Flokkurinn skipti um hest

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn fór illa út úr kosningunni til stjórnlagaþings. Geldur þess að hafa skipt um hest í miðri á. Flokksmenn og Mogginn töluðu þingið niður og reyndu að fæla fólk frá þáttöku. Samt buðu sig fram um 30 manns, sem tengjast flokknum. Einum degi fyrir kosningu skipti apparatið um skoðun. Dreift var tveimur listum þóknanlegra frambjóðenda. En sinnaskiptin komu of seint. Af víðari listanum komust þrír inn og enginn af þrengri listanum. Þetta er eitt mesta áfall, sem apparatið hefur orðið fyrir. Og byggist að mestu á að hafa ekki samræmda skoðun á stjórnlagaþinginu fram á kjördag.