Brottför Jóns Magnússonar alþingismanns er síðasti snúningur af mörgum í dauðateygjum Frjálslynda flokksins. Jón sagði: “Það er ekki hægt að bjóða sig fram fyrir flokk, þar sem allt er í vitleysu”. Þar hafa þingmenn verið að fara inn og út á kjörtímabilinu. Minnsti flokkur Alþingis er sá mest klofni. Enda fær hann lítið fylgi í skoðanakönnunum. Flokkurinn er safn af eins málefnis mönnum af ýmsu tagi. Forustu hans hefur mistekizt að vinna á trúverðugan hátt úr fylginu, sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fyrir flokknum liggur að deyja í aprílkosningunum og að gleymast hratt.