Frá Víðidal í Reykjavík til Hrafnhóla við Esju.
Förum frá Skeggjastöðum austur með Leirvogsá sunnanverðri, framhjá Tröllafossi, yfir ána og í Stardal. Förum þar upp með gripahúsum og á slóð utan í Múla. Á kafla þarf að fara niður að gamla þjóðveginum um Mosfellsheiði og síðan upp með Bugðu áður en komið er að Litla-Sauðafelli. Förum norðan við fellið um Sauðafellsflóa, yfir þjóðveg 48 og áfram til austurs fyrir sunnan og austan Stíflisdalsvatn.Í Ártúni var fyrrum veitingasala. Eiríkur Ólafsson frá Brúnum rak hana 1879-1881. Þar gerðist hann mormóni og stofnaði mormónakirkju í Ártúni. Fyrir ofan Ártún er Reiðskarð við Elliðaár, þar var vegurinn úr bænum. Úr skarðinu lá vegurinn um Grafarvog, fyrir vestan Keldur, um Keldnaholt að Korpúlfsstöðum að Ferðamannavaði á Blikastaðaá, sem nú heitir Korpa. Leiruvogs er víða getið í fornsögum. Þar áttust m.a. við Hrafn Önundarson og Hallfreður vandræðaskáld, en Hrafn sótti að honum með 60 manns og hjó á landfestar Hallfreðar. Skipið rak og lá þarna við alvarlegu skipbroti. Fyrir norðan hesthúsahverfið er svo Skiphóll. Bátar fóru þar upp um flóð meðal annars til að taka hey úr Skaftatungu, mýrum sem lágu undir Helgafelli.
Byrjum í hesthúsahverfi Fáks í Faxabóli við Elliðaár. Þaðan förum við reiðslóð að Rauðavatni og síðan norður Hádegismóa og undir þjóðveg 1 við Grafarholt. Þá meðfram þjóðveginum að Korpu og síðan á vestri bakka árinnar norður að Ferðamannavaði. Er þá komið á gömlu þjóðleiðina úr bænum. Þaðan fylgjum við reiðslóðinni að hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ. Síðan eftir reiðslóð yfir Varmá og Köldukvísl og upp með Köldukvísl, undir þjóðveg 1 og síðan meðfram Köldukvísl austur í Mosfellsdal. Áfram fyrir sunnan Mosfell og yfir Háaleiti og Borgarmela norðvestur að Skeggjastöðum, beint yfir Leirvogsá og í Hrafnhóla.
20,8 km
Reykjavík-Reykjanes
Nálægir ferlar: Elliðaárdalur, Rauðavatnshringur, Rauðhólahringur, Jórukleif.
Nálægar leiðir: Elliðavatn, Þrengsli, Ólafsskarð, Dyravegur, Kóngsvegur, Óskotsleið, Mosfellsheiði, Stardalsleið, Svínaskarð, Illaklif, Selkotsvegur.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH