Flóknara útstáelsi

Veitingar

Vegna Davíðs-hruns fyrir ári tími ég ekki að borða á Michelin-stjörnustöðum í Gent. Sá ódýrari, C-Jean, selur kvöldmatinn á 20.000 krónur áður en kemur að drykkjum. Sem betur fer gat ég klórað í bakkann með því að koma þar einu sinni í hádeginu. Á 7.000 krónur, sem flestum mundi samt þykja nokkuð stíft. Hér í Gent er helzt hægt að borða úti í hádeginu. Nokkrir Michelin-staðir án stjörnu bjóða tvíréttaðan hádegismat á 3.000 krónur, sem er þolandi. Café Théâtre, Pakhuis og Belga Queen. Svo þakka ég almættinu fyrir, að Davíð er bara ritstjóri. Getur ekki framið fleiri efnahagsleg hryðjuverk á mér.