Þjóðleiðir

Skáldabúðir

Frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi um Hlíðarfjall að Skáldabúðum.

Í Steinsholti er rekin ferðaþjónusta fyrir hestamenn.

Förum af vegi 326 við Grettisgeil, austan við Hlíðarfjall, að vegi 329 við Skáldabúðir.

6,0 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárdalsvað, Kaldbaksvað Hallarmúli.
Nálægar leiðir: Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt, Illaver.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálavíkurheiði

Frá Bolungarvík til Skálavíkur.

Skálavík var mikil verstöð. Um aldamótin 1900 bjuggu þar um 100 manns. En allt er þar nú komið í eyði. Mikil umferð var um heiðina, þegar allt lék í lyndi. Þar eru tvær myndarlegar vörður með trékrossi, Hærri-Kross og Lægri-Kross.

Förum frá Bolungarvík vestur um Hlíðardal og Heiðarskarð í 320 metra hæð, niður Hraunagarð að sjó í Skálavík.

11,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Bakkaskarð, Ófæra, Grárófuheiði, Heiðarskarð, Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Hraunsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálavegur

Frá Skoruvík að Skálum á Langanesi.

Skálar voru útgerðarpláss og myndarlegt kauptún á fyrri tíma mælikvarða. Þar bjuggu 117 manns, árið 1924 auk farandverkafólks. 50-60 áraskip voru þar, þegar mest var. Nú sjást litlar minjar um forna frægð. Skálakross var reistur til minningar um enska sjómenn. Áhöfn af ensku skipi, sem strandaði fyrir löngu undir Fontinum, komst í land og klöngraðist upp gjána. Af því dregur hún nafnið Engelskagjá. En á leiðinni til bæja urðu allir mennirnir úti, örmögnuðust af vosbúð og þreytu nema skipstjórinn einn sem komst lífs af. Stendur enn kross við Skálaveg milli bæjanna Skoruvíkur og Skála, þar sem lík mannanna fundust og eru þar grafin.

Förum frá eyðibýlinu Skoruvík af Fontsvegi suður Vatnadal, austan Arnarhólsvatns hjá Skálakrossi, vestan við Tófuöxl, austan við vötnin Bjarnarvatn og Kringlu, að Skálum á Langanesi. Bílvegurinn liggur aðeins austar í landinu, um Tófuöxl.

3,4 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Albertsbúð: N66 19.804 W14 45.847.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Fontur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálavatn

Frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð um Skálavatn til Svartagils í Norðurárdal.

Förum frá Arnbjargarlæk af veginum norðnorðvestur á fjallið og upp að Skálavatni, sunnan við það í 200 metra hæð. Síðan vestnorðvestur af heiðinni niður að þjóðvegi 527 við Svartagil.

3,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Svartagil, Fiskivatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálarkambur

Frá Hælavík um Skálarkamb til Hlöðuvíkur.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “ er talinn einn erfiðasti fjallvegur í Sléttuhreppi að vetrarlagi og illfær hestum en er skemmtileg leið á sumardag. Skýr slóði fer í sneiðingum um hlíðina upp á efstu brún … Farið er á stíginn upp Skálarkamb frá Búðum í Hlöðuvík yfir Skálarlæk og upp Skálarbrekku, grasigróna skriðu en ofan hennar taka við nakin klettabelti. Á fyrstu áratugum [tuttugustu] aldar var slóðinn upp brekkuna ruddur og njóta þeir sem leggja leið um Kambinn enn þeirra mannaverka. Ærið bratt er upp að vestanverðu en gatan liggur ávallt á snið og léttir það gönguna. Ekki er nema atlíðandi í austur þegar upp á kambinn er komið, en þá er farið á hjalla af hjalla ofan til Hælavíkur ellegar um Atlaskarð áfram í Hafnarbás.”

Förum frá Hælavík suður fyrir vestan Ófærubjarg og beygjum til vesturs á Skálarkamb í 320 metra hæð. Förum afar bratt vestur og niður í Skál og síðan um Skálarbrekku niður að eyðibýlinu Búðum. Áfram suðvestur með sjó að sæluhúsinu í Hlöðuvík.

5,7 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Hlöðuvík: N66 24.860 W22 40.520.

Nálægar leiðir: Atlaskarð, Hlöðuvíkurskarð, Kjaransvíkurskarð, Almenningar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálanes

Frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði með ströndinni til Skálaness.

Förum frá Hánefsstöðum austur með ströndinni undir Hánefi og Flanna að Grund. Þaðan er leið um Dalaskarð til Mjóafjarðar. Við förum áfram út ströndina norðaustur að Skálanesi.

9,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Dalaskarð, Brekkugjá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skarfanes

Frá Leirubakka í Landsveit um Skarfanes á Rangárbotnaveg.

Allt landið austan Skarðsfjall er úr hinu mikla Þjórsárhrauni fyrir 8000 árum. Það er nú orðið vel gróið, víða með runnum. Lambhagi er skógi vaxinn.

Förum frá Leirubakka vestur með þjóðvegi 26 að Skarðsfjalli. Förum norðaustur um Skarðsheiði og Yrjaheiði að eyðibýlinu Skarfanesi. Þaðan áfram norðaustur í Lambhaga við Þjórsá og síðan suðaustur að Skarðstanga og Þjófafossi í Þjórsá. Áfram austur að þjóðvegi 26 frá Landi í Rangárbotna.

27,9 km
Rangárvallasýsla

Nálægir ferlar: Heklubraut, Rangárbotnar.
Nálægar leiðir: Réttarmes. Stóruvallaheiði, Skarðsfjall, Gaukshöfðavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Skarðsheiði

Frá þjóðvegi 47 við Lambhaga í Leirársveit um Skarðsheiði að Skeljabrekku í Andakíl.

Þorleifur Þórðarson í Görðum og Snorri Sturluson fóru um Skarðsheiði 1237 með nærri 400 manna lið á leið Þorleifs til Bæjarbardaga í Borgarfirði við Sturlu Sighvatsson. Tvær skessur bjuggu í hömrum fyrir vestan Miðfitjar. Þeim þótti notalegt að sitja á Miðfitjahól á kletti sem heitir Skessusæti. Lengi var ekki hægt að fara Skarðsheiðarveg fyrir þeim. Þær gerðu mönnum og skepnum ýmsar skráveifur. Eitt sinn átti bóndinn á Grund í Skorradal erindi suður fyrir Skarðsheiði. Heiðina sjálfa fór hann til baka. Á leiðinni hitti hann skessuna, en ekki segir af viðureign þeirra, nema hvað um kvöldið kom bóndi heim og dró á eftir sér dauða hryssu sem hann hafði riðið að heiman. Mjög var af honum dregið og lagðist hann í rúmið. Viku seinna var hann dáinn.

Förum frá Lambhaga norður yfir Laxá og á þjóðveg 502. Austur eftir þjóðveginum hálfan annan kílómetra og síðan norður um Neðra-Skarð að Breiðubrekku. Þaðan upp í Heiðarskarð milli Skarðsheiðar og Snóksfjalls. Handan Snóksfjalls er önnur leið eftir línuvegi upp í skarðið. Þessar leiðir sameinast suðvestan við Rauðahnjúk í 500 metra hæð, þar sem heita Skessubrunnar. Við höldum áfram leiðina norður Miðfitjar á Miðfitjahól, þar sem er Skessusæti. Förum milli Skessuhorns í Skarðsheiði að austan og Svörtutinda að vestan. Síðan áfram norðaustur og niður um Langahrygg að þjóðvegi 507 um Andakíl. Þaðan er stutt leið með vegi að Skeljabrekku.

22,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Leirárdalur, Katlavegur, Grunnafjörður, Hestháls.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skarðsfjall

Frá Skarði á Landi um Skarðsfjall og Skarfaneslæk að Miðtanga.

Allt landið austan Skarðsfjall er úr hinu mikla Þjórsárhrauni fyrir 8000 árum. Það er nú orðið vel gróið, víða með runnum. Lambhagi er skógi vaxinn.

Förum frá Skarði norður með Skarðsfjalli og Grenshálsi. Síðan austur um Gamla-Skarðssel að Fagurhóli og síðan norðaustur um Yrjar og yfir Skarfaneslæk, norðaustur um Mýrarskóg og Öldumela að Lambhaga við Þjórsá.

13,1 km
Rangárvallasýsla

Nálægar leiðir: Skarfanes, Gaukshöfðavað, Hagavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skarðsá

Frá Skarðsá í Sæmundarhlíð að Syðra-Skörðugili. +

Förum norðaustur yfir hálsinn milli Skarðsár og Syðra-Skörðugils.

3,3 km
Skagafjörður

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Ingimar Ingimarsson

Skarðið

Frá Skarði á Skarðsströnd um Skarðið að Búðardal á Skarðsströnd.

Á 18. öld var Skarðið fjölfarin leið, enda var það þá vel gróið þéttum skógi. Nú er allur skógur horfinn og gatan orðin grýtt. Þannig hefur farið fyrir mörgum skemmtilegum reiðgötum á landinu. Í Skarðinu miðju er dys og varða, sem heitir Illþurrka. Þar er kona Geirmundar heljarskinns sögð vera heygð. Bær þeirra var á svipuðum slóðum og Skarð. Rétt ofan við Skarð er Andakelda, þar sem Geirmundur er talinn hafa fólgið dýrgripi sína. Skarð var öldum saman eitt allra mesta höfuðból landsins. Þar bjó Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri og síðan ekkja hans Ólöf ríka á síðari hluta 15. aldar. Um skeið var verzlunarstaður í fjörunni, Skarðsstöð.

Förum frá Skarði austur Skarð og niður í Búðardal. Þar beygjum við til norðurs eftir veiðivegi og fylgjum honum út á þjóðveg 590 við Búðardalsá.

6,3 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Búðardalur, Hvarfsdalur, Skeggaxlarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skarðheiðarvegur

Frá Gljúfurá við Grísatungu á Mýrum til Langár við Rauðukúlu.

Skarðheiðarvegur vestari er gömul skreiðarkaupaleið, sem var farin úr uppsveitum Borgarfjarðar er bændur sóttu skreið út undir Jökul í skiptum fyrir búvörur. Í Heiðarvígasögu er sagt frá Þórhalla bónda á Jörfa og för hans um Skarðheiðarveg með allt sitt hyski og hafurtask á níu klyfjahestum. Hann var að flýja undan yfirgangi Víga-Styrs. Sá sat hins vegar fyrir Þórhalla í heiðarbrekkunum og felldi hann.

Förum frá eyðibýlinu Grísatungu við Gljúfurá. Síðan upp með ánni sunnan við Staðartungu. Þegar við komum að Langá, förum við vestur yfir hana að Rauðukúlu.

8,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.

Nálægir ferlar: Hábrekknavað, Jafnaskarð, Sópandaskarð, Hraundalur.
Nálægar leiðir: Hrosshyrna, Klif, Langavatn.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skarðadalur

Frá Sæbóli í Aðalvík um Skarðadal að Sléttu á Sléttunesi.

Förum frá Sæbóli suðaustur með Lækjarfjalli, sunnan við Staðarvatn og síðan suður Skarðadal. Þaðan förum við vestsuðvestur fyrir sunnan Teistavatn um Teistann í 280 metra hæð og um Garðanesgil niður að Sléttu.

8,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Sæból: N66 20.596 W23 06.155.

Nálægar leiðir: Sléttuheiði, Slétta, Aðalvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Skammadalsskarð

Frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal um Skammadalsskarð að Fossgerði í Berufirði.

Förum frá Skjöldólfsstöðum suður Skammadal og upp dalbotninn suður í Skammadalsskarð milli Hrossatinds að vestan og Kjalfjalls að austan. Skarðið er í 650 metra hæð. Síðan förum við suður og niður í Krossdal og suður eftir dalnum að Fossgerði.

10,1 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Reindalsheiði, Berufjarðarskarð, Fagradalsskarð, Krossskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Skagfirðingavegur

Frá Skammá við Arnarvatn að Kjalvegi við Áfanga suðvestan Blöndulóns.

Skagfirðingavegur lá upp frá Gilhaga í Skagafirði. Skreiðarferðir fóru Skagfirðingar suður Stórasand. Í Mælifellshnúk er stór fönn í hestlíki lengi fram eftir vori. Þegar hesturinn var rofinn um bóg töldu menn óhætt að ríða Skagfirðingaveg um Stórasand. Í Ferðabók sinni (1791-1797) nefnir Sveinn Pálsson ferð um Stórasand 2. október. Þeir hrepptu storm og hrakviðri, enda var snjór nýleystur. Hestarnir sukku í aurbleytu næstum upp í hné. Þeir höfðu lagt af stað kl.11 um morguninn en kl. hálf níu um kvöldið voru þeir komnir í Tjaldhól við Skammá sem rennur í Arnarvatn mikla. Rokið var svo mikið, að þeir gátu með engu móti tjaldað. Þess í stað notuðu þeir tjaldið fyrir ábreiðu, en voru að öðru leyti óvarðir fyrir regni og stormi. Þetta veður hélzt alla nóttina. Við Skammá orti Jónas Hallgrímsson: “Og undir Norðurásnum / er ofurlítil tó / og lækur líður þar niður / um lágan hvannamó.”

Förum frá Skammá austnorðaustur slóð um Stórasand, fyrst fyrir norðan Bláfell, þar sem við komum að fornum Ólafsvörðum, sem hlaðnar voru sér til hita af Ólafi biskup Hjaltasyni og mönnum hans um miðja sextándu öld. Áfram höldum við austnorðaustur um Beinakerlingu að Grettishæðarvatni og síðan að Grettishæð. Þar greinast leiðir. Okkar leið liggur norðaustur Skagfirðingaveg. Við förum til norðausturs fyrir sunnan Svínafell og norðaustur um Öldur, sem sagðar eru átján talsins eins og segir í vísuhelmingnum: “Átján öldur undir Sand / eru frá Sauðafelli”. Síðan norður fyrir Sauðafell að reiðslóð, sem liggur stutta leið norður að fjallaskálanum Áfanga. Hin forni Skagfirðingavegur lá síðan áfram austur yfir, þar sem nú er suðurendi Blöndulóns og sameinaðist Kjalvegi við Galtará.

34,5 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægir ferlar: Suðurmannasandfell, Arnarvatnsheiði, Fljótsdrög, Bláfell, Sandkúlufell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Grímstunguheiði, Öldumóða.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort