Borgarfjörður-Mýrar

Húsafell

Frá Kópareykjum í Reykholtsdal til Húsafells í Hálsasveit.

Deildargil er fagurt skógargil með nokkrum fossum, svo sem Háafossi og Langafossi. Austan gilsins tekur við löng hlíð, sem nær langt austur fyrir Húsafell inn að Geitá og er víða skógi vaxin, einkum innan við Húsafell. Jón Helgason, prófessor í Árnasafni, var fæddur á Rauðsgili.

Förum frá Kópareykjum í Reykholtsdal sunnanverðum. Þaðan austur Reykholtsdal sunnanverðan, um Rauðsgil, Auðsstaði, Giljar og Augastaði. Austur um Rótamel og norðaustur um Deildargil að Katrínarhóli. Loks austur með fellinu að Húsafelli í Hálsasveit.

24,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Múlaskógur, Okvegur, Rauðsgil, Hálsaleið, Skáneyjarbunga, Fróðastaðavað, Bugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Hrosshyrna

Frá Syðri-Hraundal á Mýrum um Hraundal að Rauðakúlu við Langá.

Þetta er syðri og eldri leiðin um Hraundal. Auðveldari leið er eftir jeppaslóð norðan til í dalnum.

Förum frá Grímsstöðum kringum Grímsstaðamúla, sunnan við hann og austan. Hjá eyðibýlinu Syðra-Hraundal förum við til norðurs austan við Bæjarfjall og vestan við Grímsstaðamúla. Síðan til norðausturs sunnan megin í Hraundal undir Hrosshyrnu, sunnan við Rauðukúlu að vegi upp úr Grenjadal. Honum fylgjum við norður að Fjallakofanum vestan við Sandvatn.

8,1 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Grímsstaðir: N64 41.836 W21 56.604.
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Múlavegur, Hraundalur, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Gufá, Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Húsey

Förum norðan Vogslækjar á Mýrum af þjóðvegi 540 til vesturs út í Húsey. Síðan norður eyjuna og aftur upp á þjóðveg 540.

3,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sigursteinn Sigursteinsson

Hraundalur

Frá Grímsstöðum á Mýrum um Hraundal að Fjallakofanum við Sandvatn.

Hraunrétt er nálægt mynni dalsins, hlaðin úr hrauni utan í jaðri hrauns. Þetta var fyrr á öldum helzta rétt landsins, en hefur látið á sjá með árunum, þarfnast endurgerðar. Áður lá þjóðleið um sunnanverðan dalinn, Heiðarvegur, frá Syðri-Hraundal um Liturstaðahlíð og Heiðarsund að Rauðukúlu og síðan austur með Gljúfurá í Norðurárdal. Nú er farið frá Nyrðri-Hraundal um norðanverðan dalinn og Rauðhálsa. Töluverður skógur er á þeirri leið og einnig er gróðursælt, þegar komið er upp fyrir Rauðhálsa. Jeppafært er inn að Rauðhálsum, en að öðru leyti er leiðin ekki fær bílum fyrr en komið er suður fyrir Lambafell.

Förum frá Grímsstöðum í 100 metra hæð. Úr réttinni við bæinn förum við ofan túna undir Grímsstaðamúla til norðausturs og niður á jeppaveg undir múlanum. Förum með veginum um Hraundalshraun að mynni Hraundals. Þar beygjum við af slóðinni til norðurs og síðan til austurs inn Hraundal. Förum þar undir Svarfhólsmúla að norðan, framhjá Hraunrétt, þar sem við æjum. Síðan áfram um Selhlíð undir Selfjalli að Rauðhálsum. Þar förum við norður yfir skarðið vestan Rauðhálsa og síðan vestur og norður fyrir Slýjadalstjörn norðan hálsins. Áfram förum við í norðaustur um Slýjadal að Lambafelli og síðan sunnan og austan fellsins að jeppavegi um Langadal. Förum til norðurs með þeim vegi að Fjallakofanum við Sandvatn, í 200 metra hæð.

27,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Grímsstaðir: N64 41.836 W21 56.604.
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Nálægir ferlar: Mýravegur, Múlavegur, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Hrosshyrna, Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Holtavörðuheiði

Frá Sveinatungu í Norðurárdal að Melum í Hrútafirði.

Holtavörðuheiði var lengst af eini færi fjallvegurinn að vetri til milli Suður- og Norðurlands. Var nefnt “að fara sveitir” gagnstætt því “að fara fjöll” en þá var farið um Arnarvatnsheiði eða Tvídægru.

Þegar Kolbeinn ungi Arnórsson fór með mikinn flokk að Þórði kakala Sighvatssyni í nóvemberlok 1242 reið hann suður Tvídægru og til baka Holtavörðuheiði. Farið var upp hjá Sveinatungu og komið niður fyrir framan Mela í Hrútafirði. Vegur þarna var víða grýttur og blautur. Heiðin sjálf frá Fornahvammi var talin ein þingmannaleið eða 37.5 km. Litlum sögum fer af Holtavörðuheiði í Sturlungu, enda kusu vígamenn hennar frekar að fara Arnarvatnsheiði og síðan beint niður í þá dali, þar sem þeir áttu sökótt við menn. Svo að njósn bærist síður af ferðum þeirra.

Förum frá Sveinatungu til norðurs með austurhlið Sveinatungumúla og vestan Norðurár, reiðleið um Kattarhrygg að gangnakofa í Fornahvammi. Þar var lengi hótel og veitingasala. Þaðan förum við til norðausturs eftir gömlum vegum meðfram Norðurá og yfir hana hjá Heiðarsporði. Förum síðan norður með ánni, meðfram Rauðhól og vestan við Bláhæð í 360 metra hæð. Síðan austan með Holtavörðuvatni og Grunnavatni, vestan núverandi þjóðvegar 1, norður með Miklagilskvísl og vestur fyrir gljúfur Miklagils og niður í Grænumýrartungu, þar sem lengi var gisting, en er nú í eyði. Áfram förum við með vegi vestan við Hrútafjarðará að gömlu brúnni yfir ána og áfram að gömlu símstöðinni á Melum í Hrútafirði.

27,3 km
Borgarfjörður-Mýrar, Húnavatnssýslur

Skálar:
Fornihvammur: N64 54.120 W21 11.550.

Nálægir ferlar: Haukadalsskarð, Húnaþing.
Nálægar leiðir: Hrútafjarðará, Sölvamannagötur, Jörfamúli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hjörsey

Hringferð um Hjörsey og Hjörseyjarsand.

Eyjarnar eru nánast landfastar á fjöru og við verðum því að sæta sjávarföllum.

Miðnæturreið í kyrru veðri er ógleymanleg á þessum slóðum. Hjörsey er stærsta eyjan fyrir Mýrum, en fer minnkandi vegna sjávargangs. Hún var kirkjujörð fram undir 1900. Flatlend og grasgefin. Útræði var gott og mikill reki. Skipströnd voru tíð. Grunnpunktur landmælinga við Ísland var til skamms tíma í Hjörsey, áður en gervihnettir og GPS tóku við landmælingum. Oddný Þorkelsdóttir Eykyndill, fögur kona og festarmey Björns Hítdælakappa, átti heima í Hjörsey. Þórður Kolbeinsson, skáld, ginnti hana frá Birni.

Byrjum við þjóðveg 540 um Mýrar, suðvestan við Hundastapa, þar sem vegurinn liggur lengst til suðurs. Þar er næturhagi frá Álftárósi. Frá vegarhorninu förum við um hlið og fylgjum slóð suður og suðvestur til Hólmakotsvatns. Förum austan við vatnið að eyðibýlinu Seljum og síðan áfram suður um rif og ála í austurhorn eyjarinnar Hjörseyjarsands og síðan áfram um sundið suður í Hjörsey. Tökum þar land í norðausturhorni eyjarinnar og förum síðan réttsælis hring um eyjuna. Úr norðvesturhorni Hjörseyjar förum við aftur um sundið til baka í Hjörseyjarsand. Förum norðvestur fjöru Hjörseyjarsands meðfram eyjunni og síðan þvert austur yfir norðurhorn hennar. Þar förum við sundið til austurs í land, síðan áfram að eyðibýlinu Seljum og fyrri leið til baka.

22,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Akrar.
Nálægar leiðir: Saurar, Æðarvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hítardalur

Frá Múlavegi undir Grettisbæli í Fagraskógarfjalli að Hítarvatni.

Byrjum á mótum Múlavegar við Grettisbæli undir Fagraskógarfjalli. Múlavegur liggur milli Grímsstaða á Mýrum og Snorrastaða í Hítardal. Förum norður Hítardal, vestan Hítarár, að syðri enda Hítarvatns.

10,7 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fagraskógarfjall, Múlavegur, Svínbjúgur, Klifháls.
Nálægar leiðir: Hítardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hítarárleið

Frá þjóðvegi 54 við Hítárá að Fagraskógarfjalli.

Förum meðfram Hítará eftir veiðivegi upp að Fagraskógarfjalli.

5,1 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Jeppafært

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Hítará

Frá Stóra-Kálfalæk á Mýrum að Snorrastöðum í Hnappadal.

Þetta er austasti hluti Löngufjara, þar sem farið er yfir Hítará og Kaldá.

Hér komst Þórður kakali árið 1242 naumlega út á fjörurnar með 200 manna lið á flótta undan 700 manna liði Kolbeins unga. Líklega frá Jörfa, sem er sunnan við Kaldá. Síðan féll flóðið að, áður en Kolbeinn kæmist yfir. Frá Skálholti til Stykkishólms riðu menn Þórðar einhesta um 200 km leið á rúmlega 36 stundum enda um líf og dauða að tefla. Það er samkvæmt samtímaheimild Sturlungu. Slíkt gera menn ekki nú á tímum. Að fornu lögðu menn harðar að sér í ferðum milli sveita og landshluta, jafnvel að vetrarlagi, og létu vosbúð ekki aftra sér. Þéttur lopi hélt hita á mönnum.

Förum frá Stóra-Kálfalæk suðvestur með veginum að fjörunni við Krákunes. Þar förum við út á Akraós og höldum fyrst vestur af norðri unz við komum að hólmum í miðjum ósnum. Þar sveigjum við beint til norðurs, förum yfir Hítará og tökum land öðru hvoru megin við lítinn ós að baki hóls í Hítarnesi. Förum upp á nesið og strax um blautar mýrar áður en við komum á þurrar götur vestur og síðan norður fyrir girðingu framhjá eyðibýlinu Selgarði og síðan um Lengjur. Við Bratteyri austanverða förum við út á Kaldárós, ekki af eyrinni sjálfri, því að bratt er af henni. Síðan beint í norður, förum austan við Kaldá milli Jörfaeyja og Jörfaness, förum yfir Kaldá og tökum land tvöhundruð metrum vestan við Kaldá. Að lokum förum við upp með Kaldá til Snorrastaða.

17,8 km
Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Snorrastaðir: N64 46.558 W22 17.969.

Nálægir ferlar: Akrar, Saltnesáll, Múlavegur, Gamlaeyri.
Nálægar leiðir: Skjólhvammsgata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hestháls

Frá Miðfossum í Andakíl um Hestháls yfir í Lundareykjadal.

Hluti þjóðleiðar frá Hvalfirði og Akranesi vestur um Borgarfjarðardali og síðan áfram vestur eða norður á land. Var þá farinn Skarðsheiðarvegur vestan Skarðsheiðar og síðan með Hesthálsi sunnan- og austanverðum. Áður var síðan farið framan við Flókadal, en þar er nú kominn bílvegur. Því er nú fremur farið að Lundi í Lundareykjadal og síðan Lundarsneið til Flókadals og áfram Kirkjugötu til Reykholtsdals.

Byrjum hjá þjóðvegi 507 við malarnámur austan Miðfossa. Síðan norðaustur að Fossaborg og meðfram Hestfjalli austanverðu yfir að mótum þjóðvega 50 og 52 í Lundareykjadal.

6,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Skarðsheiði, Mávahlíðarheiði, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Helguvík

Frá Gilstreymi í Lundareykjadal að Helguvík við Reyðarvatn.

Algeng leið úr Lundareykjadal upp á Bláskógaheiði áður en lagður var vegur um Uxahryggi.

Förum frá Gilstreymi vestan Þverfells norður yfir þjóðveg 52 og síðan austur á Reykjaháls. Að lokum norðnorðaustur að Helguvík í norðurenda Reyðarvatns. Þaðan er leið austur á Bláskógaheiði og vestur með Grímsá í Lundareykjadal.

4,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Gagnheiði, Teigfell, Kúpa, Reyðarvatn, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hálsaleið

Frá Lundi í Lundareykjadal til Reykholts í Reykholtsdal.

Mikið farin reiðleið að fornu og nýju. Hún er greiðfær, en ófær jeppum og þess vegna vinsæl hjá hestamönnum. Lundarsneið er hallandi berglag í Lundarhálsi. Gatan yfir Brennistaðaháls er líka kölluð Kirkjugata.

Förum frá Lundi norður Lundarsneiðina frá Lundi upp á Lundarháls í 360 metra hæð. Förum austan undir Sökkuási norðaustur að Hrafnatjörnum vestanverðum og beint norður af hálsinum niður með Vegagili og síðan að Hrísum í Flókadal. Þaðan förum við eftir heimreiðinni út á þjóðveg 515 og eftir honum yfir Flókadalsá að Brennistöðum. Þar förum við um tvö hlið norður á Brennistaðaháls. Hann er gömul kirkjuleið yfir í Reykholt. Liggur í 260 metra hæð. Við förum norðaustur af hálsinum að Kópareykjum í Reykholtsdal. Þaðan er hægt að fara norðaustur um Tíðavað á Reykjadalsá og síðan yfir Tíðamel í Reykholt.

14,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Reyðarfell, Húsafell, Skáneyjarbunga, Fróðastaðavað, Bugar, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Háimelur

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal um Þrengsli og Háamel að Okvegi.

Förum frá Oddsstöðum til austurs norðan við Tungufell og Brennuháls. Þegar við komum austur fyrir Lambá, höldum við upp hlíðina til norðausturs yfir ána og í Þrengsli. Siðan austnorðaustur á Háamel austanverðan og á Okveg.

15,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hábrekknavað

Frá Höll í Þverárhlíð til Torfhvalastaða við Langavatn.

Hábrekknavað hjá Munaðarnesi hefur allar aldir verið þekktasta vað á Norðurá í Borgarfirði. Sturlungar fóru þar um í herferðum sínum úr Dölum. Á þeim tíma voru Sópandaskarð og Langavatnsdalur helzta samgönguleiðin úr Dölum og Hábrekknavað var beint framhald hennar. Að vaðinu komust menn líka um Múlaveg af Snæfellsnesi. Frá vaðinu fóru menn að Ámótavaði á Hvítá, þar sem Reykjadalsá fellur í hana. Þaðan komust menn svo suður á land um Uxahryggi eða Gagnheiði. Ef menn héldu hins vegar inn Hvítársíðu án þess að fara yfir Hvítá, komust þeir upp á Arnarvatnsheiði og norður í land.

Förum frá Höll vestur eftir þjóðvegi 527 og frá veginum suðvestur um Digramúla að Norðurá og síðan niður með ánni andspænis sumarhúsahverfinu í Munaðarnesi. Þar förum við yfir ána á Hábrekknavaði um eyju í ánni og síðan áfram til suðurs á bakkanum handan árinnar að bænum Munaðarnesi. Þaðan förum við norður að þjóðvegi 1, yfir hann og sumarhúsaveg um Stóru-Skóga. Sú leið liggur vestur af norðri meðfram Hólmavatni vestanverðu og síðan norður að Múlakoti undir Múlakotsmúla. Þar förum við slóð, sem krækir inn í Fífudal. Þaðan er hægt að fara beint norður Fífudal um Skallagrímssel á Beilárvelli við Torfhvalastaði. Við förum aðeins upp í Fífudal og síðan slóð til baka suður úr honum niður á flatlendið og síðan aftur til norðurs upp í Grísatungu. Þaðan er vegur um Bárðarfjall, vestan Brúnavatns og niður á Beilárvelli norðan Staðarhnjúks. Þar erum við komin að Langavatni og förum stutta leið austan vatnsins að fjallakofanum á Torfhvalastöðum, í 220 m hæð.

24,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Nálægir ferlar: Hvítársíða, Jafnaskarð, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Ámótsvað, Langavatn, Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Steingrímur Kristinsson og Örn H. Bjarnason

Háafellsleið

Frá Grund í Skorradal um Lundareykjadal að Fitjum í Skorradal.

Förum frá þjóðvegi 52 hjá Lundarhólma í Lundareykjadal beint suður hálsinn að Háafelli við Skorradalsvatn.

5,0 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Teigfell, Skorradalur, Kúpa, Síldarmannagötur, Sjónarhóll, Grafardalur, Hálsaleið, Hestháls, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH