Samfylkingin er í vanda, sem hún ræður ekki við. Sveik þjóðina um stjórnarskrá og þjóðareign á kvóta. Hangir enn í aðild að Evrópusambandinu, sem enginn vill hlusta á þessa dagana. Samfylkingin getur kúvent, tekið upp harðan stuðning við stjórnarskrána, uppboð kvóta og auðlindarentu, herlög gegn bankabófunum, vask á ferðaþjónustu og virkan stuðning við kröfu fólks um réttlát laun. Flokkurinn er fastur í leifum Blairismans og er kominn langt frá uppruna sínum. Árni Páll er tákngervingur hins illa í flokknum og verður að fara frá hið fyrsta. Svo verða kjósendur að meta, hvort restin af flokknum sé trúverðug til góðra verka.