Flokkur fólksins

Punktar

Flokkur fólksins virðist hafa náð þeim markaði í pólitík, sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára sóttist eftir. Inga Sæland flokksformaður náði saman skemmtilegu samspili í Háskólabíói. Talsmenn alvöru verkalýðsfélaga, öldunga og öryrkja komu þar fram. Fólkið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hatar, húsnæðislausir, öldungar, öryrkjar og sjúklingar. Þarna var líka fólkið, er telur alls ekki sjálfsagt, að múslimar safnist fyrir á Íslandi. Fólkið, sem vill ekki múlti-kúlti Gunnars Smára og er stundum kallað rasistar. Samanlagt getur þetta fólk orðið nokkuð fjölmennt. Áhugavert verður að sjá, hvar flokkurinn dúkkar svo upp í pólitískra mynztrinu.