Þjóðleiðir

Skógarkot

Frá Skógarhólum undir Ármannsfelli um Krika undir Ármannsfelli, síðan um Hrauntún, Skógarkot, Stekkjargjá og Langastíg að Selkotsleið til Skógarhóla.

Þetta er merkt reiðleið, falleg skógarleið.

Leiðin frá Ármannsfelli að Skógarkoti hét Nýja Hrauntúnsgata og er elzta bílaslóð landsins frá suðvesturhorninu um Kaldadal vestur í Borgarfjörð. Nyrsti hluti hennar næst Ármannsfelli heitir Réttargata. Þetta er reiðstígur, en göngustígurinn liggur um túnið á Hrauntúni. Þar má ekki æja hrossum, því að þau geta skemmt hraungarða. Búið var í Hrauntúni til ársins 1934. Skógarkot er einmana túnkollur umlukinn hrauni. Þar bjó Kristján Magnússon hreppstjóri, frægur athafnamaður og átti fimmtán börn með tveimur konum á bænum. Vegna þessa dæmdur til hýðingar árið 1831. Af því fólki segir í Hraunfólkinu, skáldsögu Björns Th. Björnssonar. Búið var í Skógarkoti til 1936. Við Langastíg eru klettamyndirnar Gálgaklettar tveir og Steinkerlingar. Í Gálgaklettum voru sakamenn hengdir fyrr á öldum.

Förum frá Skógarhólum austur með Kaldadalsvegi 52 að Krika undir Ármannsfelli, skammt austan Sleðaáss, þaðan suður um hlið merkt Sandaleið og um skógargötu suður Þingvallahraun um Hrauntún og Skógarkot. Síðan vestur að Þingvöllum, yfir vellina og upp Langastíg yfir gjána og loks norður yfir þjóðveg 36 að Selkotsleið milli Reykjavíkur og Skógarhóla.

12,3 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Hrafnabjörg, Lyngdalsheiði, Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skógaháls

Frá Grágæsadalsleið um Skógaháls við Hálslón á Gæsavatnaleið.

Af slóðinni er stutt að fara að Hafrahvammagljúfri, hrikalegasta gljúfri Íslands. Gljúfrið er 160 metra djúpt og afar þröngt, um tíu kílómetra langt og dýpst við Ytri-Kárahnjúka.

Förum frá Reykjará á Gæsavatnaleið gegnt Múla og höldum suður á Skógaháls og eftir honum endilöngum. Síðan suðvestur Lambafjöll í 780 metra hæð, suður af þeim og suðvestur á Gæsavatnaleið nálægt Háumýrum.

21,9 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hvannstóðsfjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skothryggur

Frá Kýrunnarstöðum í Hvammssveit að Biskupsvörðu vestan Skeggaxlar.

Förum frá Kýrunnarstöðum vestnorðvestur í Kýrunnarstaðafell, áfram norður hjá Skothrygg svo norðan við Hrossaborg og norðvestur að Biskupsvörðu. Hjá upptökum Hvarfdalsár skiptist leiðin og er annaðhvort farið í Búðardal eða Villingadal.

14,0 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Skoravíkurmúli, Fellströnd, Flekkudalur, Skeggaxlarskarð, Hvarfsdalur, Búðardalur, Sælingsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Skorradalur

Frá Fitjum í Skorradal að þjóðvegi 52 vestan Uxahryggja.

Ljúft landslag með fögrum fossum og lágvöxnu kjarri. Fyrrum voru 22 býli í dalnum, en nú eru þar einkum sumarbústaðir.

Förum frá Fitjum austur með Fitjaá að Eiríksfossi og síðan beint austur heiðina að Lómatjörn. Förum vestan og sunnan við tjörnina og áfram suðaustur um suðurenda Vörðufells. Að lokum yfir Tunguá og þaðan norður á þjóðveg 52 vestan Uxahryggja.

11,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Mávahlíðarheiði, Grafardalur, Sjónarhóll, Síldarmannagötur, Grillirahryggur, Gagnheiði, Kúpa.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skoravíkurmúli

Frá Kýrunnarstöðum í Hvammssveit að Skógum á Fellsströnd.

Byrjum á vegi 590 austan Kýrunnarstaða í Hvammssveit. Förum suðvestur með ströndinni, suður fyrir Skoravíkurmúla, norðvestur um Skuggafoss að vegi 590 við Skóga.

15,1 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Fellsströnd, Skothryggur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skorarheiði

Frá Hrafnfirði í Jökulfjörðum til Furufjarðar á Ströndum.

Ágætur reiðvegur, alfaraleið á fyrri öldum. Strandamenn höfðu viðskipti á Ísafirði og létu flytja sér vöru í Hrafnfjörð. Drógu hana síðan á sleðum yfir Skorarheiði.

Förum frá sæluhúsinu í Hrafnfjarðarbotni eftir ruddri slóð til suðausturs upp með Skorará, um Andbrekkur og Skorardal. Síðan suðaustur um bratta sneiðinga upp á heiðina og fyrir sunnan Skorarvatn á Skorarheiði í 200 metra hæð. Þaðan austur Furufjörð að sæluhúsinu við sjó í Furufirði.

6,5 km
Vestfirðir

Skálar:
Hrafnfjörður: N66 15.989 W22 22.672.
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Bolungarvíkurbjarg, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjöldólfur

Frá Skjöldólfsstöðum í Jökuldal um Gestreiðarstaði á þjóðveg 1 í Langadal.

Eyðibýlið Gestreiðarstaðir er örskammt sunnan leiðarinnar, langþráður viðkomustaðir í hrakviðrum eyðimerkurinnar milli Skjöldólfsstaða í Jökuldal og Grímsstaða á Fjöllum. Nafnið Gestreiðarstaðir bendir til, að gestkvæmt hafi verið þar af ferðamönnum í fyrri tíð. Það er talið vera fornbýli. Frá Gestreiðarstöðum mátti komast af þessari leið vetur um Gestreiðarskarð til Möðrudals á Jökuldalsheiði. Einnig var skjól að hafa í gamla daga á Háreksstöðum, þar sem nú er fjallakofi. Háreksstaðir voru áður heiðarbýli og eru líklega einnig fornbýli. Þar var mikill búskapur á 19. öld og margt manna er komið af því fólki, bæði hér á landi og í Vesturheimi.

Förum frá Skjöldólfsstöðum norðnorðvestur upp með Garðá að vestanverðu á Skjöldólfsstaðaheiði. Síðan til norðvesturs sunnan við Sandhæð og um Valgerðarhlaup. Sunnan við Hólmavatn og þvert yfir Skjaldklofaleið milli Vopnafjarðar og Jökuldals. Áfram til norðvesturs norðan við Reiðtjörn og Skipatjörn, yfir þjóðveg 1 hjá eyðibýlinu og fjallakofanum Háreksstöðum. Þaðan vestur hjá Náttmálavörðu, um Götutjarnir og yfir Gestreiðarstaðakvísl um eyðibýlið Gestreiðarstaði. Þaðan mátti komast af þessari leið vetur um Gestreiðarskarð til Möðrudals á Jökuldalsheiði. En við förum norðvestur um Fjárhól á þjóðveg 1 í Langadal.

28,5 km
Austfirðir

Skálar:
Hárekssstaðakofi: N65 24.336 W15 25.298.

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Gestreiður, Vopnafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skjótastaðir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Höfnum á Reykjanesi til Grindavíkur.

Kirkjuhöfn var áður verstöð, sem eyddist af sandfoki frá Sandvík. Skjótastaðir er óvenjulega eyðilegt eyðibýli, sem húkir milli hafs og hrauns rétt norðan Stóru-Sandvíkur. Í Arfadalsvík var áður verzlunarstaðurinn í Grindavík, áður en hann var fluttur austur í núverandi Grindavík.

Förum frá Höfnum suður með vegi að Júnkaragerði. Síðan um Kirkjuhöfn suður með ströndinni eftir jeppavegi um Berghól og eyðibýlið Skjótastaði. Síðan suður um Sandvíkur og Mölvík. Beygjum austur eftir slóð á jeppaveg með suðurströndinni um Hróabás og Lynghólshraun austur að Grindavík.

30,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Einiberjahóll, Sýrfell, Stapafell.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skjólhvammsgata

Frá Kolbeinsstöðum eða Snorrastöðum að Stóra-Hrauni í Hnappadal.

Fjórar leiðir eru austur-vestur um Eldborgarhraun. Elzta gatan og gamla póstleiðin er Skjólhvammsgata um norðanvert hraunið. Hún liggur norður frá Snorrastöðum meðfram Borgarlæk og sveigir vestur í hraunið á móts við Haukatungu. Einnig er farið beint norður af austri frá Kolbeinsstöðum, sunnan við Kolbeinsstaðatjarnir og Stórhólmatjörn, en norðan við Haukatungutjarnir. Sameinast þar slóðirnar. Við Leynifit við Hábrekknavað á Haffjarðará komum við að heimreið að Stóra-Hrauni og fylgjum henni síðan. Engin þessara hraunleiða er fær jeppum.

Hér að framan er getið póstleiðarinnar um Skjólhvammsgötu. – Þrællyndisgata er syðst í hrauninu, frá Snorrastöðum niður með Kaldá og síðan austur með Kaldárós. Þar sem ósinn sveigir til suðurs förum við beint norðvestur hraunið að eyðibýlinu Litla-Hrauni. Erfið gata og seinfarin. Frá Litla-Hrauni förum við um Krókabotn að Stóra-Hrauni. – Eldborgargata er ekki forn, fannst síðar. Liggur beint austur frá Yztu-Görðum um mitt hraun fyrir norðan Eldborg beint að Stóra-Hrauni. -Loks er nýleg hitaveituleið frá Snorrastöðum beint norðvestur að Stóra-Hrauni.

18,8 km
Snæfellsnes-Dalir

Skálar:
Snorrastaðir: N64 46.558 W22 17.969.

Nálægir ferlar: Múlavegur, Saltnesáll, Gamlaeyri, Hítará, Haffjarðará, Haffjarðareyjar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort og Útivistarkort

Skjálgdalsheiði

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Miklagarði í Eyjafirði að Þverá í Öxnadal.

Heitir nú Kambskarð.

Sjaldan farin nú á dögum, en oft farin á Sturlungaöld. Hét þá Skjálgdalsheiði. Sighvatur Saxólfsson og Gissur Höskuldsson fóru á laun um skarðið á leið til Guðmundar dýra að segja honum hervirki Þorgríms alikarls Vigfússonar á Bakka í Eyjafirði. Sighvatur Sturluson hafði varðmenn á heiðinni 1234, svonefndan hestvörð. 1235 reið Órækja Snorrason heiðina á leið til Vestfjarða af fundi með Sighvati Sturlusyni. Hér riðu Sturla Þórðarson og Órækja Snorrason 1242 sem fangar Kolbeins unga. Á heiðinni mælti Órækja: “Skammur er nú dásshali okkar frændi eða hvað ætlar þú nú, að Kolbeinn ætlist fyrir.” Hrafn Oddsson flúði um Skjálgdalsheiði eftir Þverárfund 1255 og fall Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar.

Förum frá Miklagarði vestur Skjálgdal og beint áfram vestur með Kambsá um Skjálgdalsheiði upp í Kambskarð í 1000 metra hæð milli Hvítalækjarfjalls að norðanverðu og Kambsfells að sunnanverðu. Förum vestur og niður úr skarðinu í Þverárdal og síðan til norðurs út dalinn, niður með Þverá að austanverðu að Þverá.

20,8 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Melgerðismelar, Hraunárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga og Árbækur Ferðafélagsins

Skjálfandi

Frá Björgum í Köldukinn til Bjargakróks við Skjálfandaflóa.

Ú r Bjargakrók má fara fjöruna áfram til Náttfaravíkur og er þá farið um gat í berginu aðeins 100 metrum frá Bjargakróki. Heitir þar Ágúlshellir og var sprengt tíu metra haft í hellinum árið 1973 til að komast í gegn. Gæta verður sjávarfalla á þessari leið. Baldvin Sigurðsson í Naustavík þurfti að eyða jólanótt í hellinum seint á nítjándu öld, tepptur af brimi og stórhríð. Þessi leið er ekki fær hestum.

Förum frá Björgum til norðurs austan við Ógöngufjall í Bjargakrók.

4,9 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Naustavík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjaldklofi

Frá Þorbrandsstöðum í Vopnafirði um Skjaldklofa á Búðarhálsleið hjá Víðirhólum. Hliðarleið er niður að Skjöldólfsstöðum.

Oft kölluð Tunguheiði, algengasti vegurinn milli Héraðs og Vopnafjarðar fyrir daga bílsins. “Rösk dagleið, góður vegur og torfærulaus”, segir í gamalli lýsingu, ennfremur “timbri og þungavöru ekið á sleðum síðla vetrar eftir sléttri heiðinni.”

Förum frá Þorbrandsstöðum suður með Hofsá að austan að Tunguseli og upp í Tungukoll austanverðan. Síðan suður með Tunguá, austan við Geldingafell og vestan við Skálafell, Dritfell og Skjaldklofa. Sums staðar í 600 metra hæð. Suður yfir þjóðveg 1 og þjóðveg 901, austan við Lönguhlíð, suður á Búðarhálsleið milli Hnauss og Kiðufells, nálægt eyðibýlinu Víðirhólum.

46,2 km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur

Skálar:
Geldingafellsskáli: N65 28.394 W15 17.807.

Nálægar leiðir: Sauðahryggur, Fríðufell, Hofsárdalur, Skjöldólfur, Gestreiður, Rangalón, Búðarháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skjaldbreiðarvegur

Frá Þórólfsfelli norðan Hlöðufells eftir línuvegi að Kjalvegi.

Þetta er sá hluti línuvegarins, sem liggur austur frá Þórólfsfelli. Vesturhlutinn heitir hér Skjaldbreiður.

Tungufljót heitir sex nöfnum á leið sinni til sjávar. Efst er Læmið, sem rennur í Hagavatn, síðan Farið, sem rennur í Sandvatn, þá Ásbrandsá úr vatninu, síðan Tungufljót, sem rennur í Hvítá, sem rennur í Ölfusá.

Löng og leiðinleg hraunslóð og oft gróf eins og háttar til með línuvegi, sem eru auðvitað hugsaðir fyrir bíla. Ekki fara sögur af erfiðleikum með hesta á vaðinu yfir Tungufljót.

Förum frá fjallaskálanum Þórólfsfelli norðan við samnefnt fell og förum línuveginn til austurs norðan við Lambahraun í Mosaskarð milli Fagradalsfjalls og Mosaskarðsfjalls, þar sem gamli Eyfirðingavegurinn lá frá Hlöðuvöllum yfir Farið til Bláfells. Hér slær línuvegurinn sér til suðausturs fyrir Sandvatn, yfir Tungufljót í Krosshólum og þaðan upp á Kjalveg.

24,1 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skálar:
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Skjaldbreiður

Frá Kaldadalsvegi eftir línuvegi norðan Skjaldbreiðar að Þórólfsfelli norðan Hlöðufells.

Löng og leiðinleg hraunslóð og oft gróf eins og háttar til með línuvegi, sem eru auðvitað hugsaðir fyrir bíla. Framhald línuvegarins til austur nefnist hér Skjaldbreiðarvegur.

Byrjum við gatnamót Kjalvegar og Uxahryggjavegar við Hallbjarnarvörður í 360 metra hæð. Slóðin er línuvegurinn norðan Skjaldbreiðar. Hún liggur vestur langa leið, framhjá afleggjara norður í Slunkaríki, síðan sunnan Sandfells og norðan Skjaldbreiðar, þar sem við náum 560 metra hæð. Þar sem Skjaldbreiður nær lengst í norður sker slóðin Skessubásaveg. Við förum línuveginn áfram að fjallaskálahverfi sunnan við Tjaldafell, síðan norðan við Sköflung og norður fyrir Hlöðufell og Þórólfsfell, þar sem er samnefndur skáli.

23,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Kaldidalur: N64 26.840 W20 57.711.
Tjaldafell: N64 27.083 W20 39.123.
Þórólfsfell: N64 27.495 W20 30.534.
Kiddakot: N64 25.783 W20 19.131.
Þriðja ríkið: N64 26.410 W20 18.140.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði, Kaldidalur, Fremstaver.
Nálægar leiðir: Skessubásavegur, Hlöðufell, Farið, Skyggnisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skjaldabjarnarvík

Frá Reykjafirði um Skjaldabjarnarvík að Krákutúni í Meyjardal.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Skjaldabjarnarvík er breið og skerjótt vík austan undir Geirólfsnúpi, opin fyrir íshafinu. Yfir Bjarnarfjarðará er bezt að fara um leirurnar í fjörunni.

Förum frá Reykjafirði út fyrir Sigluvíkurnúp í Sigluvík og upp Sigluvíkurdal á Sigluvíkurskarð. Næst niður Norðdal til Skjaldabjarnarvíkur. Þaðan suðvestur Sunndal og suður um Hjarrandaskarð yfir Randafjall og um sneiðinga niður í Bjarnarfjörð. Síðan vestur fyrir botninn og austur með firði að sunnan að Krákutúni.

18,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.
Skjaldabjarnarvík: N66 14.457 W21 57.359.

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort