Pólitísk vandræði stafa mest af aldri flokka, sem hafa smám saman spillzt af langvinnu samstarfi. Því þorir VG ekki að pota í kvótagreifa og afurðastöðvar. Munur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er, að sá fyrri er hreinn bófaflokkur, sem flaggar markaðskreddu, en rekur pilsfaldakerfi fyrir ríkustu prósentin. Viðreisn er fulltrúi atvinnugreifa líkt og hægri flokkar markaðskreddu í nálægum löndum. Björt framtíð er hagsmunaflokkur fyrir vel menntuð fífl. Samfylkingin er blanda nokkurra flokka, sem gæta hagsmuna miðstétta. Píratar horfa fram á veginn til byltingarinnar, sem mun leysa kommúnisma og kapítalisma af hólmi innan áratuga.