Þjóðleiðir

Torfastaðaheiði

Frá þjóðvegi 37 hjá Brúará um Torfastaðaheiði til þjóðvegar 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

Förum frá þjóðvegi 37 í Laugardal austan Brúarár og suður með ánni austanverðri að Syðri-Reykjum. Síðan suðaustur að Hveralæk og suður meðfram þjóðvegi 356 yfir Torfastaðaheiði að þjóðvegi 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

8,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Frá Klyppstað í Loðmundarfirði um Tó að Gilsárteig í Eiðaþinghá.

Úr Bárðarstaðadal upp á Tó er farið í erfiðum sneiðingum upp Neðraklif og Efraklif. Fjallið sjálft er fremur ógreiðfært, en varðað frá gömlum tíma.

Förum frá Klyppstað suðvestur og vestur Bárðarstaðadal norðanverðan um Úlfsstaði og Bárðarstaði. Upp úr dalbotninum til norðvesturs undir Herfelli. Við erum komin á Tó í 590 metra hæð norðaustan við Tóarhnjúk og suðaustan við Vatnshæðir. Förum vestur með Tóarvatni og yfir drög Tóardals á Múla og áfram vestur og niður að Gilsárteigi.

21,3 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.

Nálægar leiðir: Norðdalsskarð, Vestdalsheiði, Hjálmárdalsheiði, Loðmundarfjörður, Kækjuskörð, Afréttarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Tjarnheiði

Frá Fagradal í Hrunamannahreppi að Fossi.

Var áður fjölfarin reiðleið, en er orðin erfiðari vegna girðinga á Fossi. Flestir taka krókinn austan Hlíðarfjalls og fara norður í Tungudal.

Byrjum við Litlu-Laxá í Fagradal milli Kaldbaks og Tungufells. Förum norður frá ánni og síðan vestur og suðvestur niður fjallið hjá Fossi.

3,6 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Fagridalur.
Nálægar leiðir: Skipholt, Hrunamannahreppur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tindaskagi

Frá Skjaldborgarskála við Skjaldbreið suður með Tindaskaga að Kálfstindaleið.

Förum frá Skjaldborgarskála við Kerlingu sunnan í Skjaldbreið. Höldum suður með Tindaskaga austanverðum alveg að suðurenda skagans, þar sem við förum yfir Þjófahraun að Kálfstindaleið, sem liggur meðfram Kálfstindum.

11,5 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skálar:
Skjaldborg: N64 22.153 W20 45.369.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Tjarnarver

Frá Bjarnalækjarbotnum að Sóleyjarhöfðavaði í Tjarnarveri.

Þetta er síðasti hluti hinnar vörðuðu Sprengisandsleiðar á Gnúpverjaafrétti. Handan Sóleyjarhöfðavaðs á Þjórsá tekur hinn eiginlegi Sprengisandur við. Leiðin liggur um Eyvafen, Vaðöldur og Tjarnarver þar sem gangnamannaskálarnir Tjarnarver standa. Innan við skálana er farið um móa. Leiðarlok eru við sæluhúsið Bólstað við Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá. Sæluhúsið er gamalt torfhús. Þetta var alfaraleið að fornu og hér fór Þórður kakali, þegar hann flúði undan Ásbirningum til Suðurlands að safna stuðningsmönnum. Nú á tímum fara hestamenn sjaldan þessa leið. Meira er farið um Tjarnarver og Arnarfell og síðan yfir Þjórsárkvíslar.

Förum frá Bjarnalækjarbotnum fyrst austur og niður einn kílómetra að Sprengisandsleið. Fylgjum þar hinni gömlu og vörðuðu Sprengisandsleið að Þjórsá til norðurs. Fyrst förum við norðaustur og í krók upp fyrir Loðnaver og um Digruöldu í Kjálkaversgil. Síðan áfram á vaði yfir Kisu og upp með henni austan ár í jaðar Fjórðungssands. að vegamótum, þar sem leið liggur til norðurs í Setrið. En við höldum áfram norðaustur um Norðurleit í Krók við Þjórsá og síðan með ánni og yfir Hnífá að skálanum í Tjarnarveri.

26,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.
Tjarnarver : N64 31.948 W18 49.139.

Nálægir ferlar: Kóngsás, Fjórðungssandur, Háumýrar.
Nálægar leiðir: Hnífárver, Blautakvísl, Sóleyjarhöfðavað, Arnarfellsalda, Rjúpnafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið

Tálmaleið

Frá þjóðvegi 54 upp með Hítará og Grjótá að Múlavegi við Tálma.

Förum eftir veiðivegi alla leið, fyrst norður með Hítará að austanverðu og síðan með Grjótá að austanverðu.

4,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Tálknafjörður

Frá Suðureyri í Tálknafirði inn í fjarðarbotn.

Förum frá Suðureyri inn með ströndinni framhjá fjallvegum um Lambadal, Lambeyrarháls og Botnaheiði til Patreksfjarðar. Við förum með ströndinni alla leið inn í botn Tálknafjarðar.

9,3 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Miðvörðuheiði, Botnaheiði, Lambeyrarháls, Smælingjadalur, Molduxi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tálknafjarðarvegur

Frá Sveinseyri í Tálknafirði út með firði að Krossadal í Tálknafirði.

Förum frá Sveinseyri veginn út með firðinum, framhjá fjallvegum um Gyrðisbrekku og Krókalaut norður til Arnarfjarðar. Endum í Krossadal í Tálknafirði. Þar er sæluhúsið Ævarsbúð.

14,6 km
Vestfirðir

Skálar:
Ævarsbúð: N65 42.240 W24 03.980.

Nálægar leiðir: Selárdalsheiði, Krókalaut, Gyrðisbrekka, Miðvörðuheiði, Botnaheiði, Tálknafjörður, Tungudalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tandrasel

Frá mótum þjóðvegar 1 og Valbjarnarvallarvegar um Tandrasel að Torfhvalastöðum við Langavatn.

Förum frá þjóðvegi 1 með jeppavegi merktum Valbjarnarvöllum. Förum norður eftir vegi 553 með Gljúfurá að vestanverðu um eyðibýlið Tandrasel að Þinghól og Grísatungu. Síðan áfram norður eftir veginum vestan við Brúnavatn og síðan norðvestur fyrir Staðarhnjúk á Beilárvelli og meðfram Langavatni að fjallaskálanum á Torfhvalastöðum.

17,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jafnaskarð, Hábrekknavað, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Tagl

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Trékyllisheiði um Tagl til Trékyllisvíkur eða Ingólfsfjarðar á Ströndum.

Byrjum á jeppaslóðinni yfir Trékyllisheiði, þar sem reiðslóðirnar liggja til austurs til Djúpuvíkur og Reykjarfjarðar. Við höldum hins vegar áfram jeppaslóðina norður að Búrfellsvatni og meðfram vatninu austanverðu að tagli Búrfells. Við förum austan þess og síðan til norðvesturs ofan við brúnir Reykjarfjarðar. Förum vestan við Miðaftanshæðir og austan við Náttmálahæðir og síðan norður um Tagl. Þar beygjum við til norðausturs og förum fyrir norðan Glissu og Eyrarfell. Við Eyrarfell beygjum við til norðurs og förum fyrir austan Haugsfjall. Komum þar á vegarslóða milli Trékyllisvíkur og Ingólfsfjarðar.

24,3 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Trékyllisheiði, Háafell, Krossnesmúli, Seljanesmúli, Brekkuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sölvamannagötur

Frá Fjarðarhorni í Hrútafirði að Sámsstöðum í Laxárdal.

Sölvamannagötur fóru menn af Norðurlandi að tína söl í Saurbæ. Hólamenn gerðu út stórar lestar vestur. Göturnar eru lítið farnar nú á tímum. Að ráði Njáls á Bergþórshvoli fór Gunnar á Hlíðarenda Norðurárdal og Holtavörðuheiði til Hrútafjarðar og svo Sölvamannagötur og Laxárdalsheiði til Hrúts á Höskuldsstöðum vegna Hallgerðar langbrókar. Þórður kakali reið heiðina 1238 með lið sitt á leið til Skagafjarðar að leita Kolbeins unga. Enn fór Þórður heiðina eftir yfirreið um Suðurland og Vesturland. Árið 1463 fór Einar Þorleifsson hirðstjóri um heiðina ásamt tólf öðrum. Vonzkuveður skall á og sumir örmögnuðust og urðu úti, en tveir riðu steindauðir og helfrosnir niður í Hrútafjörð. Einar sjálfur komst við illan leik til byggða.

Förum frá Fjarðarhorni beint norðvestur og upp heiðina nánast beina línu fyrir suðvestan Djúputjörn og um eyðibýlið Kvíslasel. Síðan meira til vesturs upp að þjóðvegi 59 yfir Laxárdalsheiði og fylgjum síðan þeim vegi. Til vesturs milli Sólheimabungu að sunnanverðu og Laxárvatns að norðanverðu. Áfram vestur með Laxá, framhjá Sólheimum og eyðibýlunum Pálsseli og Hólkoti að Sámsstöðum í Laxárdal.

22,6 km
Vestfirðir, Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fáskrúð, Haukadalsskarð, Húnaþing.
Nálægar leiðir: Hólmavatnsheiði, Hrútafjarðará.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sænautasel

Frá Hrafnkelsdal um Sænautafell að Rangalóni á Jökuldalsheiði.

Við Sænautavatn stendur torfbær, sem hefur verið endurbyggður. Þar er rekin ferðamannaþjónusta á sumrin. Eitt af mörgum heiðarbýlum á Jökuldalsheiði, sem öll eru horfin nema þetta. Leiðin úr Fljótsdal um Vegkvíslar og Hrafnkelsdal til Sænautafells og áfram til Möðrudals er hluti þjóðvegar gamla tímans. Við Brú á Jökulsá í Jökuldal var brú í öndverðu og hafa þar æ síðan verið krossgötur. Halldór Laxness segir í Sjálfstæðu fólki: “Það var ekki sjónarmunur á kotinu og jöklinum; samferðamenn mínir hittu á það með því að fylgja sérstökum miðum. Við geingum mörg þrep niðurí jökulinn til að komast inní bæjardyrnar. Baðstofukytran var á loftinu, niðri var hey og fénaður.” Leiðin liggur líka um eyðibýlin Grunnavatn í 585 m hæð og Netsel.

Byrjum í Hrafnkelsdal í 430 metra hæð, þar sem fjallvegurinn um Fljótsdalsheiði liggur niður í dalinn fyrir norðan Grjótöldu og Kálffell. Förum norður eftir dalnum um Aðalból og Vaðbrekku og síðan yfir í Jökuldal, þar sem við förum hjá Brú yfir Jökulsá. Síðan norður á fjallið vestan við Þverá að Þverárvatni. Þar förum við upp á Jökuldalsheiði í 600 metra hæð og norður með Ánavatni að Sænautavatni. Þar er eyðibýlið Sænautasel og fjallakofi í 520 metra hæð. Við höldum áfram til norðurs austan við vatnið og komum að þjóðvegi 910 vestan við eyðibýlið Rangalón.

39,5 km
Austfirðir

Skálar:
Sænautasel: N65 15.709 W15 31.246.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Rangalón, Sænautafell, Brattifjallgarður, Miðgötumúli, Hvannstóðsfjöll, Aðalbólsleið, Vegkvíslar, Kárahnjúkar, Fljótsdalsheiði, Hölkná, Vesturöræfi, Byttuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sænautafell

Frá Hákonarstöðum í Jökuldal um Víðirhóla og Sænautasel að þjóðvegi 901 á Jökuldalsheiði.

Milli Hákonarstaða og Klaustursels í Jökuldal er elsta akfæra brú landsins. Sérsmíðuð í Bandaríkjunum, flutt í hlutum hingað, hnoðuð saman á staðnum og sett upp 1908. Í Víðirhólum var tvíbýli. Þar eru minjar um áveitur, brunnhús og myllu við Brandslind. Við Sænautavatn stendur torfbær, sem hefur verið vel við haldið. Þar er rekin ferðamannaþjónusta á sumrin. Eitt af mörgum heiðarbýlum á Jökuldalsheiði, sem öll eru horfin nema þetta. Halldór Laxness segir í Sjálfstæðu fólki: “Það var ekki sjónarmunur á kotinu og jöklinum; samferðamenn mínir hittu á það með því að fylgja sérstökum miðum. Við geingum mörg þrep niðurí jökulinn til að komast inní bæjardyrnar. Baðstofukytran var á loftinu, niðri var hey og fénaður.”

Förum frá Hákonarstöðum vestnorðvestur á heiðina sunnan Þórfells. Erum þar í 580 metra hæð. Síðan norðvestur um Hákonarstaðaflóa að eyðibýlinu Víðirhólum. Við förum vestnorðvestur í skarðið í 600 metra hæð milli Stóra-Svalbarðs að norðanverðu og Litla-Svalbarðs að sunnanverðu. Síðan förum við norðaustur í Sænautasel við Sænautavatn. Frá Sænautaseli förum við norðvestur að Sænautafelli og norður með fellinu að vestanverðu. Að lokum norðvestur að þjóðvegi 901 nálægt Grjótgarðshálsi.

21,7 km
Austfirðir

Skálar:
Sænautasel: N65 15.709 W15 31.246.

Nálægir ferlar: Sænautasel.
Nálægar leiðir: Rangalón, Buskutjörn, Búðarháls, Þrívörðuháls, Merkisgreni.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sæmundarhlíð

Frá Víðimýrarseli um Sæmundarhlíð að Dæli í Sæmundarhlíð.

Að Skarðsá bjó Björn Jónsson, sem skrifaði Skarðsárannála um sögu Íslands 1400-1645.

Byrjum hjá vegi 1 hjá Víðimýrarseli. Förum norður um Fjall og Skarðsá að Dæli.

6,8 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Vatnsskarð, Reykjaskarð, Vellir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sæluhúsmúli

Frá Húsavík að Sæluhúsmúla á Reykjaheiði.

Um skeið var þetta bílvegurinn yfir í Kelduhverfi, áður en lagður var góður vegur fyrir Tjörnes. Frægar draugasögur eru sagðar af sæluhúsinu gamla undir Sæluhúsmúla. Þar réðst draugur ítrekað á ferðamann og orti: “Enginn bjó mér aumum skjól / úti á dauðans hjarni, / bjóst eg þá í klaka-skjól. / Komdu með mér, Bjarni.” Bjarni svaraði þá: “Sjáðu mig þá aldrei í friði, andskotans karlinn.” Hvarf þá draugurinn. Hér gerðist þjóðsagan um Öxfirðinginn með atgeirinn. Mætti ísbirni á heiðinni og varðist honum með atgeirnum. Nokkru síðar mætti hann Reykdælingi og lánaði honum atgeirinn til að verjast birninum. Þegar björninn sá atgeirinn, lét hann Reykdælinginn í friði, en tók á rás á eftir Öxfirðingnum og drap hann í Varnarbrekkum. Mottó: Aldrei gera öðrum greiða.

Förum frá Húsavík. Farið er með bílvegi alla leiðina. Förum fyrst upp brekkurnar suðaustur frá bænum, sunnan við Botnsvatn, upp á Grjótháls og síðan sunnan við Höskuldarvatn. Þaðan förum við austur um Hellur og Grísatungur að suðurhorni Sæluhúsmúla.

17,7 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sæluhúsmúli: N65 57.686 W17 02.070.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þeistareykir, Keldunsheiði.
Nálægar leiðir: Höskuldsvatn, Spóagil, Bláskógavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort