Þjóðleiðir

Þórisgata

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Kaldrananesi í Bjarnarfirði um Þórisgötu að Bakkagerði í Steingrímsfirði.

Gömul póstleið, fjölfarin og vel vörðuð. Leiðin er merkt beggja vegna með skiltum.

Förum frá Kaldrananesi eftir Þórisgötu um Bringur og síðan austan Bæjarvatna. Suður um Kjöl og Bæjarháls. Þvínæst niður Berg og suðaustur að Bæ og síðan með vegi til Bakkagerðis.

6,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Urriðavötn, Seljavatn, Sandneshryggur, Pyttasundshæðir, Dimmudalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þórdalsheiði

Frá Arnhólsstöðum í Skriðdal um Þórudal og Þórdalsheiði að Áreyjum í Reyðarfirði.

Var fyrrum nefnd Jórunnardalsheiði. Jeppafær línuvegur er um heiðina.

Áður var heiðin víða torfær hestum á vetrum, þótt farið væri þar með fjárrekstra. Slys urðu þar á síðari öldum. Séra Þorleifur Guðmundsson á Hallormsstað féll með hesti sínum 1702 um snjóþak á Yxnagili. Guðmundur Marteinsson frá Reyðarfirði varð þar úti í stórviðri á jólum 1811. Síðast varð þar úti Benedikt Blöndal búfræðingur í janúar 1939, þá kominn niður í Skriðdal.

Byrjum við þjóðveg 1 um Skriðdal hjá Arnhólsstöðum. Förum austur eftir vegi 936 inn í Þórudal. Innarlega í dalnum er þverleið austur í Brúðardal. Við förum þverleiðina austur um Brúðardal milli Brúðardalsfjalls að norðan og Tröllafjalls að sunnan. Upp úr dalbotninum förum við norðaustur á Þórdalsheiði í 500 metra hæð við Hvalvörðu og síðan austur með litríku Yxnagili og um Drangsbrekkur niður í Áreyjardal og sunnan ár að Áreyjum í Reyðarfirði.

9,2 km
Austfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Stafdalur, Hjálpleysa, Stuðlaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þórarinsdalur

Frá Langadal um Þórarinsdal að Hólmi í Hítardal.

Byrjum á jeppaslóð um Langadal við norðurenda Langavatns. Förum vestur í heiðarskarðið og síðan beint norðvestur í Þórarinsdal. Förum norðvestur og síðan vestur dalinn að Hólmi. Fylgjum jeppaslóð sunnan Hólms að jeppavegi í Hítardal.

14,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Þorvaldsskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Skriðulandi á Árskógsströnd (Galmaströnd) um Þorvaldsskarð til Árskógsréttar á Árskógsströnd.

Heitir eftir Þorvaldi Galmasyni landnámsmanni í Þorvaldsdal og síðar á Galmastöðum.

Förum frá Skriðulandi skáhallt norðvestur um Kálfahjalla og Hrossahjalla í Þorvaldsskarð, sem er ofan við Kjarna. Upp á Flatahjalla og um Flatneskju í skarðið í 760 metra hæð. Förum með læknum vestur í Mjóadal og síðan norður Mjóadal að austanverðu út í Þorvaldsdal og þann dal áfram norður að Árskógsrétt.

12,5 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsdalur, Reistarárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þorvaldsdalur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Árskógsrétt á Árskógsströnd (Galmaströnd) um Þorvaldsdal til Ytri-Tunguár í Hörgárdal.

Heitir eftir Þorvaldi Galmasyni landnámsmanni í Þorvaldsdal og síðar á Galmastöðum.

Förum frá Árskógsrétt suður um Þorvaldsdal framhjá Þverárdal og Nautárdal, í 520 metra hæð við Lambárdal. Áfram suður Þorvaldsdal að Ytri-Tunguá.

22,3 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsskarð, Reistarárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þorlákshöfn

Frá þjóðvegi 427 um Þorlákshöfn að brúnni á Ölfusárósum.

Byrjum á þjóðvegi 427 milli Litlalands og Hlíðarena. Förum þráðbeint suðsuðaustur um Hafnarsand til Þorlákshafnar og síðan austur með fjörunni. Þegar við komum austur fyrir Hraunskeið förum við norður yfir þjóðveg 34 að Ölfusá og síðan með ánni að brúnni á Ölfusárósum.

14,7 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Þorskafjarðarheiði

Frá Þorskafirði til Langadalsstrandar í Ísafirði.

Reiðleiðin liggur fimm kílómetrum vestan bílvegarins um Þorskafjarðarheiði. Greinileg reiðleið, fjölfarin á fyrri öldum.

Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal við mynni Þorgeirsdals. Förum norður Þorgeirsdal vestan Múlafjalls. Síðan norður og upp Göltur austan dalsins, um Fremri-Fjalldal og þaðan norður á heiðina vestan Gedduvatns, mest í 480 metra hæð. Svo norðnorðvestur um Bröttubrekku og Högn og loks sneiðing um Heiðarbrekkur norðvestur og niður í Langadal. Norður eftir dalnum endilöngum niður að sjó á Langadalsströnd milli Nauteyrar og Arngerðareyrar.

38,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svelgur, Kollabúðarheiði, Langidalur, Kálfárgljúfur, Steingrímsfjarðarheiði, Brekkufjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjórsárholt

Frá Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi til Laxárdals í Gnúpverjahreppi.

Gömul þjóðleið að Nautavaði á Þjórsá.

Förum frá Þjórsárholti með vegi vestan bæjar á þjóðveg 32 um Gnúpverjahrepp. Síðan norður um Minni-Núp og Stóra-Núp og norður með Núpsfjalli og Miðfelli í Hamarsheiði, Þaðan norður um eyðibýlið Kisu og til norðurs austan við Tangá og Mástungnafjalls. Beygjum síðan til norðnorðvesturs um Stóra-Skyggni í Skáldabúðir og Laxárdal.

12,4 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárdalsvað, Kaldbaksvað.
Nálægar leiðir: Vaðvöllur, Nautavað, Ásólfsstaðir, Hamarsheiði, Skáldabúðir, Illaver, Hildarfjall, Stóra-Laxá, Stóru-Laxárvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjórsárdalur

Frá Skriðufelli í Þjórsárdal að Hólaskógi á Gnúpverjaafrétt.

Þetta er upphaf hinnar fornu og vörðuðu Sprengisandsleiðar í suðri.

Dalurinn er nokkuð sléttlendur og vikurborinn eftir endurtekin eldgos í Heklu. Innan við Skriðufell var dalurinn kominn í auðn vegna vikurfalls, en reynt hefur verið að græða han upp, til dæmis með lúpínu. Merkisstaðir í Þjórsárdal eru Stöng, Gjáin, Háifoss, Þjóðveldisbærinn og Vegghamrar. Bærinn að Stöng var grafinn upp árið 1939 og var byggt yfir hann svo nú er hægt að sjá þar hvernig eldstæði og annað innbú leit út á söguöld. Göngubrú er yfir Rauðá rétt fyrir neðan Stöng. Frá Stöng er vinsælt að ganga að Gjánni. Friðsælt er í Gjánni, þar sem Rauðá leikur við hamra og gil. Þar er hvannastóð kringum uppspretturnar og margar tegundir mosa og grasa.

Förum frá Skriðufelli, þar sem Sprengisandsvegur hefst að sunnanverðu. Fyrsta varðan er við Húsagróf, tæpan kílómetra austan við bæinn á Skriðufelli. Við förum vörðuðu slóðina austan Skriðufells upp með Sandá undir Dímoni. Skiljum þar við ána og stefnum austur undir Vegghömrum á suðurenda Reykholts. Förum sunnan við holtið og síðan til austurs norðan við Skeljafell að hestarétt við Stöng. Þaðan förum við suður yfir Fossá og upp með Rauðá á suðurbakka Gjárinnar. Síðan norðaustur um Kjóaflöt og bratt Hólaklif og áfram um Bleikkollugil að fjallaskálanum í Hólaskógi.

14,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Hólaskógur: N64 10.192 W19 40.557.

Nálægir ferlar: Gjáin-Stöng, Ísahryggur, Hraunin.
Nálægar leiðir: Skúmstungur, Ásólfsstaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið

Þjórsárbakkar

Frá Reykjarétt á Skeiðum um Þjórsárbakka að gömlu Þjórsárbrú.

Mikið er um girðingar á þessari leið. Eru ferðamenn beðnir um að loka hliðum og hafa ekki lausa hesta. Hefur lengi verið vinsæl reiðleið hestamanna.

Förum frá Reykjarétt suðvestur á Murneyrar við Þjórsá. Síðan suður með Þjórsá, um Skeiðháholt að eyðibýlinu Þjótanda.

21,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Vörðufell, Sóleyjarbakki, Vaðvöllur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjórsá

Frá Varghóli á þjóðvegi 286 hringferð með Þjórsá að Varghóli.

Tveimur kílómetrum suðvestan Akvegar er Kirkjuhóll. Þar hafa fundizt minjar um kirkju, sem hefur brunnið. Þar er líka kirkjugarður, hlaðinn úr tveggja metra háum sexstrendum stuðlum, minnisvarði um meiriháttar framkvæmd. Rústirnar eru frá því fyrir árið 1200.

Förum frá Varghóli suðvestur um Þverlæk og Hreiður að Kvíarholti. Þaðan vestur yfir þjóðveg 286 á þjóðveg 284. Eftir honum vestur fyrir suðurenda Gíslholtsvatns, síðan norður um Gíslholt og vestur fyrir Kamb. Þaðan norður með Þjórsá um Kostholt og Ártangaeyri í Kaldárholt. Þaðan austur um Stóra-Dímon og Lambhaga að Þjórsá og áfram austur í Akbraut. Þaðan suður með Þjórsá um Hestaklett og Hestafoss og síðan suður um Bjalla að Læk. Þaðan suðvestur að þjóðvegi 286 og með þeim vegi suður að Varghóli.

30,6 km
Rangárvallasýsla

Nálægar leiðir: Eyjavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þjófaskörð

Frá Hnífsdal um Þjófaskörð til Seljalandsdals í Skutulsfirði.

Þetta er ekki reiðleið.

Á Vestfjarðavefnum segir: ““Úr innri enda Þjófaskarðs er sneitt niður skriðurnar þar til komið er niður á melholt, móa og mýrar, en auðvelt er að þræða þurra leið. Uppi undir hlíðinni til vinstri, handan Skarðsengis, sést endastöð fyrstu skíðalyftunnar á Seljalandsdal við Gullhól. Þaðan er gengið norðan- og austanvert í rótum Sandfells niður lága hjalla að stíflunni í Buná.”

Förum frá Hnífsdal um Heiðarbraut og vestur dalinn framhjá eyðibýlinu Fremri-Hnífsdal og síðan eftir slóða í sneiðingum í átt að Heiðarskarði. Undir skarðinu förum við suður fyrir botn dalsins að Þjófaskörðum. Förum yfir þau í 600 metra hæð og síðan áfram suður í Seljalandsdal. Sneiðum niður skriðurnar, unz við komum niður í gróður. Síðan vestsuðvestur dalinn að vegi til skíðasvæðisins.

10,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Heiðarskarð, Botnsheiði, Breiðadalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þjófagil

Frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi í Þjófagil.

Förum frá Fossnesi norðvestur með Þverá í Þjófagil.

3,6 km
Árnessýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Ásólfsstaðir, Fossnes, Hagavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þjófadalsvarp

Frá Klifi á Tóarvegi um Þjófadalsvarp og Vestdalsheiði til þjóðvegar 93 á Fjarðarheiði.

Þar sem leiðin liggur hjá Vatnshnjúk, er eins kílómetra krókur austur að Fjallkonu, þar sem fundust merkar fornleifar, þar á meðal nælur af kvenbúningi.

Förum frá Klifi suður um Fossbrún og suðsuðvestur um Þófadal í Þjófadalsvarp í 840 metra hæð. Áfram suður úr skarðinu og fyrir austan Vatnshnjúk. Komum að austurenda Vestdalsvatns á Vestdalsheiði. Förum vestur með vatninu norðanverðu og beygjum síðan til suðurs við vesturenda vatnsins. Förum suður um Stafdal fyrir austan Stafdalsfell í 630 metra hæð og áfram til Dísubotns. Endum svo við Stafakverk við þjóðveg 93 á Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.

15,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tó, Vestdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þjófadalir

Frá Árbúðum á Kili að Hveravöllum á Kili.

Þetta er vestari reiðleiðin yfir Kjöl, um Þjófadali. Eystri leiðin liggur um Svartárbotna og Kjalhraun. Bílvegurinn liggur svo enn austar. Lengst af fylgir leiðin Fúlukvísl. Í Hrefnubúðum eru birkileifar í 500 metra hæð. Í Þjófadölum er graslendi. Annars staðar er farið um þýft land og hraun. Þjófadalir eru huliðsheimar, þar sem talið er, að útilegumenn hafi búið. Rauðkollur gnæfir yfir dalnum. Gott skjól er í dalnum. Hann er í 700 metra hæð, en eigi að síður gróinn lyngi, víði og stör. Ekki má nota dalinn sem beitiland fyrir ferðahesta, heldur verða menn að fara þar viðstöðulaust í gegn. Sjá líka slóðina Hvinverjadalur.

Förum frá skálanum í Árbúðum vestur yfir ána og síðan norður yfir þjóðveginn inn á reiðslóð til norðurs að Fúlukvísl undir Hrefnubúðum. Förum síðan slóð norður með ánni, austan Baldheiðar og Þverbrekknamúla. Áfram norður fyrir Kvíslarmúla og beygjum síðan til vesturs um Hlaupið í stefnu á Fremra-Sandfell. Beygjum þar til norðurs í stefnu á Þjófafell og förum síðan inn skarðið milli þess að austanverðu og Þverfells að vestanverðu. Þar komum við inn í Þjófadali í 680 metra hæð. Við förum svo yfir Þröskuld í botni dalsins, þar sem við náum 760 metra hæð. Áfram förum við norður með Þjófadalafjöllum, um Sóleyjardal og Miðdali, þar sem við förum vestan og norðan við Stélbratt. Loks förum við austur um Tjarnardali að hesthúsunum á Hveravöllum.

41,9 km
Árnessýsla

Skálar:
Árbúðir: N64 36.553 W19 42.235.
Þjófadalir: N64 48.893 W19 42.516.
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Hvítárvatn, Stélbrattur, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Kjalfellsleið, Svartárbotnar, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson