Eyjafjörður

Hvarfdalsskarð

Frá sæluhúsinu á Lágheiði um Hvarfdal á slóð um Hákamb.

Vel fært hestum. Gunnlaugur Jónsson fór þessa leið 1936 með bústofn sinn, ær og kýr. Flestar leiðir á Tröllaskaga eru færar hestum, ef varlega er farið. Þær eru hestfærar, en ekki reiðfærar. Þú situr ekki á baki upp og niður brekkurnar.

Förum frá sæluhúsinu á Lágheiði suðvestur tvo kílómetra með þjóðveginum að Hvarfdal. Suður dalinn og upp í Hvarfdalsskarð fyrir botni dalsins, austan Einstakafjalls. Förum suður fyrir Einstakafjall í 820 metra hæð á slóðina í 900 metra hæð um Hákamba frá Fjalli í Kolbeinsdal að Deplum í Fljótum.

11,0 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Skálar:
Lágheiði: N65 56.315 W18 50.540.

Nálægar leiðir: Klaufabrekkur, Sandskarðsleið, Unadalsjökull, Hákambar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hvanndalir

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá sæluhúsinu í Vík í Héðinsfirði um Hvanndali og Lönguleið til Sólheima í Ólafsfirði.

Frá Hvanndölum er líka hægt að fara Stuttleið eftir brúnum Hvanndalafjalls og getur sú leið verið hættuleg göngufólki.

Bærinn í Hvanndölum var ákaflega einangraður. Hann fór í eyði 1895 og hreppurinn keypti landið til að hindra frekari ábúð.

Förum frá sæluhúsinu í Vík austnorðaustur á Víkurbyrðu bratta leið upp í 700 metra hæð. Þar er mikið útsýni. Síðan suðsuðaustur um Vestaravik til botns Hvanndala og þaðan norðaustur að sæluhúsinu við sjó í Hvanndölum. Frá Hvanndölum förum við til baka upp í dalbotn að Vestaraviki. Þar förum við suðsuðaustur um Austaravik upp á Hvanndalabjarg í 700 metra hæð. Áfram förum við suðaustur í botn Fossdals og austur dalinn að sjó. Þaðan förum við í hlíðum Arnfinnsfjalls eftir kindagötum meðfram sjó að Sólheimum.

17,0 km
Eyjafjörður

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Héðinsfjörður: N66 08.275 W18 45.821.
Hvanndalir: N66 09.284 W18 39.864.

Nálægar leiðir: Rauðskarð, Vatnsendaskarð, Fossabrekkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Húngilsdalur

Frá Knappstöðum við Stífluvatn í Fljótum um Húngilsdal að Þverá í Ólafsfirði.

Förum frá Knappstöðum austur á Efrafjall og síðan beint norðautur á Breiðafjall í 800 metra hæð. Þaðan þvert yfir drög Holtsdals og austnorðaustur á Ólafsfjarðarfjall í 860 metra hæð. Þaðan austnorðaustur um Húngilsdal að Kvíabekkjardal og austur þann dal að Þverá eða Kvíabekk.

10,5 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Ólafsfjarðarskarð, Heiðarmýrar, Grímubrekkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hraunárdalsheiði

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Bakkaseli í Öxnadal um Hraunárdalsheiði til Litladals í Eyjafirði.

Hestfær leið, en ætíð sjaldfarin.

Förum frá Bakkaseli suður allan Seldal í Þorbjarnartungur og síðan til austurs upp úr dalbotninum. Erum í 1160 metra hæð í skarðinu á Hraunárdalsheiði, einum hæsta reiðvegi landsins. Förum þaðan austur og niður í Hraunárdal og síðan austnorðaustur dalinn að Litladal.

25,1 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Öxnadalsheiði, Myrkárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hólsskarð

Frá Siglufirði um Hólsskarð til Ámár í Héðinsfirði.

Brött og grýtt leið, en fær hestum. Farið var með uxa Hólastóls þessa leið árið 1388 í hagabeit í Héðinsfirði og lengi síðan, að minnsta kosti til 1572.

Förum frá Siglufirði inn í Fjarðarbotn og síðan suðaustur og upp í Hólsskarð í 620 metra hæð. Þaðan austur og niður um Beinaskál að Ámá í Héðinsfirði.

11,2 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hestskarð eystra, Dalaleið, Efrafjall, Siglufjarðarskarð, Fiskihryggur, Sandskarð, Héðinsfjarðará, Fossabrekkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hólamannavegur

Frá Hólum í Hjaltadal að Barká í Hörgárdal.

Leið þessi er tæpast fær hestum.

Einn af allra hæstu fjallvegum landsins, hrikalegur og ætíð fáfarinn. Héðinsskarð og Hólamannaskarð eru samhliða, Héðinsskarð á Barkárjökli og Hólamannaskarð á Tunguhryggsjökli.

Förum frá Hólum fyrst norður og síðan beint austur Víðinesdal milli Hólabyrðu að sunnan og Elliða að norðan. Austur við Ármannsfell beygjum við til suðurs í Hóladal milli Ármannsfells að austan og Hólabyrðu að vestan. Upp úr dalnum förum við Hólamannaveg til suðausturs vestan undir Lambárhnjúki og þaðan upp og austur á Hólamannaskarð á Tungnahryggsjökli í 1210 metra hæð. Á þeim kafla þarf tvisvar að klöngrast yfir klettahöft. Við höldum okkur nálægt klettaveggnum í suðvestri og erum þar efst í Tungnahryggsjökli. Förum í skarðið suðvestan undir Péturshnjúk i 1210 metra hæð. Þaðan förum við til suðausturs niður í botn Barkárdal sunnan undir Eiríkshnjúki. Austur dalinn um Baugasel og Féeggsstaði til Hörgárdals, út að Barká við þjóðveg 814 í Hörgárdal.

37,0 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Baugasel: N65 39.370 W18 36.640.

Nálægar leiðir: Þverárjökull, Héðinsskarð, Skíðadalsjökull, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hólafjall

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Þormóðsstöðum í Eyjafirði um Hólafjall að Bergvatnskvísl við Sandbúðir á Sprengisandi.

Förum frá Þormóðsstöðum um þjóðveg 827 norðan við Tungufjall alla leið, fyrst vestur að Hólafjalli og bratt upp hlíðina á fjallið. Förum síðan suður eftir fjallinu, mest í 1020 metra hæð, og áfram suður þjóðveginn að fjallaskálanum Landakoti. Þaðan áfram suður og þvert yfir Galtabólsleið milli Laugafells og Kiðagils. Áfram förum við suður að Bergvatnskvísl og beygjum til austurs á þjóðveg 26 um Sprengisand, skammt vestan fjallakofans Sandbúða.

45,8 km
Eyjafjörður

Skálar:
Landakot: N65 05.164 W18 04.043.
Sandbúðir: N64 55.920 W17 59.239.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Gásasandur, Kiðagil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Holárdalur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Holárdal að Skriðu í Hörgárdal.

Var áður skemmsta leið Skíðdælinga til Akureyrar, en er ekki fær hestum.

Förum frá Klængshóli suður Skíðadal tvo kílómetra að Holá og yfir brúna á henni. Beygjum þar til suðausturs upp í Holárdal sunnan Holár. Innst í dalnum sveigir dalurinn til suðurs og síðan förum við aftur til suðausturs upp efstu brekkurnar. Skarðið er í 1180 metra hæð. Síðan austur og niður í Skriðudal sunnan megin árinnar að Syðri-Tunguá og þaðan suðaustur brekkuna niður að Skriðu við þjóðveg 815 í Hörgárdal.

18,5 km
Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Skíðadalsjökull, Heiðinnamannadalur, Þverárjökull, Þorvaldsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hofsafrétt

Frá Ingólfsskála á Eyfirðingavegi að Laugafelli.

Orravatnsrústir eru sérstæð gróðurvin í auðninni. Rústir eru sérkennilegt og síbreytilegt fyrirbæri við sífrera og frostþenslu, hólar og tjarnir á hægfara ferðalagi. Rústirnar geta orðið tveggja metra háar og 10-15 metra víðar. Þær eru stundum blásnar að ofan. Gróðursælt er við skálann í Laugafelli. Þjóðsagan segir, að Þórunn á Grund hafi flúið Svartadauða með fólks sitt að Laugafelli og beðið þess, að sóttinni linnti. Sagt er, að hún hafi látið gera fyrstu jarðhitalaugina og má vera, að enn sjáist leifar hennar í gili ofan við núverandi laug.

Förum frá Ingólfsskála í 830 metra hæð eftir jeppaslóð norður frá skálanum og síðan austur fyrir norðurenda Ásbjarnarfells og áfram austur um Ásbjarnarvötn. Síðan fyrir sunnan Rauðhóla og norðan Rauðafell. Við Rauðhóla sveigir leiðin til norðausturs á Bleikáluháls og síðan áfram norðaustur á jeppaslóð, sem kemur upp úr Skagafirði áleiðis til Laugafells. Við förum á þá leið til suðausturs, framhjá afleggjara til vesturs að Rústaskála, síðan fyrir sunnan Reyðarvatn að vegamótum fyrir sunnan Orravatn. Við förum áfram suðaustur að Austari-Jökulsá og yfir hana og síðan austur að Hjörvarsskála og Laugafelli í 750 metra hæð.

49,5 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Skálar:
Ingólfsskáli: N65 00.452 W18 53.820.
Laugafell : N65 01.703 W18 19.934.
Hjörvarsskáli: N65 01.636 W18 19.926.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Eyvindarstaðaheiði, Háöldur.
Nálægar leiðir: Gimbrafell, Strompaleið, Skiptamelur, Ingólfsskáli, Vatnahjalli, Eystripllar, Laugafell, Kiðagil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hjaltadalsheiði

Frá Hólum í Hjaltadal til efstu bæja í Svarfaðardal.

Þetta er mjög há heiði, nær upp í 1020 metra, öldum saman vel vörðuð og fjölfarin almannaleið. Hennar er nokkrum sinnum getið í Sturlungu, einkum í tengslum við ferðir Guðmundar biskups góða. Löngu síðar var þetta ort um heiðina: “Hjaltadals er heiðin níð, / hlaðin með ótal lýti. / Fjandinn hefur í fyrri tíð / flutt sig þaðan í Víti.”

Förum frá Hólum með bílvegi suður Hjaltadal að Reykjum og síðan eftir reiðslóð inn í dalbotn, sem skiptist um Tungufjall. Við förum upp botninn austan fjallsins og förum vel varðaða slóð austur með Heiðará. Hún er bröttust neðst, þar sem hún liggur í sveigjum upp Kamb. Og síðan beint á Hjaltadalsheiði, þar sem við komum í 1020 metra hæð. Heiðin er norðan Prestafjalls, en sunnan við það er Afglapaskarð, sem er varhugavert. Slóðin niður heiðina meðfram Hörgá að sunnanverðu er vel vörðuð. Milli Sandárhnjúks að norðanverðu og Ólafarhnjúks að sunnanverðu. Löng leið er úr botni dalsins um Sveig milli Flöguselshnjúks að norðanverðu og Grjótárfjalls að sunnanverðu út að efstu bæjum í Svarfaðardal.

27,2 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Héðinsskarð, Hörgárdalsheiði, Myrkárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Héðinsskarð

Frá Hólum í Hjaltadal að Melum í Hörgárdal.

Einn af allra hæstu fjallvegum landsins, hrikalegur og ætíð fáfarinn. Héðinsskarð og Hólamannaskarð eru samhliða, Héðinsskarð á Barkárjökli og Hólamannaskarð á Tunguhryggsjökli. Leið þessi er tæpast fær hestum. Sprunginn jökull liggur að skarðinu beggja vegna og hamrar eru beggja vegna. Ingimar Sigurðsson varð úti í skarðinu árið 1908.

Förum frá Hólum suður Hjaltadal og beygjum hjá Hlíð og Hofi austur í Héðinsdal milli Hagafjalls að norðan og Fúinhyrnu að sunnan. Förum upp með Héðinsá og síðan með nyrðri kvísl hennar, Ytri-Skarðsá, upp að Barkárjökli. Þar er skarð í jökulinn með klettum beggja vegna og sköflum árið um kring í 1210 metra hæð. Síðan förum við niður í Barkárdal og austur hann um Baugasel og Féeggsstaði til Hörgárdals, fram að Melum við þjóðveg 815 í Hörgárdal.

36,7 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Baugasel: N65 39.370 W18 36.640.

Nálægar leiðir: Þverárjökull, Hólamannavegur, Hjaltadalsheiði, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Héðinsfjarðará

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá botni Héðinsfjarðar upp á Sandskarðsleið.

Förum frá botni Héðinsfjarðar suðsuðvestur með Héðinsfjarðará upp í Sandskarð, algenga reiðleið milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

4,1 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Hólsskarð, Fossabrekkur, Vatnsendaskarð, Sandskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hestskarð eystra

Frá botni Siglufjarðar um Hestskarð til Héðinsfjarðarvatns.

Ruddar götur eru í efstu brekkunum beggja vegna skarðsins.

Förum frá Siglufirði austsuðaustur inn í Skútudal og síðan meira til austurs upp í fjallshlíðina. Þar er Hestaskarð í 600 metra hæð. Förum austur um skarðið og síðan austsuðaustur og niður dalinn að Héðinsfjarðarvatni.

5,6 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Siglufjarðarskarð, Sandskarð, Hólsskarð, Fiskihryggur, Efrafjall, Fossabrekkur, Vatnsendaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Heljardalsheiði

Frá Sleitustöðum í Skagafirði til Atlastaða í Svarfaðardal.

Heljardalsheiði var fyrrum ein fjölfarnasta leiðin milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, áður en bílvegur var ruddur um Öxnadalsheiði. Fyrsta símalínan var lögð þessa leið. Erfitt var að halda símanum opnum að vetrarlagi vegna snjóþyngsla og á endanum var línan grafin í jörð á heiðinni.

Á Sturlungaöld var meira farið um Hjaltadalsheiði, sem er aðeins sunnar í fjallgarðinum. Guðmundur Arason, síðar biskup, fór 1195 þessa leið með stóran hóp förumanna, kvenna og barna, frá Skeið í Svarfaðardal til Hóla í Hjaltadal. Stórviðri brast á, þegar á heiðina var komið. Sumir sneru aftur, fáir komust áfram, aðrir lágu úti, þar á meðal Guðmundur með tveimur börnum. Annað lifði og hitt dó. Margir urðu úti, en aðrir náðu bæjum.

Byrjum á þjóðvegi 76 við Sleitustaði í Óslandshlíð. Förum með bílvegi inn Kolbeinsdal að Skriðulandi og síðan áfram austur dalinn. Við rétt á bökkum Heljarár innarlega í dalnum, gegnt Elliða, sveigjum við þvert í norður og förum um bratta sneiðinga Heljarbrekkna norður í Heljardal. Þar austan við er Heljarfjall. Norður og upp úr dalnum förum við bratta brekku upp með ánni og Kambagiljum á Heljardalsheiði. Á heiðinni erum við komin í 865 metra hæð. Á heiðinni beygir leið okkar til norðvesturs um brattar urðir niður í Svarfaðardal og komum þar fljótlega að þéttri bæjaröð í norðanverðum dalnum.

27,8 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Skálar:
Fjall: N65 46.051 W19 05.581.
Heljardalsheiði: N65 49.658 W18 57.567.

Nálægar leiðir: Þverárjökull, Tungnahryggur, Deildardalsjökull, Hákambar, Unadalsjökull, Sandskarðsleið, Klaufabrekkur, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Heiðinnamannadalur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Heiðinnamannadal að Barká í Barkárdal í Hörgárdal.

Einn af hæstu fjallvegum landsins í 1100 metra hæð.

Leiðin var mikið farin fyrr á öldum, meðal annars með sauðfé til slátrunar á Akureyri.

Förum frá Klængshóli suður Skíðadal og vestan við Hólárhnjúk að Heiðinnamannadal. Úr dalbotninum upp brattan jökulinn í Heiðinnamannadalsskarð í 1100 metra hæð. Handan skarðsins suður í Hafrárdal, sem sveigist til suðausturs niður að Barká í Barkárdal í Hörgárdal.

17,1 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Skíðadalsjökull, Holárdalur, Þverárjökull, Hólamannavegur, Héðinsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins