Þjóðleiðir

Skíðadalsökull

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Skíðadalsjökul á Hólamannaveg.

Löng leið milli byggða í Svarfaðardal og Skagafirði.

Förum frá Klængshóli suður og suðvestur Skíðadal norðvestan við Almenningsfjall og suðaustan við Stafnstungnafjall, suðvestur um Austurtungur inn í dalbotn. Þaðan förum við suðsuðvestur upp í Skíðadalsjökul milli Leiðarhnjúka. Síðan til vesturs fyrir norðan Eiríkshnjúk og Péturshnjúk um Tungnahryggsjökul og yfir Tungnahrygg að klettaveggnum í vestri. Þar erum við komin á Hólamannaveg.

22,6 km
Eyfjörður, Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Tungnahryggur: N65 41.340 W18 50.820.

Nálægar leiðir: Hólamannavegur, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur, Holárdalur, Þverárjökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Skiptamelur

Frá Ströngukvíslarskála um Skiptamel að Ingólfsskála.

Þetta er mjög ónákvæmt leið á kortinu, teiknuð nánast sem bein lína milli tveggja endapunkta.

Förum frá skálanum við Ströngukvísl í 550 metra hæð austur um Lambamannaflá og Skiptamel að Ingólfsskála í 830 metra hæð.

20,3 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Strangakvísl: N65 01.958 W19 25.899.
Ingólfsskáli: N65 00.452 W18 53.820.

Nálægir ferlar: Guðlaugstungur, Haugakvísl, Eyvindarstaðaheiði, Hofsafrétt.
Nálægar leiðir: Hraungarður, Fossakvísl, Ingólfsskáli, Gimbrafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skiptabakki

Frá vegi 752 í Skagafirði suður að fjallaskálanum Skiptabakka á Eyvindarstaðaheiði.

Förum af þjóðvegi 752 sunnan við Breið inn á jeppaslóða til suðurs. Förum slóðann suður að fjallaskálanum Skiptabakka á Eyvindarstaðaheiði.

28,5 km
Skagafjörður, Húnavatnssýslur

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Krisstjánsson
Heimild: Jón Garðar Snæland

Skipholtskrókur

Frá Kjalvegi yfir Jökulfall á Hrunamannaafrétt.

Af þessari er skammt að Skipholtskrók til að finna hinn heilaga bikar, sem Jesú Kristur drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina í Jerúsalem. Vitringurinn Giancarlo Cianazza telur þennan Gral vera þar í leynilegri hvelfingu, sem sé fimm metrar á hvern veg. Musterisriddarar eru sagðir hafa falið hann þar, þegar kaþólsk kirkja snerist með látum gegn riddarareglunni. Cianazza telur Snorra Sturluson hafa verið viðriðinn varðveizlu bikars þessa. Því er ómaksins vert að æja þarna og svipast um eftir leynihvelfingunni og bikarnum.

Förum einn kílómetra austur eftir Kerlingafjallavegi 347 frá mótum hans og Kjalvegar 35. Beygjum þar út af til suðurs og yfir Jökilfallið á vaði. Síðan áfram suður eftir afrétti Hrunamanna að veginum um afréttinn vestan Skeljafells og austan Mosfells.

8,3 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Skipsstígur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Stapafellsleið um Skipsstíg og Þorbjörn til Járngerðarstaðahverfis í Grindavík.

Greiðfær leið. Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Skipsstíg segir m.a.: “Skipsstígur hefst í norðurjaðri byggðakjarna Grindavíkur og liggur með Lágafelli, um Skipsstígshraun, með Illahrauni, yfir Eldvarpahraun, fram hjá hverasvæði við Lat, yfir Vörðugjá, um Gíslhellislágar, yfir Rauðamel og áfram áleiðis að Fitjum í Njarðvík. Leiðarlýsingin í bæklingnum byggir m.a. á númeruðum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa haft forgöngu um að setja upp með gömlu þjóðleiðunum.”

Byrjum á Stapafellsleið, þar sem hún sveigir frá suðri til suðsuðvesturs. Við förum áfram suður um Vörðugjá og förum vestan við Þorbjörn að Járngerðarstaðahverfi.

8,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Stapafell, Sýrfell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Skillandsá

Frá Kaldbaksvaði á Stóru Laxá um Skillandaá að fjallaskálanum Hallarmúla.

Förum frá Kaldbaksvaði suðvestan undir Kaldbaksfjalli. Upp með Stóru-Laxá að austanverðu að girðingu austan jeppaslóðar. Um hlið á girðingunni og síðan austur og upp með Skillandaá að fjallaskálanum Hallarmúla.

8,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Hallarmúli: N64 11.879 W19 58.877.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Skinnalónsheiði

Frá vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu á Raufarhafnarveg, gamlan reiðveg um Melrakkasléttu.

Í þjóðsögum segir frá uppátektasömu ólíkindatóli að nafni Hljóða-Bjarni Pétursson, kvensömum umrenningi frá Heiði á Langanesi: “Einu sinni voru þau hjón á ferð yfir Skinnalónsheiði. Þegar þau voru komin um það bil hálfa leið kvaðst Bjarni vera dauðveikur. Konan hans varð því að draga hann langa leið. Þá skipaði Bjarni henni að sækja menn sér til hjálpar. Þegar konan átti skammt eftir heim að Skinnalóni, kom Bjarni á eftir henni og var orðinn alfrískur.”

Byrjum á vegi 85 á Skinnalónsheiði á Melrakkasléttu milli Blikalóns og Skinnalóns. Förum suður fyrir enda Arnarvatns á Raufarhafnarveg milli Blikalóns og Raufarhafnar.

3,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skildingaskarð

Frá Selá í mynni Breiðdals í Reyðarfirði um Skildingaskarð til Brimness í Fáskrúðsfirði.

Heitir Hrossadalsskarð að sunnanverðu, Skildingaskarð að norðanverðu. Áður fyrr var leiðin fjölfarin og var síminn lagður yfir skarðið. Sjaldfarin leið nú á tímum. Vestan undir skarðinu er Jónatansöxl, sem þessi saga er um: Jónatan Pétursson var farandkaupmaður á Austurlandi um miðja nítjándu öld. Fór hann höfuðdaginn 1854 drukkinn frá Þernunesi á skarðið og kom ekki fram. Líkið fannst síðan nokkuð skrámað í Hrossadal. Peningar hans, 472 ríkisdalir, fundust á víð og dreif þar beint fyrir ofan, í Miðmundarrák. Var ljóst, að Jónatan hafði hrapað í skarðinu.

Förum frá Selá suður lægðina austan við Hafranesfell austur og upp í Skildingaskarð í 500 metra hæð. Síðan til suðurs um Hrossadalsskarð og niður með Villingaá og loks að vegi 96 vestan við Brimnes.

5,9 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Staðarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skessubásavegur

Frá Kaldadalsvegi og fyrir norðan Skjaldbreið að Hlöðuvöllum.

Leiðin er óviss á köflum, einkum að norðvestanverðu, og þyrfti að varða hana. Kort Björns Gunnlaugssonar frá 1849 sýnir leiðina norðan við Hrúðurkarla, en hún er sunnan við þá. Leiðin á kortinu er vafalaust ekki nákvæmlega sama leiðin og Sturlungar notuðu, en hún er nærri lagi.

Árið 1253 fóru Hrafn Oddsson og Eyjólfur Þorsteinsson úr Hvítársíðu og suður hjá Skjaldbreið um Skessubásaveg og um Miðdalsfjall í misheppnaðri aðför að Gissuri Þorvaldssyni. Sighvatur Böðvarsson á Stað á var bróðir Þorgils skarða og vildi árið 1262 hefna fyrir dráp hans. Hann hitti Sturlu Þórðarson, föðurbróður sinn við Hallbjarnarvörður og fóru þeir saman suður Skessubásaveg og áfram um Klukkuskarð, þar sem þeir fengu óveður. Létu þar fyrir berast um nótt og héldu síðan áfram til Iðufundar við Þorvald Þórarinsson í Skálholti.

Förum frá fjallaskálanum á Hlöðuvöllum í 460 metra hæð og höldum nokkurn veginn í beina línu upp á Kaldadalsveg suðvestan Hrúðurkarla. Fyrst förum við sunnan við Fremra-Mófell og fyrir vestan Sköflung. Síðan sunnan undir Lambahlíðum / Tjaldafelli og norðvestur yfir Fífilvelli, fyrir sunnan Bjarnarfellin og fyrir norðan Sandfellin. Á Kaldadalsveg komum við suðvestan við Hrúðurkarla í 500 metra hæð.

21,9 km
Árnessýsla

Skálar:
Hlöðuvellir: N64 23.913 W20 33.488.

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Skjaldbreiður, Eyfirðingavegur, Miðdalsfjall, Brúarárskörð, Miðfell, Helludalur, Hellisskarð, Farið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Skeiðamannafit

Frá fjallaskálanum í Sultarfitjum að fjallaskálanum í Skeiðamannafitjum.

Hliðarleið milli skála á afrétti Flóa- og Skeiðamanna.

Förum frá skálanum í Sultarfitjum fyrst eftir jeppaslóð suður frá skálanum skamma leið og beygjum síðan til austurs eftir jeppaslóð um Fitjaása og Kóngsás að fjallaskálanum í Skeiðamannafitjum.

18,6 km
Árnessýsla

Skálar:
Sultarfit: N64 19.752 W19 39.427.
Skeiðamannafit: N64 18.732 W19 32.426.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Sultarfit, Fitjaásar.
Nálægar leiðir: Skúmstungur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skeggaxlarskarð

Frá Krossi á Skarðsströnd um Skeggaxlarskarð til Sælingsdalstungu í Hvammssveit.

Förum frá Krossi austur og inn Villingadal, upp úr enda dalsins í Fjalldal. Síðan norðaustur um Biskupstungu og Búðardalsdrög í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan austur um Merkjahrygg og til suðausturs niður í Sælingsdal, að vegi 60 við Sælingsdalstungu í Hvammssveit. Frá Skeggaxlarskarði eru margar leiðir í ýmsa dali.

31,8 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Hvarfsdalur, Galtardalur, Skothryggur, Flekkudalur, Hvammsá, Nónborg, Búðardalur, Sælingsdalsheiði, Sælingsdalur, Skarðið, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Skáneyjarbunga

Frá Reykholti í Borgarfirði kringum Skáneyjarbungu að Hurðarbaki í Borgarfirði.

Í Skáneyjarbungu er sagður heygður Tungu-Oddur, sem var mestur höfðingi í Borgarfirði á 10. öld.

Förum frá Reykholti norðaustur um hlað á Breiðabólstað og áfram norðaustur um Breiðavatn og eyðibýlið Hólakot, í Signýjarstaði í Hálsasveit. Þar þverbeygjum við vestur með Hvítá, um Arnheiðarstaði og Síðumúlanes. Andspænis Fróðastöðum er Fróðastaðavað norður yfir Hvítá. En við förum suðvestur að Hurðarbaki í Borgarfirði. Þaðan er leið á brú á Hvítá yfir í Hvítársíðu.

18,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Hálsaleið, Húsafell, Fróðastaðavað, Bugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skálpanes

Frá Bláfellshálsi að fjallaskálanum í Skálpanesi.

Byrjum á Kjalvegi 35 á Bláfellshálsi. Þar er jeppafær þverleið til norðnorðvesturs fyrir sunnan Geldingafell og síðan norðvestur Skálpanes að fjallaskálanum þar.

7,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Skálpanes: N64 33.438 W19 59.465.

Nálægar leiðir: Bláfellsháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skálmarnes

Hringleið um Skálmarnes frá Axlarseli í Skálmarfirði til Kerlingarfjarðar.

Undirlendi er töluvert suðvestan til á nesinu og er ströndin þar ákaflega vogskorin. Yzt á nesinu er Haugsnes. Þar var Þórður Ingunnarson, annar maður Guðrúnar Ósvífursdóttur, heygður eftir að hann drukknaði á Breiðafirði.

Förum frá Axlarseli suður með Skálmarfirði um Urðir og allt suður á Skálmarnes. Þaðan vestur í Skálmarnesmúla og norðvestur með Skálmarnesmúlafjalli í Fjörð. Síðan norðnorðaustur strönd Kerlingarfjarðar á veg 60 vestan Axlarsels.

26,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálmardalsheiði

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá þjóðvegi 60 í Skálmardal norður Skálmardalsheiði að þjóðvegi 61 í Gervidal.

Vel vörðuð leið.

Í brekkunum niður í Gervidal er Butraldabrekka, þar sem Þorgeir Hávarðsson drap Butralda samkvæmt Fóstbræðrasögu. Björn Jónsson á Kirkjubóli á Bæjarnesi, faðir Péturs Björnssonar skipstjóra á Gullfossi, fór með hjú og búsmala um heiðina, þegar hann flutti að vori að Hóli í Ketildal í Dýrafirði árið 1895. Virðist hafa komið niður í Húsadal í Mjóafirði, gist þar eina nótt til að ala búsmalann. Hélt síðan á Glámu, sem var snævi þakin niður í Dýrafjarðarbotn. Lilja Björnsdóttir skáldkona, dóttir Björns, skráði söguna.

Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal. Förum beint norður, fyrst fram Skálmardal, síðan upp Tungur á Skálmardalsheiði, svo vestan við Dúpavatn, í 500 metra hæð, bratt niður Grísatungur í Gervidal, norður dalinn á þjóðveg 61 við eyðibýlið Kleifakot.

17,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svínanes, Bæjarnes, Glámuheiði, Eyrarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort