju. Komum þar í 410 metra hæð á Merkjahrygg, sýslumörkum Dala og Mýra. Síðan áfram austur um stutt og þröngt skarð, austur Heydal og beygjum til suðurs niður í Sanddal, sem við fylgjum út í Norðurárdal, alltaf vestan við Sanddalsá. Fjallið Sandur er að vestanverðu og Hádegisfjall að austanverðu. Við förum um eyðibýlið Sanddalstungu og síðan áfram suður meðfram Hvammsmúla að vestanverðu og Sveinatungumúla að austanverðu. Förum yfir þjóðveg 1 í Norðurárdal og síðan beint yfir Norðurá upp á þjóðveg 528 og eftir honum einn kílómetra vestur að Háreksstöðum.

38,3 km
Snæfellsnes-Dalir, Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Skógarströnd, Jafnaskarð.
Nálægar leiðir: Miðá, Hallaragata, Eyðisdalur, Illagil.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson

Reyðarvatn

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal norður fyrir Reyðarvatn að Hallbjarnarvörðum á Bláskógaheiði.

Þetta er gömul leið, nokkur krókur, en liggur fjarri bílveginum um Uxahryggi.

Förum frá Oddsstöðum til austurs norðan við Tungufell og Brennuháls að Reyðarvatni norðanverðu. Síðan suðsuðaustur með vatninu að austanverðu og vestan í Fossárhöfða. Suður yfir Leirá og upp með ánni austur og suður að Leirártjörnum. Þaðan suðaustur um skarðið sunnan við Langás að Okvegi. Þaðan suður um Brunna og austan Brunnavatns að Hallbjarnarvörðum.

23,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Okvegur, Skjaldbreiður, Helguvík, Reyðarfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort