Norður-Þingeyjarsýsla

Sléttuvegur syðri

Frá Fjallgarði við Svalbarðsskarð til Laxárdals í Þistilfirði.

Þetta er syðsti hluti hins gamla Sléttuvegar. Miðhlutanum er hér lýst undir heitinu Fjallgarður og nyrsta hlutanum sem Sléttuvegur nyrðri.

Byrjum við Fjallgarð undir Svalbarðsskarði. Förum til suðvesturs vestan við Óttarshnjúk og vestan við Sandvatn. Síðan yfir þjóðveginn um Öxarfjarðarheiði og austsuðaustur um Einarsskarð, til suðausturs sunnan við Flautafell, yfir Svalbarðsá og austur á milli Kvígindisfjalla. Næst um krók suður í Grímsstaði og norðaustur um Vörðuás, að vegi 868 við Laxárdal.

37,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Fjallgarður, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli, Álandstunga.
Nálægar leiðir: Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Heljardalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Smjörbítill

Frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði um Smjörbítil að Sandskála á Hólsfjöllum.

Um vörðuna Smjörbítil segir Örnefndastofnun: “Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. Hann var jafnan í búri hjá móður sinni og „át það af matnum er hann vildi helzt; því var hann Smjörbítill kallaður“(V:168). Þarna mætti hugsa sér að smjörbítill merkti: ‘sá sem bítur smjör, það er neytir þess sem best er’. Smjör var eitt sinn eftirsótt munaðarvara og því var nærtækt að líkja einhverjum góðum kosti við smjör. Á landnámsöld var gæðum landsins lýst þannig að „þar drypi smjör af hverju strái“. Er þar átt við góða haga fyrir búfénað.“

Förum frá Sauðafellsstykki hjá þjóðvegi 864 norðan úr Öxarfirði. Suðaustur um vörðuna Smjörbítil og Miðleiðisöldu og síðan norður að suðurenda Reyðar. Þaðan austur að fjallaskálanum Sandskála.

19,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sandskáli: N65 52.389 W16 05.880.

Nálægar leiðir: Hestatorfa.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sléttuvegur nyrðri

Frá Raufarhöfn um Sléttuveg til Laxárdals í Þistilfirði.

Byrjum sunnan Raufarhafnar hjá Hólsstíg við Grashól. Förum til suðurs vestan við Mjóavatn og Héðinsstaðavatn og síðan vestan við Bláskriðu og Fjallgarð. Til suðvesturs vestan við Óttarshnjúk og vestn við Sandvatn. Síðan yfir þjóðveginn um Öxarfjarðarheiði og austsuðaustur um Einarsskarð, til suðausturs sunnan við Flautafell, yfir Svalbarðsá og austur á milli Kvígindisfjalla. Næst um krók suður í Grímsstaði og norðaustur um Vörðuás, að vegi 868 við Laxárdal.

9,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Fjallgarður, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli, Álandstunga.
Nálægar leiðir: Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Heljardalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skinnalónsheiði

Frá vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu á Raufarhafnarveg, gamlan reiðveg um Melrakkasléttu.

Í þjóðsögum segir frá uppátektasömu ólíkindatóli að nafni Hljóða-Bjarni Pétursson, kvensömum umrenningi frá Heiði á Langanesi: “Einu sinni voru þau hjón á ferð yfir Skinnalónsheiði. Þegar þau voru komin um það bil hálfa leið kvaðst Bjarni vera dauðveikur. Konan hans varð því að draga hann langa leið. Þá skipaði Bjarni henni að sækja menn sér til hjálpar. Þegar konan átti skammt eftir heim að Skinnalóni, kom Bjarni á eftir henni og var orðinn alfrískur.”

Byrjum á vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu milli Blikalóns og Skinnalóns. Förum suður fyrir enda Arnarvatns á Raufarhafnarveg milli Blikalóns og Raufarhafnar.

3,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálavegur

Frá Skoruvík að Skálum á Langanesi.

Skálar voru útgerðarpláss og myndarlegt kauptún á fyrri tíma mælikvarða. Þar bjuggu 117 manns, árið 1924 auk farandverkafólks. 50-60 áraskip voru þar, þegar mest var. Nú sjást litlar minjar um forna frægð. Skálakross var reistur til minningar um enska sjómenn. Áhöfn af ensku skipi, sem strandaði fyrir löngu undir Fontinum, komst í land og klöngraðist upp gjána. Af því dregur hún nafnið Engelskagjá. En á leiðinni til bæja urðu allir mennirnir úti, örmögnuðust af vosbúð og þreytu nema skipstjórinn einn sem komst lífs af. Stendur enn kross við Skálaveg milli bæjanna Skoruvíkur og Skála, þar sem lík mannanna fundust og eru þar grafin.

Förum frá eyðibýlinu Skoruvík af Fontsvegi suður Vatnadal, austan Arnarhólsvatns hjá Skálakrossi, vestan við Tófuöxl, austan við vötnin Bjarnarvatn og Kringlu, að Skálum á Langanesi. Bílvegurinn liggur aðeins austar í landinu, um Tófuöxl.

3,4 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Albertsbúð: N66 19.804 W14 45.847.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Fontur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandabrot

Frá Þeistareykjabunguleið um Sandabrot að Þeistareykjum.

Byrjum á Þeistareykjabunguleið frá Svínadal. Förum til vesturs sunnan við Eyjólfshæð og um Beinaklett við Bláskóga. Þar beygjum við til suðvesturs um Sandabrot, förum vestan við Ketilfjall og þaðan suður að Þeistareykjum.

15,6 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.

Nálægir ferlar: Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Hamrahlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Raufarhafnarvegur

Frá Blikalóni á Melrakkasléttu um Raufarhafnarveg að Raufarhöfn.

Þetta er ekki sami vegur og nú er kallaður Raufarhafnarvegur og liggur suður frá Raufarhöfn að veginum yfir Hófaskarð.

Förum frá Blikalóni austur um Lautinantsvörðu og fyrir norðan Mjóavatn. Til austurs fyrir sunnan Bjargavötn. Áfram förum við austur Raufarhafnarheiði og Harðbaksjarðbakka og norðan við Kríutjarnir að Raufarhöfn.

15,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Oddstaðir, Blikalónsdalur, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Grjótnes, Skinnalónsheiði, Æðarvötn, Engitjarnarás, Hólsstígur, Beltisvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rauðhólar

Frá Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði að Efri-Hólum í Núpasveit.

Eyðibýlið Hrauntangi er á miðri Öxarfjarðarheiði og er þaðan jafnlangt til allra átta, til Garðs í Þistilfirði, Efri-Hóla í Núpasveit og Sandfellshaga í Öxarfirði. Býlið er rétt austur af Kvíum, sérkennilegri hrauntröð með hraundröngum, sem verða strax á vegi okkar. Jón Trausti rithöfundur átti um skeið í æsku heima í Hrauntanga. Rauðhólar eru gígar, sem hafa gubbað upp 200 ferkílómetrum af hrauni. Þeir eru norðurendi lengstu gossprungu á Íslandi. Við fylgjum Rauðhólahrauni næstum alla leiðina. Á þessari leið eiga engir jeppar að geta verið á ferð.

Förum frá hestarétt hjá fjallaskálanum á eyðibýlinu Heiðarmúla norðvestur um mýrar að eyðibýlinu Hrauntanga og þaðan til norðurs Rauðhólahraun að vesturenda Arnarstaðavatns. Þar sveigjum við til vesturs og förum norðan við Rauðhóla og norðvestur eftir Rauðhólahrauni að Kálfafjöllum. Fylgjum fjöllunum áfram norðvestur um Kálfaborgir og síðan um Hildarselshraun að Efri-Hólum í Núpasveit.

18,2 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Öxarfjarðarheiði: N66 10.209 W16 03.852.

Nálægir ferlar: Þverárhyrna, Öxarfjarðarheiði, Djúpárbotnar.
Nálægar leiðir: Biskupsás, Urðir, Hólaheiði, Hólsstígur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Randir

Frá Grímsstöðum við Mývatn að Þeistareykjum í Kelduhverfi.

Áður fyrr var þetta önnur aðalleiðin milli Mývatns og Kelduhverfis um Þeistareyki.

Förum frá Grímsstöðum beint norður á Grímsstaðaheiði að vesturhlíðum Hrafnabjarga. Förum síðan áfram norður með fjöllum, fyrst Gæsafjöllum og aðeins norður fyrir þau, síðan norðvestur að Kvíhólafjöllum og vestan þeirra og Bæjarfjalls að Þeistareykjum.

18,8 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.

Nálægir ferlar: Hamrahlíð, Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Sandvatn.
Nálægar leiðir: Sandabrot, Draugagrund.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Oddsstaðir

Frá Leirhöfn til Blikalóns á Melrakkasléttu.

Einnig er hægt að fara frá Hávarðsvatni eftir afleggjaranum til Grjótness og síðan sunnan túngarðs austur yfir á þá slóð, sem hér er lýst. Það er gamla þjóðleiðin, en húsráðanda í Grjótnesi er ekki vel við þann kost.

Við förum um strendur sléttunnar og nálægt þeim, um sjávarlón og sjávarfitjar. Fuglalíf er fjölbreytt, mest votlendisfuglar og sjófuglar. Mikið er af svartfugli í björgum og þarna er nyrsta súlubyggð landsins. Mikið útsýni er af Rauðanúpi milli Grjótness og Núpskötlu. Flestir bæir á ströndinni eru komnir í eyði. Áður lifði fólk hér af sjósókn og veiðum í vötnum og sjávarlónum. Hér er mikill reki og í Grjótnesi er stórhýsi byggt úr rekavið. Þar býr húsfreyja, sem ekki er vel við, að riðið sé um Grjótnes. Hér er lýst leið, sem er fjær bænum, en einnig er hægt að fara við túngarðinn í Grjótnesi.

Byrjum á Nýhafnartorfunni vestan Leirhafnarvatns. Förum sjávarmegin þjóðvegar 84 til norðurs að Grjótnesvegi. Fylgjum ströndinni til norðurs vestan við Brunavatn og Hávarðsvatn. Þegar komið er að norðurenda síðara vatnsins beygjum við þvert í austur eftir reiðslóð yfir Stóraás. Þegar við komum að brekkunum undir Núpskötluvegi förum við til norðurs undir þeim, um Vætubrekku og austan við Seltjarnir að suðurenda Kötluvatns, þar sem við beygjum upp brekkuna að veginum til Núpskötlu. Síðan förum við áfram norður veginn að túngirðingu í Núpskötlu, beygjum með henni til austurs og förum yfir Nónás beint í Oddsstaði. Þaðan förum við suður afleggjarann og síðan út af honum til suðvesturs við miðja vesturhlið Suðurvatns. Förum þar um smávötn suður fyrir Vatnsenda og loks austur á heimreiðina að bænum, fylgjum henni til suðausturs að þjóðvegi 85, sem við förum til norðausturs. Förum veginn um rifið norðan við Sigurðarstaðavatn að eyðibýlinu Blikalóni.

28,7 km
Þingeyjarsýslur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Núpskatla

Frá Oddsstöðum á Melrakkasléttu um Núpskötlu að Kópaskeri.

Rauðinúpur er 75 metra hátt bjarg.  Viti stendur á núpnum og í honum er ógrynni af bjargfugli, sem er lítið nytjaður, enda er bjargið sprungið og hættulegt. Guðmundur Magnússon rithöfundur, öðru nafni Jón Trausti, ólst upp í Núpskötlu.

Förum frá Oddsstöðum vestur í Núpskötlu austan við Rauðanúp, suður með Kötluvatni austanverðu, vestur fyrir suðurbotn þess, vestur í Grjótnes. Síðan suður með ströndinni í Leirhöfn. Að lokum suður með þjóðvegi 85 um Hafnarskörð, að Kópaskeri.

29,4 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Grjótnes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Merkisgreni

Frá vegi 931 við Lagarfljót hjá Ási um Fljótsdalsheiði að Klausturseli við Jökulsá á Dal.

Milli Hákonarstaða og Klaustursels í Jökuldal er elsta akfæra brú landsins. Sérsmíðuð í Bandaríkjunum, flutt í hlutum hingað, hnoðuð saman á staðnum og sett upp 1908. Venjulega þjóðleiðin frá Möðrudal lá um Klaustursel suðaustur að Bessastöðum í Fljótsdal. Einnig var farin þessi lengri leið en beinni austur eftir Fljótsdalsheiði endilangri. Hér er sú leið kennd við Merkisgreni, örnefni á leiðinni. Eftir þessari leið komust menn fljótar austur í Fell og Egilsstaði.

Byrjum við þjóðveg 931 við Ásklif hjá Ási við Lagarfljót. Frá Ásklifi förum við suðvestur um Ásenda og Erlendsbotnslæk. Þar beygjum við í vestnorðvestur milli Brandsvörðulækjar og Götulækjar á Fljótsdalsheiði. Förum þar um Urðarhraun og Melþúfuflóa. Komum þar að fjallakofanum Melstað á Fellaheiði. Förum þaðan í vestsuðvestur sunnan við Álftavatnshæðir og Stórhól, austur um Digrahól og Merkisgreni og síðan sunnan við Mórauðavatn. Þaðan beint vestur að Klausturseli við Jökulsá á Dal, andspænis Hákonarstöðum.

31,0 km
Austfirðir

Skálar:
Melstaður: N65 12.483 W14 46.807.

Nálægar leiðir: Stekkás, Þrívörðuháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Laufskáli

Frá Flautafelli í Þistilfirði til Laufskála á Búrfellsheiði.

Ein stærsta gróna heiði landsins umhverfis Búrfell, sem stendur eitt sér á miðri heiði. Mýrlend heiði í 200-300 metra hæð, þakin vötnum með mólendi á milli.  Hún er beitiland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar.  Fyrrum voru allmörg býli á heiðinni. Á þessari leið förum við um norðvesturkant heiðarinnar. Hér er alls staðar mikill gróður og engar hestagötur, svo heitið geti, nema fyrst og síðast á leiðinni. Gæta þarf að ruglast ekki á Svalbarðsá og þverám hennar. Raunar er sjaldgæft að ferðast um svo náttúrulegt land, að þar eru ekki einu sinni hestagötur.

Byrjum í haga undir Flautafelli í Þistilfirði. Förum fjárgötur upp með Svalbarðsá, til suðvesturs milli árinnar og Flautafells, þar sem áin heitir líka Djúpá. Litla-Kvígindisfell er á hægri hönd handan árinnar, þar er Fjallalækjarsel, innsta býlið á heiðinni. Þegar Flautafelli sleppir förum við um eyðibýlið Urðarsel og síðan áfram suðvestur Grasdal meðfram Svalbarðsá/Djúpá að vestanverðu. Við förum undir Þverfelli austanverðu og beygjum stutta leið til vesturs í átt að Súlnafelli. Gætum þess að fylgja ekki árkvíslinni, sem kemur úr suðri. Þegar við nálgumst suðurenda fjallsins, förum við austur yfir Djúpá upp í Langaás og áfram upp með ánni til suðvesturs. Síðan yfirgefum við ána, sem kemur úr norðvestri, og höldum áfram suðvestur heiðina í fjallaskálann Laufskála í 320 metra hæð.

22,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Laufskáli: N66 02.155 W16 01.309.

Nálægir ferlar: Fjallgarður, Djúpárbotnar.
Nálægar leiðir: Súlnafell, Sléttuvegur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Krossdalur

Frá Árdal í Kelduhverfi hringleið um Vestursand að Þórunnarseli í Kelduhverfi.

Byrjum á þjóðvegi 85 við Árdal í Kelduhverfi. Förum norður með Stórá, að Árnaneslóni og Árnanesi. Til baka suðaustur í Þórunnarsel.

8,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Keldunesheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Krossavík

Frá Deildarvatni við þjóðveg 85 í Þistilfirði um Krossavík að þjóðvegi 85 í Kollavík.

Byrjum hjá Þistilfjarðarvegi 85 við Deildarvatn. Förum suðaustur og norðan við Þorskfjall og suður um Laufdal til Krossavíkur. Aftur vestur að Laufdal, vestsuðvestur yfir Loka, niður í Kollavík, að þjóðvegi 85.

10,7 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Hólaheiði, Hófskarð, Kollavíkurskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort