Hugmyndir fólks um kjörþyngd hafa brenglazt, einkum vegna áhrifa tízkuhúsa. Um langt árabil hefur aukizt þrýstingur á, að fólk eigi að vera þvengmjótt. Þetta er orðið að áráttu hjá mörgum, einkum ungum konum. Áráttan er studd framleiðendum alls konar vöru og þjónustu, sem sögð er hjálpa þér við að grennast. Við þurfum að breyta þessu brenglaða fegurðarmati. Einkum þurfum við að víkka hugtak kjörþyngdar. Þurfum að auka áherzlu á það, sem kallað er offita, en taka léttar á því, sem kallast ofþyngd. Ágætt er að vera fimm til sjö kílóum yfir neðri mörkum ofþyngdar eins og hún hefur verið skilgreind.