Fór í Holtið í hádeginu. Sami öndvegisstaðurinn áratugum saman. Samt ekki á pari við stjörnustaði Michelin. Humar- og rækjusúpa var sú minnsta, sem ég hef séð á ævinni, að rúmmáli eins og egg. Dádýrakæfan kom við kæliskápshita, ekki við stofuhita. Í stað piparsósu með rib-eye steik kom béarnaise-sósa. Steikin var með afar hversdagslegu meðlæti. Að öðru leyti var þetta góður matur, einkum smávaxna humar- og rækjusúpan, svo og kálfakjötsneiðar á fínum hýðishrísgrjónum. Eftirréttirnir voru flottir, bæði heit súkkulaðikaka og ananas á rommís. Verðið var bara 3.200 krónur, 2.900 krónur án eftirréttar.