Ísafjarðarsýslur

Öldugilsheiði

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd að Leiru í Leirufirði.

Sjaldan farin, en einkum ef leiðin lá til Hrafnfjarðar.

Förum frá Unaðsdal norðaustur Unaðsdal og bratt upp í Álfsskarð. Þar uppi víkjum við til austurs frá leiðinni um Dynjandisskarð. Förum norður með Rjúkandi, sem kemur úr Öldugilsvatni. Stefnum í Öldugilsheiðarskarð í 550 metra hæð milli tveggja hóla. Þar taka við hjallar með lágum klettum. Klettabrún blasir við í norðri, Krubbuhorn syðra. Við förum austan við hornið og stefnum á bæinn Leiru. Hlíðin er brött, en vel gróin.

14,0 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Kaldalón, Vébjarnarnúpur, Dynjandisskarð, Leirufjall, Hrafnfjörður, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þverfjall

Tengileið á fjallinu milli Botnsheiðar og Breiðadalsheiðar.

Tengir saman Skutulsfjörð, Súgandafjörð og Önundarfjörð.

Byrjum á fjallveginum um Botnsheiði. Förum um Efra-Austmannafjall, austan Þverfjalls, í 500 metra hæð að fjallveginum um Breiðadalsheiði.

3,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Kristjánsbúð: N66 02.376 W23 17.432.

Nálægar leiðir: Botnsheiði, Breiðadalsheiði, Nónhorn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þverdalsdrög

Frá Neðri-Miðvík í Aðalvík um Þverdalsdrög til Húsatúns í Aðalvík. Hestfær leið og allgreið.

Förum frá Neðri-Miðvík suðaustur um Efri-Miðvík og síðan suðsuðaustur á fjallið. Þegar upp í skarðið er komið í 380 metra hæð, beygjum við til vesturs og síðan til norðvesturs um Þverdalsdrög niður í Þverdal. Þaðan vestur að Húsatúni.

8,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hesteyrarskarð, Aðalvík, Sléttuheiði, Hraunkötludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þóruskarð

Frá Engidal í Skutulsfirði að Seljalandi í Álftafirði.

Ekki fær hestum.

Á Vestfjarðavefnum segir m.a.: “Þegar komið er að Þóruskarði sunnan Vatnahnjúks, fer leiðin að verða brattari og getur verið svolítið brölt að komast upp í skarðið. Þegar komið er niður úr skarðinu, er ganga auðveld meðfram ánni niður á Seljaland í Álftafirði.”

Förum frá Engidal suður Engidal og suðaustur dalsdrögin og fyrir sunnan Vatnahnjúk austur í Þóruskarð í 720 metra hæð. Þaðan suðaustur í Svarfhólsdal og austur með ánni að Seljalandi.

11,1 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Álftafjarðarheiði, Hestskarð vestra, Lambadalsskarð, Breiðadalsheiði, Botnsheiði, Nónhorn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjófaskörð

Frá Hnífsdal um Þjófaskörð til Seljalandsdals í Skutulsfirði.

Þetta er ekki reiðleið.

Á Vestfjarðavefnum segir: ““Úr innri enda Þjófaskarðs er sneitt niður skriðurnar þar til komið er niður á melholt, móa og mýrar, en auðvelt er að þræða þurra leið. Uppi undir hlíðinni til vinstri, handan Skarðsengis, sést endastöð fyrstu skíðalyftunnar á Seljalandsdal við Gullhól. Þaðan er gengið norðan- og austanvert í rótum Sandfells niður lága hjalla að stíflunni í Buná.”

Förum frá Hnífsdal um Heiðarbraut og vestur dalinn framhjá eyðibýlinu Fremri-Hnífsdal og síðan eftir slóða í sneiðingum í átt að Heiðarskarði. Undir skarðinu förum við suður fyrir botn dalsins að Þjófaskörðum. Förum yfir þau í 600 metra hæð og síðan áfram suður í Seljalandsdal. Sneiðum niður skriðurnar, unz við komum niður í gróður. Síðan vestsuðvestur dalinn að vegi til skíðasvæðisins.

10,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Heiðarskarð, Botnsheiði, Breiðadalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Vébjarnarnúpur

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd út fyrir Vébjarnarnúp að Stað í Grunnavík.

Farin er stórgrýtt fjaran. Hætta er á steinkasti úr núpnum. Norðan megin er torfært nema á fjöru.

Förum frá Unaðsdal með ströndinni um Tirðilmýri, Hlíðarhús, Skarð, Sandeyri og Berjadalsá. Við höldum áfram ströndina um Snæfjöll og síðan mest í fjörunni alla leið vestur fyrir Vébjarnarnúp og áfram norður að Nausti í Grunnavík. Þaðan um sveitina að Stað í Grunnavík.

29,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Sandeyri: N66 08.989 W22 49.986.
Sútarabúðir: N66 14.722 W22 52.290.

Nálægar leiðir: Snæfjallaheiði, Höfðaströnd, Kaldalón, Dynjandisskarð, Öldugilsheiði, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Vatnsfjörður

Frá Hörgshlíð í Mjóafirði til Vatnsfjarðar við Ísafjarðardjúp.

Einnig er hægt að fara austan Neðra-Selvatns og vestan Fremra-Selvatns. Frá norðausturhorni Fremra-Selvatns er hægt að ganga vestur með Karlmannaá niður í Mjóafjörð.

Förum frá Hörgshlíð norðaustur á Hörgshlíðarfjall í 200 metra hæð og svo um Hörgshlíðardal austan við Fremra-Selvatn. Síðan vestan við Neðra-Selvatn, norður Vatnsfjarðardal og um Skyrgeil að Vatnsfirði.

12,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Eyrarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Töfluskarð

Frá Kvíum í Lónafirði um Töfluskarð að Hafnarskarðsleið milli Veiðileysufjarðar og Hornvíkur.

Ómerkt leið.

Förum frá Kvíum norður Kvíadal og upp úr dalbotninum. Síðan áfram norður fjallið vestan undir fjallsbrúnunum og komum að leiðinni um Hafnarskarð rétt undir skarðinu. Sú leið liggur milli Veiðileysufjarðar og Hornvíkur.

12,1 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Lónafjörður, Kvíafjall, Hafnarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Súgandi

Frá Botni í Súgandafirði út með Súgandafirði að norðan að eyðibýlinu Gelti.

Svo segir í Landnámu: “Hallvarður súgandi var í orrostu mót Haraldi konungi í Hafursfirði; hann fór af þeim ófriði til Íslands og nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga og bjó þar.”

Förum frá Botni út með ströndinni að norðan. Um eyðibýlin Gilsbrekku, Selárdal og Norðureyri að Gelti.

12,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Grárófuheiði, Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Botnsheiði, Grímsdalsheiði, Norðureyrargil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steingrímsfjarðarheiði

Frá Nauteyri við Ísafjörð að Víðivöllum í Steingrímsfirði.

Farin er gamla reiðslóðin, sem að töluverðu leyti er utan bílvegarins, beggja vegna hans.

Förum frá Nauteyri um Rauðamýri og síðan suður um Lágadal austan Lágadalsár og síðan vestan árinnar um Miðdal. Þaðan til suðurs upp Hestabeinahæð á Steingrímsfjarðarheiði. Til suðausturs um heiðina á Sótavörðuhæð í 460 metra hæð. Þaðan um Digravörðuhrygg að sæluhúsinu á Gluggavörðuhrygg. Síðan í krók suður fyrir Ögmundarvatn og um Björnsvörðuholt og Biskupsvörðu. Þar næst austur Tungur, norðan Norðdals og bratta sneiðinga sunnan Flókatungugils og um Flókatungu niður í Staðardal, austur dalinn að Víðivöllum.

35,0 km
Vestfirðír

Skálar:
Steingrímsfjarðarheiði: N65 45.036 W22 07.790.
Steingrímsfjarðarheiði eldri: N65 45.191 W22 08.122.

Nálægar leiðir: Kollabúðarheiði, Þorskafjarðarheiði, Langidalur, Staðarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sópandi

Frá Sópandi í Lónafirði til Barðsvíkur á Hornströndum.

Leiðin er oftast kölluð Þrengsli. Erfitt er að finna slóðina, sem hún farin til austurs.

Förum frá Sópanda austur Sópanda upp í Þrengsli norðan við Hyrnukjöl í 400 metra hæð. Síðan austur Barðsvík að sæluhúsi við suðurenda Barðsvíkur.

10,4 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar: Barðsvík: N66 20.117 W22 14.000.

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Bolungarvíkurheiði, Göngumannaskörð, Fannalág, Lónafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Snæfjallaheiði

Frá Berjadalsá á Snæfjallaströnd um Snæfjallaheiði að Kumlá í Grunnavík.

Gömul og grýtt póstleið. Fara þarf varlega, því að leiðin er víða nálægt brúnum Vébjarnarnúps. Uppi á heiðinni er leiðin vel vörðuð. Um tvær leiðir er að velja. Sú nyrðri er með stærri vörðum og er hún vetrarleið. Syðri leiðin er betri yfirferðar að sumri.

Sumarliði Brandsson póstur hrapaði með hesti sínum fyrir bjargbrjún Vébjarnarnúps árið 1920 og fórust báðir. Þegar leit var gerð að honum, fórust þrír leitarmenn í snjóflóði. Síðar fundust pósttaska og reiðtygi Sumarliða á klettasnös.

Förum frá Berjadalsá upp með Íralæk rétt utan við Berjadalsá um sneiðinga upp á grösugan Reiðhjalla í fjallsbrúninni. Síðan norðvestur um Snæfjallaheiði í 470 metra hæð. Að lokum bratta sneiðinga austnorðaustur að Nesi eða Kumlá í Grunnavík. Þaðan er stutt leið norður að Stað.

12,6 km
Vestfirðir

Skálar:
Sútarabúðir: N66 14.722 W22 52.290.

Nálægar leiðir: Vébjarnarnúpur, Höfðaströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Snóksheiði

Frá Bjarnarnesi á Hornströndum um Snókarheiði til Lónafjarðar í Jökulfjörðum.

Stundum kölluð Snókarheiði, en réttar er Snóksheiði. Þetta er gömul póstleið til Sópanda í Lónafirði og þaðan að Kvíum. Hún er hins vegar varhugaverð ókunnugum. Ekki má trúa leiðinni nákvæmlega eins og hún er sýnd á kortinu.

Förum frá Bjarnarnesi á Hornströndum um vörðu neðan við Bjarnarneshæð. Varðan er hluti af merkingu póstleiðarinnar vestur um Snóksheiði. Við förum vestsuðvestur um Snóksheiði norðan og vestan við Snók og síðan áfram sömu átt niður að Lónafirði.

9,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Lónafjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vestfjarðavefurinn

Sléttuheiði

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði að Sæbóli í Aðalvík.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Upp frá Stað austanvert við vatnið liggur leiðin … Brekkurnar eru töluvert í fangið uppúr dalbotninum framan við Staðarvatn og hægara að sniðskera þær, fannir eru efst í brúnum. Yfir heiðina er fylgt vörðum og skýrum slóða … Af Sléttuheiði er komið niður í Sléttudali, Ytri- og Innri, kjarrvaxið land með grasgefnum brokmýrasundum … Um Ytri-Hesteyrarbrúnir og niður Bröttugötu og í Hesteyrarfjörð þar sem gata er glögglega mörkuð í bratta hlíðina og þéttar birkibreiður verma sig á skriðum beint móti suðri í sólskini.”

Förum frá Hesteyri suður ströndina undir Nóngilsfjalli. Fyrst um eyrar, síðan um fjöru og þaðan fyrir ofan bakka. Förum um Grasdal skýra og auðvelda götu um Götuhjalla og Bröttugötu vestur á Ytri-Hesteyrarbrúnir og þaðan beint vestur Sléttuheiði. Gott útsýni er þar, gatan greið og vel vörðuð. Af heiðinni er þverleið suður á Sléttu. Leið okkar liggur áfram norðaustur og síðan bratt um sneiðinga niður í Fannadal og þar vestur um mýrar að Staðarvatni og Stað í Aðalvík. Meðfram vatninu norðanverðu og síðan norðvestur að sjó við Húsatún. Þaðan með ströndinni vestur að Sæbóli.

13,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Slétta, Kjaransvíkurskarð, Hesteyrarbrún, Háaheiði, Hesteyrarskarð, Þverdalsdrög, Aðalvík, Hraunkötludalur, Skarðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Slétta

Frá Sléttunesi á Sléttuheiðarveg milli Hestvíkur og Aðalvíkur.

Lynggróin og kjarrvaxin holt.

Förum frá Sléttunesi norður með Sléttuá upp á Sléttuheiðarveg, sem liggur milli Hesteyrar og Húsatúns eða Sæbóls í Aðalvík.

1,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Sléttuheiði, Hraunkötludalur, Skarðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort