Flokkurinn skili mútunum

Punktar

Hannes Smárason útrásarvíkingur var á hátindi valda sinna, er hann mútaði Sjálfstæðísflokknum með þrjátíu milljónum króna. Það var 28. desember 2006, fjórum dögum fyrir gildistöku nýrra laga um fjárreiður stjórnmálaflokka 1. janúar 2007. Hannes stofnaði 6. janúar 2007 Geysir Green Energy, sem átti að ryksuga mannauð Orkuveitunnar án þess að borga neitt. Miklir peningar voru í húfi á fleiri sviðum þessa daga, Hannes seldi Sterling 28. desember 2006. Nú eru múturnar til Sjálfstæðisflokksins komnar í dagsljósið. Flokkurinn á engan kost annan en að endurgreiða þær, enda eru slíkar mútur út í hött.