Þjóðleiðir

Seljadalur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Fossá í Hvalfirði um Seljadal að Vindáshlíð í Kjós.

Þetta er eðlilegt framhald leiðarinnar úr Reykjavík um Svínaskarð. Var þess vegna mest farna leiðin yfir Reynivallaháls. Hinar eru Reiðhjalli, Gíslagata og Reynivallaháls, öðru nafni Kirkjustígur.

Förum frá Fossá suður og upp Klif, þar sem er þverleið vestur Reynivallaháls til Reynivalla. Förum ekki beint áfram upp Djúpadal, þar sem eru leiðir um Gíslagötu og Reiðhjalla, heldur áfram suður Seljadal, austan Sandfells. Síðan förum við suðvestur um Hrygg að austurhlið Sandfells og þaðan suður brekkur að Vindáshlíð.

5,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Maríuhöfn, Svínaskarð, Reiðhjalli, Gíslagata, Reynivallaháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Seldalur

Frá Króki í Grafningi á Ölkelduhálsleið.

Förum frá Króki suðvestur um Seldal á Selháls, þar sem liggur Ölkelduhálsleið suðvestur að Kolviðarhóli.

3,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Ölkelduháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Selárdalur

Frá vegi 85 í Vopnafirði við Selá að Þorvaldsstöðum í Selárdal.

Selárdalur eru allur í eyði utan Hróaldsstaðir yzt í dalnum, en hér voru mörg býli fyrr á öldum. Fremst voru Mælifell og Aðalból og utar í dalnum voru Þorvaldsstaðir og Hamar, Áslaugarstaðir og Leifsstaðir, Breiðamýri og Lýtingsstaðir.

Byrjum við þjóðveg 85 í Vopnafirði norðan við Selá. Förum eftir jeppavegi suðvestur með ánni að Þorvaldsstöðum í Selárdal.

18,5 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hágangar, Dragakofi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Selárdalsheiði

Frá Krossadal í Tálknafirði um Selárdalsheiði til Kirkjubóls í Arnarfirði.

Leiðin yfir háheiðina er vörðuð.

Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra. Förum frá Krossárdal austur Krossárdal og til norðurs upp á Selárdalsheiði í 470 metra hæð. Þar á háheiðinni er Biskupsvarða. Þaðan norður að Skarðsfossá og norðnorðaustur með ánni að austanverðu að Uppsölum í Selárdal. Síðan að Kirkjubóli.

10,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Krókalaut.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sátudalur

Frá Breiðabólsstað á Skógarströnd um Sátuhryggi og Sátudal á Flatnaveg til Hnappadals.

Fyrrum mikið farinn af lausríðandi mönnum, en ekki til lestarferða. Oft var sótt frá Breiðabólstað á Skógarströnd í heyskap á brokmýrum í Sátudal.

Förum frá Breiðabólsstað til suðurs mili Háskerðings að vestan og Kláffells að austan, suður um Valshamarsá og Valshamarsárkvíslar, í 240 metra hæð. Síðan suður í Sátudal á Flatnaveg að Höfða eða Rauðamel.

13,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Flatnavegur Kvistahryggur.
Nálægar leiðir: Háskerðingur, Valshamar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Saurstaðaháls

Frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal að Svínhóli eða Kringlu í Miðdölum.

Seinasti hluti leiðarinnar er sá þýfðasti, sem ég hef lent í.

Förum frá Stóra-Vatnshorni austur með þjóðveginum að Eiríksstöðum og þar suður veg að Saurstöðum. Þar förum við suður á Saurstaðaháls og síðan vestsuðvestur hálsinn. Við förum mest í 220 metra hæð, síðan norðan við Svínhólsgil og komum niður að þjóðvegi 585 við Svínhól eða Kringlu.

8,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Haukadalsskarð.
Nálægar leiðir: Prestagötur, Sauðafell.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson

Saurar

Frá Bretavatni á Mýrum til Hundastapa og Hamraendakletts á Mýrum.

Förum frá Bretavatni norðaustur um Saura, Miklholt og Ánastaði, að Hundastapa og Hamraendakletti.

14,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hjörsey, Akrar.
Nálægar leiðir: Skúlavatn, Brattur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sauðleysur

Frá skálanum í Áfangagili í skálana í Landmannahelli, stundum kölluð Landmannaleið.

Ein fegursta reiðleið landsins, næst á eftir leiðinni til austurs frá Landmannahelli. Hér eru stök fjöll, miklir eyðisandar og hálendismóar milli Hekluhrauna í suðri og fjallshlíða í norðri. Kringla er gróið svæði, umgirt fjöllum, gamall vatnsbotn. Að norðan eru Sauðleysur, Herbjarnarfell, Löðmundur, Lifrarfjöll og Dómadalsháls. Suðurfjöllin eru Krókagiljabrún, Rauðufossafjöll og Mógilshöfðar. Á miðri Kringlu eru fellin Sáta, Langsáta og Sátubarn gegnt Landmannahelli. Sléttan er í 600 m hæð og fjöllin umhverfis í 1000 m hæð. Löðmundarvatn er við rætur Löðmundar, svipmesta fjallsins á þessu landssvæði.

Förum frá Áfangagili í 310 metra hæð út gilið til norðvesturs og síðan til suðvesturs meðfram Öldunni. Fylgjum fyrst jeppaslóð, en beygjum síðan upp hlíðina til suðurs, þar sem við komum á Landmannaleið. Henni fylgjum við í stórum dráttum á leiðarenda. Förum fyrst til austurs, norðan við Skjaldbreið, um Klofninga sunnan við Valahnjúka. Síðan norðan við Krókagiljabrúnir og suðvestan við Sauðleysur. Þá förum við til suðausturs um Svalaskarð, þar sem við víkjum til norðurs af jeppaslóðinni. Við förum yfir Helliskvísl og beint til austurs og síðan til norðausturs undir Sauðleysum, þar sem við komum aftur á slóðina. Við erum komin á jaðar sléttu, sem heitir Kringla. Áfram höldum við í sömu átt unz við komum að skálunum í Landmannahelli, í 600 metra hæð, norðan Sátu og sunnan Hellisfjalls.

25,8 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Áfangagil: N64 06.051 W19 34.499.
Landmannahellir : N64 03.195 W19 13.977.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hraunin, Rangárbotnar, Fjallabak nyrðra, Rauðkembingar, Krakatindur, Reykjadalir, Landmannaleið.
Nálægar leiðir: Valafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Sauðholt

Frá Steinslæk með Þjórsá og Sauðholti að Kálfholti.

Vestan við bæinn á Sandhólaferju er Hamarinn. Þar var öldum saman lögferja á Þjórsá. Í Landnámu segir frá ósætti Sigmundar Sighvatssonar og Steins snjalla Baugssonar, sem báðir vildu fara fyrr yfir ána. Drap þá Steinn Sigmund og hefur biðraðamenning skánað síðan þá.

Byrjum við þjóðveg 275 norðan Sandhólaferju, þar sem Steinslækur kemur í Þjórsá. Förum norður á austurbökkum Þjórsár og síðan norðaustur yfir Kálfalæk að þjóðvegi 288 suðaustan við Kálfalæk.

8,2 km
Rangárvallasýsla

Nálægar leiðir: Þjórsárbakkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sauðbrekkugjá

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Straumsvík um Sauðbrekkugjá á slóð til Lækjarvalla.

Föst búseta var í Straumsseli á síðari hluta 19. aldar í ein 40 ár með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði.

Förum frá Straumsvík suður yfir þjóðveg 41 og suðsuðaustur eftir Straumsselstíg um Selhraun að Straumsseli. Síðan um Sauðbrekkugjá og til suðvesturs fyrir austan Mávahlíðar og Fíflavallafjall að Lækjarvöllum og slóð til Vigdísarvalla.

14,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Skálar:
Lækjarvellir: N63 55.407 W22 05.082.

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.
Nálægar leiðir: Vatnsleysufjöll, Snókafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sauðárvatn

Frá Þorgerðarstöðum eða Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Sauðárvatn til fjallakofans Egilssels við Kollumúlavatn.

Fyrr á öldum var þetta fjölfarin leið. Þingeyingar fóru hér til vertíðar í Austur-Skaftafellssýslu fyrir 1600. Þaðan koma heitin Norðlingavað á Víðidalsá og Jökulsá í Lóni. Leiðin týndist á átjándu öld, en fannst aftur 1886 og þar með nokkrar gamlar vörður á leiðinni. Þegar byggð lagðist af í Víðidal, urðu ferðir aftur fátíðar á leiðinni. Leiðin týndist aftur, en Eysteinn Jónsson ráðherra fann hana aftur 1962. Þessi fjallabaksleið Austfirðinga er því tvítýnd og tvífundin. Hraun er 700-800 metra gróðurlaus háslétta með urðum og eggjagrjóti, ógeiðfær á köflum.

Förum frá Sturluflöt suðvestur með Kelduá vestan Kiðufells og austan Fossáröldu. Dalurinn sveigir til suðurs með Tunguárfelli austanverðu. Þar förum við yfir Kelduá ofan við ármót Ytri-Sauðár og förum suður Grásanes um Hraun að austurbakka Sauðárvatns. Þaðan förum við áfram suður um Marköldu og Leiðaröxl ofan í drög Víðidals. Förum suðaustur Víðidal og síðan suður að fjallaskálanum Egilsseli.

38,7 km
Austfirðir

Skálar:
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Kelduá, Flosaleið, Ódáðavötn, Hornbrynja, Geldingafell, Egilssel.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sauðahryggur

Frá Sunnuhlíð í Vopnafirði um Sauðahrygg á Skjaldklofaleið við Geldingafell.

Byrjum á þjóðvegi 919 í Vopnafirði. Förum heimreið suður að Sunnuhlíð og áfram suður Sunnudal vestan ár og vestur að Þverlæk undir Gullborg. Suðvestur yfir Bungu, milli Bunguvatna og upp á Sauðahrygg. Mest í 560 metra hæð. Áfram suðvestur á Skjaldklofaleið við norðausturhorn Geldingafells.

25,7 km
Austfirðir

Skálar:
Geldingafellsskáli: N65 28.394 W15 17.807.

Nálægar leiðir: Skjaldklofi, Hofsárdalur, Fríðufell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sauðafell

Frá Sauðafelli í Miðdölum að Háafelli í Náhlíð.

Sauðafell var eitt mesta höfðingjasetur Sturlunga. Þar bjuggu Sturla Sighvatsson og Sólveig Sæmundsdóttir frá Odda. Þar frömdu Vatnsfirðingar, Þórður og Snorri Þorvaldssynir, mikil hervirki í fjarveru Sturlu. Er honum voru sögð tíðindi, spurði hann, hvort Sólveigu hefði verið mein gert. Var honum sagt, að svo væri ekki. “Síðan spurði hann einskis”, segir Sturlunga. Ári síðar lét Sturla vega Þorvaldssyni á eyrunum innan við Bæ, handan árinnar, Hrafn Oddsson hirðstjóri bjó um skeið á Sauðafelli. Þar hafði Daði í Snóksdal bú og þar í kirkjunni tók hann höndum Jón biskup Arason og syni hans árið 1550 og færði til Skálholts, þar sem þeir voru höggnir.

Förum frá Sauðafelli eftir slóð austur fyrir fellið, förum hjá rústum bæjarins Glæsisvalla og áfram austur að Háafelli.

3,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Saurstaðaháls, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Prestagötur, Miðá, Hallaragata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Sandvíkurskarð

Frá Stuðlum í Viðfirði um Sandvíkurskarð til björgunarskýlisins í Sandvík.

Fyrrum aðalleið Sandvíkinga, erfið hestleið, en greiðfær göngufólki. Leiðin er stikuð.

Förum frá Stuðlum til austurs upp í mitt fjall og síðan til suðurs í Sandvíkurskarð í 600 metra hæð. Þaðan suðaustur að björgunarskýlinu í Sandvík.

3,7 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar: Sandvík: N65 05.350 W13 33.270.

Nálægar leiðir: Viðfjörður, Tregaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandvík

Frá Selárdal í Arnarfirði vestur í Miðdal í Verdölum.

Jón Sigurðsson, síðar forseti Alþingis, reri út frá Verdölum á sínum yngri árum. Í Krossárdal í Tálknafirði og í Selárdal bjó listamaðurinn Samúel Jónsson. Í Selárdal bjó líka Gísli Gíslason á Uppsölum, sem frægur varð af Stiklum Ómars Ragnarssonar. Selárdalur var löngum eitt bezta brauð landsins. Þar bjó sr. Páll Björnsson, sem átti konu, sem þjáðist af ofsóknaræði. Hann kom sex mönnum á bálið fyrir galdra.

Byrjum við þjóðveg 619 í Selárdal í Arnarfirði. Förum vestnorðvestur fyrir Selárdalsfjall og Sandvíkurhyrnu yfir í Miðdal í Verdölum.

2,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Selárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort