Húnavatnssýslur

Friðmundarvötn

Frá vegamótum á Hellisvörðuási að Stífluvegi við Blöndulón.

Friðmundarvötn heita eftir landnámsmanninum Friðmundi í Forsæludal inn af Vatnsdal.

Byrjum við reiðslóðamót á Hellisvörðuási norðan Vestara-Friðmundarvatns. Förum til austurs austur fyrir Deildartjörn og síðan suður um Riðavíkurbungu. Næst til suðurs milli Friðmundarvatna og milli Mjóavatns og Þrístiklu. Loks suður að Stífluvegi við Blöndulón norðvestanvert.

16,9 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Friðmundarvötn: N65 18.285 W19 50.796.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Öldumóða, Úlfkelshöfði, Áfangi, Stífluvegur, Gilsárvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Fossaleið

Frá Bollastöðum í Blöndudal um Rugludal og Rugludalskvísl að fjallaskálanum við Galtará á Eyvindarstaðaheiði.

Þetta er meginleiðin upp á Eyvindarstaðaheiði, sæmilegur jeppavegur austan Blöndugils og Blöndulóns.

Við Rugludal byrjar Blöndugil að norðanverðu og nær suður að Reftjarnarbungu við Blöndustíflu. Það er yfir 20 km langt, víðast 50-100 metra djúpt og nær 200 metra dýpt við Tindabjörg. Um örnefnin Rugludalur og Kurbrandsmýri er þessi þjóðsaga: Rugla bjó í Rugludal og hafði smalann Kurbrand. Batt hún strokk á bak hans og lét hann strokka smjörið meðan hann gætti kindanna. Henni þótti hann latur til verksins og drap hann, kom honum fyrir í Kurbrandsmýri. Þar hafa ferðamenn hent steinum í Kurbrandsdys.

Förum frá Bollastöðum eftir jeppavegi suður og upp úr Rugludal og síðan á dalsbrúninni suður um Eyvindarstaðaheiði. Síðast suður um Kurbrandsmýri að skálanum við Galtará á Eyvindarstaðaheiði. Þar komum við á Kjalveg.

26,8 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Galtará: N65 11.809 W19 31.474.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haugakvísl, Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Járnhryggur, Stífluvegur, Vesturheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Fossakvísl

Frá Bugaskála við Aðalmannsvatn á Eyvindarstaðaheiði suður á Eyfirðingaveg norðvestan við Sátu við Hofsjökul.

Jeppafær slóð um eyðilegt land, hraun og sanda og urðarhryggi, síðari hlutinn í yfir 700 metra hæð.

Förum frá Bugaskála í 570 metra hæð til suðurs austan Hanzkafella, suður um Brunabrekkur og vestan við Bugahæð að Ytra-Skiptafelli austanverðu. Fjórum kílómetrum sunnan fellsins skiptist leiðin. Hraungarðsleið liggur áfram beint suður, en við beygjum eftir slóð til austurs. Eftir fimm kílómetra sveigir sú leið til suðurs. Við förum austan við Bláfell og komum á Eyfirðingaveg í 800 metra hæð norðaustan við Sátu norðvestan Hofsjökuls.

37,6 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Bugaskáli: N65 13.183 W19 25.981.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Gilhagadalur, Hraungarður, Ingólfsskáli, Skiptamelur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Forsæludalur

Frá Grímstungu í Vatnsdal um Forsæludal og Friðmundará að fjallaskálanum Höfðaveri við Vestra-Friðmundarvatn.

Vatnsdalsá rennur um Forsæludal. Þar eru tvö býli, Sunnuhlíð og Forsæludalur.Andspænis Sunnuhlíð sunnan ár er eyðibýlið Þórhallastaðir. Þaðan var draugurinn Glámur, sem Grettir Ásmundarson yfirbugaði með harmkvælum. Nokkru innar í dalnum, nálægt Skessufossi, er Glámsþúfa, þar sem átökin urðu. Sunnan Friðmundarár rennur Vatnsdalsá í miklu gljúfri. Töluvert af fögrum fossum eru á þessum slóðum í Vatnsdalsá. Neðar eru Stekkjarfoss og Dalfoss og ofar eru Kerafoss, Freyðandi, Rjúkandi og Skínandi.

Byrjum við Vatnsdalsá norðan við Grímstungu. Förum suðaustur Forsæludal að Friðmundarárgili. Síðan til austurs norðan gilsins og Friðmundarár að slóð norðvestan úr Kárdal um Dalsbungu. Förum austur slóðina að fjallaskálanum Höfðaveri við Vestra-Friðmundarvatn.

16,0 km
Húnvatnssýslur

Skálar:
Höfðaver: N65 17.490 W19 53.208.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði.
Nálægar leiðir: Dalsbunga, Öldumóða, Áfangi, Úlfkelshöfði, Þverflár, Grímstunguheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbók FÍ

Fljótsdrög

Frá Álftakrók til Fljótsdraga.

Fyrri hluti leiðarinnar er um Arnarvatnsheiði og síðari hlutinn um Stórasand. Hér standa stök fjöll upp úr sandinum, Bláfell og einkum Krákur við norðurenda Langjökuls. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð norðan Langjökuls, milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár.  Þarna eru jökulsorfin og grýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Fljótsdrög eru vin á milli jökla, kennd við Norðlingafljót. Þar er fjallaskáli, sem notaður er af Húnvetningum. Við skálann eru tjarnir með grónum bökkum. Þetta er einangraður fjallasalur með kyrrð í lofti á góðum degi. Ásgrímur Kristinsson: ”Enn um þetta óskaland / ótal perlur skína. / Hitti ég fyrir sunnan Sand / sumardrauma mína.” Staðurinn heitir Fljótsdrög á húnvetnsku og Fljótadrög á borgfirzku.

Förum frá Álftakróki í 480 metra hæð norðnorðaustur eftir Arnarvatnsleið, milli Krummavatns að vestanverðu og Mordísarvatns að austanverðu. Áfram norðnorðaustur um Leggjabrjót fyrir norðan Leggjabrjótstjarnir og norðaustur um Hvannamó að Skammá milli Réttarvatns og Arnarvatns, sem heiðin heitir eftir. Við förum þaðan suðaustur eftir slóð beina leið í Fljótakrók við Áfangatjörn, þar sem er Fljótsdragaskáli í 560 metra hæð.

21,1 km
Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Álftakrókur: N64 53.274 W20 26.388.
Fljótsdrög: N64 54.884 W20 08.437.

Nálægir ferlar: Norðlingafljót, Aðalbólsheiði, Arnarvatnsheiði, Suðurmannasandfell, Bláfell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Finnmörk

Frá Bjargshóli í Miðfirði um Finnmörk að Fitjum í Fitjárdal.

Förum frá Bjargshóli austur að Finnmörk og þaðan til norðurs að þjóðvegi 714 við Fitjar.

7,0 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Húnaþing.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Dalsbunga

Frá Þórormstungu í Vatnsdal um Dalsbungu að Friðmundarvötnum á Auðkúluheiði.

Þórormstunga er kunnur staður. Þar bjó á landnámsöld Þórormur, fóstri Þorkels kröflu. Um miðja 19. öld bjó þar Jón Bjarnason hinn stjörnufróði, sem fylgdist með gangi himintungla og samdi dagatöl.

Förum frá Þórormstungu til suðausturs sunnarlega upp dalinn og á Dalsbungu og Úlfkelshæð í 460 metra hæð. Síðan austur að fjallaskálanum Höfðaveri sunnan undir Friðmundarhöfða við vestra Friðmundarvatn.

15,8 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Höfðaver: N65 17.490 W19 53.208.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Öldumóða, Áfangi, Úlfkelshöfði, Þverflár, Forsæludalur, Grímstunguheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Borgarvirki

Þetta er leiðin um vel grónar eyrar Víðidalsár, þægilegt reiðland, og síðan um Borgarvirki, landsins eina varnarvirki.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals, gostappi með 10-15 metra háu stuðlabergslagi. Efst í virkinu er skeifulaga dæld, fimm metra djúp, með hlöðnum grjótvegg í skarði að austanverðu. Í dældinni eru fornleifar af tveimur skálum og brunni. Hvergi er minnst á Borgarvirki í vígaferlum Íslendingasagna. Enginn veit því, hver innréttaði virkið og hverjir notuðu það. Þessi leið er að mestu farin með bílvegum, nema fyrri hlutinn á bökkum Víðidalsár.

Förum frá Dæli norður með vegi 715 að Stóru-Ásgeirsá. Síðan til vesturs út af vegi og svo norðvestur að Galtarnesi og þaðan með bökkum Víðidalsár að brúnni yfir ána á þjóðvegi 1. Förum nokkur hundruð metra suður með veginum að mótum vegar 716, sem við förum til vesturs og síðan til norðurs meðfram Björgum, austan við Mómela. Höldum síðan áfram jeppaveginn að Vesturhópsvatni og síðan norður holtin upp að Borgarvirki, þar sem við skoðum blöndu af náttúruundri og mannvirki. Loks förum við norður af holtunum að Stóru-Borg í Hópi.

19,7 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Húnaþing, Hópið.
Nálægar leiðir: Víðidalstunguheiði.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Steingrímur Kristinsson

Blönduvað

Frá fjallaskálanum Áfanga við Blöndulón til Galtarár við Blöndulón.

Gamli Skagfirðingavegurinn, nú kominn að hluta undir Blöndulón. Sýndur á kortinu af sagnfræðilegum ástæðum, ekki til að hvetja menn til ferðar um hann, því að hann er ófær.

Hér lá Skagfirðingavegur vestur á Arnarvatnsheiði til Borgarfjarðar og Reykjavíkur fyrir tíma Blöndulóns. Þá fylgdust Skagfirðingar með hrosslaga skafli í Mælifellshnjúki. Þegar svo var komið fram á sumar, að bógurinn var sundur á hestinum, var talið orðið fært vestur Skagfirðingaveg. Þar sem lónið er, mátti áður sjá 26 samhliða reiðgötur á kafla. Förum frá Áfanga austnorðaustur um Kúluheiði að núverandi Blönduvaðsflóa, þar sem Blönduvað er komið á kaf í Blöndulón. Handan flóans liggur leiðin norðan Blönduvatns, að Kjalvegi frá Svörtukvíslarskála til Galtarárskála á Eyvindarstaðaheiði. Þessi leið er ófær vegna Blöndulóns.

12,9 km
Húnavatnssýslur

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægir ferlar: Haugakvísl.
Nálægar leiðir: Skagfirðingavegur, Áfangafell, Hanzkafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Bjarnarfell

Frá Refshalaleið að Hallárdalsleið, þverleið um Bjarnarfellin tvö.

Byrjum á Refshalaleið frá Gauksstöðum á Skaga til Skagastrandar. Krossgöturnar eru austan Reyðartjarnar. Við förum til suðvesturs og síðan suðurs fyrir vestan eystra Bjarnarfell, um Þverárvötn í 320 metra hæð og suðsuðvestur brekkurnar vestan við Bæjarfell og Þverá. Þar komum við á Hallárdalsleið milli Bergsstaða í Skagafirði og Vindhælis í Húnaþingi.

13,9 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Refshali, Hallárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Bálkastaðir

Frá Bessastöðum vestan á Heggstaðanesi norður eftir nesinu til Bálkastaða.

Förum frá Bessastöðum norður eftir ströndinni til Bálkastaða.

6,2 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Heggstaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Balaskarð

Frá Balaskarði í Laxárdal um Balaskarð á Vatnaaxlarleið í Skálahnjúksdal.

Ambáttardalur er votlendur og liggur slóðin vel sunnan árinnar. Þar sem mætast Balaskarð, Mjóidalur, Hvammshlíðardalur og Ambáttardalur er Gálgagil. Þar segir sagan, að níu þjófar hafi verið hengdir. Aðeins norðar á dalamótunum er eyðibýlið Höskuldsstaðasel.

Förum frá Balaskarði í Laxárdal austnorðaustur um Balaskarð, í 380 metra hæð sunnan við Sauðahnjúk. Förum norður með Sauðahnjúk að Ambáttardal. Sunnan Hvammshlíðarfjalls förum við norðaustur eftir Ambáttardal að mótum Laxár og Mörár í Skálahnjúksdal. Þar liggur Vatnaaxlarleið milli Gauksstaða á Skaga og Veðramóta í Skarðshreppi í Skagafirði.

9,7 km
Húnavatnssýslur

Nálægar leiðir: Laxárdalur, Kirkjuskarð, Vatnaöxl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Ásar

Frá Torfalæk um Ása í Húnaþingi að Húnavöllum.

Torfalækur er forn þingstaður og gaf hreppnum nafn til skamms tíma.

Byrjum við þjóðveg 1 við Torfalæk í Ásum. Förum suðaustur að Torfalæk og suður að Skinnastaðatjörn. Síðan suðaustur um Hæli og vestan við Torfavatn. Þaðan suðsuðaustur að Þjóðvegi 724 við Húnavelli.

8,7 km
Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Hópið.
Nálægar leiðir: Húnavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Áfangi

Tengileið milli fjallaskálans Höfðavers við Vestara-Friðmundarvatn og Þrístikluvatns á Auðkúluheiði.

Hluti tengileiða úr Húnaþingi suður á Kjalveg.

Förum frá Höfðaveri suðsuðaustur milli Friðmundarvatns og Eyjavatns, vestan Gíslaskálabungu og Mjóavatns. Síðan suðsuðaustur milli Olnbogabungu að vestan og Þrístikluvatns að austan, að vegamótum í Áfangaflá við Blöndulón.

11,9 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Höfðaver: N65 17.490 W19 53.208.

Nálægar leiðir: Öldumóða, Dalsbunga, Friðmundarvatn, Áfangafell, Forsæludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Áfangafell

Frá norðvesturhorni Blöndulóns vestur fyrir Sauðafell suður á Kjalveg.

Hluti tengileiða úr Húnaþingi suður á Kjalveg.

Byrjum við þjóðveg 35 á vegamótum Áfangaleiðar og Stífluvegar við norðvesturhorn Blöndulóns. Förum til suðurs vestan við Blöndulón og Áfangafell að skálanum Áfanga sunnan undir fellinu. Síðan áfram til suðurs vestan við þjóðveginn F35 og vestan Sauðafells í 560 metra hæð. Fyrir sunnan fellið beygjum við til austurs inn á þjóðveg F35 norðvestan við Hanzkafell. Þaðan liggur svo leiðin suður á Kjalveg.

17,6 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægar leiðir: Friðmundarvatn, Áfangi, Stífluvegur, Blönduvað, Skagfirðingavegur, Hanzkafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort