Reykjanes

Marardalur

Krókur á Jórukleifarleið inn í Marardal.

Á vefsíðu Ferlir.is segir þetta um Marardal: “Marardalur er sigdæld, neðanundir Skeggja, en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Brattar hlíðar liggja að honum á alla vegu, botn hans er rennisléttur og um grundirnar liðast fagurtær lækur. Smá skarð í dalsbrúnina er í suðvesturhlið hans. Um það rennur lækurinn. Skarðið er svo mjótt, að menn verða að ganga þar inn í einfaldri röð. Merki um grjótgarðshleðslu er þar, því áður fyrr voru naut og önnur geldneyti höfð þar að sumarlagi og lokuð þar inni með þessum grjótgarði.“

Byrjum á Jórukleifarleið sunnan Marardals. Förum eftir greinilegri slóð austur í lækjargil og þræðum gilið norðaustur og norður í Marardal. Förum norður úr dalnum um greinilega sneiðinga og síðan eftir götu um Þjófahlaup á Jórukleifarleið norðan Marardals.

4,2 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Lyklafell

Hliðarleið af Jórukleifarleið að Nesjavallavegi.

Förum af Jórukleifarleið austan Lyklafells á Mosfellsheiði. Stefnum ekki í áttina að Marardal, heldur norðar að Dyradal og Dyrafjöllum og komið aftur á Jórukleifarleið sunnan Nesjavallavegar.

12,5 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Leirdalur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafravatnsvegi um Seljadal og Leirdal á Kóngsveginn við Háamel.

Gamli Þingvallavegurinn liggur til austurs rétt sunnan við Miðdal og norðan við Djúpadal. Liggur þar upp á heiðina, krækir suður fyrir Krókatjörn og liggur sú nálægt brúnum dals, sem gengur austur með Grímmannsfelli í stefnu norður af austri. Síðan liggur leiðin um Háamel og áfram austnorðaustur Mosfellsheiði. Þetta er hliðarleið á Kóngsveginum.

Förum af Hafravatnsvegi til norðausturs og fyrir norðan Búrfell og Silungatjörn. Síðan austnorðaustur Seljadal meðfram Seljadalsá upp í Leirdal við austurenda Grímmannsfells. Þar förum við austur og upp á Háamel, þar sem þessi leið mætir Kóngsveginum austur að Skógarhólum.

10,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Kóngsvegur

Frá Krókatjörn eftir Kóngsveginum um Mosfellsheiði og Vilborgarkeldu að Skógarhólum í Þingvallasveit.

Kóngsvegurinn var ruddur í tilefni af komu Friðriks áttunda til Íslands árið 1907. Á Mosfellsheiði fyrir vestan Heiðarbæ er Vilborgarkelda, vinsæll áningarstaður. Þaðan lágu leiðir í allar áttir. Ein í suður um Jórukleif í Grafning. Önnur lá um Kjósarskarð og niður með Laxá í Kjós, Þrengslaleið svonefnd. Enn önnur leið lá vestur um Moldbrekkur, þaðan svo hjá Leirvogsvatni um Klifið og niður hjá Bringum í Mosfellssveit.

Veturinn 1857 voru 14 vermenn þar á ferð. Sex létust úr vosbúð, en átta komust kalnir við illan leik niður að Bringum. Urðu sumir bæklaðir til æviloka. Úrslitum réði, hverjir gátu þurrkað föt sín kvöldið áður og hverjir ekki. Þeir, sem fóru í blaut föt um morguninn, fórust allir.

Byrjum við Nesjavallaveginn sunnan Krókatjarnar. Förum eftir greinlegum Kóngsvegi til austnorðausturs. Leiðin liggur nálægt brúnum dals, sem gengur austur með Grímmannsfelli í stefnu norður af austri. Síðan liggur leiðin um Háamel og áfram sömu átt um tilbreytingarlítið land og grýtta götu sunnan við Þrívörður og norðan við Klofningstjörn niður af Mosfellsheiði í Ferðamannahorn við Vilborgarkeldu sunnan Torfadalslækjar. Þaðan förum við yfir Grafningsveg norðvestan Heiðarbæjar og yfir hornið milli Grafningsvegar og Þingvallavegar. Síðan norður um heiðina austan Drykkjartjarnar og áfram norður, unz við komum á greinilega Selkotsslóð mlli Stíflisdals og Skógarhóla.

27,7 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.779 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Jórukleif, Rauðavatnshringur, Rauðhólahringur, Elliðaárdalur, Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Þrengsli, Ólafsskarð, Dyravegur, Mosfellssveit, Elliðavatn, Illaklif, Mosfellsheiði, Geldingatjörn, Selkotsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði, Eyfirðingavegur, Skógarkot, Lyngdalsheiði.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Kistufell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Mógilsá í Kollafirði meðfram Kistufelli og Haukafjöllum að Stardal.

Áður var farið undir rótum Esju um Mógilsá, Velli og Norðurgröf. En nú er farin jeppaslóð á Varmadalsmelum og mætast leiðirnar austan við Norðurgröf. Þetta var fjölfarin leið fyrir daga bílsins. Hér er lýst þesari gömlu leið, sem er fær enn þann dag í dag.

Förum frá Mógilsá til austurs undir rótum Esju um Velli og Norðurgröf, þar sem við komum á jeppaslóð, sem við fylgjum austur að Hrafnhólum. Þar förum við á brú yfir Leirvogsá að Skeggjastöðum og síðan austur með ánni að Tröllafossi. Nokkru austan við fossinn förum við aftur norður yfir ána og síðan austur í hlað á Stardal.

7,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Mosfellsheiði, Svínaskarð, Selkotsvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Ketilstígur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vigdísarvallavegi undir Sveifluhálsi um Ketil og Sveifluháls til Seltúns við þjóðveg 42 í Krísuvík.

Þetta var þjóðleiðin til Krísuvíkur áður en bílvegur var lagður vestan Kleifarvatns.

Ketill er djúp skál utan í Sveifluhálsi. Gatan er tæp þar á brúninni.

Byrjum á Vigdísarvallavegi, þar sem vegurinn sveigir frá Sveifluhálsi. Við förum suður og upp í hálsinn og hálfan hring á brún Ketils. Síðan áfram til suðurs fyrir austan Arnarvatn og vestan Arnarnípu. Og loks suður af Sveifluhálsi niður að Seltúni.

3,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Jórukleif

Frá Reykjavík til Nesjavalla.

Vinsæl dagleið frá Reykjavík með næturgistingu á Nesjavöllum. Fara má þá leið, sem lýst er hér að neðan eða ríða gamla þjóðveginn um Litlu Kaffistofuna og fara síðan fyrir Húsmúla inn í Engidal.

Jórukleif er upp frá Hestvík við Þingvallavatn. Þjóðsagan kennir hana við Jórunni bóndadóttur í Flóa. Þegar hestur föður hennar beið lægri hlut í hestaati, trylltist hún og varð að tröllkonu. Settist hún að í Jóruhelli í Hengli. Hún beið ferðamanna í Jórukleif. Rændi öllu af þeim og drap þá síðan. Gat enginn stoppað hana fyrr en góð ráð komu frá Noregskonungi. Þetta er falleg leið og gróðursæl. Mikilfenglegt er útsýnið af brún Jórukleifar yfir Þingvallavatn. Hér er lýst leið um Lyklafell, en líka er hægt að fara um Litlu Kaffistofuna. Sú leið er einnig sýnd á kortinu.

Förum frá Faxabóli meðfram reiðhöllinni á reiðslóð austan Breiðholtsbrautar og um göng undir þjóðveg 1 við Rauðavatn. Fylgjum slóðinni sunnan vatnsins og síðan skógargötu að hesthúsunum í Almannadal . Þar förum við á gamla Suðurlandsveginn norðan þess nýja, förum yfir Bugðu og áfram austur með veginum. Fyrir innan Gunnarshólma förum við veg um sumarhúsahverfi norðaustur að Elliðakoti og þaðan eftir slóð til austurs um Stangarhól og sunnan við Lyklafell. Áfram förum við austur um Vallöldu og Norðurvelli að Hengli. Þar sveigir slóðin til norðurs með fjöllunum, fyrst um Engidal og síðan um Þjófahlaup. Einnig er hægt að taka krók um Marardal nær fjallinu. Þegar við nálgumst Nesjavallaleið förum við upp brekkur, yfir veginn og áfram beint norður og niður í Folaldadal austan við Sköflung. Þar liggur slóðin fram á brún Jórukleifar. Við förum þar niður og upp á þjóðveg 360 um Grafning. Fylgjum þeim vegi til suðurs um Illagil og Botnadal niður á Nesjavelli. Þar tökum við afleggjara að gistiskála austan til á völlunum.

42,8 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Skálar:
Múlasel: N64 04.880 W21 22.140.

Nálægir ferlar: Elliðaárdalur
Nálægar leiðir: Elliðavatn, Rauðhólahringur, Rauðavatnshringur, Mosfellssveit, Kóngsvegur, Dyravegur, Þrengsli, Ólafsskarð, Mosfellsheiði, Dráttarhlíð, Marardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Illaklif

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Leirvogsvatni við Þingvallaveg að Háamel á Kóngsveginum gamla milli Reykjavíkur og Þingvalla.

Byrjum við þjóðveg 36 norðaustan Leirvogsvatns í Mosfellssveit. Förum jeppaslóð suður yfir Bugðuflóa og Bugðu og síðan suðsuðvestur um Illaklif á Háamel austan við Leirdal og Grímmannsfell. Þar er komið á Kóngsveginn gamla frá Reykjavík til Þingvalla.

6,7 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægar leiðir: Selkotsvegur, Geldingatjörn, Mosfellsheiði, Kóngsvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Höskuldarvellir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Kúagerði á Vatnsleysuströnd til Höskuldarvalla.

Förum frá Kúagerði til suðurs með stefnu á Keili. Sveigjum síðan til suðsuðausturs með stefnu á norðurenda Trölladyngju. Förum til suðurs milli Oddafells að vestanverðu og Trölladyngju að austanverðu. Þar er skarð um Sog suðaustur fjallgarðinn að Höskuldarvöllum.

12,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Skálar:
Lækjarvellir: N63 55.407 W22 05.082.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Hólmsheiði

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Rauðavatni í Reykjavík um Hólmsheiði að Hafravatni í Mosfellssveit.

Vinsæl reiðleið hestafólks í Reykjavík.

Förum frá undirgöngum sunnan Rauðavatns og til austurs meðfram vatninu. Síðan upp og norðaustur á Hólmsheiði eftir greinilegri reiðleið og vestan við Langavatn að vesturenda Hafravatns og þar norður með vatninu að sumarhúsahverfi við Úlfarsá.

6,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Hlíðarvegur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Kerlingarskarði til Hjaltatanga við Hlíðarvatn

Leiðin er stundum kennd við Kerlingarskarð, sem er vestasta skarðið af Grindarskörðum og það eina, sem er hestfært. Gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Þegar upp skarðið kemur eru fleiri leiðir en sú, sem hér er lýst, niður að öðrum bæjum í Selvogi. Þegar þessi leið var farin úr Selvogi til Reykjavíkur, var það kallað að fara suður, þótt raunar sé leiðin í hánorður. Til baka var kallað að fara austur í Selvog.

Byrjum á Selvogsgötu suðaustan Kerlingarskarðs og sunnan við Litla-Kóngsfell. Við förum suður milli Vesturása og Austurása og förum síðan suðsuðaustur að fjallsbrúninni, þar sem við förum niður um Hlíðarskarð að Hjaltatanga við Hlíðarvatn.

9,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Selvogsgata, Stakkavík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Hengladalaá

Frá Litlu kaffistofunni til Hveragerðis.

Um Kambana sagði Björn Pálsson, forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Selfossi, að þar sé vegaminjasafn þjóðarinnar, sýnishorn af vegum og troðningum frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar. Á Kolviðarhóli var byggt sæluhús árið 1844 og síðan gistihús fyrir ferðamenn. Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur svo Kolviðarhól af Valgerði Þórðardóttur. Eftir það var þarna skíðaskáli fram yfir seinna stríð. Förum frá Litlu kaffistofunni eftir gamla þjóðveginum norður fyrir hraunið að Kolviðarhóli, þar sem áður var gistihús ferðamanna, en núna jarðvarmavirkjun.

Frá Kolviðarhóli förum við upp Hellisskarð/Yxnaskarð og síðan með Skarðsheiðarfjalli, þar sem heitir “Vegur milli hrauns og hlíða”. Við förum norður fyrir Litla-Skarðsmýrarfjall inn í Fremstadal og síðan suður með Hengladalaá og síðan áfram suður yfir þjóðveg 1 á gamlan bílveg að Kömbum. Förum niður Kamba og síðan aftur yfir þjóðveg 1 niður í Hveragerði að Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

24,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Þrymur: N64 02.780 W21 19.010.
Kútur: N64 02.712 W21 19.301.

Nálægar leiðir: Hellisheiði, Þrengsli, Lágaskarð, Ölkelduháls, Ölfusvatnsá, Hagavík, Trölladalur, Áftavatnsvað, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Helgafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafnarfirði um Helgafell að Fjallinu eina við Vatnsskarð.

Byrjum í hesthúsahverfi Sörla í Hafnarfirði. Förum suðaustur eftir Kaldárselsvegi og síðan áfram suðaustur að Helgafelli. Förum suðvestur með fellinu vestanverðu og síðan suðaustan við Undirhlíðar um Breiðdal að þjóðvegi 42 við Vatnsskarð. Förum norðvestur með þjóðveginum yfir Vatnsskarð og síðan vestur að Fjallinu eina.

12,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.
Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Undirhlíðar, Selvogsgata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Heimsendakrókur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Elliðavatnsleið eftir hringleið upp í hesthúsahverfið Heimsenda.

Förum merkta reiðleið suðvestur frá Elliðahvammi gegnum íbúðahverfi að hesthúsahverfinu Heimsenda. Síðan austur frá hesthúsunum eftir merktri reiðleið að Elliðavatni við suðurenda vatsins.

2,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Heiðnaberg

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Krísuvík hringleið um Heiðnaberg og Krísuvíkurberg til Krísuvíkur.

Krísuvíkuberg er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesskaga. Talið er, að þar verpi 57 þúsund sjófuglapör. Bergið er um 7 km langt og mesta hæð um 70 metrar Á miðju berginu er Krýsuvíkurbergsviti. Eldstöð er í berginu vestanverðu. Þar nærri er Heiðnaberg. Og þar er Ræningjastígur, þar sem Tyrkir eru sagðir hafa gengið á land og drepið matselju í seli við Selöldu. Eltu þeir smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og séra Eiríkur í Vogsósum hinn göldrótti var að messa. Mælti hann svo fyrir, að sjóræningjarnir skyldu vega hver annan í kirkjutúninu.

Byrjum við þjóðveg 427 í Krísuvík sunnan Bæjarfells. Förum jeppaslóð suðvestur heiðina og síðan suðaustur hana að Heiðnabergi. Þaðan austur með Krísuvíkurbergi og Strandarbergi og þaðan beint norður af berginu á þjóðveg 427 suðvestan við Litlu-Eldborg undir Geitahlíð.

12,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Jeppafært

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH