Skilgreining flokka er ekki hægri og vinstri. Í vikunni benti ég á skyldleika Sjálfstæðis, Framsóknar og Vinstri grænna. Þetta eru allt íhaldsflokkar, sem vilja sem minnstar breytingar á hinni pólitísku svínastíu. Svo eru þrír flokkar evrópusinnaðir, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin. Ramba flestir á jaðri þess að koma ekki inn manni. Síðan eru það nýju, litlu flokkarnir. Á hægri jaðri alþýðuflokka eru þrír, Flokkur fólksins, Þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn, sem er öllum illa við útlenda. Á vinstri jaðri eru Alþýðufylkingin og Sósíalistar múlti-kúlti. Í miðju er svo einn framtíðarflokkur og það eru auðvitað Píratar.