Þjóðleiðir

Sandvatn

Frá Stöng í Mývatnssveit um Sandvatn til Reykjahlíðar við Mývatn.

Leiðin liggur fyrst um ofanverðan Laxárdal, eftir moldarslóð um þurrt kvistaland að Brettingsstöðum. Á leiðinni miðja vega er farið yfir tvo löggarða. Það eru 3-7 metra breiðir garðar, sem voru reistir úr torfi sem landamerki víða um Suður-Þingeyjarsýslu á söguöld og fram á Sturlungaöld, samtals 150 km langir. Þeir hafa sigið og standa nú aðeins um 20 sm upp úr landinu. Við Sandvatn er land vel gróið, en norðan þess er Hólasandur. Frá því er Laxárdal sleppir eiga engir jeppar að geta verið á ferð á þessari leið.

Byrjum á þjóðvegi 1 rétt austan við afleggjara að Stöng í Mývatnssveit. Norðan vegar er girðing með hliði að veiðivegi. Við förum þennan moldarveg norður Laxárdal, vestan eyðibýlanna Brennistaða og Brettingsstaðasels. Þegar við komum að girðingu við tún eyðibýlisins Brettingsstaða, beygjum við þvert í austur, yfir Laxá á brú og hjá eyðibýlinu Hólkoti upp Hólkotsgil. Áfram höldum við austur að Austurgili við Sandvatn. Förum þar norður með vatninu og norðan við Seltanga, um Óttarshaga, sunnan við Heiðarnúpa og Hrossanúpa. Förum fyrir norðurenda Sandvatns og þaðan austur að þjóðvegi 848 norðan Mývatns, yfir hann og yfir þjóðveg 87, sem liggur um Hólasand. Við förum norðan þjóðvegar 87 um Fagraneshóla að flugvellinum norðan við byggðina í Reykjahlíð við Mývatn.

19,0 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Gullvegurinn, Engidalur, Péturskirkja.
Nálægar leiðir: Heiðarsel, Hrossanúpar, Pennaflötur.

Skrásetjari: Sæmundur Eiríksson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandsskarðsleið

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Sandá í Svarfaðardal um Sandskarð að sæluhúsinu á Lágheiði.

Fallegt skarð en sjaldan farið.

Förum frá Sandá eða Göngustöðum norðvestur Sandárdal sunnan undir Gimbrarhnjúk og vestnorðvestur upp í Sandskarð í 950 metra hæð. Áfram vestnorðvestur og niður í botn Hvarfdals. Síðan norður Hvarfdal á þjóðveg 82 um Lágheiði. Förum með þjóðveginum norðaustur að sæluhúsinu á Lágheiði.

12,7 km
Eyjafjörður

Skálar:
Lágheiði: N65 56.315 W18 50.540.

Nálægar leiðir: Klaufabrekkur, Hvarfdalsskarð, Unadalsjökull, Heljardalsheiði, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sandskarð

Frá Siglufirði um Hólsskarð og Sandskarð til Ólafsfjarðar.

Einnig kallað Botnaleið. Vel fær hestum og vinsæl til útreiða.

Förum frá Siglufirði inn í Fjarðarbotn og síðan suðaustur og upp í Hólsskarð í 620 metra hæð. Þaðan til suðurs þvert yfir efstu drög Ámárdals, vestan við Ámárhyrnu og austan við Grænuvallahnjúk. Til suðausturs þvert yfir drög Héðinsfjarðar upp í Sandskarð í 640 metra hæð. Þaðan austur og niður í Skeggjabrekkudal, fram dalinn og að Ólafsfirði.

22,5 km
Skagafjörður-Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Efrafjall, Dalaleið, Siglufjarðarskarð, Fiskihryggur, Hestskarð eystra, Hólsskarð, Héðinsfjarðará, Drangar, Fossabrekkur, Múlakolla.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandsheiði

Frá Núpi í Dýrafirði að Sæbóli á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Vel vörðuð á nítjándu öld.

Förum frá Núpi norðvestur ströndina undir Breiðhillu. Síðan norður Gerðhamradal og upp Gyrðisbrekku, norðvestur um Sandsheiði í 540 metra hæð. Þá norður og niður í suðvesturhlíðum Brekkudals og undir Þorsteinshorni. Að lokum út að Sæbóli.

18,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Guðnabúð: N65 59.437 W23 38.447.

Nálægar leiðir: Klúkuheiði, Nesdalsskarð, Hrafnaskálarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandsbæir

Frá Laxamýri um Sandsbæi að Torfunesi í Köldukinn.

Förum frá Laxamýri vestur með þjóðvegi 85 yfir brú á Laxá. Um hlið á girðingu og vestur að Sílalæk. Síðan suðvestur á þjóðveg 852 og eftir honum suður í Hraunkot. Þaðan suður með Skjálfandafljóti, að Húsabakka. Meðfram þjóðvegi 85 yfir brú á Markarfljóti, upp að Torfunesi.

24,8 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Hvammsheiði.
Nálægar leiðir: Sílalækur, Reykjakvísl, Hellur, Hafralækjarskarð, Kinnarfell, Fossel, Fosselsskógur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandneshryggur

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Hvammi í Bjarnarfirði um Sandneshrygg að Kvíanesi í Steingrímsfirði.

Byrjum hjá mótum þjóðvega 653 og 655 í Bjarnarfirði, hjá brúnni við Hvamm. Förum suðvestur á Bjarnarfjarðarháls, vestan við Grjóthólmavatn og Haugsvatn. Áfram suðvestur Sandneshrygg og síðast vestur að Kvíanesi.

7,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þórisgata, Urriðavötn, Seljavatn, Pyttasundshæðir, Bassastaðaháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandkúlufell

Frá Grettishæðarvatni á Stórasandi að Sandkúlufelli á Kjalvegi.

Þessi jeppaslóð tók við af Skagfirðingavegi, sem Blöndulón færði í kaf. Urðu hestamenn þá að krækja suður eða norður fyrir lónið. Að austanverðu liggur þessi slóð miklu sunnar en gamli reiðvegurinn.

Förum frá suðurenda Grettishæðarvatns austur eftir jeppaslóð, hæst í 800 metra hæð, síðan sunnan við Svörtuhæð og loks norðan við Sandkúlufell inn á þjóðveg 35 um Kjöl.

20,7 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Bláfell.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða, Hanzkafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandhólar

Frá þjóðvegi 47 suðvestan Miðfells í Hvalfirði um Sandhóla að Katlavegi í Leirársveit.

Förum af þjóðveginum norður með Miðfelli að vestanverðu, norður yfir Laxá í Leirársveit og yfir þjóðveg 502 að Skarðsheiði. Beygjum þar til vesturs undir heiðinni, förum framhjá Sandhólum að Lambagili og þaðan suðvestur á Katlaveg milli Hafnar í Melasveit og Leirárgarða í Leirársveit.

12,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Sanddalur

Frá Hamraendum í Miðdölum að Háreksstöðum í Norðurárdal.

Sanddalur var fyrr á öldum mikilvæg samgönguleið milli Norðurárdals og Dalasýslu, þótt Brattabrekka hafi alltaf verið helzta leiðin og sé það enn. Upp í Sanddal liggja fleiri leiðir úr Dölum en hér er lýst. Sunnan þessarar leiðar er leið vestan úr botni Reykjadals um Sprengibrekku og Mjóadal. Norðan þessarar leiðar er leið úr botni Haukadals um Sátudal. Sanddalur er gróinn dalur, fremur þröngur og var í byggð fyrr á öldum. Síðasti bærinn, Sanddalstunga, fór ekki í eyði fyrr en 1974.

Förum frá Hamraendum með þjóðvegi 582 upp með Miðá að suðvestanverðu með þjóðvegi 582 og síðan beggja vegna árinnar til suðausturs. Yfir þjóðveg 60 og til austurs inn í Reykjadal um Fellsendaskóg og eyðibýlið Fellsendakot og til austurs upp úr dalbotninum hjá Tröllakirkju. Komum þar í 410 metra hæð á Merkjahrygg, sýslumörkum Dala og Mýra. Síðan áfram austur um stutt og þröngt skarð, austur Heydal og beygjum til suðurs niður í Sanddal, sem við fylgjum út í Norðurárdal, alltaf vestan við Sanddalsá. Fjallið Sandur er að vestanverðu og Hádegisfjall að austanverðu. Við förum um eyðibýlið Sanddalstungu og síðan áfram suður meðfram Hvammsmúla að vestanverðu og Sveinatungumúla að austanverðu. Förum yfir þjóðveg 1 í Norðurárdal og síðan beint yfir Norðurá upp á þjóðveg 528 og eftir honum einn kílómetra vestur að Háreksstöðum.

38,3 km
Snæfellsnes-Dalir, Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Sópandaskarð, Skógarströnd, Jafnaskarð.
Nálægar leiðir: Miðá, Hallaragata, Eyðisdalur, Illagil.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Jónas Kristjánsson

Sandá

Frá skála í Leppistungum á afrétti Hrunamanna suðvestur með Sandá að skála í Svínárnesi á afrétti Hrunamanna.

Leiðin fylgir ekki jeppaslóðinni, heldur liggur um gróna bakka Sandár vestan árinnar alla leið í Svínárnes.

Miklumýrar eru víðáttumikið votlendi, erfitt yfirferðar utan vegarins.

Förum frá fjallaskálanum í Leppistungum yfir Sandá og suður með henni um Miklumýrar og vel færan Ófærukrók. Síðan til vesturs fyrir norðan Skyggni í Lausamannsölduver og loks yfir Sandá að fjallaskálanum í Svínárnesi.

17,0 km
Árnessýsla

Skálar:
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.
Svínárnes: N64 28.223 W19 44.547.

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Miklumýrar.
Nálægar leiðir: Svínárnes, Kjalvegur, Harðivöllur, Leirá, Svínárbotnar, Skyggnisalda, Rjúpnafell, Klakkur, Grjótá, Grjótártunga.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandaskörð

Frá Hjaltastað í Útmannasveit á Héraði að Hvannstóði í Borgarfirði eystra.

Algeng reiðleið milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar fyrir lagningu bílvegarins um Vatnsskarð. Um skarðið liggja raflína og gróf jeppaslóð.

Förum frá Hjaltastað suður Skógarás í Geitabjargadal. Þaðan austur um Ánastaði og Rauðulæki og yfir Bjarglandsá. Síðan til norðausturs fyrir Beinageitarfjall, um Innri-Sauðahraun og austur í Sandadal. Þaðan austur um Sandaskörð í 620 metra hæð. Áfram austur fyrir sunnan Tindfell, á jeppaslóð niður að Hólalandi og austur að Hvannstóði.

20,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tröllabotnar, Kækjuskörð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandakravegur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vogum á Vatnsleysuströnd um Sandakraveg að þjóðvegi 427.

Á ferlir.is segir m.a.: “Gengið var um Skógfellaveg, beygt út af veginum skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá) og haldið upp Mosadal vestan við Kálffellið, upp fyrir Mosadalsgjá og áfram um sandsléttur norðvestan Nauthóla. Síðan var slóðinni fylgt suður með Fagradalsfjalli allt að Drykkjarsteinsdal.”

Förum frá Vogum um Reiðskarð og suður yfir Keflavíkurveg 41. Síðan áfram til suðausturs, austan við Snorrastaðatjarnir og um Mosadali að Fagradal. Svo til suðurs vestan við Fagradalsfjall, um Sandhóla að þjóðvegi 427.

13,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Skógfell, Stapafell, Einiberjahóll, Vatnsleysuheiði, Vatnsleysuströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandafell

Frá Þingeyri við Dýrafjörð á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

Förum frá Þingeyri suður úr bænum og fyrir suðausturendann á Sandafelli. Síðan vestur í Brekkudal og upp með ánni suður að Bakka. Þaðan til vesturs norðan við Bakkahorn að Múla, þar sem við komum á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

5,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Álftamýrarheiði, Göngudalsskarð, Kvennaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandabrot

Frá Þeistareykjabunguleið um Sandabrot að Þeistareykjum.

Byrjum á Þeistareykjabunguleið frá Svínadal. Förum til vesturs sunnan við Eyjólfshæð og um Beinaklett við Bláskóga. Þar beygjum við til suðvesturs um Sandabrot, förum vestan við Ketilfjall og þaðan suður að Þeistareykjum.

15,6 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.

Nálægir ferlar: Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Hamrahlíð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Saltnesáll 2

Frá Snorrastöðum yfir Saltnesál og áfram um Stóra-Hraun yfir Haffjarðará og um Prestasker til Skógarness.

Stundum myndast uppistöðulón á leirunum og þarf þá að krækja fyrir þau. Á stöku stað eru sandbleytur nálægt leiðinni. Gætið ykkar, ef leirinn fer að dúa. Snúið þá við og leitið betra færis. Löngufjörur eru draumaland hestamanna, endalaus skeiðvöllur til allra átta, sums staðar láréttar leirur og annars staðar vægt hallandi sandfjara hvít eða gullin. Vinsælastar eru fjörurnar út frá Snorrastöðum vestur yfir Saltnesál og Haffjarðará í Skógarnes. Ríði menn bara einu sinni þessa leið, er bezt að fara vestur og hafa Snæfellsjökul í fangið. Þetta er skjótasta útgáfan af Löngufjörum. Saltnesáll kemur úr lindum í Eldborgarhrauni, er svo breytilegur, að leita þarf vaðs á honum. Hann er því varasamur, farið hann eingöngu með staðkunnugum. Hafið flóðatöflurnar með í farteskinu. Hér reið Þórður kakali 1242 á flótta undan Kolbeini unga, svo sem segir í Sturlungu, og slapp yfir Saltnesál áður en flæddi að.

Förum frá Snorrastöðum með Kaldá að vestanverðu og síðan aðeins til vesturs með fjörunni, áður en við förum út á hana. Förum skammt utan við yztu tanga til vesturs unz við komum að Saltnesál. Algengast er að fara yfir hann 50-100 metrum frá landi. Hér hafa orðið slys á hestum og stundum legið við slysum á fólki. Þegar við erum komin vestur yfir álinn, förum við beint áfram vestur og tökum land í Viðarhólma, förum norður hólmann og aftur út á leirurnar vestan við Litla-Hraun. Stefnum beint á Stóra-Hraunsnes, þar sem við tökum land og förum jeppaslóð heim að bæ á Stóra-Hrauni. Förum aðeins upp fjöruna og út á Haffjarðarós fyrir sunnan klettinn í ánni. Þar förum við yfir Haffjarðará á Bænahúsavaði og síðan vestur fyrir utan Kolviðarnes og Núpárnes. Við stefnum á Prestasker, örlítið suður frá vestri. Frá Prestaskeri förum við áfram vestur að sumarbústað við vík í ströndina norðan Þórishamars. Tökum land norðanmegin í víkinni, förum upp á heimreiðina til Skógarness og fylgjum henni í Skógarnes.

23,5 km
Snæfellsnes-Dalir

Ekki fyrir göngufólk

Skálar: Snorrastaðir: N64 46.558 W22 17.969.

Nálægir ferlar: Múlavegur, Hítará, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar.
Nálægar leiðir: Skjólhvammsgata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson