Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd að Leiru í Leirufirði.
Sjaldan farin, en einkum ef leiðin lá til Hrafnfjarðar.
Förum frá Unaðsdal norðaustur Unaðsdal og bratt upp í Álfsskarð. Þar uppi víkjum við til austurs frá leiðinni um Dynjandisskarð. Förum norður með Rjúkandi, sem kemur úr Öldugilsvatni. Stefnum í Öldugilsheiðarskarð í 550 metra hæð milli tveggja hóla. Þar taka við hjallar með lágum klettum. Klettabrún blasir við í norðri, Krubbuhorn syðra. Við förum austan við hornið og stefnum á bæinn Leiru. Hlíðin er brött, en vel gróin.
14,0 km
Vestfirðir
Erfitt fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk
Nálægar leiðir: Kaldalón, Vébjarnarnúpur, Dynjandisskarð, Leirufjall, Hrafnfjörður, Rjúkandisdalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins