Þjóðleiðir

Svarfhólsskógur

Frá hóteli Glym í Hvalfirði um Vatnaskóg að þjóðvegi 504 á Steinsholti.

Förum frá hóteli Glym eftir vegi norður í Vatnaskóg. Þar förum við veg vestur um sumarbústaðahverfið og síðan vestur með Laxá að þjóðvegi 502. Yfir veginn og yfir Laxá að þjóðvegi 504 á Steinsholti.

11,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Súlnafell

Frá Flautafelli í Þistilfirði að Gilhaga í Öxarfirði.

Förum frá Flautafelli suðsuðvestur með Flautafelli austanverðu, meðfram Svalbarðsá vestanverðri. Förum norðan við Þverfell til vesturs yfir á Súlnafjallgarð í 390 metra hæð. Þaðan suðvestur í Djúpárbotna og vestur yfir Djúpá. Síðan til vesturs norðan Einbúa, suðvestur að Sauðafellsmúla og að norðurenda Sauðafells. Þá norðvestur um Hornhóla og beygjum til suðvesturs um Buga að Gilhaga.

26,9 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Hafrafellsleið, Djúpárbotnar, Laufskáli.
Nálægar leiðir: Hestatorfa, Urðir, Sléttuvegur, Biskupsás, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Súgandi

Frá Botni í Súgandafirði út með Súgandafirði að norðan að eyðibýlinu Gelti.

Svo segir í Landnámu: “Hallvarður súgandi var í orrostu mót Haraldi konungi í Hafursfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands og nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga og bjó þar.”

Förum frá Botni út með ströndinni að norðan. Um eyðibýlin Gilsbrekku, Selárdal og Norðureyri að Gelti.

12,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Grárófuheiði, Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Botnsheiði, Grímsdalsheiði, Norðureyrargil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sund

Frá Jökulsárbrú í Öxarfirði að Vesturdal við Hljóðakletta.

Hér hafa umsjónarmenn þjóðgarðsins við Jökulsárgljúfur gert hestamönnum gott með því að merkja reiðleið frá Ási inn í Vesturdal fjarri öllum jeppavegum. Nauðsynlegt er að hafa samband við gestastofu þjóðgarðsins við Ásbyrgi áður en farið er um þetta svæði. Netfangið er: jokulsargljufur@ust.is.

Vesturdalur er flatur dalur með þverhníptum veggjum. Þar eru tjarnir með fallegum gróðri. Nær ánni eru Hljóðaklettar, völundarhús klettaborga með skútum og hellum. Þar sunnan við eru drangarnir Karl og Kerling á eyri í gljúfrinu. Norðan Hljóðakletta eru Rauðhólar, leifar fornra eldgíga. Leiðin, sem hér er lýst, er í vesturjaðri þessa svæðis.

Förum frá Jökulsárbrú yfir brúna og vestur með þjóðvegi 85 vestur fyrir Ástjörn. Förum til suðurs af veginum vestan Ástjarnar og Áshöfða að eyðibýlinu Gilsbakka. Við fylgjum merktri reiðleið austan húsa á eyðibýlinu Hvammaseli, fyrst í vestur eftir dráttarvélaslóð og áfram suður um Mela og síðan vestur í Sund, þar sem við förum um hlið á girðingu. Síðan áfram suður um eyðibýlið Rauðhólasel og vestan við Rauðhóla og Langavatnshöfða og vestur og upp á Dettifossveg ofan við Vesturdal. Einnig er hægt að ríða einhesta inn Vesturárdal, í Svínadal og um Hólmatungur upp á veg 862 að Dettifossi vestanverðum. Þaðan eru svo leiðir upp á Mývatnsöræfi. Í Svínadal er hægt að hafa næturhólf fyrir hesta.

15,7 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Svínadalur: N65 55.000 W16 32.000.

Nálægir ferlar: Öxarfjörður, Þeistareykjabunga.
Nálægar leiðir: Dettifossvegur, Hljóðaklettar, Hólmatungur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sultartungur

Frá Smyrlabjörgum í Suðursveit upp á Vatnajökul.

Jeppaslóð upp að jökli.

Byrjað á vegi 1 vestan Smyrlabjargarár í Suðursveit. Förum jeppaveg vestur að Smyrlabjargavirkjun um Smyrlabjörg. Síðan vestur Borgarhafnarheiði að Fremstavatni. Til norðurs fyrir austan Fremstavatn og Innstavatn. Síðan vestur í Eyvindstungur og þaðan norður um Sultartungur að Sultartungujökli og þaðan um Þormóðshnútu vestur í skálann Jöklasel við Skálafellsjökul, í 780 metra hæð.

12,4 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Jöklasel: N64 15.312 W15 51.471.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Suðurfjörur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sultarfit

Frá fjallaskálanum Hallarmúla að fjallaskálanum í Sultarfitjum.

Farið er frá fjallaskálanum Hallarmúla á afrétti Flóa- og Skeiðamanna, norðaustur með dráttarvélaslóð, þvert yfir línuveg um Ísahrygg, áfram norður um ýmis Svartárver, að fjallaskálanum í Sultarfitjum á Flóa- og Skeiðamannaafrétti.

Sultarfit geta verið kuldalegur staður, samanber frásögn Páls Árnasonar: “Þá fórum við á Sultarfit á Flóamannaafrétti og fengum fyrst grenjandi slagveður frá Grímsstöðum og inn á ásana fyrir neðan Fit. Þá kom hann á með grenjandi gaddbyl. Og þú skalt trú mér, að þá var kaldranalegt að tjalda á Fitinni. Þær litlu ábreiður, sem við gátum haft með, urðum við að breiða yfir hestana, svo þá var ekkert annað að gera en leggjast niður á blautan tjaldbotninn. Jæja, ég vaknaði í skafli um morguninn og þó beit þetta ekki á mann.”

Förum frá Hallarmúla. Þaðan liggur slóðin fyrst vestur stuttan spöl og síðan norðaustur á Kofaás að Langöldu. Þaðan förum við vestur í Syðstu-Svartárver og síðan áfram norðaustur með Svartá, með vesturhlið Ísahryggs í Mið-Svartárver og síðan upp ásinn austan við Innstu-Svartárver og áfram vestan við Kóngsás eftir Fitjaásum að skálanum á Sultarfitjum.

25,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Hallarmúli: N64 11.879 W19 58.877.
Fitjaásar: N64 14.650 W19 46.910.
Sultarfit: N64 19.752 W19 39.427.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hallarmúli, Ísahryggur, Fitjaásar.
Nálægar leiðir: Skeiðamannafit, Kista.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Suðurmannasandfell

Frá Álkuskála til Arnarvatns.

Álkuskáli er kenndur við Álftaskálará á Haukagilsheiði. Dæmigerð reiðleið um opnar og víðfeðmar heiðar Húnavatnssýslna. Að miklu leyti er landið gróið á þessari leið norðan Fellaskála. Mestur hluti hennar er á jeppaslóð, sem liggur úr Víðidal upp á Víðidalstunguheiði. Síðari hluti leiðarinnar, þegar komið er suður fyrir Fellaskála, er í vesturjaðri Stórasands. Þar lá hinn forni Skagfirðingavegur úr Borgarfirði eftir að ferðir lögðust að mestu af um Kjöl. Stórisandur er lítt gróið hæðaland, í 700-800 m hæð, í Húnaþingi norðan Langjökuls. Milli Arnarvatnsheiðar og Kjalvegar norðan Seyðisár. Þarna eru jökulsorfin og víða stórgrýtt grágrýtishraun, sem eru þó víða greiðfær. Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238.

Förum frá Álkuskála í 560 metra hæð eftir reiðgötu til vesturs og suðvesturs að slóð norðan úr Víðidal. Fylgjum þeirri slóð til suðurs, í tæplega 600 metra hæð, vestur fyrir Litla-Sandfell og Suðurmanna-Sandfell. Komum að Fellaskála austan við Kolgrímsvötn. Fylgjum jeppaslóðinni áfram til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til vesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn. Förum yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn og vestur fyrir það að Hnúabaksskála norðvestan við vatnið, í 540 metra hæð.

38,4 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Álkuskáli: N65 08.824 W20 08.677.
Fellaskáli: N65 02.510 W20 17.340.
Hnúabak: N64 57.644 W20 21.907.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Haukagilsheiði, Fljótsdrög, Arnarvatnsheiði, Aðalbólsheiði, Norðlingafljót.
Nálægar leiðir: Hraungarðar, Aðalbólsháls, Víðidalstunguheiði, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Steingrímur Kristinsson

Suðurfjörur

Frá Flatey til Hafnar í Hornafirði.

Af Suðurfjörum er fagurt útsýni yfir fjallahringinn í Hornafirði. Áður var bátur hafður í bátaskýli yzt á sandinum til að ferja fólk til kaupstaðar á Höfn. Þurfti þá að rekja sig eftir ræsum, því að víða er fjörðurinn ekki bátgengur.

Förum frá Flatey suðaustur um grasbakka og sanda út á leirur og niður á fjöruna norðaustan við Skinneyjarhöfða. Síðan austur Suðurfjörur / Vesturfjöru að norðanverðu að Suðurfjörutanga við Hornafjarðarós. Þar er sæluhús. Gaman væri að fá hér bát til að ferja sig og hesta inn til Hafnar í Hornafirði eða yfir í Austurfjörur og halda þar áfram ferðinni.

19,7 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Suðurfjörutangi: N64 13.913 W15 11.942.

Nálægar leiðir: Fláajökull.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Suðurárhraun

Frá Kiðagilsdrögum í Krákárbotna.

Einn af þjóðvegum landsins fram á sautjándu öld. Framhald Sprengisandsleiðar og upphaf Biskupaleiðar yfir Ódáðahraun að Jökulsá á Fjöllum. Hér við Skjálfandafljót beið Barna-Þórður eftir biskupi og orti: “Biskups hef ég beðið af raun / og bitið lítinn kost / áður ég lagði á Ódáðahraun / át ég þurran ost”. Leiðin liggur fyrst um melöldur, síðan um litlar gróðurvinjar við kvíslar Sandár og svo um úfið hraun milli Sandár og Suðurár. Þann hluta þarf að fara gætilega á hestum um einstigi. Við Suðurá mætir okkur einstæð og víðáttumikil gróðurvin í eyðimörk Ódáðahrauns. Loks liggur leið okkar eftir jeppaslóð í örfoka landi sunnan og austan undir gróðurtorfum í áttina að vegamótum sunnan við Sellandafjall. Við taka leiðirnar Kerlingardyngja og síðan Veggjafell.

Byrjum við Skjálfandafljót við Þingmannavað í Kvíahrauni, rétt norðan við ármót Öxnadalsár. Förum til norðausturs upp undirhlíðar Bálabrekku á slóð um Ytri-Lambármosa. Fylgjum þeirri slóð af norðurenda fellsins niður í Krossárgil og að eyðibýlinu Hafursstöðum við Sandmúladalsá. Við förum norðaustur og á ská upp Hafursstaðahlíð, þar sem sjá má ferlegan uppblástur. Áfram eftir varðaðri Biskupaleið um melöldur að kvíslum Sandár. Þar sem Sandá beygir þvert til vesturs sunnan undir Móflárhnausum leggjum við í Suðurárhraun norðaustur í Suðurárbotna. Beygjum þar suður og austur fyrir kvíslar Suðurár eða förum yfir Suðurá hjá eyðibýlinu Hrauntanga og síðan norðvestur með ánni í Botnaflesjur. Fylgjum þaðan þverslóð til norðausturs frá ánni í átt að Sellandafjalli. Þegar við komum að þverbeygju til austurs á landgræðslugirðingu í Krákárbotnum, liggur jeppaslóðin áfram norður með Sellandafjalli vestanverðu, en framhald Biskupaleiðar liggur beint áfram sunnan við Sellandafjall.

35,7 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Kvíakofi: N65 06.739 W17 31.179.
Botni : N65 16.164 W17 04.061.
Stóra-Flesja: N65 18.407 W17 08.804.

Nálægir ferlar: Fjórðungsalda, Réttartorfa, Suðurá, Suðurárbotnar, Krákárbotnar.
Nálægar leiðir: Kiðagil, Dyngjufjalladalur, Íshólsvatn, Biskupaleið, Kerlingardyngja.

Skrásetjari: Ingvar Teitsson
Heimild: Ingvar Teitsson

Suðurárdalur

Frá Hálfdánartungum í Norðurárdal um Seljárdal og Suðurárdal að Reykjum í Hjaltadal.

Förum frá Hálfdánartungum norðaustur Hörgárdal að mynni Seljárdals. Síðan norðnorðvestur Seljárdal og norður á fjallið í 960 metra hæð. Þvínæst norður Suðurárdal alla leið niður í Hjaltadal. Að lokum norðnorðvestur Hjaltadal að Reykjum.

27,2 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Grænuvötn, Kattárdalur, Kotagil, Ranghali, Suðurárdalur, Ullarvötn, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Suðurárbotnar

Frá Stóru-Flesju við Suðurá að Botna við Suðurá og sömu leið til baka.

Sportleið í Suðurárbotnum. “Suðurá er vatnsmest áa, sem falla frá Ódáðahrauni. … Suðurárbotnar eru efstu drög hennar á yfirborði en vatnasvið hennar nær alla leið til Dyngjufjalla og Herðubreiðarfjalla. Vatnið af öllu þessu svæði safnast fyrir á tiltölulega litlu lindasvæði, þannig að uppspretturnar verða vatnsmiklar. Gróður er allmikill í Suðurárbotnum. Þar er valllendi og víðigrundir. Merki uppblásturs eru samt áberandi. Jarðvegsraki er engu að síður nægur til þess, að land grær hægt og sígandi á ný. Nokkur mannvirki eru á þessum slóðum, m.a eyðibýlið Hrauntunga, gömul tótt, sem gæti verið leifar sæluhúss. Þarna hafa fundizt nokkrar beinagrindur …” (www.nat.is)

Förum frá Stóru-Flesju upp með Suðurá norðaustan árinnar inn í fjallaskálann Botna í Suðurárbotnum. Sömu leið til baka.

14,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Stóra-Flesja: N65 18.407 W17 08.804.
Botni : N65 16.164 W17 04.061.

Nálægir ferlar: Suðurá
Nálægar leiðir: Biskupaleið, Suðurárhraun, Dyngjufjalladalur, Íshólsvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Suðurá

Frá Víðikeri í Bárðardal til Stóru-Flesju í Suðurárbotnum.

Farið er með vegi til Svartárkots og síðan eftir moldarslóð í mjög þýfðu landi til Suðurárbotna. Farið er um vel gróið kvistaland alla leiðina. Svartárkot er með afskekktari jörðum landsins, í 400 metra hæð. Þar er einn af upphafsstöðum silungsræktar í landinu. Mikið útsýni er frá bænum til fjarlægra fjalla. Suðurá er lygn bergvatnsá með grónum bökkum og hólmum. Í Suðurárbotnum eru vel grónar flesjur. Þetta er blómlegasta vinin í útjaðri Ódáðahrauns. Við erum þarna komin á Biskupaleið. Hér er eyðibýlið Hrauntunga, þar sem mannabein hafa fundizt, en býlisins er ekki getið í heimildum. Er þar þó túngarður utanum 4 hektara flöt. Í nágrenninu fundust sverð og laskaðar beinagrindur fallinna. Þegar Biskupaleið lá hér um garða, hefur þetta verið mikil vin og viðkomustaður.

Förum frá rétt við Víðiker með bílvegi beint suður í Svartárkot, síðan um hlaðið á bænum og áfram til suðurs. Tökum síðan syðri slóðina, því að sú nyrðri liggur að Kráká. Syðri slóðin fylgir Suðurá alla leið í Suðurárbotna, en við nemum staðar við fjallaskála í Stóru-Flesju. Þar erum við komin á Biskupaleið yfir Ódáðahraun.

16,9 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Stóra-Flesja: N65 18.407 W17 08.804.

Nálægir ferlar: Víðiker, Engidalur, Krákárbotnar, Suðurárbotnar.
Nálægar leiðir: Hrafnabjargavað, Kráká, Biskupaleið, Suðurárhraun, Íshólsvatn, Dyngjufjalladalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Stöðvarskarð

Frá Svartagili í Fáskrúðsfirði um Stöðvarskarð til Óseyrar í Stöðvarfirði.

Hér eru fjölskrúðugar jarðmyndanir frá Reyðarfjarðareldstöð. Sunnan við Stöðvarskarð er berghlaup með Einbúa, miklu og litríku bjargi.

Byrjum við þjóðveg 96 austan Svartagils í Fáskrúðsfirði. Förum suðaustur á ská upp hlíðina upp að Merkigili. Þar förum við til suðurs austan undir Þverfelli upp í Stöðvarskarð í 620 metra hæð. Þaðan suðvestur fyrir Þverfell niður í Jafnadal. Þaðan dalinn meðfram Þverá um Ásbrún og út fyrir Stöðvarás og þar suður að Stöð. Að lokum austur að vegi 96 við Flautagerði, skammt frá Óseyri.

9,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hvammsvötn, Reindalsheiði, Gunnarsskarð, Fossdalsskarð, Fanndalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stæðavegur

Frá Breiðavík um Stæðaveg til Keflavíkur.

Förum frá Breiðuvík vestan við Hall og upp með Fiská til suðausturs að Stæðavötnum. Förum milli vatnanna og síðan sunnan við Stæður og austan við Brunnahæð suðaustur að Keflavík.

7,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafnarfjall, Breiðavíkurháls, Brúðgumaskarð, Dalverpisvegur, Hyrnur, Látraheiði, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stuðlaskarð

Frá Stuðlaá í Reyðarfirði um Stuðlaskarð til Dala í Fáskrúðsfirði.

Leiðin kallast líka Stuðlaheiði. Hún er rudd fyrir hesta, en er illa vörðuð og þótti hættuleg á vetrum.

Um leiðina segir í Árbók FÍ 2005: “Liggur leiðin skammt innan við bæ á Stuðlum yfir Ytri-Þverá og á Neðri-Veghamra (Vegghamra), þá yfir gil Innri-Þverár og upp eftir Langahrygg í Ferðamannabotn. Ofan við botninn er farið um Snið upp á Veghamrabrún, yfir Sniðlæk og Hrútalæk og upp um Efri-Veghamra í Heiðarbotn. Upp úr honum er farið vestur á Heiðarbrún og frá henni suðaustur í skarðið milli Ytri- og Innri-Stuðuls, sem einnig eru kenndir við áttirnar norður-suður.”

Förum frá Stuðlaá sumarhúsaveg suður með Króará, um Stuðla og Þverár suður austurhlíðar Hjálmadals. Efst förum við til suðausturs í Stuðlaskarð í 780 metra hæð milli tveggja Stuðla. Síðan til austurs niður með Hrútá og suðaustur um Stuðlaheiðardal og um Tröllabotna í Daladal. Að þjóðvegi 957 við Dali.

12,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Hjálpleysa, Þórdalsheiði, Búðará, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort