Þjóðleiðir

Reykjadalir

Frá Dalakofanum um Reykjadali að Landmannahelli.

Mest notaða leiðin milli Fjallabaksleiða syðri og nyrðri, sú stytzta, en lika sú, sem fer hæst yfir sjó. Af leiðinni er þverleið í Hrafntinnusker.

Reykjadalir eru mikið hverasvæði með grænum grundum í 800 metra hæð yfir sjávarmáli.

Byrjum á vegamótum sunnan við fjallaskálann Dalakofann og við norðvesturhorn Laufafells. Vegamótin eru í 760 metra hæð. Förum eftir jeppaslóð norðvestur á fjallgarðinn og um Reykjadali, þar sem er afleggjari austur í fjallaskálann Höskuldsskála við Hrafntinnusker. En við förum áfram norður á Pokahrygg, þar sem jeppavegurinn nær 980 metra hæð. Þar erum við í Mógilshöfðum. Komum niður úr fjöllunum austan við Sátubarn, þar sem við komum að Fjallabaksleið nyrðri í 590 metra hæð.

18,0 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Dalakofinn: N63 57.042 W19 21.566.

Nálægir ferlar: Fjallabak nyrðra, Sauðleysur, Landmannaleið, Krakatindur, Grasleysufjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Útivistarkort

Reyðarvatn

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal norður fyrir Reyðarvatn að Hallbjarnarvörðum á Bláskógaheiði.

Þetta er gömul leið, nokkur krókur, en liggur fjarri bílveginum um Uxahryggi.

Förum frá Oddsstöðum til austurs norðan við Tungufell og Brennuháls að Reyðarvatni norðanverðu. Síðan suðsuðaustur með vatninu að austanverðu og vestan í Fossárhöfða. Suður yfir Leirá og upp með ánni austur og suður að Leirártjörnum. Þaðan suðaustur um skarðið sunnan við Langás að Okvegi. Þaðan suður um Brunna og austan Brunnavatns að Hallbjarnarvörðum.

23,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Okvegur, Skjaldbreiður, Helguvík, Reyðarfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Reyðarfell

Frá Oddsstöðum í Lundareykjadal austur fyrir Reyðarfell að Hrísum í Flókadal.

Oddsstaðir eru miðstöð hestaferða um Borgarfjörð og Löngufjörur. Leiðin fyrir Reyðarfell er hliðarleið inn á Hálsaleið um Borgarfjarðardali.

Förum frá Oddsstöðum austur fyrir Hrafnatjarnahæðir. Beygjum norðnorðaustur um skarð austan hæðanna að Reyðartjörn suðaustanverðri í 280 metra hæð. Förum austur og síðan norður með Reyðarfelli austanverðu norður fyrir fellið. Síðan norðvestur með Engjadalsá að Hrísum í Flókadal.

10,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Hálsaleið, Húsafell, Reyðarvatn, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Rekavík

Frá Látrum í Aðalvík til Rekavíkur bak Látrum.

Förum frá Látrum norðaustur með Grasdalsfjalli og síðan norðvestur með fjallinu og sunnan Rekavíkurvatns að Rekavík bak Látrum.

5,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Kjölur, Mannfjall, Aðalvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Reistarárskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Reistarárrétt á Árskógsströnd um Þorvaldsskarð í Þorvaldsdal og að Árskógsrétt á Árskógsströnd.

Förum frá Reistarárrétt til vesturs fyrir norðan Reistará upp í Reistarárskarð. Í skarðinu í 670 metra hæð beygjum við til norðurs og niður í Mjóadal. Förum síðan norður Mjóadal að austanverðu út í Þorvaldsdal og þann dal áfram norður að Árskógsrétt.

15,8 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsskarð, Þorvaldsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Reipsdalur

Frá Hoffelli í Hornafirði um Reipsdal til Laxár í Laxárdal í Lóni.

Hoffell er gamalt höfuðból í stórbrotinni náttúru.

Förum frá Hoffelli norðaustur yfir Hoffellsdal og upp Mela austan dalsins. Förum þar upp í Selbotn og síðan norður fyrir Seltind upp í Vörp í 620 metra hæð. Síðan austur Reipsdal og áfram Laxárdal í Lóni niður að þjóðvegi 1 hjá Laxárbrú.

22,7 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Dalsheiði, Illikambur, Hellisskógur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Reindalsheiði

Frá botni Fáskrúðsfjarðar um Reindalsheiði til Gilsár í Norðurdal í Breiðdal.

Fjölfarið var um heiðina fyrr á öldum og enn eru glögg merki um götuslóðann. Milli Áfangahjalla og Bröttubrekku er heiðin vörðuð 42 vörðum. Um tíðina hafa ýmsar vegabætur fyrir hross verið gerðar á leiðinni.

Byrjum við þjóðveg 96 í botni Fáskrúðsfjarðar. Förum heimreið vestur að Tungu og áfram vestur Tungudal sunnan við Tunguröð og norðan við Hjálmakamb. Förum í sneiðingum suður Bröttubrekku norðan við Svartagil og síðan um Dokk og Steinahjalla upp á Reindalsheiði í 880 metra hæð. Förum milli tveggja varða í háskarðinu. Þar eru fjöllin Njáll og Bera að austanverðu og Heiðarhnjúkur að vestanverðu. Síðan förum við suður og niður á Áfangahjalla. Þaðan suður Áfangahjallabrekku og Drangsbrekku, um Heiðarbrýr og Heiðarmýrar. Framhjá Einstakamel og suður Fossárdal og að lokum suður Gilsárdal niður að Gilsá.

16,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stöðvarskarð, Stafdalur, Stuðlaskarð, Fagradalsskarð, Launárskarð, Jórvíkurskarð, Dísastaðahjalli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Reiðskarð

Frá Hungurfiti til Bólstaðar undir Einhyrningi.

Þetta er leiðin um Laufaleitir Rangvellinga. Ekki er þetta land með miklu fóðurgildi, eins og örnefnin Hungurfit og Sultarfell sýna. Síðari hluti leiðarinnar frá Króki er með skemmtilegustu reiðleiðum landsins, þótt ljót ummerki séu þar um torfæruakstur jeppa. Sérstaklega kaflinn um Þverárbotna, þar sem slóðin liggur sumpart í þrengslum í ánni. Stundum böðlast jeppar þá leið, þótt þeir komist varla um vegna þrengsla. Útsýni af leiðinni er víða frábært til grænna fjalla, sem standa stök í svartri auðn.

Förum frá fjallaskálanum í Hungurfiti í 620 metra hæð og höldum austur jeppafæra leið um Reiðskarð milli Faxa að norðan og Sultarfells og Faxatagls að sunnan. Förum upp úr Sultarfit bratta brekku á Sultarfell og síðan í ýmsum krókum austur í Krók við ármót Markarfljóts og Hvítmögu. Þar er fjallaskáli. Þaðan förum við suður jeppaslóð, yfir Hvítmögu á grýttu vaði suður um Þverárbotna og síðan undir Lifrarfjöllum um Þverárdal að brú á Markarfljóti við fjallakofann í Mosum. Hjá brúnni förum við af jeppaslóðinni eftir reiðslóð upp hæðirnar og síðan til suðurs nokkuð vestan við bílveginn og austan við Kerhnjúka. Loks förum við vestur fyrir Einhyrning og síðan um bratta brekku að skálanum Bólstað.

24,3 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Hungurfit: N63 50.530 W19 32.850.
Krókur: N63 49.940 W19 24.230.
Mosar: N63 47.040 W19 25.530.
Bólstaður: N63 43.831 W19 28.697.

Nálægir ferlar: Laufafell, Hungurfit, Grasleysufjöll, Krókur, Mosar, Fljótshlíð.
Nálægar leiðir: Goðaland, Flosavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Refshali

Frá Skagaströnd um Refshala til Gauksstaða á Skaga í Skagafirði.

Grímur Gíslason lýsir leiðinni svo í Árbók FÍ 2007. “Greiðfær leið er austur dalinn [Hrafndal] að norðanverðu. Er Tungufell til hægri, er upp úr dalnum er komið, en Refshali til vinstri norðar á fjallinu. Er farið austur mlli þessara tveggja fella, og er þá komið á Fossdal, sem gengur norður með Refshala að austan. Er farið norður Fossdal um stutta leið, en beygt til austurs norðan tjarna, sem þar eru skammt undan. Þá er skammt að upptökum Fossár og niður með henni, ef fara skal til bæja austan á Skaganum.”

Förum frá Skagaströnd austnorðaustur Hrafndal sunnan við Spákonufell og norðan við Illviðrahnjúk. Síðan til norðurs milli Tungufells að austanverðu og Hrútafjalls að vestanverðu. Til norðnorðausturs milli Katlafjalls að vestanverðu og Refshala að austanverðu, í Fjallabaksdal. Þaðan vestur yfir Fossdalsá. Við förum áfram norðaustur um Fossbungu og Urriðatjörn, austan Hraunvatns og sunnan Reyðartjarnar. Við förum áfram austur með Fossá að þjóðvegi 745 norðan við Gauksstaði.

21,5 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Nálægar leiðir: Bjarnarfell, Ölvesvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Raufarhafnarvegur

Frá Blikalóni á Melrakkasléttu um Raufarhafnarveg að Raufarhöfn.

Þetta er ekki sami vegur og nú er kallaður Raufarhafnarvegur og liggur suður frá Raufarhöfn að veginum yfir Hófaskarð.

Förum frá Blikalóni austur um Lautinantsvörðu og fyrir norðan Mjóavatn. Til austurs fyrir sunnan Bjargavötn. Áfram förum við austur Raufarhafnarheiði og Harðbaksjarðbakka og norðan við Kríutjarnir að Raufarhöfn.

15,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Oddstaðir, Blikalónsdalur, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Grjótnes, Skinnalónsheiði, Æðarvötn, Engitjarnarás, Hólsstígur, Beltisvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rauðuborgir

Frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum að Rauðuborgum.

Förum eftir dráttarvélaslóð frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum beint suður í átt að Rauðuborgm. Förum vestan við borgirnar og suður fyrir þær til austurs að fjallaskálunum Rauðuborg og Fjallaborg.

11,3 km
Þingeyjarsýslur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Garðar Snæland

Rauðufossafjöll

Frá Sléttafelli sunnan Krakatinds að Dalakofanum norðan Laufafells í Laufaleit.

Byrjum á vegamótum sunnan Sléttafells sunnan Krakatinds. Þangað liggur leið norðan úr Landmannahelli og leið suðvestan af Rangárvöllum. Við förum til suðurs fyrir vestan Rauðufossafjöll. Síðan suðaustur að Dalakofanum.

9,1 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Dalakofinn: N63 57.042 W19 21.566.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Krakatindur, Grasleysufjöll, Reykjadalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Rauðskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Árdal í Ólafsfirði um Rauðskarð til sæluhúss í Vík í Héðinsfirði.

Mest farna gönguliðin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar. Vel merkt.

Byrjum við þjóðveg 803 í Árdal. Förum vestur Árdal og síðan norðvestur með Rauðskarðsá. Norður í Rauðskarð í 560 metra hæð og síðan norðaustur í Víkurdal og norðnorðvestur þann dal niður að sæluhúsi við strönd Héðinsfjarðar.

8,2 km
Eyjafjörður

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Héðinsfjörður: N66 08.275 W18 45.821.

Nálægar leiðir: Vatnsendaskarð, Fossabrekkur, Hvanndalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Rauðsgil

Frá Rauðsgili í Reykholtsdal um Tjaldhól á Okveg.

Þessa leið fór Sturla Sighvatsson til Apavatnsfarar að Gissuri Þorvaldssyni 1238 og síðan á Hofmannaflöt og um Prestastíg að Hrafnabjörgum á Þingvallaheiði, þar sem hann hitti sendimann Gissurar. Jón Helgason, prófessor í Árnasafni, var fæddur á Rauðsgili.

Förum frá Rauðsgili til suðausturs fyrir vestan Rauðsgil milli Búrfells að austan og Steindórsstaðaaxlar að vestan. Förum meðfram Skammá austsuðaustur um Fellaflóa. Sunnan við Grenshæð og norðan við Sléttafell förum við til suðurs fyrir austan Sléttafell og síðan til austsuðausturs að Tjaldhóli vestan Oks. Þar liggur Okvegur norðan frá Giljum í Reykholtsdal suður að Brunnum á Bláskógaheiði.

11,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Okvegur, Húsafell, Bugar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rauðkembingar

Frá Rangárbotnum um Skjólkvíahraun að Krakatindsleið.

Þessa leið fara þeir, sem vilja ganga stytzta leið á Heklu. Skjólkvíahraun rann 1970 og var þá þessi leið notuð til skoðunarferða. Rauðkembingur er söðulbakað illhveli og hefur gefið nafnið fjalli á þessari leið.

Byrjum í Rangárbotnum við vegamót þjóðvegar 26 og Landmannaleiðar í 240 metra hæð. Við förum Landmannaleið til austurs, fyrst norðan Sauðafells að Öldunni. Þar liggur jeppaslóð suður í átt að Heklu og við fylgjum henni alla leið. Fyrst um Skjólkvíahraun að Hestöldu og síðan suðvestur með öldunni og síðan bratt upp brekkuna í Rauðuskál, sem er milli Hestöldu og Rauðkembinga. Við förum norðaustur um skarðið og síðan suður yfir Nýjahraun vestan við Krakatind og suður að austurhlið Mundafells, þar sem við komum á slóðina frá Landmannahelli um Krakatind og Vatnafjöll til Rangárvalla.

27,0 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjallabak nyrðra, Rangárbotnar, Sauðleysur, Krakatindur.
Nálægar leiðir: Valafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort